Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Qupperneq 9
iOagiir-tlIúrttrm
Laugardagur 28. september 1996 - 9
RITSTJORNARSPJALL
Jón Baldvin hugsar
Birgir Guð-
mundsson
skrifar
Fyrsta heimaverkefni mitt
þegar ég byrjaði í háskóla
í Bretlandi fyrir einum
tuttugu árum var að skrifa rit-
gerð um bók eftir Descartes,
bók sem heitir „Umræða um
aðferð“. Þetta er eitt af grund-
vallarritum upplýsingastefn-
unnar og spurningin sem mér
var uppálagt að svara snerist
um hvers vegna Guð og guðs-
hugtakið væri svo nauðsynlegt
fyrir aðferð Descartes. Það er í
þessu riti sem hina frægu til-
vitnun í Descartes er að finna:
„Ég hugsa, því er ég“. Flestir
þekkja þessa tilvitnun þó þeir
séu sjálfsagt færri sem hafa velt
mikið fyrir sér því samhengi
sem hún var í. Hér verður svo
sem ekki farið náið út í þá
sálma, en rétt riljað upp að
Descartes vildi finna sér ein-
hvern óhagganlegan grundvöll
til að byggja þekkingu sína og
aðferðafræði á. Hann efaðist
um tilvist alls ytri veruleika og
á endanum var hann einungis
viss um það eitt að hann efað-
ist: Ég hugsa, því er ég.
Brúin til veruleikans
í stuttu máli reyndist Descartes
þó fastur í þessum efa sínum
nema hann gæti kynnt til sög-
unnar yfirnáttúrulegt hugtak -
Guð - til að byggja brúna frá ef-
anum yfir til veruleikans sem
hann skynjaði allt í kringum
sig. Það var síðan á grundvelli
þessara efasemda og afleiðslu
út frá þeim að Descartes byggði
upp aðferðafræði við þekking-
aröflun sem abnennt er talin
grundvöllur þess að náttúruvís-
indin tóku stórt stökk fram á
við. Klisjan „ég hugsa, því er
ég“ hefur því afar merkilega
skírskotun og ekki skrýtið þó
hún sé fræg. Fyrir mér hins
vegar, persónulega, vekur það
jafnan upp minningar um þessa
fyrstu ritgerð, Descartes, og vís-
indin þegar þennan frasa ber á
góma eða þá að einhver er með
áberandi hætti sagður vera að
hugsa. Menn sem hugsa eru
einhvern veginn örugglega til.
Efast um ytri umgjörð
í frétt hér í blaðinu í gær er
segir frá því að Jón Baldvin
Hannibalsson sé jafnvel
að láta af formennsku í
Alþýðuflokknum. Fyrir-
sögnin á fréttinni var:
„Jón Baldvin hugsar
stíft". Ósjálfrátt kemur
Descartes upp í hugann.
Það er kannski við hæfi
því óneitanlega hefur Jón
Baldvin fyrirferðarmikla
pólitíska tilvist. En hin
stífa hugsun sem fréttin
greinir frá og sú umræða
sem verið hefur upp á
síðkastið um að Jón
Baldvin sé að hætta sem
formaður benda óneitan-
lega til að hann sé farinn
að efast hressilega um
ytri umgjörð sinnar pólit-
ísku tilvistar. Og þegar
haft er í huga að Jón er
óragur við að tala um
sjálfan sig í einhvers kon-
ar „ljósmóðurhlutverki
fyrir stjórnmál framtíðar-
innar“ - hlutverki sem
hann geti ekki síður sinnt þó
hann sitji ekki í formannsstóli í
Alþýðuflokknum - hljóta menn
að styrkjast í þeirri trú að hann
hugsi sér einmitt að vera til,
óháð sinni gömlu, ytri umgjörð.
Þessi póiitíska umgjörð sem Jón
Baldvin er nú farinn að efast
um, er vitaskuid Alþýðuflokkur-
inn.
