Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Page 3
Jlagur-'CEmrirat
Laugardagur 28. september 1996 - 3
F R E T T I R
Internetið
íslendingur og
Ástrali með nýjung
Islenskur fasteignasali og
ástralskur fyrrum ríkissak-
sóknari, sem kynntust á
Internetinu hafa stofnað með
sér Crime-on-Line, síðu á net-
inu sem notuð verður til þess
að koma upp um þjófa og finna
týnd verðmæti.
Njáll Harðarson fasteigna-
sali sagði í gær í samtali við
Tímann að hér væri um að
ræða alþjóðlegan gagnagrunn,
sem væri hannaður með það í
huga að fólk gæti sannað eign-
arhald á hvaða hlut sem væri,
hefði hann týnst eða honum
verið stolið.
„Við bjóðum fólki hvar sem
er í heiminum að skrá þá hluti
sem það heldur upp á, bílinn,
sjónvarpið, tölvuna eða reið-
hjólið eða hvað sem er. Hug-
myndin er að fólk skrái hluti í
eigin tölvu eða að verslanir
bjóði upp á slíka skráningu á
nýjum hlutum. Tryggingafélög-
in munu hagnast allra mest á
kerfi sem þessu. Ef hlutur
kemst í hendur á einhverjum
sem kíkir á vefinn til að skoða
hver eigi hann, þá kemur það
fram hver eigandinn er. Um leið
fær réttur eigandi tölvupóst
sjálfkrafa um leið og nafn eig-
andans birtist," sagði Njáll
Harðarson í gær.
Kerfið byrjaði um helgina og
þegar eru komin nöfn inn á
kerfið erlendis frá, og stór
verslunarfyrirtæki hafa sýnt
áhuga. Njáll benti á að sendi
fyrirtæki til dæmis gám með
farsímum, sem er stolið á leið-
inni, þá þurfi ekki nema einn
árvökulan náunga til að koma
upp um þjófagengið. Skráning á
Crime-on-Line er ódýr, frá 100
til 1.000 krónur enda hug-
myndin að sem flestir geti nýtt
sér hana. -JBP
Ríkisstjórn
Fimm milljónir
undir sr. Flóka
Ríkisstjórn ákvað að veita
allt að fimm milljónum
króna til að hægt yrði að
stofna prestembætti í Mið-Evr-
ópu fyrir sr. Flóka Kristinsson
og leysa þar með deiluna í
Langholtskir kj u.
Jón Stefánsson organisti í
Langholtskirkju segir að þessi
nýja staða í sókninni muni þýða
það að kórinn fær að syngja aft-
ur í messum í Langholtskirkju.
Hann vill að öðru leyti ekki tjá
sig um málið en óskar sr. Flóka
velfarnaðar í nýju starfi, en sr.
Gylfi Jónsson tekur tímabundið
við stöðu sr. Flóka í Langholts-
kirkju.
Þorsteinn Pálsson kirkju-
málaráðherra segir að einu af-
skipti ríkisstjórnar af þessu
máli hefðu verið þau að tryggja
allt að fimm milljónir króna á
ársgrundvelli svo hægt hefði
verið að stofna nýja preststöðu í
M-Evrópu. Hann bendir á að
kirkjan hefði lengi verið búin að
óska eftir þessari stöðu og því
sé þetta ekkert nýtt af nálinni.
„Ég bendi á að við höfum
sendiherra sem sitja hér heima
og genga störfum í öðrum lönd-
um. Það hefur reynst mjög hag-
kvæmt. Síðan mun kirkjan meta
það hvernig sú reynsla verður,"
segir Þorsteinn Pálsson kirkju-
málaráðherra aðspurður hvort
það sé ekki óeðlilegt að sr. Flóki
skuli áfram verða búsettur hér-
lendis en eiga jafnframt að
þjóna íslendingum búsettum í
Lúxemborg, Brússel og ná-
grenni.
„Ég vona að þetta sé vel ráð-
ið,“ segir ráðherra aðspurður
hvort hann sé sáttur við þessa
lausn í málefnum sr. Flóka og
Langholtskirkju. En heimildir
innan kirkjunnar staðhæfa að
ríkisstjórnin hefði ekki fallist á
þessa beiðni kirkjunnar um
preststöðu í M-Evrópu ef ein-
hver annar prestur hefði átt
hluti að því máli en sr. Flóki.
Athygli vekur að þessi nýja
staða var ekki auglýst laus til
umsóknar, en samkvæmt nýjum
lögum um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna ber skil-
yrðislaust að auglýsa lausar
stöður hjá rfkinu. Þá mun það
einnig vera stefna Prestafélags
íslands að auglýsa eigi allar
lausar preststöður. Hinsvegar
mun vera hefð fyrir því innan
kirkjunnar ráða eða setja menn
í stöður til að byrja með og er
þá einatt miðað við eitt ár. Að
þeim tíma loknum er því líklegt
að staða sr. Flóka verði auglýst
Iaus til umsóknar eins og lög
kveða á um. -grh
Byggðastofnun
Rándýr og handahófs-
kennd byggðastefna
yggðastefnan sem
.Byggðastofnun hefur
rekið undanfarin 10
ára hefur kostað að minnsta
kosti 654 milljarð í töpuðum
lánum, hlutafé, og styrkjum
og ekki síst kostnaði við að
reka stofnunina.
