Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Side 5
ÍDctgur-®ímtmt
ÍSLENDINGAPÆTTIR
Laugardagur 21. september 1996 - V
Loki bundinn. Yfir honum stendur eiginkonan trygga og heldur mundlaug
yfir andliti hans til að eitur drjúpi ekki á goðahrellinn. Myndin er á stein-
krossi frá Gosforth.
Þá sá hann að Æsir áttu
skammt til hans og hafði Óðinn
séð úr Hliðskjálfinni, hvar hann
var. Hann hljóp þegar upp og út
í ána, en kastaði netinu fram á
eldinn. En er Æsir koma til
hússins þá gekk sá fyrst inn, er
allra var vitrastur, er Kvasir
heitir, og er hann sá í eldinum
fölskvann, er netið hafði brunn-
ið, þá skildi hann að það myndi
vél vera til að taka fiska og
sagði Ásunum. Því næst tóku
þeir og gerðu sér net eftir því
sem þeir sáu á fölskvanum að
Loki hafði gert.
Og er búið var netið, þá fara
Æsir til árinnar og kasta neti í
fossinn. Hélt Þór öðrum net-
hálsi, en hinum héldu allir Æsir
og drógu netið, en Loki fór fyrir
og leggst niður í milli steina
tveggja. Drógu þeir netið fyrir
hann og kenndu að kvikt var
fyrir og fara í annað sinn upp
til fossins og kasta út netinu og
binda við svo þungt, að eigi
skyldi undir mega fara. Fer þá
Loki fyrir netinu, en er hann
sér, að skammt var til sævar, þá
hleypur hann yfir þinulinn og
rennir upp í fossinn. Nú sáu
Æsirnir hvar hann fór, fara enn
upp til fossins og skipta liðinu í
tvo staði, en Þór veður eftir
miðri ánni, og fara svo út til
sævar. En er Loki sér tvo kosti,
var það lífsháski að hlaupa á
sæinn, en hinn var annar, að
hlaupa enn yfir netið og það
gerði hann og hljóp sem snar-
ast yfir netþinulinn.
Þór greip eftir honum og tók
um hann, og renndi hann í
hendi honum, svo að staðar
nam höndin við sporðinn, og er
fyrir þá sök laxinn afturmjór.
Nú var Loki tekinn griðalaus
og farið með hann í helli nokk-
urn.“
Hér lýkur að segja laxveiði-
sögu Ásanna og hvers vegna
laxinn er afturmjór eftir hand-
tak Þórs.
Eftirmáli
veiðisögu
En frásögninni um afdrif
Loka er ekki lokið þar
með og hefnd Ásanna
hafði meiri áhrif á náttúruna en
að breyta sköpulagi laxins. Til
hennar má líka rekja land-
skjálftana, sem sífellt eru að
hrella mannfólkið.
Hér kemur niðurlag sögunn-
ar um hvað Æsir gerðu við veiði
sína í hellinum, eins og Snorri
segir hana:
„Á tóku þeir þrjár hellur og
settu á egg og lustu rauf á hell-
unni hverri. Þá voru teknir syn-
ir Loka, Váli og Nari eða Narfi.
Brugðu Æsir Vála í vargslíki og
reif hann í sundur Narfa bróður
sinn. Þá tóku Æsir þarma hans
og bundu Loka með yfir þá þrjá
eggsteina. Stendur einn undir
herðum, annar undir lendum,
þriðji undir knésbótum og urðu
þau bönd að járni.
Þá tók Skaði eiturorm og
festi upp yfir hann, svo að eitrið
skyldi drjúpa úr orminum í
andlit honum. En Sigyn, kona
hans, stendur hjá honum og
heldur mundlaugu [síðar kölluð
vaskafat] undir eiturdropa, en
þá er full er mundlaugin, á
gengur hún og slær út eitrinu,
en meðan drýpur eitrið í andlit
honum. Þá kippist hann svo
hart við að jörð öll skelfur. Það
kallið þér landskjálfta.