Sameining jafnaðar-
manna
Boðskapurinn í hálfkveðnum
vísum Jóns síðustu daga er
augljóslega sá að með efanum
hafi hann uppgvötað nýja að-
ferð í stjórnmálunum. En rétt
eins og Descartes greip forðum
til mikið notaðrar og þekktrar
samtíma-klisju á þeim tíma -
guðshugtaksins - til að bjarga
sér út úr einsemd efans og
komast í samband við sitt ytra
umhverfi, bendir flest til að
„guðshugtak" Jóns Baldvins sé
líka nokkuð mikið notaður og
hálf þreyttur frasi. Tal hans um
ljósmóðurhlutverk bendir ein-
dregið til að hann sjái sjálfan
sig sem eins konar guðfaðir í
sameingu jafnaðarmanna á ís-
landi - að ganga þurfi í verk
sem hafið var eitt sinn við ann-
an mann á rauðu ljósi, en hann
verði einn að klára úr því sem
komið er.
Jón Baldvin hefur verið
óþreytandi við að skilgreina
stjórnmál sem list hins mögu-
lega. Það væri hins vegar að
sigrast á hinu ómögulega ef
honum tækist að verða guðfaðir
sameiningar allra jafnaðar-
manna á íslandi. Mun líklegra
er að hann geti möndlað málin
þannig að hann yrði guðfaðir
sameiningar Alþýðuflokks og
Þjóðvaka og hugsanlega ein-
hvers klofningsbrots úr Alþýðu-
bandalaginu.
Stóru tíðindin
Stóru tíðindin við hina stífu
hugsun Jóns Baldvins og efa-
semdir hans um hina ytri um-
gerð pólitískrar tilvistar sinnar,
felast þó kannski ekki svo mikið
í langtímamarkmiðinu um ein-
hverja allsherjar sameiningu
jafnaðarmanna. Tíðindin eru
mun nærtækari og felast í raun-
inni um efasemdir hans sjálfs.
Descartes varð ekki frægur í
mannkynssögunni fyrir guðs-
sönnun sína. IJann varð frægur
fyrir efasemdirnar. Eins er það
með Jón Baldvin, að það er ef-
inn um gildi Alþýðuflokksins
sem pólitísks vettvangs fyrir
„ljósmóður stjórnmála framtíð-
arinnar", sem setur svip sinn á
stjórnmálasögu dagsins.
Hér verður því ekki að
óreyndu trúað að Jón Baldvin
hafi ekkert meint með yfirlýs-
ingum sínum um að hann væri
ekki embættismaður að eðlis-
fari og því ekki inni í myndinni
hvað hann varðar að hætta í
pólitík og taka við einhverju
feitu embætti hér heima eða í
útlöndum. Jón Baldvin hefur
hvergi sagt að hann ætli að
hætta í stjórnmálum, aðeins að
hann efist um að formennska í
Alþýðuflokknum sé rétti vett-
vangurinn fyrir stjórnmálafor-
ingja eins og hann.
Dagstimpill að
renna ut?
Menn hljóta því að spyrja
hvort Alþýðuflokkurinn
sem stofnun sé komin á
síðasta söludag og í fram-
haldi af því hver sé þá
hinn rétti vettvangur fyrir
stjórnmálaforingjann Jón
Baldvin? Ef það er tilfell-
ið að dagstimpill flokks-
ins sé að renna út - hugs-
anlega vegna sameining-
arinnar við Þjóðvaka - er
eðlilegt að Jón hugsi stíft
um hvort líklegt sé að
framtíðarforingi þess
janfaðarmannabræðings
verði sá sem situr á for-
mannsstóli í öðrum hvor-
um flokknum. Eða er það
e.t.v. líklegra, að þegar
fram í sækir muni menn
sættast á þann foringja
sem um hríð hefur beðið
á hliðarlínunni og virkað
sem friðarhöfðingi. Það
verði „the grand old man“ sem
í árdaga lagði upp í þessa löngu
ferð á rauða ljósinu?
Enn hefur Jón Baldvin ekk-
ert gefið uppi annað en efann
um að Alþýðuflokkurinn í nú-
verandi mynd eigi framtíðina
fyrir sér. Út af fyrir sig er það
merkileg yfirlýsing frá sitjandi
formanni og ekki skrítið þó al-
þýðuflokksmenn séu upp til
hópa órólegir um framtíð
flokksins. En jafnt kratar sem
aðrir vita að þegar Jón Baldvin
hugsar stíft, þá er hann -
stjór nm álaforingi.
