Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Blaðsíða 9
!Dagur-®bnmn
Fimmtudagur 19. september 1996 - 9
Hvað skal nú til vamar
vorum sóma?
Það sem er mest sláandi er að frumkvæði og framtak er í viðjum þess
kerfis sem menn hafa sett utan um íslenskan landbúnað. Það hvílir þung
ábyrgð á þeim stjórnmálaflokkum sem nú er við kjötkatla stjórnarráðsins
og bera þeir mikla sök.
GísliS.
~ ~ jjp Einarsson
essi fleygu orð hafa oft
hvarflað að mér undanfar-
in ár þegar umræða og
ástand í landbúnaði er rætt á
fundum og í fjölmiðlum. í þess-
um umræðum hefur skuld
gjarnan verið skellt á einhvern
sem síst skyldi.
Undirrritaður var sveitar-
strákur á sumrin eins og al-
gengt var á áratugnum frá 1950
til 1960 og kynntist því land-
búnaði á tímamótum. Við ísa-
fjarðardjúp var landbúnaði
sinnt á fornan máta, þar sem
mest allt hey var bundið í bagga
og á stundum var malað tað í
kvörn og vatn borið á grindum.
Gjarnan voru þrír til ijórir karl-
menn í þrælaslætti og hrífur
voru allt frá trétindahrífu til ál-
hrífa sem þótti lúxus. Heyvinna
stóð frá lokum júni til loka
ágúst a.m.k.
Á fjalli voru allt að 1200 fjár,
þar af 100 sauðir. Gelding var
framkvæmd á hrútlömbum með
vasahníf og tókst án þess að
skepnur sýktust eða yrðu veik-
ar. Afkoma var góð og störfín
unnin með gleði, hvort sem um
var að ræða að rifja hey, hirða,
byggja upp lanir eða setja í
galta. Ilirðing í hlöðu var svo
sérstök athöfn þar sem allir
voru með í og lauk degi gjarna
með kakói, heitum flatkökum og
nýstrokkuðu smjöri.
Frekari upptalningu tel ég
ekki þurfa til að riija upp liðna
tíð; en allir þeir sem unnu þessi
störf töldu sig vinna landi og
þjóð mikið gagn og vera nýtir
þegnar.
Tækni og tímamót!
Á þessum áratug breyttist tækn-
in úr handafli í hestavélar og
smám saman í það að allur hey-
skapur var unninn með traktor
og vélum sem traktor var beitt
fyrir. Enn var gleði við lýði og
fólk vann með ánægju þó færri
væru við störfin og kröfur til
lífsgæða hefðu aukist að mun.
Breyttir tímar og nýjar kröf-
ur hafa leitt landsmenn á nýjar
brautir; menning er önnur,
miðlun efnis nærri takmarka-
laus með Interneti, sjónvarpi og
hverskyns annarri miðlunar-
tækni.
Kvótasetning og höft kerfis
hafa innleitt nýja tíma. Frelsi til
framleiðslu er mjög takmarkað,
endurnýjun verður ekki nema
með því að barn tekur við af
foreldri á betri búum, mjög víða
leggst búskapur af og sveitir
gliðna vegna þess að afkoman
er engin og enginn getur keypt
þess vegna.
Kunna kratar ráð?
Pað verða örugglega einhverjir
sem spyrja slíkra spurninga ef
þeir lesa það sem hér er sett á
blað. Undirritaður hefur átt
mikil samskipti við bændur víða
um land á liðnum 3-4 árum.
Bændur sem einhvers máttu sín
fyrir nokkrum árum eru annað
hvort að ganga á eignir sínar
og/eða að safna skuldum. Hefð-
bundinn búskapur gengur ekki
upp, markaður er ekki nægur
fyrir það magn framleiðsluvara
sem þarf til að bændur almennt
hafi góða afkomu.
Gleðin sem nefnd var í upp-
haf! er ekld lengur til staðar.
Menn fá ekki að framleiða það
sem þeir geta, ekki heyja eins
og þeir vilja, ekki brjótast fram
til nýrra búgreina, því allt er
háð leyfl kerfisins eða takmark-
að á einhvern hátt.
