Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Blaðsíða 10
Laugardagur 28. september 1996 - 10
íDitgur-CEmTÚnt
ÞJOÐMAL
„Yrði líka félag kvenna að
standa að baki
Rafnsdóttir
Orðin sem eru yfirskrift
þessarar greinar lét Bríet
Bjarnhéðinsdóttir falla
upp úr aldamótum, þegar hún
fjallaði um nauðsyn þess að ís-
lenskar konur þess tíma krefð-
ust réttinda sinna og jafnræðis
á við karla. Nokkru áður hafði
Bríet lýst þeirri bjargföstu
skoðun sinni að íslenskum kon-
um sinnar samtíðar „væru allar
bjargir bannaðar í menntalegu
tilliti, ef við værum ekki sjálfar
svo efnum búnar, að geta af
eigin rammleik fengið okkur og
kostað þá menntun prívat, sem
gæti jafnast við góða skóla-
menntun. Og þótt einhver gæti
það og gerði, þá gæti hún engar
stöður eða embætti fengið, sem
hún gæti notað þessa menntun
við.“
Sumum kunna að þykja þessi
orð eiga h'tið erindi við nútím-
ann, en því miður eru orð
Bríetar, eins og svo margt ann-
að í brautryðjendastarfi hennar,
enn í fullu gildi núna, heilli öld
síðar.
Hér á landi er konum raunar
ekki lengur mismunað varðandi
möguleika til menntunar, form-
leg pólitísk réttindi eða fulla at-
vinnuþátttöku. Ástæðulaust er
þó að íjölyrða um hversu mikið
vantar upp á jafnan rétt karla
og kvenna þegar til á að taka,
og nægir að nefna grundvallar-
atriði á borð við jöfn laun fyrir
sömu vinnu, óháð kynferði. Þar
kann að vera nokkur löggjöf til
staðar, en hin umtalaða „hug-
arfarsbreyting“, sem stjórn-
málamönnum er svo töm á
tungu, lætur bíða afar lengi eft-
ir sér. Hið sama gildir um mörg
önnur sjálfsögð réttindi.
Frumkvöðullinn Bríet Bjarn-
héðinsdóttir lét sér ekki nægja
að vekja athygli á réttindaleysi
kvenna og mismunun gegn
þeim. Hún var helsti hvatamað-
ur að stofnun Kvenréttindafé-
lags íslands (KRFÍ) árið 1907
og formaður þess fyrstu árin.
KRFÍ var og er þverpólitísk
samtök kvenna og karla, sem
láta sig miklu skipta baráttu
fyrir þjóðfélagi þar sem allir
eru frjálsir og jafnir að virðingu
og réttindum, konur sem karl-
ar. f bráðum níutíu ár hefur fé-
lagið gegnt mikilvægu hlutverki
í baráttu fyrir fullu jafnrétti á
íslandi. Því hlutverki er ekki
lokið.
Um þessa helgi er haldinn
19. landsfundur KRFÍ. Þar
verður tekinn til sérstakrar um-
íjöllunar samningur Sameinuðu
þjóðanna um afnám allrar mis-
mununar gegn konum (sem í
alþjóðastarfi hefur fengið
skammstöfunina CEDAW).
Samningurinn tók gildi á ís-
landi árið 1985, en hann hefur
enn sem komið er hlotið litla
kynningu og umíjöllun hér á
landi.
Sáttmáli þessi er annað og
meira en almenn vilja-
yfirlýsing, sem almenn-
ingi virðist ef til vill
stundum helsta af-
sprengi alþjóðlegra
stofnana. CEDAW er
einhver athyglisverð-
asti og róttækasti
mannréttindasáttmáli
sem gerður hefur verið
og hefur umtalsvert
gildi á íslandi sem ann-
ars staðar. Hér á landi
hefur hann fullt laga-
gildi og hefur raunar
forgang umfram ís-
lensk lög sem skemmra
ganga í jafnréttismál-
um. Hann hefur því
ótvírætt gildi í barátt-
unni fyrir jöfnum rétti
kynjanna á fslandi.
