Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Page 12

Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Page 12
^Dagur-ÍEmram Eyjólfur Þorbjörnsson veðurfrœðingur ■■B Fimmtudagur 3. október 1996 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Norðaustanátt á Vestfjörðum, en annars suðlæg átt. Rigning verður norðan- og norðvestantil, en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 4 til 8 stig og kólnandi, fyrst um landið vestanvert. Um helgina er búist við suðlægum áttum á ný og enn meiri bleytu. J / Þ R Ó T T 1 R HANDBOLTI • Landsleikur Island-Grikldand 32:21 Leikur í undanriðli heimsmeistaramótsins. Gangur leiksins: 2:2, 14:4, 16:6, 21:8, 26:17, 32:21. Mörk íslands: Valgarð Thoroddsen 7, Gústaf Bjarnason 5, Konráð Olavson 5, Patrekur Jóhannesson 5/1, Ólafur Stefánsson 4, Julian Róbert Duran- ona 4/1, Ingi Rafn Jónsson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7/1, Bjarni Frostason 2. Utan vallar: 20 mínútur. Patrekur og Geir Sveinsson, fengu þrjár brottvís- anir á sig og fengu útilokun. Mörk Grikklands: Gramatikos 8/3, Grispos 3, Karnos 3, Messinis 3, Do- urouklakis 2, Georgoudis 1, Kalaitzis 1. Varin skot: Kalogeropopoulos 6, Prodromidis 4. Utan vallar: 12 mínútur. Dourouklakis var vísað þrisvar af velli. Dómarar: Spartz og Leyder frá Luxem- borg. Tóku mjög hart á öllum brotum Myndir GS Ellefu marka sigur íslands á innimálningu gljástig 10 Verb: Igi lítri 499^m 4 lítrar 1996 10 lítrar 4990 Þúsundir lita í boði KAUPLAND KAUPANGI Slmi 462 3565 • Fax 461 1829 Sigur íslenska landsliðsins gegn Grikkjum var aldrei í hættu, en mjög slakur síð- ari hálfleikur liðsins, hlýtur þó að vera góð aðvörun til liðs- manna um að ferðin til Aþenu verði ekki skemmtiferð og að liðið þurfi að berjast fyrir sigr- inum þar. íslenska liðið leiddi fyrri hálfleikinn með txu mörk- um, en í þeim síðari voru það Grikkirrúr sem voru betri aðil- inn á löngum köflum í leiknum. Grikkirnir léku mjög fram- liggjandi vörn frá fyrstu mínútu leiksins og það virtist tók ís- lensku landsliðsmennina nokkrar mínútur í upphafi að átta sig á því hverrng bregðast ætti við. Það var fyrst og fremst einstaklingsframtak Gústafs Bjarnasonar og góðar sending- ar Patreks Jóhannessonar, sem héldu íslenska liðinu gangandi í byrjun, en þegar líða tók á hálf- leikinn komu miklir yfirburðir í ljós. Sóknarleikur Grikkja var fram að leikhléi einmuna slak- ur og það voru fyrst og fremst margir skrýtnir útafrekstarar sem héldu muninum í tíu mörk- um. Allt annað var upp á ten- ingnum í síðari hálfleiknum. Góð hreyfing hafði verið í sókn- arleik íslands, en í þeim sx'ðari virtust menn vera allt of staðir, bæði í sókn og vörn. Grikkirnir gengu og lagið og minnkuðu muninn mest úr þrettán mörk- um, niður í níu, en ellefu marka sigur íslands varð staðreynd. Gústaf Bjarnason og Patrek- ur Jóhannesson voru bestir í ís- lenska liðinu í fyrri hálfleik, en í þeim síðari voru það helst Kon- ráð Olavson, Valgarð Thorodd- sen og Ólafur Stefánsson, sem báru liðið uppi. Grikkirnir virtust fá vítamín- sprautu í leikhléi. Eftir frá- mxmalega lélegan fyrri hálfleik, höfðu þeir meira þrek í þeim síðari. KNATTSPYRNA Gunnar Odds. og Sigurður taka við Kefíavík Gunnar Oddsson, besti leikmaður Leifturs á ný- afstöðnu íslandsmóti og Sigurður Björgvinsson taka við þjálfun 1. deildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu af Kjartani Más- syni. Kjartan sem hefur þjálfað í aldarljórðung, mun gerast framkvæmdastjóri hjá knatt- spyrnudeild félagsins. Þeir Gunnar og Sigurður hafa báðir leikið með Keflavík, undir stjórn Kjartans. -gö

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.