Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Blaðsíða 4
4 - Fimmtudagur 19. september 1996 iDítgur-'QImmtn F R É T T I R Stykkishólmur Bjartsýni ríkir um nýtanlegt heitt vatn Akureyri Bæjarmála- punktar • Framkvæmdanefnd Ak- ureyrar hefur samþykkt að bílafloti Ferliþjónustu fatl- aðra verði endurnýjaður með því að keyptar verði tvær bifreiðar, sú fyrri í janúar 1997 og hin síðari í janúar 1998. Verð bifreiðar er 3,7 milljónir króna að frátöldum virðisaukaskatti. Jafnframt verða seldar á sama tíma 2 eldri bifreiðar og er áætlað söluverðmæti hvorar bifreiðar 500 þús- und krónur. • Menningarmálanefnd hefur samþykkt að úthluta 400 þúsund krónum til tengingar hitaleiðslna og lagfæringar á tröppum; Zontaklúbbi Akureyrar 200 þúsund krónur; Listasumri 1996 vegna götuleikhúss 120 þúsund krónur, Menor, Menningarsamtökum Norðlendinga, 50 þúsund krónur og Gilfélaginu, vegna reynslusveitarfélags- samnings, 300 þúsund króna viðbótarframlag. • íþrótta- og tómstunda- ráð átti fund með aðal- stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar (KA), en for- ráðamenn KA lýstu yfir áhyggjum vegna hugsan- legs ójafnræðis við úthlut- un tíma í knattspyrnuhúsi, rísi það á félagssvæði Þórs. KA vill að Akureyrarbær byggi og reki húsið en staðsetning hússins er ekki ágreiningsefni. • Umhverfisdeild hefur í endurskoðun þriggja ára áætlun „Átak í umhverfis- málum“ en áætlunin gerir ráð fyrir að árið 1997verði varið 54 milljónum króna til nýrra framkvæmda, árið 1998 verði varið 49 millj- ónum króna og 52 milljón- um króna árið 1999. afist verður handa við tilraunaborun eftir heitu vatni í nágrenni Stykkishólmsbæjar, í landi Hofsstaða, þegar samningar hafa tekist við landeigendur sem allar líkur eru taldar á að skrifað verði undir á næst- unni. Fyrir um áratug síðan var borað eftir heitu vatni sunnan bæjarins en sú hola gaf ekkert, en nú hafa rann- sóknarboranir, um 50 metra djúpar holur, bent til þess að finna megi nægjanlegt heitt vatn. Einnig hafa verið notað- ar segulómmælingar. „Köld- um“ byggðarlögum á íslandi fækkar því væntanlega um eitt innan tíðar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá 30-40 lítra á sek- úndu af 85-90 gráðu heitu vatni en borað verður niður á a.m.k. 1000 metra dýpi. Áætlanir gera ráð fyrir að hitaveita með tvö- Jarðfræðingar telja að ekkert nema vinn- anlegt vatn geti myndað svo háan hitastuðul í landi Hofsstaða, segir Rún- ar Gíslason, forseti bæjarstjórnar földu kerfi og varmaskiptistöð muni kosta 350 milljónir króna. Rúnar Gíslason, forseti bæj- arstjórnar Stykkishólmsbæjar, segir að Jarðboranir hf. munu annast borunina með bornum Narfa, en áður en hægt sé að segja til um framhald málsins og gleðjast yfir heitu vatni þurfi að rannsaka vandlega gæði vatnsins, fyrr sé ekki hægt að fullyrða hvort borunin verði arðbær. „Líkurnar á árangri nú eru mikiu meiri en fyrir áratug, tækninni til að fínna sprungur eða æðar hefur fleygt verulega fram. Jarðfræðingur hefur tjáð okkur að ekkert nema vinnan- legt vatn geti myndað svona há- an hitastuðul í landi Hofsstaða. Það er því vissulega ástæða til hæfilegrar bjartsýni,“ sagði Rúnar Gíslason. GG Við Helluvað Sesselja Stefánsdóttir, ráðskona hjá Vegagerð ríkisins, var að gefa aliöndunum á Helluvaði í Mývatnssveit brauð- bita þegar Dag-Tímann bar að garði fyrir skömmu. Vinnuhópur Vegagerðarinnar var að leggja síðustu hönd á nýja tvíbreiða brú á þjóðvegi númer eitt við Helluvað og verður þá einni slysagildrunni færra. MyndBiömÞ. Prentsmiðir! Dagsprent hf. óskar eftir að ráða prentsmið í um- brot. