Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Qupperneq 16

Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Qupperneq 16
Þau taka hlutverk sitt alvarlega þremenningarnir sem vígja busana, þ.e.a.s. nýnemana við Framhaldsskólann á Húsavík. Frá vinstri Björgvin Björgvinsson, Snæbjörn Ragnarsson og Júlía Sigurðardóttir, að vígja einn busann. Mynd GKJ inagur-SItmtttn Þriðjudagur 10. september 1996 Einar Sveinbjörnsson veðurjrœðingur Reykjavík 0 vsv 3 v3 s 3 ssa 4 ssa 4 v4 vsv 3 ssa 4 sS Stykkishólmur 9 Mið Fim Fös Lau mm sv 4 vsv 3 s4 ssa 5 ssa 4 vsv 4 sv 4 ssa 4 s 5 Bolungarvík sv4 sv3 s 3 sa 4 ssa 3 vsv3 sv4 ssv 4 s5 Blönduós 9 Mið Fim Fös Lau 10- sv3 sv2 s3 sa 4 ssa 3 vsv2 sv2 ssv 2 ssv 3 Akureyri sv3 vsv3 sv3 vsv3 s3 v3 sv3 v3 ssv 3 Egilsstaðir ;7^\ \ wm B V v 3 n 3 s 3 s 3 ssv3 nv3 ssa 3 ssv 3 ssv 3 Kirkjubæjarklaustur v3 vnv3 vsv2 ssa 4 ssv3 vnv2 vnv2 ssv 2 ssv 2 Stórhöfði v 4 vnv 4 ssv 3 ssa 6 s6 v4 v3 s4 ssv4 Hausttilboð á innimálningu gljástig 10 Verb: 1 lítri 499 4 lítrar 1996 Línuritin sýna flögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Yflr landinu er óvenjulega hlýtt loft þessa dagana. Þokan sem hefur verið og verður viðloðandi suðvestanvert landið er einn anginn af þessu ástandi, en inn til landsins er einna helst að vænta sólar. Líkur eru á að hin volduga hæð fyrir sunnan land sem þessu stjórnar gefi eftir hægt og bítandi og síðar í vikunni tekið við „eðlilegra" ástand með hlýrri sunnanátt. Framhaldsskólinn á Húsavík Busavígslan yfírstaðin Nú geta nýnemar við Framhaldsskólann á Húsavík farið að anda léttar því búið er að vígja þá inn í skólann, búið að „busa“ eins og einhverjir kalla það. Fyrir því er löng hefð í mennta- og framhaldsskólum landsins að taka nýnema inn í skólann með busavígslu sem eldri nemendur skólanna fram- kvæma. Þá hefur gjarnan verið samkeppni, óopinber þó, um það að vera frumlegastur við framkvæmd slíkrar vígslu. Að þessu sinni voru nýnemar í Framhaldsskólanum mjög margir eða 63 og þurfti heil- mikið skipulag og útsjónarsemi af hálfu eldri nema að undirbúa vígsluna. Alla fyrstu vikuna í Framhaldsskólanum urðu ný- nemar að ganga um skólann berfættir, bæði sokka og inniskó hirtu eldri nemar af þeim við innganginn í skólann, uppboð var haldið á þeim og voru þeir seldir hæstbjóðanda eins og hverjir aðrir þrælar miðalda. Urðu þeir eins og forverar þeirra fyrr á öldum að hlýða húsbónda sínum í hvívetna annars var þeim misktmnar- laust refsað. Sáust busagreyin hér og þar um bæinn þessa fyrstu viku berandi skólatöskur eigenda sinna, á þvottaplönum bensínstöðvanna að þvo, ryk- suga og bóna bifreiðar kvalar- anna og einstaka sást bundinn við ljósastaura í miðbænum, höfðu þeir að öllum likindum óhlýðnast en enginn vogaði sér að spyrja, hvað þá að koma þrælnum til hjálpar. Hin eiginlega vígsla fór svo fram síðastliðinn fóstudag, og til að nappa alla nýnema saman voru þeir boðaðir á áríðandi fund á sal skólans, sem auðvit- að var ekkert annað en yflr- skyn. Frá skólanum voru busar leiddir í gegnum bæinn haldandi í lykkjur á snæri eins og gert er þegar leikskólinn fer í gönguferð. Fór svo vígslan fram í miðbænum þar sem einn og einn busi í einu var leiddur fyrir þrenningu nokkra, þó ekki heilaga þrenningu, satt að segja algjöra andstæðu þeirrar heil- ögu, hann ausinn vatni og smellt á hann kossi. Margur businn andaði léttar að kossi loknum. „Þá er ég loks fullgild- ur nemandi við Framhaldsskóla Húsavíkur." GKJ

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.