Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Side 2
2 - Fimmtudagur 3. október 1996
|Dagur-®tmtmt
Pottormar veltu því fyrir sér
hvers vegna Halldór Ás-
grímsson, formaöur Framsókn-
arflokksins, hefði ekki talað í
útvarps- og sjónvarpsumræð-
um um stefnuræðu forsætis-
ráðherra. Vinsælasta kenningin
er sú að hann hafi fyrrst við,
þegar tillögur um breytingar á
fyrirkomulagi umræðnanna
voru felldar. Eins og menn
muna gengu tillögurnar út á að
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra talaði við þingsetning-
una, en aðrir kvöldið eftir. Mið-
að var við að stjórnarand-
stæðingar færu upp í and-
svörum við Halldór og hann
gæti síðan svarað fyrir sig.
Með þessu töldu a.mk. fram-
sóknarmenn að Halldór fengi
það sviðsljós, sem hann ætti
skilið. Þingflokkur Jafnaðar-
manna hafnaði þessum tillög-
um og þess vegna sátu menn
uppi með þessar hefðbundnu,
langdregnu umræður í gær-
kvöldi og misstu af Halldóri,
segja pottormar.
Davíð verður að fara að
hemja óbeit sína í garð for-
seta lýðveldisins, var sagt í
heita pottinum í gær. í viðtali
við Davíð á Stöð 2 í fyrradag
kom fram að hann hefði kynnt
sér hvernig staðið hefði verið
að húrrahrópum í tíð fyrri for-
seta og komist að því að á
meðan Sveinn Björnsson var
forseti, hafi þáverandi forsætis-
ráðherra einungis sagt „ísland
lifi, húrra húrra húrra húrra.“
Sem sagt ekki minnst á forset-
ann, hvorki með eða án
punkts. Þetta þótti pottormum
athyglisvert, einkum og sér í
lagi að í forsætisráðuneytinu
gæfu menn sér tíma til að
leggjast í rannsóknir af þessu
tagi.
F R É T T I R
Þorskaflinn 1996 Akureyrl
Mestur þorskafli berst
til Grindavíkur
orskallinn fyrstu átta
mánuði ársins er 112.214
tonn og hefur dregist
saman um 0,63% samanborið
við sömu mánuði 1995. Afla-
verðmæti hefur dregist saman
um 174 milljónir króna eða
2,22%, er 7,6 milljarðar króna
þessa fyrstu átta mánuði ársins.
Heildaraflaverðmæti sjávaraf-
urða hefur hins vegar aukist
um 4,9% milli ára, er nú 35,8
milljarðar króna á móti 34,1
milljarði króna á sl. ári og þar
munar mestu um loðnuverð-
mætið sem aukist hefur úr 2,6
milljöröum í 5,7 milljarða
króna.
Þorskaflinn hefur dreifst svo-
lítið öðruvísi milli verstöðva nú
í ár og af 70 verstöðvum sem
hafa fengið einhvern þorskafla
hafa 10 aflahæstu hafnirnar
Aflaverðmæti landmanna á síðasta ári var um 56,4 milljarðar króna. Á töflum má sjá hvernig verðmætin skiptust milli tegunda.
fengið 54,8% heildaraflans, var
52,8% í fyrra, og hefur hlutfall
þeirra hæstu af heildinni aukist
um 3,13% milli ára.
Á meðfylgjandi töflu eru 10
hæstu löndunarhafnirnar, í
fremri dálkunum aflinn en
Tíu aflahæstu verstöðv-
arnar með 55% af heild-
araflamagninu, þar af
Grindavík með 21,7% og
11,9% af heildarafla-
magninu.
þeim aftari breyting á hlutdeild
í heildarþorskaflamagninu milli
ára. Aukin sókn togara Granda
í Reykjavík og ÚA á Akureyri í
úthafsveiðar skýrir að hluta
minnkun þorskafla þessara
staða en athyglisverð er veruleg
aukning þorskafla á Hornafirði
eftir þrengingar í útgerð og
fiskvinnslu þar undanfarin
misseri en m.a. liafa þeir þurft
að selja burt einn togara (til
Akureyrar). Aukning þorskafla
á Sauðárkróki vekur athygli í
Ijósi þeirra staðreynda að
starfsmönnum Fiskiðjunnar-
Skagfirðings hf. hefur verið
sagt upp störfum og framtíð
bolfiskvinnslu þar er í mikilli
óvissu. GG
Grindavík 13.323 + 5,3%
Reykjavík 9.968 - 9,3%
Hafnarfjörður 7.332 + 5,9%
Hornafjörður 6.261 + 73,3%
Garður 6.063 - 0,7%
Akureyri 4.685 - 26,6%
Vestmannaeyjar 4.358 - 18,1%
Þorlákshöfn 3.555 + 21,3%
Sauðárkrókur 2.998 + 39,6%
Patreksijörður 2.964 + 14,4%
Formaður Léttis
blæs á rök
Guðmundar
s
Eg tel fullvíst að af samein-
ingu verði, enda hafa allt
að 90% þeirra sem hafa
tjáð sig á fundum lýst þeim
vilja. Auðvitað væri best að allir
gætu gengið sáttir og ánægðir
til hins nýja borðs en því miður
er útlit fyrir annað. Þveröfugt
við skoðun Guðmundar Jóns-
sonar, yrði sameining Lands-
sambands hestamanna og
Hestaíþróttasambands íslands
til mikilla bóta fyrir hesta-
mennskuna í landinu," segir
Sigfús Helgason, formaður Létt-
is á Akureyri.
