Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Qupperneq 10
10 - Fimmtudagur 3. október 1996
,®agur-®mTtmt
KÖRFUKNATTLEIKUR • Úrvalsdeild
Einvígi Suðumesjaliðanna
Sterkt fimm manna
lið hjá KR-ingum
Á undirbúningstímabilinu var
útlitið bjart hjá KR, en meiðsl
hafa sett strik í reikninginn. Ós-
valdur Knútsen og Ólafur Jón
Ormsson verða ekki með vegna
meiðsla. Liðið hefur þó fengið
sterka leikmenn til liðs við sig
eins og landsliðsmiðherjann
Hinrik Gunnarsson. Jonathan
Bow er kominn með ríkisborg-
um leikmanna Snæfells og Atla
Þorbjörnsson frá Tindastóli.
Nýr erlendur leikmaður er
kominn til liðsins, en hann heit-
ir Tito Baker og er alhliða leik-
maður sem falla ætti vel inn í
liðsheildina. Liðið gæti átt í
vandræðum í fráköstunum, þar
sem fáir hávaxnir leikmenn eru
í liðinu. Kanadamaðurinn við-
felldni, Antonio Vallojo, þjálfar
liðið. Styrkleiki liðsins felst í
Njarðvfkingurínn Kristinn Einarsson veröur f baráttunni f vetur. Hér er hann f baráttu
við Haukana fvar Ásgrfmsson og Jason Wiliiford, en sá sfðarnefndi leikur ekki hér á
landi f vetur.
Frábærar skyttur
en lítil hæð
Keflavík hefur leikið einna best
á undirbúningstímabilinu. Liðið
sigraði bæði í Valsmótinu og á
Reykjanesmótinu. Sigurður
Ingimundarson hefur tekið við
þjálfun liðsins af Jóni Kr. og
miðað við þann frábæra árang-
ur sem Sigurður náði með
kvennalið félagsins, má reikna
með miklu af honum. Keflvík-
ingar byggja lið sitt upp á mikl-
um hraða og langskotum, enda
hefur liðið yfir að ráða mjög
góðum bakvörðum sem einnig
eru frábærar skyttur. Pá er liðið
með mjög góðan erlendan leik-
mann, Damon Johnson, en það
má þó spyrja hvort þeir hefðu
ekki átt að velja stærri mann.
Birgir Örn Birgisson, varnar-
jaxlinn, kemur frá Þór ásamt
þeim Kristni Friðrikssyni og
Kristjáni Guðlaugssyni. Þá kem-
ur Hjörtur Harðarson frá
Grindavík. Miðað við leik-
mannahópinn verða Keflvíking-
ar örugglega í toppbaráttunni.
Spá: 1.-4. sæti
Miklar breytingar
hjá Grindavík
Miklar breytingar hafa orðið á
liði íslandsmeistaranna frá síð-
asta tímabiii og liðið er búið að
missa tvo landsliðsmenn úr
byijunarliði sínu frá í fyrra.
Guðmundur Bragason er farinn
í atvinnumennsku og Hjörtur
Harðarson til Keflavíkur. Titil-
vörnin verður því vissulega erf-
ið, en Grindvíkingar eru seigir
og þar að auki hefur þjálfarinn,
Friðrik Rúnarsson, náð toppár-
angri undanfarin ár. Hann hef-
ur fengið landsliðsþjálfarann,
Jón Kr., til að leika með í vetur
og þá er Pétiu- Guðmundsson
frá Tindastóli genginn til liðs
við Grindvíkinga að nýju. Lið
með leikmenn eins og Helga
Jónas Guðflnnsson, Marel Guð-
laugsson, Jón Kr. og Unndór
Sigurðsson er ekki auðunnið.
Erlendi leikmaður liðsins heitir
John Jackson og hann á örugg-
lega eftir að reynast vel. Spá:
1.-4. sæti.
Tímabil Skallagríms-
manna runnið upp?
Er þetta ár Skallagríms? Það
gæti vel farið svo, en það fer
mikið eftir því hvernig hinum
nýja þjálfara liðsins, Kanada-
manninum Terry Upshaw, tekst
að aðlagast körfuboltanum hér
og ná því besta út úr liðinu. Það
er langt frá því auðvelt verkefni
að taka við liðinu þremm- dög-
um fyrir fyrsta leik og þekkja
ekkert til hér á landi. Liðið hef-
ur misst sinn besta mann und-
anfarin ár, Alexander Ermo-
linski, yfir til nágrannanna á
Akranesi. í staðinn hefur liðið
fengið tvo erlenda leikmenn, þá
Curtis Reynold frá Bandaríkj-
unum og Wayne Mulgrave frá
Englandi, sem báðir virðast
ætla að reynast mjög vel. Að
öðru leyti er liðið nánast
óbreytt frá því í fyrra og Tómas
Holton getur nú einbeitt sér að
því að spila. í ár kemur liðið til
með að leika gjörólíkan körfu-
bolta frá því undanfarin ár,
hraðan og skemmtilegan, en
ekki hinn þunglamalega bolta
sem liðið hefur leikið undanfar-
in ár, með góðum árangri þó.