Pað sem er mest sláandi er
að frumkvæði og framtak er í
viðjum þess kerfis sem menn
hafa sett utan um íslenskan
landbúnað. Það hvílir þung
ábyrgð á þeim stjórnmálaflokk-
um sem nú er við kjötkatla
stjórnarráðsins og bera þeir
mikla sök, þó allir stjórnmála-
flokkar íslands séu einnig
ábyrgir.
Þau úrræði sem ég tel að
verði að nota til að veita bænda-
fólki von eru fólgin í breyttum
vinnuaðferðum og bættum
vinnubrögðum. Ekki aðeins í
ræktun og meðferð bústofns,
heldur sérstaklega í markaðs-
setningu, meðferð matvæla og
með nýjum hugsunarhætti.
í mínum huga er ljóst að ef
tekin verður upp ræktun og
markaðssetning lífrænna og
vistvænna vara - kjöts, græn-
metis, mjólkurvara, korns og
fiskjar er unnt að gera sér von
um betri tíð og uppreisn frá
þeim kjörum, sem alltof margir
búa við í landbúnaði dagsins í
dag.
Þessi eru ráðin:
1) Hefjum nýja sókn í markaðs-
setningu. Nýtum 1300 tonna
kjötkvóta á Evrópu með því
að flytja út unnið beinlaust
kjöt, vottað sem hágæða-
framleiðslu, unnið eins og
viðskiptavinir vilja vöruna en
ekki eins og við teljum að
þeir eigi að gera sér hana að
góðu.
2) Bætum verkmenntun við úr-
vinnslu og meðferð matvæla.
3) Notum reynslu fisksölufyrir-
tækja við vöruvöndun og
markaðssetningu. Það er
skortur á hágæðavöru í heim-
inum, við verðum að snúa
okkur að kröfuhörðum neyt-
endum, sem vilja greiða hátt
verð á sérhæfðum mörkuð-
um.
4) Setjum okkur það markmið
að 20% íslensks landbúnaðar
verði h'frænn árið 2004 og
annar landbúnaður nánast
vistvænn; seljum úrvalsvöru
frá úrvalslandi.
5) Gefum orðunum: Bóndi er
bústólpi - bú er landstólpi,
gildi á nýjan leik.
Höfundur er þingmaður
Alþýðuflokksins.
Möðruvellir
Úlfakreppa í irnihverfísmáluin
Árni M.
Mathiesen
að verður ekki sagt þessa
dagana að íslendingar
láti sig ekki náttúruna og
umhverfið varða. Því að
minnsta kosti þrjár alþjóðlegar
ráðstefnur um náttúruhamfar-
ir og umhverfismál fóru fram
hér á landi um síðustu helgi.
Þá er ég að tala um alþjóðlega
ráðstefnu jarðskjálftafræðinga,
ráðstefnu Framtíðarstofnunar-
innar um sjálfbæra þróun á
næstu öld og alþjóðlega þing-
mannaráðstefnu, sem um-
hverfisnefnd Alþingis og
GLOBE-þingmannasamtökin
stóðu fyrir og íjallaði um
geislavirkni í Norður-Atlants-
hafi og hvalveiðar. Val fundar-
efna fyrir síðastnefndu ráð-
stefnuna er lýsandi dæmi um
þá úlfakreppu sem íslensk um-
hverfismál eru í þessa dagana
og mun ég fjalla um það síðar í
greininni. Það verður okkur ís-
lendingum ljósara dag frá degi
hversu háð við erum náttúr-
unni og þar með ástandi nátt-
úrulegs umhverfis. Jafnframt
verður sífellt deginum ljósara
að einungis hluti þeirra áhrifa,
sem umhverfi okkar verður
fyrir, er af okkar völdum eða
undir okkar stjórn.
Tíu heit ár
Stóru málin eins og mengun
hafsins frá landstöðvum, þrá-
virk efni í náttúrunni, eyðing
ósonlagsins og gróðurhúsa-
áhrifin ráðast öll af hlutum
sem gerast utan okkar efna-
hagslögsögu. Við eigum hins-
vegar allt undir því að vel tak-
ist til um lausn þessara mála.
