Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Page 12

Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Page 12
|Dagur~©mtmt .............. .. . Einar Sveinbjörnsson veðurfrœðingur Laugardagur 28. segtember 1996 Saumavéla- ttgerðamaður Pj; frá Pfaff |t verður í Kaupangi laugardag 0 KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Um helgina verður miðja mjög víð- áttumikillar, en hægfara lægðar yfir landinu. Áttin verður því breytileg á morgun, en stinningskaldi af norðaustri nær inn á Vestfirði og Norðurland. I’ar mun rigna og eins má reikna með vætu annað slagið í flestum landshlutum. Lægðin stóra si'gur síðan austur á bóginn á sunnu- dag. Vindur snýst þá í ákveðna norðanátt með kólandi veðri, fyrst á Vestfjörðum. Og þá er bara að bjóða haustið velkomið. Sumarið var óvenju langt að þessu sinni. Ufróður / fallbaráttunni Það er fleira fóður en feitt kjöt. Það eru einnig fleiri lið í fyrstu deildinni en KR og ÍA. í dag kl 14:00 hefst síð- asta umferð Sjóvá-Almennra- deildarinnar með leikjum Kefl- víkinga og ÍBV, Sjörnunnar og Breiðabliks, Vals og Fylkis, Leifturs og Grindavíkur. Að þessum leikjum loknum fæst úr því skorið hvaða lið það eru sem þurfa að bíta í það súra epli að falla niður í aðra deild. Staða þeirra nú er sú að Blik- arnir sitja á botninum með 15 stig. í næstu sætum eru Kefla- vík og Grindavík með 16 stig þar sem Grindjánarnir rændu Keflvíkingana örugga sætinu með síðasta markinu í 4-0 stór- sigri þeirra um síðustu helgi. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Grindvikinga á Keflavík í fyrstu deildinni í tveggja ára sögu liðsins í deild þeirra bestu. Fylkir með sín 18 stig hefur skástu stöðu liðanna í fallbar- áttunni. Þeir eru líka eina liðið sem þarf eingöngu að treysta á sjálft sig til að halda sér í deild- inni. Þeim nægir sigur. Hin liðin þrjú, Grindavík, Keflavík og Breiðablik þurfa ekki aðeins að vinna sína leiki heldur að treysta þvx að önnur lið í fall- baráttunni tapi sínum leikjum. Hvað getur gerst? Ef Breiðablik og Fylkir vinna sína leiki og Suðurnesjamenn- irnir gera jafntefli eða tapa fyr- ir sínum andstæðingum halda Blikar og Fylkismenn sætum sínum og þar með rætist spáin frá í vor. Vinni hins vegar Suð- urnesjaliðin og Blikar og Fylkis- menn tapa halda Grindavík og Keflavík sínum sætum í deild- inni. Því er ljóst að bæði Kefla- vík og Breiðablik verða að vinna sína leiki hvernig sem aðrir leikir enda. Fylki nægir jafntefli og Grindavík getur nægt jafntefli fari svo að Blikar og Keflavík nái ekki að sigra í sínum leikjum. Hverjir faila? Það er alltaf bæði erfitt og reyndar hundleiðinlegt að spá einhverju liði falli. Vísast er það túlkað sem fordómar gagnvart þeim liðum er spádóminn fá í hausinn og jafnvel illgirni. Við látum okkur samt hafa það og snöggsjóðum lokaspána. Grindvíkingarnir hafa verið að gera góða hluti í seinustu leikjum. Þeir velgdu Skaga- mönnum vel undir uggum og komust í 2 - 0 en töpuðu síðan leiknum 6-3. Þeir tóku síðan nágranna sína á beinið eins og margoft hefur komið fram. Þeir hafa sjálfstraustið sem til þarf, dugnað og elju, vinna Leiftur og hanga í deildinni. Það sama má segja um Keflavík. Þeir hafa veri á ágætri siglingu með sitt unga liði í síð- ustu umferðum allt þar til þeir strönduðu í Grindavík. Kjartan Másson kemur sínu skipi á lygnan sjó og siglir því heilu í höfn. Þeir vinna Eyjamenn. Valur - Fylkir: Það er nú það. Valsarar hafa verið arfa- slakir seinni hluta mótsins. Metnaður er mikill á Hlíðar- enda og ég hef trú á að þeir skríði nú úr skel sinni og endi mótið með stæl. Það er tími til kominn að þeir vinni leik og þá senda þeir Fylki niður í aðra deild. Lánleysi Blika hefur verið algert nánasf allt mótið. Á því verður engin breyting nú. Stjarnan mallar áhyggjulaus yf- ir þá í dag. Blikar og Fylkis- menn styðja hvorir aðra á sinni grýttu götu í aðra deild. gþö Ríkharður Daðason er enn markakóngur deildarinnar en skori Bjarni Guðjónsson ÍA, þrennu á sunnudag án þess að Ríkharður svari, nær Bjarni titlinum. z S * ★ BIOROR^ tjn S OSTRIN ULI O HLÖb uf Q AUHíAlíXAPSii AUS KOÍiiíSÍWilIIBfR AUSlíJWÖfltAK! «? Tauhib. Nucin ukö M UJ cc 3E *S!o u- —» .... Hvar finnur þú orku til að standast vinnuálagið og reka heimili og sinna börnunum og stunda félagslífið og stunda líkamsrœktina og... ? Ef þér líður stundum elns og þig vanti orku ofurmennis til að ráða við þetta allt getur 1 belgur á dag af Ostrín CTZ plus verið einmitt það sem þú þarfnast. Skipagötu 6 600 Akureyri Sími/fax 462 1889 Útsölustaðir: Heilsuhúsið í Kringlunni, Reykjavík, Kornmarkaðurinn, Laugavegi 27, Reykjavík, Heilsukofinn, Skólabraut 33, Akranesi.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.