Helsti styrkleiki Skallagríms
felst í góðum heimavelíi, hæfum
þjálfara og reyndum leikmönn-
um sem ættu að skila góðum
árangri. Spá: 1.-4 sæti.
Góð blanda yngri
og eldri hjá Haukum
Haukaliðið hefur ekki verið að
leika eins vel í upphafi tímabils-
ins eins og þeir gerðu í fyrra.
Aðeins ein breyting hefur orðið
á liðinu frá því í fyrra, Jason
Williford sem kosinn var besti
erlendi leikmaðurinn, er horf-
inn á braut en í stað hans kom-
inn Shawn Smith. Hann er tæp-
lega jafn góður og Jason, nokk-
uð þungur en virðist gera
margt vel. Styrkleiki liðsins felst
aðaUega í litlum breytingum og
góðri blöndu eldri og yngri leik-
manna. Lið sem hefur leikmenn
eins og Jón Arnar og Pétur Ing-
varssyni, Sigfús Gissurarson og
gamlan ref eins og ívar Ás-
grímsson á að ná árangri. Spá:
1.-4. sæti.
Erfitt að fylla skörð
Teits og Rondey
Það á örugglega eftir að reynast
Njarðvflcingum erfitt að fylla
skörð þeirra Teits Örlygssonar
og Rondey Robinson. í stað
Rondey er kominn Torrey John
sem lék með Tindastóli sl. tvö
túnabfl. Hann er afskaplega lip-
ur og skemmtilegur sóknar-
maður en hefur ekki sama
styrk varnarlega og Rondey.
Það getur hins vegar enginn
komið í staðinn fyrir Teit, á því
leikur enginn vafi. Hvernig
Hrannar Hólm, þjálfari, leysir
það af hendi er erfitt að sjá, en
í liðinu eru margir ungir og
bráðefnilegir strákar sem ef-
laust eru áfjáðir í að sýna hvers
þeir eru megnugir. Spá: 5.-8.
sæti.
Gjörbreytt lið
hjá Tindastóli
Miklar breytingar hafa orðið á
liði Tindastóls, frá síðasta tíma-
biU. Hinrik Gunnarsson, AtU
Þorbjörnsson og Torrey John
eru farnir og Páll Kolbeinsson
hættur sem þjálfari. Þetta eru
miklar breytingar hjá Uði sem
ekki hafði mikinn mannskap
fyrir. Eins og áður hjá félaginu
var ekki verið að hika neitt
heldur gengið rösklega til
verks. Ungverskur þjálfari var
ráðinn og Bandaríkjamaðurinn
Jeff Johnson var fenginn til
liðsins en nokkur NBA-Uð hafa
verið að fylgjast með honum.
Auk þess eru tveir leikmenn frá
Evrópu komnir til Sauðárkróks,
þeir Yorick Parko frá Englandi
og Casare Piccini frá Ítalíu.
Þessir þrír leikmenn ásamt
leikmönnum eins og Ómari
Sigmarssyni, Lárusi Degi Páls-
syni og Arnari Kárasyni ættu að
geta veitt öllum hinum liðunum
mikla keppni. Ef þess alþjóða-
blanda nær vel saman gæti lið
Tindastóls komið verulega á
óvart í vetur. Spá: 5.-8. sæti.
Sigurður Hjörleifs-
son, körfuknattleiks-
þjálfari, varfenginn
til að segja álit sitt á
liðunum tólf í úrvals-
deildinni í körfu-
knattleik, en fyrsta
umferð deildarinnar
fer fram í kvöld.
ararétt og sem útlending hefur
liðið fengið hinn eldsnögga bak-
vörð Champ Wrencher, sem tvö
sl. tímabU lék með Þór Þorláks-
höfn. KR er með sterkt byrjun-
arUð sem auðveldlega á að geta
náð langt ef allt gengur upp.
Spá: 5.-8. sæti.
Góð liðsheild en
lítil hæð hjá ÍR
Lið ÍR hefur tekið miklum
breytingum. John Rhodes,
frákastakóngurinn mikli, er far-
inn og fyrirliðinn Jón Örn Guð-
mundsson einnig. I staðinn hef-
ur liðið fengið þá Atla
Þorbjörnsson. Daða Sigþórsson
og Hjörleif Sigurþórsson, fyrr-
góðum skyttum og góðri breidd.
