Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Blaðsíða 10
22 - Þriðjudagur 10. september 1996 Ikgm-®ímhm RADDIR FOLKSINS eiðis... Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31,pósthólf 68,602 Akureyri Þröngsýni ráðamanna Arnljótur Bjarki Bergsson Stjórnarmaður í Verði F.U.S. Akureyri og nemi í M.A. Það var vissulega veiga- mikil vegtylla fyrir Finn Ingólfsson að ná því lang- þráða takmarki, þeirra sem set- ið hafa í ráðherrastóli iðnaðar- ráðuneytisins síðustu árin, að skrifa undir samninga sem fólu í sér stækkun álversins í Straumsvík. Því verður að minnsta kosti seint neitað. Ekki lítur út fyrir að það eitt nægi Finni fullkomlega til að sitja sáttur við sitt það sem eftir Iifir af kjörtímabilinu. Eins og allir vita eru viðræður íslenskra að- ila við Columbia álfyrirtækið í fullum gangi. Fyrir skemmstu lak sú staðreynd út úr samn- ingaherberginu að Reyðaríjörð- ur væri ekki lengur inni í mynd- Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð- herra. Fjölbreytni atvinnulífs- ins feist ekki í því að hólfa landið niður og koma með skipun úr skrifstofubyggingu að sunnan þess efnis að í þessu sveitarfélagi megi einungis fram- leiða lambakótilettur og í því næsta lamba- læri. Vissulega er það virðingarvert að Finn- ur Ingólfsson hafi skilning á því að málmbræðsla sé hvorki heppilegur ná- granni kjötvinnslu né frystihússreksturs. „Það gengur ekki að troða öllum eggjunum f sömu körfuna endalaust", segir grein- arhöfundur. Rökin gætu eins átt við osta - sem framleiddir eru f miklum mæii á Eyja- fjarðarsvæðinu. inni sem umhverfi nýs álvers og í næstsíðasta tölublaði Dags kom fram að hefðbundin stór- iðja henti ekki Eyjafirði að mati Finns. Eru því einungis Grund- artangi og Straumsvík hentug fyrir álver. Það gengur ekki upp að troða öllum eggjunum í sömu körfuna endalaust. Dreifa verð- ur áhættunni. íslenskt efna- hagslíf er fábreytt og nánast al- farið háð stærð fiskistofnanna. Trygging íslensks efnahagslífs út um land allt, ekki eingöngu á suðvesturhorninu, er fólgin í meiri ijölbreytni alls staðar. Fjölbreytni atvinnulífsins felst ekki í því að hólfa landið niður og koma með skipun úr skrif- stofubyggingu að sunnan þess efnis að í þessu sveitarfélagi megi einungis framleiða lamba- kótilettur og í því næsta lamba- læri. Vissulega er það virðing- arvert að Finnur hafi skilning á því að málmbræðsla sé hvorki heppilegur nágranni kjöt- vinnslu né frystihússreksturs. Við lifum á 20. öldinni og getum því engan veginn sætt okkur við það að örlög og afdrif fólksins í landinu séu jafn nátengd stærð fiskistofnanna og raun ber vitni. Þó svo að þeir virðist vera í vexti þessa stundina þá getur aílinn brugðist líkt og hefur sýnt sig. íslendingar áttu erfitt með að sætta sig við orðinn hlut og tóku til sinna ráða til að fást við vandann er við áttum í erf- iðleikum og höfðu þeir skilning ráðamanna þjóðarinnar fyrir mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs. Nú virðast hins vegar með vax- andi fiskistofnum ráðamenn búnir að gleyma því að íjöl- breytni er það sem þarf alls staðar. Þegar viðræður við Atlantsál- hópinn stóðu sem hæst þá var hafís fyrir Norðurlandi eyfirsku álveri fjötur um fót en nú er það matvælaiðnaðurinn. Þess ber að geta að Þorvaldur Guð- mundsson, „skattakóngur fs- lands“, rekur svínabú á Keilis- nesi einmitt þar sem til stóð að reisa margnefnt Atlantsálver. Það virðist h'tið mál að fólk búi í kílómetra fjarlægð frá álverinu í Straumsvík, en ekki má fram- leiða matvæli til útflutnings í