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu í Quark- XPress. Vaktavinna. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og prentsmiðju- stjóri í síma 460 6100. \ Starfskraftur óskast Reglusamur og iðinn starfsmaður óskast í texta- vinnslu og til afgreiðslu- og sendistarfa. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu blaðsins, Strandgötu 31, Akureyri, .merkt: „Textavinnsla" og þar eru veittar allar nauðsynlegar upplýsingar. Sauðárkrókur Fjölbraut þarf stærri heimavist Töluverður hópur væntanlegra nemenda varð að hverfa frá námi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í haust, þar sem ekki tókst að útvega heimavistar- pláss fyrir þá sem um slíkt sóttu. Alls bárust 230 umsóknir um heimavist og varð hægt að verða við 185 þeirra. „Það er augljóst að talsverð- ur hópur hefur leitað annað um skólavist," sagði Ársæll Guð- mundsson, aðstoðarskólameist- ari, í samtali við Dag-Tímann. Heimavist skólans tekur alls 185 nemendur, þar af tekur nú- verandi heimavistarhús 150 nemendur og herbergi fyrir 25 nemendur eru leigð úti í bæ. Að sögn Hjálmars Jónssonar, þingmanns Norðurlands vestra, hafa þingmenn kjördæmisins lagt kapp á að fá fjárveitingar til þessa verkefnis, enda er heimavist brýnt atriði í upp- byggingu skólans. „Það hefur sýnt sig að þetta er góður skóli, bæði þegar litið er til einkunna nemenda og þess árangurs sem þeir hafa sýnt í háskóla," segir Hjálmar. Um þetta efni tekur Ársæll Guðmundsson í sama streng og segir að í raun sé heimavistin fjöregg skólans Um 460 nemendur stunda nám við Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra í vetur, þar af milli 30 og 40 á verknáms- brautum. Þá eru nokkrir nem- endur í sjúkraliðanámi, sem haldið er úti á Siglufirði. -sbs. Steingrímur J. rær á nýmið Ný bók eftir Steingrím J. Sigfússon, þingmann Al- þýðubandalagsins og for- mann sjávarútvegsnefndar al- þingis, kom út í gær. Hún heitir „Róið á ný mið“ og íjallar um þróirn fiskvinnslu, áhrif sjávar- útvegs á byggðaþróun og mannlíf, úthafsveiðar, markaðs- aðstæður og framtíðarhorfur í íslenskum sjávarútvegi, allt á ljósu og leikandi máli, að því er segir í tilkynningu frá Skerplu, sem gefur bókina út. Kvótabók- in 1996/97 kemur einnig út í dag, en þar er greint frá kvóta allra skipa með veiðileyfi í ís- lenskri landhelgi. Auk þess er ítarleg umfjöllun um sögu veiðistjórnunar á íslandi, bor- inn saman kvóti einstakra ver- stöðva og fyrirtækja og fjallað um áhrif hans á fiskafla og fiskiskipaflotann. Athugasemd Fyrirgefðu mér, Framsókn! Mér varð illa á í mess- unni í laugardagsblaði, þegar ég tók þing- mannafrumvarp Iljörleifs Gutt- ormssonar um breytingar á sveitarstjórnarlögum sem stjórnarfrumvarp á vegum Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra. Ráðherrann og flokkur hans komu þar hvergi nærri, sem betur fer, og pistillinn ómaklegur í þeirra garð. Ég er því feginn að biðja framsóknarfólk og flokkinn um að fyrirgefa mér skrifin og vona að Framsókn eigi bjarta framtíð í Reykjavík og um landið. Hjörleifur Guttormsson bregst hins vegar ekki vonum manna og heldur áfram að vera helsta vandamál Alþýðubanda- lagsins og Austijarða. Ásgeir Hannes.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.