Gæti orðið eitt af skemmtilegri
liðum deildarinnar. Spá 5.-8.
sæti.
Heimavöllurinn gæti
reynst KFÍ drjúgur
Aðkomuliðin eiga eftir að kynn-
ast því hversu frábærlega ís-
firðingar standa að heimaleikj-
unum. Guðni Guðnason þjálfar
nú í fyrsta sinn lið í úrvalsdeild-
inni. KFÍ-liðið er ekki með
reynslumikla menn í sínum
röðum og það er líklega helsti
veikleiki liðsins. Tveir erlendir
leikmenn eru í liðinu, þeir Euan
Roberts frá Kanada og hinn
spænskættaði Andrew Vallejo,
yngri bróðir Antonios ÍR-þjálf-
ara. Friðrik Stefánsson, Vest-
mannaeyingurinn stóri, er
genginn til liðs við ísfirðinga og
er liðinu fengur í honum. Helsti
styrkleiki liðsins ætti að vera
heimavöllurinn og með góðum
stuðningi áhorfenda ætti liðið
að geta halað inn stig á honum.
Spá: 5.-8. sæti.
Hávaxnir menn í
Skagaliðinu
Vonandi er með tilkomu Alex-
anders Ermolinski kominn sá
maður til Skagaliðsins sem get-
ur haldið því saman í vetur og
skapað þá festu sem til þarf. ÍA-
liðið hefur einna mestu hæð
allra liða í deildinni og ef liðinu
tekst að sýna meiri ógnun utan
af velli gæti árangur þess orðið
vel viðundandi. Nýir leikmenn
eru auk Alexanders, þeir Brynj-
ar Karl Sigurðsson sem reyndar
lók með liðinu fyrri hluta síð-
asta vetrar og erlendur leik-
maður sem enn er ekki ljóst
hver verður. Styrkleiki liðsins
felst í góðri hæð og ágætri
blöndu leikmanna. Spá: 9.-12.
sæti.
Veldur Williams nýja
hlutverki sínu
hjá Þór?
Þórsliðið hefur misst nokkra af
lykilmönnum sínum frá síðasta
tímabili, leikmenn eins og Birg-
ir Örn Birgisson, Kristján Guð-
laugsson og Kristinn Friðriks-
son, sem allir gengu til liðs við
Keflavík. Jón GuðmUndsson
hefur látið af störfmn sem þjálf-
ari liðsins og snúið heim til
Keflavflcur. Fred Williams,
Bandaríkjamaðurinn sem lék
með liðinu í fyrra, mun stjórna
því í vetur. Williams átti mjög
gott tímabil með liðinu í fyrra,
en hvernig honum tekst upp
sem þjálfari og leikmaður er
spurningarmerki, en verkefnið
er aUavega ekki auðvelt. Ég
þekki ekki og hef ekki séð liðið
leika á undirbúningstímabilinu
og á þess vegna erfitt með að
meta styrk og veikleika liðsins.
Spá: 9.-12. sæti.
Erfiður vetur fram-
undan hjá Blikum
Hræddur er ég um að veturinn
verði Blikaliðinu erfiður. Eftir
mjög góðan seinni hluta móts í
fyrra þar sem liðið lagði að velli
hvert stórliðið á fætur öðru er
útlitið ekki bjart fyrir komandi
keppnistímabil. Áðeins einn
leikmaður er eftir úr vanalegu
byrjunarliði liðsins sl. vetur og
nánast engir nýir menn hafa
komið í staðinn. Bráðefnilegir
piltar úr unglingaflokki gefa
ekki kost á sér í meistaraflokk
félagsins. Leikmenn sem farið
hafa frá félaginu eru Daði Sig-
þórsson í ÍR, Halldór Krist-
mannsson fór til náms vestan-
hafs og óvíst er hvað Birgir
Mikaelsson gerir. Hann hafði
skipt yfir í sitt gamla félag KR,
en ekki virðist á hreinu hvar
hann kemur til með að leika í
vetur. í staðinnn fyrir Michael
Thoele sem stóð sig mjög vel
hafa Blikar fengið bakvörðinn
Andre Bovain sem virðist vera
góður leikmaður. Spá: 9.-12.
sæti.
KARFA • Úrvalsdeild
Leikir kvöldsins:
Þór-Tindastóll kl. 20
Keflavflc-ÍR kl. 20
KR-ÍA kl. 20
Ilaukar-Grindavflc kl. 20
Umferðinni lýkur annað
kvöld með leikjum Skalla-
gríms og KFI og Njarðvíkur
1 og Breiðabliks. i