Það er þess vegna ekki hægt
fyrir okkur að leiða þessa um-
ræðu hjá okkur, þegar við
horfumst í augu við þá stað-
reynd að af tíu heitustu árun-
um (heimsmeðaltal) frá því
mælingar hófust um 1860 hafa
níu fallið á árin frá 1980. Það
hefur margkomið fram að al-
þjóðleg tryggingafélög hafa
miklar áhyggjur af þessari
þróun, vegna þess að tjóna-
bætur vegna stórskaða af völd-
um óveðurs hafa aukist veru-
lega undanfarin ár. Spurningin
sem okkur varðar mest í þessu
samhengi er hvaða áhrif þess-
ar breytingar geta haft á
straumakerfið í kringum land-
ið, hitastig sjávar við strendur
landsins og þar með vöxt og
viðgang okkar helstu nytja-
stofna. Um þetta er erfitt að
spá, en full ástæða til þess að
við styðjum af fullri einurð þær
aðgerðir og þær fyrirætlanir,
sem hafa að markmiði að
halda hitastigi jarðar stöðugu
og skynsamlegar geta talist út
frá því sjónarmiði að meðalið
sé ekki hættulegra en sjúk-
dómurinn.
Vandi okkar
Fundarefnin á ráðstefnu um-
hverfisnefndar Alþingis og
GLOBE- samtakanna lýsa vel
þeim vanda sem við erum í
gagnvart alþjóðlegri umhverfi-
sumræðu og umhverfissamtök-
um. Hvað varðar geislavirkni í
Norður-Atlantshafinu, falla
hagsmunir og sjónarmið okkar
íslendinga að mestu í sama
farveg og þeirra umhverfis-
samtaka sem berjast gegn
endurvinnslu og geymslu á
kjarnorkuúrgangi í Norður-
Englandi og í Skotlandi. Þetta
er þvert gegn stefnu stjórn-
valda í Bretlandi, sem hins
vegar eru einhverjir eindregn-
ustu andstæðingar hvalveiða
og hafa ekki viljað á þeim vett-
vangi taka mark á vísindaleg-
um niðurstöðum, en reynt að
vinna sér umburðarlyndi um-
hverfissamtaka eins og Green-
peace með afstöðu sinni.
Greenpeace gegn
veiðum
Greenpeace eru hins vegar
þessa daga að hefja baráttu
gegn veiðum frystitogara í
Bandaríkjunum, en Bandaríkin
hafa fram til þessa haft sömu
afstöðu og á svipuðum for-
sendum og Bretar til hvalveiði-
mála. Takist Greenpeace að fá
veiðar frystitogara í Bandaríkj-
unum bannaðar, opnar það
leiðir samkvæmt bandarískum
lögum til þess að banna inn-
flutning tU Bandaríkjanna á
fiskafurðum sem unnar eru
um borð í frystitogurum. í
þessu sambandi er vert að
hafa í huga að Bandaríkin eru
í forustu fyrir þeim þjóðum
sem hvað mest draga lappirn-
ar í því að grípa til ráðstafana
sem stemma stigu við gróður-
húsaáhrifunum.
Hvað getum við í smæð okk-
ar gert í þessum mikilvægu
málum? Það besta sem við get-
um gert er að vera afar virkir í
umræðu um umhverfismál á
alþjóðavettvangi. Fylgjast vel
með því hvað stendur til hjá
hinum ýmsu stofnunum og á
hinum ýmsu ráðstefnum. Við
verðum að nota hvert tækifæri
til þess að koma sjónarmiðum
okkar á framfæri og mótmæla
öllum öfgum í umhverfismál-
um. Við þurfum að halda okk-
ur við vísindalegar staðreyndir
eins og þær gerast bestar á
hverjum tíma og reyna að ná
sem bestu sambandi við þær
þjóðir sem eru að verða fyrir
barðinu á öfgasinnuðum um-
hverfissinnum. Dæmi um vett-
vang þar sem við þurfum að
vera á næstunni er fundur
IUCN (International Union for
Conservation of Nature) í
Montreal í Kanada í október.
Því þar munu öfgasinnaðir
umhverfissinnar reyna að fá
130 fisktegundir skráðar sem
tegundir í útrýmingarhættu og
ein þessara tegunda er Atl-
antshafsþorskurinn. Takist
öfgasinnunum þetta, verða all-
ar deilur um kvótakerfið á ís-
landi léttvægt hjal.
Höfundur er alþingismaður.