Þetta er ein af niðurstöðum
stjórnsýsluúttektar Ríkisend-
urskoðunnar. Ríkisendurskoðun
telur verulega skorta á að
Byggðastofnun hafi markað
skýra stefnu um hvar eigi að
styrkja byggð á landinu, hvers
vegna og hvernig. Þess vegna
sé erfitt að meta hvort stofnun-
in hafi náð árangri. Hafi mark-
miðið verið að koma í veg fyrir
fólksflótta til höfðuborgarinnar
virðist árangurinn lítill. Fólki á
landsbyggðinni fækkaði um
0,2% frá 1985 til 1995 en fjölg-
aði um rúm 19 % á sama tíma á
höfuðborgarsvæðinu. Ríkisend-
urskoðun segir ljóst að margir
þættir hafi áhrif á fólksflótta og
telur brýnt að Byggðastofnun
reyni að greina hvað valdi, til
þess að gera fyrirgreiðslu sína
markvissari. Ekki verður séð á
fyrirgreiðslu stofnunarinnar að
hún telji byggðastefnu felast í
að efla nýsköpun og auka Qöl-
breytni atvinnulífsins, því 60%
heildarfyrirgreiðslunnar fór til
sjávarútvegs, 13% í landbúnað-
Ríkisendurskoðun
telur verulega skorta
á að Byggðastofnun
hafi markað skýra
stefnu um hvar eigi
að styrkja byggð
á landinu.
inn, 11% til iðnaðarins, 8% til
sveitarfélaga, 5% í ferðaþjón-
ustu og aðeins 4% í aðra starf-
semi. Ríkisendurskoðun telur
eðlilegra að atvinnugreinasjóð-
teÉÉgjpfS
Sigurður Þórðarson,
ríkisendurskoðandi:
Skortir verulega á skýra
stefnu.
Guðmundur Malmquist,
forstjóri Byggðastofnunar:
Að sumu leyti fortíðar-
skýrsla.
Byggðastofnun
Ekki verður séð
á fyrirgreiðslu
stofnunarinnar að
hún telji byggða-
stefnu felast í að
efla nýsköpun og
auka fjölbreytni
atvinnulífsins.
ir, eins og t.d. Fiskveiðasjóður,
sjái um fyrirgreiðslu við hefð-
bundnar greinar, en Byggða-
stofnun einbeiti sér að nýsköp-
un. Athygli vekur að ekkert
samband virðist milli þess
hversu mikla fyrirgreiðslu ein-
stakir landshlutar fá og þess
hversu mikil vinna er þar eða
hversu háar atvinnutekjur á
svæðinu eru. Veitt voru lán,
styrkir og hlutafé fyrir 17,6
milljarða á þessu tímabili og
fengu Vestfirðir, langmest eða
25 %, þrátt fyrir að atvinnuleysi
hafi verið minnst þar og at-
vinnutekjur hæstar. Vesturland
fékk litla fyrirgreiðslu hjá
Byggðastofnun, eða 8% af
heildinni, þótt þar væri at-
vinnuleysi mikið, atvinntekjur
lágar og fólksflótti næst mestur
á landinu. Norðurland eystra
fékk tæp 20%, Austurland,
Suðurland og Norðurland
vestra 10-15% og Reykjanes
9%. Ríkisendurskoðun gagnrýn-
ir það hversu lítið eftirlit sé
með atvinnuráðgjöfum stofn-
unarinnar og að ekki sé fylgst
með hvernig til hafi tekist við
þau verkefni, sem ákveðið hafi
verið að styrkja. Þá er bent á
að samkvæmt lögum frá 1991,
eigi stofnunin að leggja mesta
áherslu á þróunarstarf , en sú
sé ekki raunin. Ríkisend-
urskoðim gagnrýnir einnig
stjórn Byggðastofnunar fyrir
að fylgjast ekki markvisst með
rekstrinum. Hún leiti ekki svara
við því hvers vegna starfsemi
og rekstur sé ekki í samræmi
við áætlanir, og íjalli lítt um
starfsáætlanir komandi árs eða
ársreikning liðins árs. í því
sambandi er bent á að fjárfest-
ingar hafi farið langt framúr
áætlunum. Ríkissendurskoðun
telur að keypt hafi verið miklu
stærra húsnæði undir stofnun-
ina, en þörf hafi verið á, en
íjárfest hefur verið fyrir 270
milljónir króna í 2.800 fermetr-
um fyrir 35 starfsmenn. -yj
Akureyri
Óbreytt lýsing
Frá hesthúsahverfinu í Breiðholti á Akureyri. Þar mun lýsingin verða
óbreytt um sinn. Mynd: Jón Hrói
Bæjarráð Akureyrar
fjallaði á fundi sínum í
vikunni um lýsingu í hest-
húsahverfum. Málið komst í
fréttir á dögunum þegar hesta-
menn mótmæltu áformum Raf-
veitu Akureyrar um breytingar
á lýsingu, þ.e. taka niður ljósa-
staura vegna þess að rafstreng-
ur væri kominn í jörðu.
Á síðasta fundi stjórnar
veitustofana var samþykkt að
stofnleiðir í hesthúsahverfum
séu lýstar. „Kjósi eigendur hest-
húsa að lýsa upp innri götur
mun Rafveita Akureyrar greiða
orkukostnað og vísast í því
sambandi til reglna sem í gildi
eru um lýsingar um heimreiðar
að fjöfbýlishúsuin og raðhús-
um,“ segir orðrétt í bókun
stjórnarinnar.
Bæjarráð afgreiddi málið
með þeim hætti að vísa þessum
lið úr fundargerðinni aftur til
veitustjórar „með tilmælum um
að lýsing í hesthúsahverfum
verði ekki lakari en undanfarin
ár meðan unnið er að deili-
skipulagi hverfanna og end-
urskoðun reglna um réttar-
stöðu hesthúsanna,“ eins og
segir orðrétt. Svavar Ottesen,
formaður stjórnar veitustofn-
ana, segir að vegna tilmæla
bæjarráðs verði málið tekið aft-
ur fyrir innan stjórnarinnar á
næstunni. HA