Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Síða 7
4Diigur-®mtmrt
Þriðjudagur 10. september 1996 -19
MENNING O G LISTIR
Auga fyrir auga
Föstudaginn 6. september
frumsýndi Leikfélag Hús-
víkur leikritið Auga fyrir
auga á heimavelli í Samkomu-
húsinu á Húsavík. Verkið er
eftir William Mastrosimone, en
íslensk þýðing eftir Jón Sævar
Baldvinsson. Leikstjóri upp-
setningarinnar er Skúli Gauta-
son, en hann hefur einnig
hannað leikmynd og lýsingu.
Leikfélag Húsavíkur hefur leik-
ár sitt óvenjulega snemma að
þessu sinni. Skýringin á því er
framar öðru sú, að leikritið
Auga fyrir auga var æft upp í
sumar til þess að flytja það í
heimsókn til vinaleikfélags
Leikfélags Húsavíkur, Scene 2 í
Nexö á Borgundarhólmi. Þar
var verkið frumsýnt í ágúst í
sumar. Sýningin á Húsvík er því
í raun önnur sýning verksins,
en vonandi ekki sú síðasta, því
að vissulega á verkið erindi í
samfélagi okkar. Efni verksins
er nauðgun, en sá viðurstyggi-
legi gerningur hefur mjög verið
til umræðu undanfarið og þá
ekki síður þau viðurlög, sem
við honum eru og sá vandi, sem
þolandinn er settur í gagnvart
lögreglu, dómsvaldi og samfé-
iaginu í heild. Á þessum þátt-
um og öðrum tekur höfundur
leikritsins Auga fyrir auga af
miklu innsæi. Hann rýnir inn í
huga og gerðir nauðgarans og
nær vel að sýna það ferli sjálfs-
þóknunar og sjálfsréttlætingar,
sem með honum býr, jafnframt
óhefluðum ruddaskap og vald-
beitingu. Ekki síður tekst höf-
undi vel að birta viðbrögð fórn-
arlambsins, ótta þess og niður-
lægingu, vanmátt þess og upp-
gjöf. í verkinu nær höfundur
einnig að túlka þá bræði, sem
verður til í brjósti þess, sem
orðið hefur fyrir valdbeitingu
og verið niðurlægður; löngun-
ina til hefnda, til að refsa eftir-
minnilega, til að ná fram rétt-
læti, sem stofnanir samfélags-
ins iðulega virðast tregar til að
veita ekki síst í málum af kyn-
ferðislegum toga. Loks tekst
höfundi að sýna viðbrögð sam-
félagsins í orðum og gerðum
hliðarpersónanna í verkinu, en
í þeim koma fram frasar og við-
tekin munstur, sem áhorfendur
þekkja úr umræðu dagsins.
Leikendur eru fjórir og eru
þeir allir ungir að árum og
ekki langreyndir á sviði. Engir
þeirra eru þó algerir nýliðar og
má sjá það á fasi þeirra og
frammistöðu, að í þeim eru góð
leikaraefni, sem vert er að
fylgjast með. Skúli Gautason
leikstjóri hefur náð vel að móta
túlkun hvers leikara fyrir sig,
svo að í hverju tilfelli verður til
sannferðug persóna, sem svar-
ar vel því hlutverki, sem henni
er ætlað í heildarmynd og boð-
skap verksins. Ferlið er lipurt
og átakasenur verksins þaul-
unnar og ganga vel upp. Þá er
leikmynd vel fullnægjandi, þó
að einföld sé, og lýsing við
hæfi. Maggy, stúlkan, sem
verður fyrir árás nauðgarans,
er leikin af Júlíu Sigurðardótt-
ur. Hún nær víða miklum hrif-
um í túlkun sinni ekki síst í
átakaatriðum, svo sem í við-
fangi við nauðgarann, Rolf, í
upphafshluta verksins, en einn-
ig víða eftir að spilin hafa snú-
ist við og heift hennar, sem er
heift ailra þeirra, sem níðst hef-
ur verið á, beinist að ofbeldis-
manninum, sem hún er ákveðin
í að láta hljóta verðuga refs-
ingu fyrir óafsakanlegt afbrot
sitt. Dauðir punktar koma helst
ekki fyrir í túlkun Júlíu; einna
helst þó í síðari hluta verksins,
þegar unnið er úr viðbrögðum
samfélagsins, eins og þau koma
fram í samleik við Terry og
Patty.