Þar liggur hann í böndum til
ragnaraka.“
Nútíma-
saga af um-
breytmgum
laxa
Fleiri ágætar sögur eru til
af umbreytingum laxa og
má minna á freðlaxinn í
Snæfellsjökli, sem Halldór Lax-
ness segir frá í Kristnihaldi
undir Jökli. Þar var þessi
feiknafiskur geymdur í ís og
þegar hann var færður niður og
þíddur upp með seremóníum
spratt upp Úa, sem ýmist var
heilög eða forstöðukona pútna-
húsa suður í heimi og sitthvað
margt fleira. Er sú saga áhka
trúverðug og frásögn Snorra af
veiðiskap Ása í Fránangurs-
fossi. En ólíkt eru þær skemmti-
legri en margfalda frásögnin af
þeim stóra sem slapp.
(OÓ tók saman)
Ú R HANDRAÐANUM
Kláravín, feiti og mergur með ...
Einu sinni var förukerling.
Hún kom á bæ til fátækr-
ar konu. Konan vildi gera
henni gott og sótti henni fram
mat að borða, meðal hvers var
smjör. En þegar förukerling er
búin að borða, þá segir hún við
konuna: „Nú smakka ég ekki
smjör fyrr en ég kem í Himna-
ríki.“ — „í Himnaríki! Ertu vit-
laus,“ gegnir konan, „þar sem
aldrei er strokkað?" „Er þar
aldrei strokkað?“ segir kerling-
in. „Ég átti svo bágt sem allir
vissu í mínum búskap, og bar
ég þó aldrei sjaldnar í strokk en
einu sinni og tvisvar á hverju
einasta sumri, og bjó ég þó í
hálft annað ár. — Nú, hvað er
þá haft til viðbits þar, skepnan
mín?“ „Til viðbits?" svarar kon-
an. „Þú ert víst lærð, þú ert vel
að þér, ég heyri það. Hefurðu
ekki heyrt hvernig stendur í
versinu:
Kláravín. feiti og mergur með
mun þar til rétta veitt.
„Kláravín," segir kerlingin.
„Ekki legg ég mér það til
mimns, kláravínið að tarna. Ég
man það enn, að í ungdæmi
mínu var drepinn klár, hann
var soðinn upp úr skinni og átti
að narra ofan í mig af honum
seyðið, en ég er ekki farin að
drekka það enn, og þarf ekki að
sækja þangað. En — ja, mun
þar til rétta veitt, ekki lengur?
Þar verður þá sannarlega ein-
hver matarbreyting eftir rétt-
irnar.“ Konan svarar: „Þá kem-
ur nú til, blessuð mín, blessað
slátrið eftir réttirnar, lunda-
baggarnir, blóðmörinn, kjötsúp-
urnar og sviðin." — „Nú svo
með því móti,“ svarar kerling.
„Það er þá ekki annað, skepnan
nn'n, en ég snáfi þangað eins
tíma fyrir það fyrsta, og fer þá
burtu þaðan aftur, ef mér ekki
líkar.“ Konan segir: „Hvert ætlir
þú farir þá, blessuð mín?“ Kerl-
ingin: „Hvert ætli ég fari? Ég
held ég fari norðgin: „Hvert ætli
ég fari? Ég held ég fari norður í
Kelduhverfið mitt aftur, þangað
sem ég er fædd og uppalin, þar
hef ég lengst verið og þar hefi
ég mestur maðurinn orðið.“
Konan: „Heldur þú komist
þangað, blessuð mín?“ Þá svar-
ar kerling: „Ég komist þangað!
