Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 2
2 - Laugardagur 14. september 1996
íQtigur-ÍIIhramt
F R E T T I R
Stjórnarkerfið
Þrongt um sam-
gönguráðherrann
Gestur Einar Jónasson, hinn
víðkunni útvarpsmaður frá
Akureyri sem yljað hefur 68
kynslóðinni um hjartarætur und-
anfarin ár með því að spila
þeirra tónlist, mun nú á leiðinni í
3ja mánaða frí frá Rúvak. í pott-
inum telja menn sig vita að sá
sem muni leysa hann af sé
Óskar Þór Halldórsson fyrrum
ritstjóri Dags. Ekki ber mönnum
þó saman um hvort Óskar ætli
að sjá um að hlustendur fái
Hvíta máfa og grátt í vöngum,
því Óskar er ekki farinn að
grána nærri eins mikið og Gest-
ur....
að er altalað meðal lög-
manna í Reykjavík að það
fyrirkomulag í dómsal Hæsta-
réttar, að hafa íslenska fánann á
sérstakri þverslá í stað þess að
hengja hann upp á vegginn bak
við dómarana, eigi sér merki-
lega sögu. Fullyrt er að arkitekt-
ar hússins hafi ekki viljað festa
fánann á vegginn því það væri
arkitektúrískt stílbrot. Þversláin
góða væri því þrautalendingin,
því hún flokkaðisst sem hluti af
innbúi eða innanstokksmunum.
Halldór Blöndal,
samgönguráðherra
segir að ráðuneyti
sitt hafi búið við
mjög þröngan húsa-
kost og löngu orðið
tímabært að bæta
úr því.
Eins og fram kom í Degi-
Tímanum í gær, er verið
að stækka og endurbæta
húsnæði ráðuneytisins í Hafn-
arhúsinu fyrir 24 milljónir
króna.
„Erlend umsvif og samskipti
hafa aukist mjög mikið síðan
við gerðum samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið og nú
er ráðuneytið einnig að taka við
ýmsum verkefnum, sem Póstur
og Sími annaðist áður fyrir okk-
ur. Það er verið að innrétta hér
fundarherbergi, geymslur og
ijögur herbergi, en húsakostur
ráðuneytisins er mjög þröngur."
Samkvæmt íjárlögum þessa er
gert ráð fyrir að verja rúmum
170 milljónum króna í viðhald
fasteigna ríkisins og eru endur-
bæturnar í samgönguráðuneyt-
inu þar með taldar, að sögn
Ifaildórs. Hann segist ekki telja
þetta dýrt. „Ég veit
ekki hvað er dýrt
og hvað ekki. Það
er allt nýtt, sem
hægt var að nýta.
Tilboðið var uppá
17 milljónir króna
og síðan er áætlað
að hönnun, eftirlit,
tæki, húsbúnaður
og fleira kosti um
sjö milljónir króna.
Eg held að þetta
séu nú ekki háar tölur, miðað
við það sem gengur og gerist í
opinberum byggingum.“
Héraðsdómur
Eureka
hefur betur
Eureka hefur trompin í
hendinni eftir úrskurð
Eggerts Óskarssonar hér-
aðsdómara í máli Eureka og
Friðarlands í gærdag. Ljóst
virðist að reynt verður að knýja
fram gjaldþrot Friðarlands í
deilumáli aðilanna í kjölfar for-
setakjörsins.
„Þessi niðurstaða verður að
öllum líkindum kærð til Hæsta-
réttar, við munum berjast
áfram með kjafti og klóm,“
sagði Róbert Arni Hreiðarsson
héraðsdómslögmaður í gær eft-
ir að Héraðsdómur Reykjavíkur
felldi þann úrskurð að ekki beri
að fella úr gildi kyrrsetningar-
gerð Sýslumannsins í Reykjavík
á hendur Friðarlandi.
„Þetta gefur viss fyrirheit
eða vísbendingu um hvernig
mál eiga eftir að þróast á seinni
stigum. Við höldum okkur við
staðreyndir, meðan þeir í Frið-
arlandi reyna að slá ryki í augu
fólks,“ sagði Júlíus Þorfinnsson,
framkvæmdastjóri auglýsinga-
stofunnar Eureka í gær. -JBP
Halldór Blöndal
samgönguráðherra
Samgönguráðuneytið
bjó við of þröngan
húsakost og þetta eru
ekki dýrari fram-
kvœmdir en gengur
og gerist í opinberum
byggingum.
FRETTAVIÐTALIÐ
Hver má gifta hvern?
Torfi Hjaltalín Stefánsson
sóknarprestur, Möðruvöllum
Siðaneftid Prestafélags ís-
lands hefiir eins og fram
hefur komið sent frá sér
álitsgerð í kjölfar máls sem
upp kom sL sumar þegar sr.
Jón Helgi Þórarinsson á Dal-
víkframkvœmdi hjónavígslu
utandyra við Möðruvalla-
kirkju í Hörgárdal.
Kirkjan var læst en sóknarprest-
urinn, sr. Torfi Hjaltalín Stefáns-
son, hafði lýst þeirri skoðun
sinni að hann vildi ekki að aðrir prest-
ar önnuðust þjónustu við hans sóknar-
börn í Möðruvallakirkju.
Báðir prestar gerðu athugasemd til
siðanefndar. Sr. Torfi vegna þess að sr.
Jón Helgi annaðist hjónavígslu sókn-
arbarna hans og Jón Helgi vegna
framkomu sr. Torfa og ummæla hans í
fjölmiðlum. Siðanefnd metur málið svo
að ágreiningur hafi orðið m.a. vegna
óljósra reglna og réttaróvissu. í álits-
gerð siðanefndar kemur fram að grein
3.1. í siðareglum presta feli það í sér
að meginreglan skuli vera sú að sókn-
arprestur annist prestsþjónustu við
sóknarbörn sín og eðlilegt að hafa
samráð við hann sé út af því brugðið.