nágrenni hugsanlegs álvers í Eyjafirði. Þröskuldur Reyðfirð- inga var fámenni þá, en nú eru það loðnuvinnslur í Neskaup- stað og Fáskrúðsfirði. Við getum ekki einblínt á ál- ver sem eina iðnaðinn sem hægt er að reka í landinu, það eru margir aðrir kostir í stöð- unni. Athuga ber hvort ekki sé grundvöllur fyrir iðnaði sem samræmist matvælavinnslu sem fyrir er í landinu. Ef svona vinnubrögð, Iíkt og að láta íbúa Faxafióasvæðisins vera eina um stóriðjuhituna, verða viðhöfð fram á 21. öldina er fátt því til fyrirstöðu, að landsbyggðarfólk hætti að bera lágmarksvirðingu fyrir stjórn- völdum og þau missi trúnað þess. Líkt og Rasmus Christian Rask bjargaði íslenskunni virð- ist þurfa útlendinga til að bjarga landsbyggðinni, byggða- þróun í landinu og réttlátri dreifingu atvinnulífs ef marka má síðustu atburði. * Háskólablaðið sem var sent inn á öll heimili landsins á dögunum þurfti nú endilega að vera fullt af stafsetningarvillum, hvar voru prófarka- lesarar þessa annars ágæta blaðs? Annað sem undarlegra þykir eru vinnubrögð forsvarsmanna tónleikahalds í Höllinni. Á sunnudagskvöldið voru haldnir aldeilis frábærir ' tónleikar með Blur. Leitað var á öllum sem fóru inn og sem höfðu keypt sér miða dýrum dómum, en rétt fyr- ir klukkan 11 var öllum hleypt inn - vænghurðirnar bara opnaðar upp á gátt? Þá var ekkert leitað? Slík vinnubrögð eru ekki bara sorgleg heldur hlægileg. Ilvað eru sumir „framúrtakarar" í umferðinni að pæla? Og þið sem búið til lestir í Hvalfirðin- um eruð líka leiðinleg. Unga f ólkið og dömubindin Ætli unga fólkið sé að breytast? Verða opnara og öruggara með sig en áður var? Þessar hugsan- ir leituðu á höfund þessa pistils fyrir framan sjón- varpið þegar ung stúlka, vart meira en fimmtán ára, lýsti því yfir í auglýs- ingu án nokkurrar feimni að Always ultra væru langbestu dömubindi sem hún hefði nokkurn tím- ann prófað. Það er ekki nema rúmur áratugur síðan pistlahöfundur var sjálfur á þessum aldri og tíu villtir hestar hefðu ekki getað dregið hann fyrir framan myndavél til að ræða svo persónuleg mál sem dömubindi. Bara það að fara út í búð og kaupa þessháttar vöru var hin mesta kvöl og pína á þessum tíma. En nú er greinilega öldin önnur! X-kynslóö hvað? En fyrst við erum að tala um unga fólkið þá er hér með lýst yfir þessari margumtöluðu X-kynsIóð. Hver er hún eiginlega? Ósköp getur hún verið þreytandi þessi árátta mannanna að skipa öllum í flokka. Gamla fólkið er af einni kynslóð sem hag- ar sér á ákveðinn hátt, svo eru það upparnir, 68 kynslóðin og þar fram eftir götunum. Enginn áttar sig á unga fólkinu og því er X-inu skellt á þennan aldurshóp fyrir hina óþekktu stærð. Get- ur ekki bara verið að fólk sé eins misjafnt og það sé margt, alveg óháð því hvort það sé sjö ára eða sjötugt? Fjölmiðlatrú Og yfir í allt aðra sálma og ólíkt kirkjulegri. í fréttum um helgina lýsti því yfir nývígður íslensk- ur kaþólskur prestur að kristin trú væri ekki íjöl- miðlatrú og m.a. þess vegna væru orð páfans oft misskilin í fjölmiðlum. Jafnmikilvægum upplýs- ingum og innihaldi trúar væri ekki hægt að koma fyrir í fimm mínútna fréttaskoti. Það er kannski þess vegna sem biskupinn, séra Flóki, Jón organisti, séra Torfi og allir hinir kirkjunnar menn hafa verið • milli tannanna á fólki síðasta árið? Skilaboðin hafa ver- ið allt of djúpstæð og flókin til hægt væri skilja þau í stuttum fréttaskot- um og fyrir vikið mis- skildi þjóðin alveg hroða- lega!! Umsjón: Auður Ingólfsdóttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.