Á landsfundi KRFÍ
verður fjailað um þenn-
an samning frá ýmsum hliðum.
Þar verður m.a. rætt hvernig
samningurinn nýtist konum í
atvinnulífinu og í at-
vinnurekstri, hvaða lagalegu
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Með kynningu á merkum samningi Sam-
einuðu þjóðanna, skrifar Ólafía B. Rafns-
dóttir, minnir Kvenréttindafélag íslands á
að frumkvöðulsstarfi Bríetar Bjarnhéðins-
dóttur er alls ekki lokið
þýðingu hann hefur gagnvart
íslenska dómskerfinu og hvern-
ig hann getur nýst almennt sem
baráttutæki í jafnréttisbarátt-
unni.
Á næstu mánuðum mun
KRFÍ gangast fyrir enn frekari
kynningu á þessum mikilvæga
samningi. Með þeirri kynningu
viljum við heiðra minningu
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem
sótti sér styrk í samskipti við
kvenréttindahreyfingar víða um
heim, og árétta að ætlunarverki
hennar er síst lokið.
Það er ekki tilviljun að Kven-
réttindafélag íslands tileinkar
kynningu sína á CEDAW-samn-
ingnum minningu Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur. Ekki einasta
fögnum við nú 140. fæðingaraf-
mæh Bríetar, sem fæddist 27.
september 1856. Með kynningu
á samningnum vill KRFÍ einnig
minna á að það er ekki nema
fyrir hugrekki og framsýni
kvenna eins og Bríetar sem
hann er orðinn að veruleika.
Hugsunin að baki sáttmálan-
um er hin sama og bjó að baki
baráttu Bríetar: að gera að
raunveruleika þjóðfélag þar
sem allir eiga jafna möguleika
til þroska, frelsis, menntunar
og hamingju, þjóðfélag sem
virðir á borði sem í orði jafnan
rétt karla og kvenna. Þjóðfélag
þar sem friður, jafnrétti og vel-
ferð komandi kynslóða eru leið-
arvísar til betri framtíðar.
Höfundur situr í stjórn Kvenréttindafé-
lags íslands.
Samviimustarf á nýrri öld
Samvinnustarfið heldur
gildi sínu fyllilega á næstu
öld sem frjáls valkostur við
hlið annarra rekstrarforma.
Það er misskilningur að sam-
vinnustarfið sé úrelt.
Þau vandamál sem sam-
vinnufélögin hafa mætt eiga
ekki rætur í markmiðum eða
einkennum samvinnustarfsins.
Félögin hafa m.a. tekist á við
byggðaröskun, gerbreytt rekstr-
arumhverfi, nýjar samkeppnis-
aðstæður og erfiðleika við ijár-
mögnun. Þessi vandamál eru
ekki tengd samvinnuforminu,
enda hafa fleiri fyrirtæki átt við
svipaða erfiðleika að stríða.
En það er ástæða til að meta
stöðu samvinnustarfsins nú.
Raunsætt mat greiðir fyrir far-
sælli framtíð.
Af réttri leið
Ýmislegt bendir til þess að
samvinnustarfið hafi rekið af
réttri leið. Þrennt skal nefnt, en
fleira má tína til:
1. Stofnsjóðir samvinnufélaga
sýna að félagsmennirnir eiga
aðeins óverulegan hlut í fé-
Jögunum. Langmestur hluti
eigin íjár er í óskiptilegum
sameignar- og varasjóðum
sem félagsmenn hafa ekki
getað gert tilkall til. Þannig
verða áhöld um það hvort
um samvinnufélag er að
ræða eða sjálfseignarstofn-
un, og þetta spillir afstöðu
félagsmannanna. Þeir verða
óvirkir og gera ekki kröfur til
stjórnenda um skilvirkni og
arðsemi.