Það hafi í raun verið andstætt megin-
hugmyndinni að baki safnaðarstarfs
kirkjunnar að menn leituðu sér prests
t.d. vegna persónulegra eiginleika
hans.
Aukið frjálsræði
Hins vegar er á það bent að frjálsræði í
þessum efnum hafi aukist mjög á síð-
ari árum, samhliða auknu frjálsræði í
samfélaginu almennt. Fram hjá mikil-
vægi þessa atriðis verði ekki horft þeg-
ar fjallað er um þjónustu presta við
„skjólstæðinga kirkjunnar,“ eins og það
er orðað. Frumskylda presta sé að
veita skjólstæðingum sínum þá kirkju-
legu þjónustu sem þeir með réttu óska
eftir óháð stöðu þeirra, þar með talið
óháð því hvaða sókn þeir tilheyra.
Sóknarbörn verði ekki skikkuð til að
þiggja þjónustu sóknarprests síns. Nið-
urstaða siðanefndar er sú að brýna
nauðsyn beri til að móta skýrari reglur
og beinir hún því til stjórnar prestafé-
lagsins og kirkjustjórnar að taka þetta
mál upp á réttum vettvangi.
Varðandi þetta einstaka mál telur
siðanefnd að brúðhjónin hafi borið sig
rétt að. Sr. Torfa sé ekki stætt á að
neita alfarið um kirkjuna og telur
nefndin að svör hans að hann sé á
móti en hvorki neiti né játi, jafngildi
neitun. Á móti hafi sr. Jón Helgi ekki
látið á það reyna hvort hann fengi
neitun heldur talið það víst. Þannig er
tekið undir kæruefni sr. Torfa til siða-
nefndarinnar, þ.e. að utanaðkomandi
prestur hafi séð um þjónustu við sókn-
arbörn sín í sínu prestakalli og án
samráðs við sig. Einnig tekur nefndin
undir kæruefni sr. Jóns Helga varðandi
ummæli Torfa um sig á opinberum
vettvangi, þ.e. í Degi 4. júlí og í Tíman-
um daginn eftir. Ummælin hafi verið
ómálefnaleg og ekki í samræmi við
grein 3.2. í siðareglum.
Nýr tónn hjá siðanefnd
f svarbréfi sínu til siðanefndar bendir
sr. Torfi á að ekki verði betur séð en
nú kveði við nýjan tón hjá siðanefnd-
inni miðað við fyrri álitsgerðir. Svo sé
að skilja að sóknarskipanin sé ekki
lengur í samræmi við það frjálsræði
sem ríkir í þjóðfélaginu eða þær kröfur
sem fólk gerir um sjálfsákvörðunar-
rétt. Þetta telur sr. Torfi orka mjög tví-
mælis því frelsi fólks sé „sem betur fer
viss takmörk sett,“ og vísar hann þar
t.d. í að fólk býr í vissum læknishéruð-
um og skólahverfum, reynt er að halda
í hjónabandið og enn eru umferðarlög
til staðar, eins og hann orðar það. Þá
bendir Torfi á að nefndin kemur með
nýtt hugtak inn í kirkjulega umræðu,
eða hugtakið skjólstæðingur. Telur
Torfi að skyldur prests gagnvart
stjórnskipan kirkjunnar hljóti alltaf að
vera hærri en skylda við „skjólstæð-
inga“ í víðri merkingu þess orðs, þ.e.
einhver úr annari sókn sem „tilfallandi
leitar til hans.“
Sr. Torfi telur að siðanefndin fari
langt út fyrir sitt verksvið í úrskurðin-
um því það sé ekki í hennar verka-
hring að ijalla um stjórnskipun kirkj-
unnar. Því líti hann svo á að athuga-
semd siðanefndar, um að sér sé ekki
stætt á að neita alfarið um kirkjuna, sé
ekki skuldbindandi fyrir sig á neinn
hátt heldur skoðist aðeins sem innlegg
í þá umræðu sem verið hefur um þessi
mál.
í úrskurði siðanefndar er fundið að
því að sr. Torfi hafi ekki fylgt málstað
sínum eftir á réttum vettvangi, á veg-
um prestafélags og kirkjusóknar, held-
ur látið sverfa til stáls í einstöku máli,
eins og það er orðað. Torfi svarar því
til að hann hafi ítrekað reynt að fylgja
málinu eftir á réttum vettvangi en án
árangurs. Hvorki kollegar hans né
sóknarfólk hafi frá upphafi virt starfs-
vettvang sinn „og þrátt fyrir ítrekaðar
óskir um að kollegarnir reyndu að
stemma stigu við „framhjáhaldi" sókn-
arfólksins, gerist ekkert í málinu."
Þegar öllu sé á botninn hvolft telur
Torfi að málið sé á byrjunarreit eftir
þessa álitsgerð siðanefndar.
Enn allt í hnút
Niðurstaðan úr öllu þessu virðist því
vera sú að siðanefnd telur að reglur
kirkjunnar um hver eigi að annast
prestþjónustu við hvern séu ekki í
samræmi við tíðarandann og því ekki
óeðlilegt að frá þeim sé vikið. Sóknar-
presturinn telur sér engan veginn skylt
að fara eftir því áliti siðanefndar að
honum sé ekki stætt á því að neita
sóknarbörnum um afnot af sóknar-
kirkju þeirra því úrskurður um þetta
sé ekki innan verksviðs nefndarinnar.
Því verður ekki betur séð en úrskurð-
urinn flæki ef eitthvað er þau mál sem
komið hafa upp í Möðruvallasókn.
IIA