Möðruvellir
Hugleiðingar vegna læknadeilu
Vilhjálmur
Einarsson
skrifar
Nýlega er afstaðin deila
milli fjármálaráðuneyt-
isins og heilsugæslu-
lækna. Mikill hluti lands-
manna hafði verið læknislaus
vikum saman, því læknar
höfðu sagt upp störfum. Deil-
an virtist flókin og ekki ein-
vörðungu snúast um laun.
Deilt var meðal annars um
skilgreiningu hugtaka svo sem
neyðarhjálp. Hvað er neyðar-
hjálp? Hjálp í neyð? Hvað er
neyð? Hvenær breytist brýn
þörf í neyð? Þegar á leið og
lausn var ekki í sjónmáli, fóru
margir að efast um andlegt
heilbrigði deiluaðila, jafnframt
því sem ýmsir furðuðu sig á
því hye lengi slíkt Iæknisleysi
gæti varað án þess að til
óskapa drægi. Var ef til vill
megnið af daglegri þjónustu
heilsugæslulækna óþarft?
Ekki virtist auðvelt að skilja
launakjör læknanna. Þegar á
leið deiluna var þjóðinni kunn-
gerður kjarninn lír launa-
samningi þeirra. Föst laun
lækna reyndust vera talsvert
innan við hundrað þúsund
krónur á mánuði og furðaði
ýmsa á því hve lág þau voru.
En þegar upp var staðið,
reyndust meðaltekjur stéttar-
innar á bilinu 2-300 þúsund
krónur og það sem meira var:
launamunur þeirra í milli íjór-
til fimmfaldur! Þetta var skýrt
með því að um óheyrilega yfir-
vinnu, sem jafnvel væri heilsu-
spillandi, væri að ræða hjá
þeim tekjuhæstu.
Fastar bifreiðagreiðslur
skýrðu að hluta hinn mikla
mun rauntekna og fastra
launa, en einmitt þessi tekju-
Iiður reyndist mikilvægur þátt-
ur í sáttargjörðinni: Með því
að kippa í liðinn og færa hann
inn í föstu launin var stigið
mikilvægt skref til sátta. Gert
var bráðabirgðasamkomulag
og ákveðið að vísa málinu í
gerð. Þvílíkt launakerfi!
Að loknum undirskriftum
bráðabirgðasamnings hófst
enn ein fjölmiðlasýningin eftir
sömu formúlunni: Örþreyttir
samningamenn birtust á sjón-
varpsskjám landsmanna eftir
að hafa verið læstir inni í sal-
arkynnum sáttasemjara. Allir
höfðu unnið þrekvirki, virtust
sljóir af svefnleysi, en voru
sáttir við niðurstöður eftir at-
vikum. Eftir nokkra mánuði
mun kjaranefnd kveða upp
sinn Salómonsdóm um kjör
læknanna og vonandi mæla
þeim sanngjörn laun. Allir
þeir sjúklingar, sem enn drógu
andann, önduðu léttar.
Ekki er ætlunin að gera
grín að fulltrúum lækna í
samninganefnd eða draga í
efa nauðsyn þess að kjör
þeirra verði endurskoðuð. Að-
ferðin orkar þó tvímælis.
Þvingunaraðgerðir, hvort sem
heldur eru verkföll eða hóp-
uppsagnir kennara eða lækna,
bitna verst á þeim sem síst
skyldi og ekki eru aðilar að
málum: nemendum og sjúk-
lingum. Kjör þessara stétta
hafa þó neytt þær til slíkra að-
gerða. Mál er að linni.
íslenska þjóðin — ein hin
ríkasta í heimi, þjóð með hátt
menntunarstig og sem krefst
fyrsta flokks þjónustu á sviði
heilbrigðis- og skólamála —
gerir sér grein fyrir því, að slík
þjónusta stendur og fellur með
því fólki sem hana veitir. Til
þess að fá gott fólk til þessara
starfa þurfa kjörin að vera
góð. Þeir sem fara með íjár-
veitingarvald ríkisins verða
líka að skilja þetta. íslending-
um sæmir ekki að settar verði
á svið fleiri „sýningar“ af því
tagi sem hér hefur verið
Qallað um.