2. Rekstur margra samvinnufé-
laga er ekki sérgreindur og
lítt skilvirkur. Mörg félag-
anna hafa afskipti af ólíkum
atvinnu- og þjónustusviðum
og er efað að gætt sé við-
skiptasjónarmiða í ákvörð-
unum. Þess í stað hafa sum
félög verið rekin sem félags-
málastofnanir. Með þessu
glatast hagkvæmni markað-
arins og eðlilegrar verka-
skiptingar og hvert rekstrar-
svið dregur annað niður í
stað þess að sameiginleg efl-
ing verði.
3. Allmörg samvinnufélög hafa
verið rekin með ófullnægj-
andi rekstrarafkomu, alltof
litlum eða jafnvel engum
arði.
Lesandinn sér að þessa þætti
verður að laga ef fyrirtækin
sem um ræðir eiga að standast.
Ef menn eiga kost
á persónulegum
hagnaði af fjárfest-
ingu og á persónu-
legri eignamyndun í
því sambandi, þá
velja þeir yfirleitt
ekki samvinnufélag.
Þá velja þeir sér
auðvitað eitthvert
annað rekstrarform.
Vel er viðeigandi að ná áfanga í
þessu fyrir aldarafmæli Sam-
bandsins — 20. febrúar 2002.
Til þess að það takist verður
brátt að hefjast handa, því að
um flókin verkefni er að ræða.
Samvinna og hlutafé-
lög
Samvinnufélag á margt sam-
eiginlegt með almenningshluta-
félagi. Samvinnustarf er víða
iðkað í lögformi hlutafélaga eða
sameignarfélaga, enda er sam-
vinnustarfið óháð því hvernig
viðskiptalegum ábyrgðum er
háttað. í íslenskri löggjöf eru
ákvæði um samvinnufélög, en
samvinnustarfið er víðtækara en
svo að sá lagabálkur geri því
skil.
Lengst af takmörkuðu íslensk
lög svigrúm samvinnufélaganna,
en bætt var úr mörgum þáttum
með nýjum lögum fyrir nokkrum
árum. Hvað sem því líður fer því
fjarri að lögin taki til alls þess
sem verður með réttu nefnt sam-
vinnustarf.
Samanburður á almennings-
hlutafélagi og samvinnufélagi
sýnir að eignarhlutur, atkvæðis-
áhrif, og áhættu- og arðshlutur
hvers eiganda fylgjast að í hluta-
félaginu, en þurfa ekki að
fylgjast að í samvinnufélaginu.
Samvinnufélagið hefur þá sér-
stöðu að þar hvílir áhersla á eig-
andanum sem notanda og þátt-
takanda í starfseminni, en í
hlutafólaginu er eigandinn fyrst
og fremst ijárfestir og eignamað-
ur.
Eigandi í samvinnufélagi,
hvort sem er einstaklingur, fjöl-
skylda, eða lögaðili, er umfram
allt viðskiptavinur sem notfærir
sér starfsemi félagsins sjálfum
sér og sínum til hagsbóta með
viðskiptum við félagið eða með
þátttöku í starfinu á annan hátt
eftir því sem starfssvið félagsins
gerir ráð fyrir.
En samvinnufélagið hæfir illa
persónulegri ágóðavon af ijár-
festingu. Sérstaða samvinnu-
starfsins er þessi áhersla á stöðu
eigandans sem notanda og þátt-
takanda, og því þarf sérstakar
ástæður og aðstæður að baki
samvinnufélagi. Ef menn eiga
kost á persónulegum hagnaði af
fjárfestingu og á persónulegri
eignamyndun í því sambandi, þá
velja þeir yfirleitt ekki sam-
vinnufélag. Þá velja þeir sér auð-
vitað eitthvert annað rekstrar-
form.
En ef menn þurfa tiltekna
framleiðslu eða þjónustu, — ef
þörfin er brýn þótt persónuleg
ágóðavon sé veik eða engin —,
þá kjósa þeir samvinnustarf. Svo
mun reynast framvegis sem
hingað til.
Ilöfundur er hagfræðingur Vinnumála-
sambandsins og áður rektor Samvinnu-