Oddur Bjarni Þorkelsson fer
með hlutverk Rolfs, nauðgar-
ans. Oddur Bjarni kemst víða
mjög nærri þessari persónu.
Best tekst honum í upphafsat-
riðum verksins, þegar hann
flár og undirförull kemur óboð-
inn og undir fölsku yfirskyni á
heimili Maggýjar. Oddur Bjarni
byggir á sannferðugan hátt
upp sífellt hrottalegra áreitni-
ferli nauðgarans, sem reyndar
nær ekki að fullu fram vilja sín-
um, en kemst þó sem næst al-
veg að markinu. Oddur Bjarni á
marga góða spretti í síðari
hlutum verksins, ekki síst í síð-
ari hluta þess, og nær í heild
vel að túlka fals og sjálfsrétt-
lætingu persónunnar. í loka-
atriði verksins nær Oddur
Bjarni öðrum hápunkti túlkun-
ar sinnar í niðurlægingu Rolfs,
þar sem hann skríður aftur
þangað, sem drasli er hent.
Terry, stúlku, sem nauðgað
var fyrr á ævinni, leikur Þor-
björg Björnsdóttir. í þessari
persónu birtir höfundur við-
brögð þeirra, sem orðið hafa
fyrir valdbeitingu, en samfé-
lagið hefur brotið. Tilfinningar
Terry eru óvissar en framar
öðru bældar og tillærðar. Hún
hefur leitast við að hemja heift
sína og ekki síður ótta og reynir
að lifa með biturri reynslu
sinni. Þorbjörg kemst víða mjög
nærri þessari stúlku í túlkun
sinni og myndar góða andstæðu
við hina ákveðnu Maggy, sem
krefst réttlætis og viðeigandi
refsingar.
Magrét Sverrisdóttir leikur
Patty. Hún er talsmaður réttar-
farsins og hinna lærðu sérfræð-
inga. Hún talar í frösum, sem
hljóma kunnuglega í eyrum.
Hún segist skilja Maggy en ger-
ir það einungis á grundvelli
bóknáms síns. Hún telur sig
vera hinn upplýsta aðila, sem
horfi kalt og skynsamlega á
málin, en er í raun fulltrúi
þeirra, sem leitast við að jafna
úr hlutunum, breiða yfir og
skápa kyrrlátt yfirborð. Mar-
grét nær vel fasi og blæ þessar-
ar persónu. Það sem helst lýtir
er óhófleg notkun orðleppsins
„ókey“, sem er væntanlega
lagður henni í munn af þýð-
anda verksins. Þó hefur hann
tilgang í því að gera Patty enn
yfirborðslegri og leggja áherslu
á raunverulega íjarlægð henn-
ar frá vandamálinu, sem hún
þó þykist fær um að leysa.
Það er full ástæða til þess að
hrósa Leikfélagi Húsavíkur og
hinum ungu félögum þess, sem
koma fram í leikritinu Auga
fyrir auga, fyrir uppsetningu
þessa verks. Sú hugsun vaknar,
hvort hér sé ekki verk, sem vert
væri að fara með víða. Umbún-
aður þess virðist ekki flóknari
en svo, að hann ætti að leyfa
slíkt og efni þess og efnistök
eiga erindi einmitt nú á dög-
um.
Ilaukur Ágústsson.
INNKAUPASTOFNUN V//V/ÆW
REYKJAVÍKURBORGAR \
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík
Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616 VEGAGERÐIN
ÚTBOÐ
F.h. borgarverkfræðingsins í Reykjavík og vega-
málastjóra er óskað eftir tilboðum í gerð yfirbyggingar
göngubrúar yfir Miklubraut í Reykjavík.
Helstu magntölur eru:
Stálsmíði: 50 tonn.
Steypustyrktarjárn: 100 kg.
Mótafletir: 8,0 m2.
Steinsteypa: 5,5 m3.
Handrið utan brúar: 52 m.
Verkinu skal að fullu lokið 15. júní 1997.
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000
skilatryggingu.
Opnun tilboða: Þriðjud. 15. október 1996 kl. 11.00 á
sama stað.
ALÞI N G I
Auglýsing
til sveitarstjórnarmanna
frá fjárlaganefnd Alþingis
Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitar-
stjómarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni
dagana 23.-26. september f.h.
Upplýsingar og tímapantanir eru í síma 563 0700
frá kl. 9-16 eigi síðar en 20. september nk.
ÚTSALAN
hefst í dag, þriðjudaglO. september
Levi's búðin, Akureyri og Laugavegi 37.
1D R I G I N A L1