í blaðinu í gær sagðist for-
maður Landssambands hesta-
manna, Guðmundur Jónsson,
efast um ágæti sameiningar LH
og Hestaíþróttasambands ís-
lands, en skipuð hefur verið
nefnd til að móta tillögur um
sameiningu. Sigfús Helgason
segir rödd Guðmundar, sem
heyrst hafi á fundi í fyrrakvöld,
njóta lítils fylgis. „Ég blæs á
þessi rök. Það er verið að búa
til einhverja ÍSÍ-grýlu úr þessu
öllu saman og rætt um afsal
sjálfstæðis til ISÍ. Þessu vísa ég
alfarið til föðurhúsanna. Nýtt
Landssamband hestaíþrótta
yrði æðsti aðili í eigin málefn-
um. Það erum við sem höfum
áhrif á ÍSÍ.“
Sigfús bendir ennfremur á
að sparnaður ávinnist við að
reka eitt samband í stað tveggja
og hættan á stjórnsýslulegum
árekstrum muni minnka. „Sem
dæmi get ég nefnt að hér á Ak-
ureyri veit hægri höndin oft
ekki hvað sú vinstri er að gera
en samt er sama fólkið að vinna
að sömu markmiðum." BÞ
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Skattleysismörk gætu
hækkað um 1000 krónur
Halldór Árnason
skrifstofustjóri ífjármála-
ráðuneytinu
ígildi sérstakra launabóta að
upphœð 420 miljónir kr. inná
sérstökum lið ífjármála-
ráðuneytinu sem hugsanlega
verður hœgt að semja um við
gerð næstu kjarasamninga.
Verða skattleysismörkin óbreytt?
„Það liggur ekki alveg ljóst fyrir fyrr
en við afgreiðslu íjárlaga. Miðað við al-
mennar verðlagsbreytingar í forsend-
um Qárlaga, þá gætu þau hækkað um
2%. Þetta verður væntanlega skoðað
nánar þegar líða tekur á árið. í þess-
um forsendum er gert ráð fyrir sömu
verðbreytingum og erlendis.“
Afhverju er ekkert um skattleysis-
mörkin ífrumvarpi til fjárlaga?
Vilja menn halda þessu opnu?
„Já, það er nú það en það er dáh'tið
erfitt að spá í verðlagsforsendur frum-
varpsins vegna þess að kjarasamning-
ar eru lausir um áramót. Þessvegna
var tekin sú stefna að miða við sömu
verðlagsbreytingar og aðrar viðskipta-
þjóðir okkar gera ráð fyrir til að halda
óbreyttri samkeppnisstöðu."
Eru skattleysismörkin kannski
einhver skiptimynt í komandi
kjarasamningum?
„Ég veit nú ekki hvað hægt er að
segja um það, en það verður að ákveða
skattleysismörkin fyrir áramót. En það
er eðlilegt að þau breytist um einhver
2% miðað við verðlagsbreytingar. Það
mundi hækka skattleysismörkin um
rúmar 1000 krónur, eða uppí rúmar
60 þúsund krónur.
Hœkka bœtur alamannatrygg-
inga?
„í forsendum íjárlagafrumvarpsins
er gert ráð fyrir því að bætur almanna-
trygginga hækki um 2% um áramót,
eða í samræmi við almennar verðlags-
breytingar."
Þýðir þetta þá ekki minni hœkkun
en sem nemur þeim 3,5% launa-
hœkkunum sem gert er ráð fyrir í
forsendum fjárlaga og þjóðhags-
áœtlunar?
„Það gæti alveg orðið. Enda þarf
ekki að vera samhengi þar á milli. Með
þessu móti yrði kaupmáttur þessara
bóta óbreyttur og mundi ekki skerðast
ef bætur hækka til jafns við almennt
verðlag. Hinsvegar eru launabæturnar
sem samið var um í síðustu kjara-
samningum ekki inni í almenna trygg-
ingaliðnum í frumvarpinu vegna þess
að kjarasamningar eru lausir um ára-
mót. Aftur á móti höfum við sett sam-
svarandi íjárhæð inná lið í íjármála-
ráðuneytinu.“
Er þetta eitthvað sem menn vilja
hafa í bakhöndinni?
„Það er þá hægt að semja um það
og t.d. hvort menn vilja hafa launabæt-
ur eða eitthvað annað.“
Hvað er þetta mikið sem hugsan-
lega er hœgt að semja um?
„Það eru samtals 420 milljónir
króna inná þessum lið. Það er ígildi
sérstakra launabóta bæði hvað varðar
lífeyristryggingarnar og líka atvinnu-
leysistryggingarnar vegna þess að það
er hka teldð út þar. En af þessum 420
milljónum króna eru í kringum 300
milljónir kr. sem tengjast lífeyristrygg-
ingunum,“ segir Ilalldór Árnason skrif-
stofustjóri í fjármálaráðuneytinu. -grh