Ég hefi farið lengra en héðan
úr Himnaríki og norður í
Kelduhverfið. Ég kvíði fyrir því
að komast yfir hana Stein-
grímsfjarðarheiði, en komst ég
það, og þá fer ég út alla Langa-
dalsströnd, út Snæíjallaströnd
og út á Stað í Aðalvík, svo ríð ég
henni Bleikálu minni yfir ísa-
íjarðardjúp og þá er ég komin á
Langanesið mitt til hans sóra
Halldórs míns prófasts á Sauða-
nesi, og hann sér þá víst eitt-
hvað um mig blessaður."
(Þessa sögu hefur séra Jón
eftir Stefáni Ólafssyni, víðförl-
um ferðamanni, sem vonandi
hefur ekki verið eins áttavilltur
og kerhngin.)
Hér hefur ung tófa náð sér í fýl og er ekki bjargarlaust i búi hennar
þann daginn. Myndina tók Páll Hersteinsson, sem þekkir lifnaðar-
hætti íslensku tófunnar öðrum mönnum betur.
Tófur
fluttar til
íslands
Það þykja boðleg vísindi að íslenska tófan sé komin frá
Grænlandi og hafi farið á milli landa og heimsálfa á ís.
En þeir sem bjuggu á Látrum á Látraströnd fyrir miðja
síðustu öld töldu sig vita betur og fer hér á eftir frásögn sem
þaðan er ættuð:
Að tófan kom til íslands atvikaðist þannig: Einhver þóttist
eiga bóndanum á Oddsstöðum á Melrakkasléttu hefndir að
gjalda. Kom sá með tófur tvær, ref og bleyðu, og hleypti
þeim á land á Oddsstöðum til að spilla æðarvarpinu.
En bóndinn þar var svo fljótur að hlaupa, að hann hljóp
uppi bleyðuna hvolpafulla, en sleppti henni, og fór að elta
refinn, náði honum og drap og ætlaði að snúa að bleyðunni
og drepa hana. En þá var hún undan komin og fann bóndi
hana hvergi. Þannig breiddust tófurnar út um landið.
Þetta frétti séra Jón Norðmann á Látrum.
Síðan hafa bændur sem aðrir hamast við að drepa lág-
fótu, en alltaf sleppa nægilega margar undan til að halda
stofninum við, og þótt ein sé drepin í Svarfaðardal gýtur
önnur í Þverárdal.
Um hvern er spurt?
1. Hann fæddist í Skagafirði um miðja síðustu öld. Hann
setti mikinn svip á menningar- og listalíf sinnar samtíðar
og var mikilvirkur rithöfundur.
2. Hann nam stjórnfræði og er fyrsti íslendingurinn sem
lauk prófi í hagfræði. Hann var lengi embættismaður og
sat á Alþingi stuttan tíma. Hann tók mikinn þátt í félags-
lífi og var stórtemplar. Síðustu áratugi ævinnar lifði hann
af ritstörfum.
3. Dætur hans voru kunnir listamenn, en sjálfur var hann
kvæntur konu af vel þekktri menningarijölskyldu. Hann
skrifaði mörg vinsæl leikrit og var einn höfuðhvatamaður
að stofnun Þjóðleikhússins.
Svar
unuo>|>iisi nQjn
Bjuioij jnjæQ njsiunSjo sjiuoj Jippp inisuqorpn;) biibj\ eqjjej\] jba
suiiq nuojsj suispunj jnjsjAijsSTUj mn tis 8o ‘ipueQoqsjnpua -ega ‘jo
-siaoj jnQepejj iQupuj jtia luuij uinuis v '8l6t 1!) Jinj iqtijtits go P061
quujojs jtia QiQBjjeujpfjs J!J qbSubcJ jti'cJ iqtijjbjs 8o sujsijjæquioefSu!
-Qjpqspuej jhqbuisjjbjs ucniq jsiqjoS Tiq -//gj ujpqeuuiuudnejj j
ijpjdiQæjjSeq qniq uuii]j ‘6861 TiAefq/íaa i op 80 jpsi unvqqpqesnji
qb Jnppæj jba uiniH uossjeuig iQijpu] jo jjnds jo uin uios uuijnQiqAj