Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Page 6
6 - Laugardagur 14. september 1996 Jlttgur-'íHíurám
ERLENDAR FRÉTTIR
Kloðvík og
kristnun hans
Dómkirkjan í Reims. Þar í borg lét Kloðvík skírast.
Stjórnmálamaður sá, sem
um þessar mundir er mest
í umræðunni í Frakklandi,
er ekki Chirac forseti eða Juppé
forsætisráðherra, heldur kon-
ungur sem uppi var fyrir um
1500 árum
Kloðvík (á franknesku líklega
Chlodovech, á frönsku Clovis)
er konungur nefndur sem uppi
var fyrir um hálfu öðru árþús-
undi. Hann varð einn voldug-
ustu manna Evrópu um sína
daga og nú bregður svo við að
meira er um hann rætt og deilt
en nokkurn annan stjórnmála-
mann í Frakklandi.
Þjóðernishyggja Frakka er
mikil og viðkvæm og nátengd
sögu þeirra, eins og vaninn er
þegar þjóðernishyggja er ann-
ars vegar.
Umræðan um Kloðvík, sem
fer fram af skaphita er margir
Baksvið
Dagur Þorleifsson
vilja eigna Frökkum, kemur því
ekki mjög á óvart.
Byrjaði með lítið
Málið snýst nánar tiltekið um
það að um 1500 ár eru liðin frá
því að Kloðvík, sem þarlendis
hefur verið vani að kalla „fyrsta
konung Frakklands", kastaði
heiðni og tók kaþólska kristni.
Hátíðahöldin af því tilefni ná
hámarki í Reims 22. þ.m., en
þar kvað Kloðvík hafa látið
skírast.
Kloðvík var af Mervíkingaætt
og voru þeir frændur Frankar.
Eftir þeim heita Frakkland og
Frakkar. Frankar voru ger-
mönsk þjóðflokkasamstæða
sem fyrir daga Kloðvíks bjó í
Rínarlöndum neðanverðum,
Belgíu og Norður- og Mið-Ger-
maníu a.m.k. austur að Weser.
Af nútíma tungumálum eru
ílæmska og hollenska taldar
skyldastar franknesku.
Kloðvík mun hafa verið dug-
andi höfðingi en ekki vandur að
meðulum. Gildi heimilda um
sögu hans er umdeilt. E.t.v. var
ríki hans upphaflega aðeins lít-
ill skiki umhverfis Tournai í
Belgíu, en er hann lést (árið
511) náði það yfir allt núver-
andi Norður-Frakkland, vestur-
hluta núverandi Suður- Frakk-
lands, mikinn hluta Niðurlanda
og stór svæði suðvestan til í nú-
verandi Þýskalandi.
Orrusta við Almanna
Heiðni Kloðvíks og Franka hef-
ur líklega verið álíka og átrún-
aður annarra germana fyrir
kristni, þ.á m. skandínava.
Samkvæmt sumum frásögnum
þótti Kloðvík ekki mikið til
kristninnar koma. Okkar guðir
hafa gert annað eins og meira
af því tagi, á hann að hafa sagt
er honum var greint frá krafta-
verkum Krists. Og út yfir þótti
honum taka að lærisveinar
Krists skyldu ekki hefna meist-
ara síns.
Samkvæmt sögn turnaðist
Kloðvík vegna þess að hann
taldi að „guð Klóthildar"
(drottningar hans sem var kaþ-
ólsk) hefði gefið honum sigur í
orrustu við Almanna (ger-
manska þjóð sem hafði ríki
báðumegin Rínar ofarlega; enn
kalla Frakkar Þýskaland Alle-
magne eftir þeim) árið 496. En
ekki síður líklegt er að stjórn-
málaklókindi hafi valdið trú-
skiptum Kloðvíks. Kaþólskir og
rómverskir Gallar munu þá
hafa verið komnir í meirihluta
meðal þegna hans og meirihluti
íbúa í löndum Borgunda og
Vestgota í Suður-Gallíu, sem
Kloðvík hafði ágirnd á, var kaþ-
ólskur. Valdhafar þar játuðu
hins vegar Aríusarkristni, er
var villa í augum Rómarkirkju.
Ekki stofnandi
Frakklands
Það sem kannski öðru fremur
einkennir umræðu Frakka um
Kloðvík nú er að mörgum
þeirra finnst kaþólska kirkjan
reyna að nota áðurnefnd há-
tíðahöld til að eigna sér Kloðvík
og þar með auka vegsemd sína
í augum landsmanna. Er í því
samhengi nefnt að kirkjan
hyggist gera heimsókn Jóhann-
esar Páls páfa 2. til Reims af til-
efni hátíðahaldanna þar að há-
marki þeirra. Það gæti verið
mörgum Frökkum viðkvæmt
mál, því að þar í landi er gömul
hefð fyrir því, einnig meðal
góðra kaþólikka, að kaþólska
kirkjan þar sé lítt eða ekki háð
páfa.
Ýmsum, sérstaklega utan
Frakklands, kann að virðast að
þessi æsingur út af Kloðvíki sé
út í hött. Belgar og jafnvel Hol-
lendingar og Þjóðverjar gætu
gert kröfu til hans ekki síður en
Frakkar. Og hann stofnaði
Frankaveldi - ekki Frakkland.
Frakkland í nútíma skilningi
þess orðs varð til í fyrsta lagi
árið 843, er synir Lúðvíks keis-
ara gæfa skiptu Frankaveldi á
milli sín í austurríki, sem varð
Þýskaland, miðríki og vestur-
ríki, sem varð Frakkland.
Fyrir vestanverða Evrópu
skipti kristnun Kloðvíks miklu,
því að hún leiddi til þess að
kaþólska varð ríkjandi trú í víð-
lendu og voldugu ríki hans.
Hefði hann ekki gengið „guði
Klóthildar“ á hönd er ekki víst
að klerkum Rómar hefði orðið
meira ágengt austan Rínar en
legíónum hennar áður.
Akureyri
Herflugvélar
lenda
Þórdrunur herflugvéla
hreinsuðu hlustir Akureyr-
inga í gær. Enn einu sinni
þessa vikuna reyndist ófært að
lenda í Keflavík svo aðvífandi
stálfuglum var beint norður.
Hér var sveit kanadískra
hervéla að koma frá Noregi.
Vélin á stóru myndinn er kölluð
T-Bird, en sú sem flögraði yfir
bænum og fór síðan frá vegna
þess að flugstjóra leist ekki á
brautina er af Aurora gerð. Sú
tók stefnuna á Keflavík ef vera
kynni að rofaði til, en ætlaði ella
til Skotlands. Farþegarvélar og
herflugvélar hafa komið tíðum
norður í blíðuna þessa viku - á
meðan hefur varla grillt í
Leifsstöð vegna þoku.