Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Qupperneq 11
íDagur-ÍEtnttmt
Fimmtudagur 3. október 1996 - 23
FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ
Alltaf ástfangin af mótleikurum sínum
Birgitte Bardot sem á ár-
um áður varð hvað
frægust fyrir að afhjúpa
líkama sinn hefur nú einnig
afhjúpað sinn innri mann í ný-
útkominni opinskárri ævisögu.
í bókinni segir hún m.a. frá
fóstureyðingu á eldhúsborði
sem hún fékk í Sviss 16 ára
gömul - þegar hennar strangi
faðir hélt að hún væri ennþá
hrein mey - ásamt þó nokkr-
um sjálfsmorðstilraunum, til-
fmningaríkum og átakamikl-
um ástarsamböndum við
marga mismunandi fræga
menn og ekki svo fallegum
yfírlýsingum um aðra. Um
franska kvikmyndaleikarann
Alain Delon segir Bardot m.a.:
„Alain er fallegur. En það er
14. aldar Lúðvíks 14. komm-
óðan mín líka. Og það er álíka
spennandi að spjalla við
kommóðuna og Alain. Það ger-
ist ekkert í þessu fallega and-
liti eða augum sem getur lokk-
að mann“.
Vestrænir karlmenn ólust
upp við það að Bardot væri eitt
mesta kyntákn sem þá fyrir-
fannst. Chirac Frakklandsfor-
seti viðurkenndi einhverju
sinni að hann hefði lagt á sig
að hjóla 130 km til að sjá
Bardot í bíó. Önnur fræg film-
stjarna, Jane Fonda, hefur
kallað Birgitte Bardot mikils-
verðan femínista. í kvikmynd-
um fyrir Bardot hafi karlar
valið sér konur og kastað þeim
eftir eigin höfði. Birgitta hafi
orðið fyrst fílmstjarnanna til
þess að bjóða mönnum upp í
til sín og síðan henda þeim út
þegar hún varð þreytt á þeim.
Bardot upplýsir í bókinni að
líkt og ímyndin sem hún skóp,
hafi hún alla tíð verið upptekin
af karlmönnum og átt ótal-
marga fræga ástmenn. Og hún
varð ævinlega ástfangin af
mótleikurum sínum strax í
fyrstu ástarsenunni. „Ég lék
engin hlutverk í þessum
myndum, ég lifði þau. Þess
vegna varð ég aldrei sviðsleik-
kona“. Ástin stóð þó oftast
stutt. „Og eftir að ástin gufar
upp sé ég þann mann ekki
meir.“
Bardot á ekki góðar æsku-
minningar. Faðirinn var íjáður
betri borgari sem reyndi að
ala dóttur sína upp í guðsótta
og góðum siðum. „Þetta gera
góðar stúlkur ekki,“ fékk hún
oft að heyra. Eigi að síðúr var
hún strax 14 ára orðin módel
fyrir hið fræga tískublað Elle -
og þar lá hættan í leyni. Að-
stoðarljósmyndarinn var
nefnilega Roger Vadim sem
varð hennar fyrsta stóra ást og
síðar eiginmaður - því faðir
hennar bannaði að hún giftist
fyrr en 18 ára - og sá sem
gerði hana að stjörnu með
kvikmyndinni „Guð skapaði
konuna“.
ímyndúnarafl pabba gamla
var heldur ekki meira en svo
að hann hélt að dóttirin héldi
meydómnum, svo fremi sem
honum tækist að passa upp á
að hún kæmi alltaf heim
fyrir miðnætti. Þegar
það mistókst einu
sinni beið pabbi
gamli í garðinum
og gerði sér lítið
fyrir, lagði 16 ára
dóttur sína á hné
sér, lyfti upp um
hana pilsinu og
flengdi
hana, að fylgdarsveininum
áhorfandi, enda finnur hún
ennþá fyrir skömminni þótt
nærri hálf öld sé liðin. Sitt eina
barn, soninn Nicolas, átti Birg-
itte með öðrum eiginmanni
sínum af alls íjórum. Og hún
viðurkennir að hafa hreint
ekki verið góð móðir. Hún við-
urkennir sömuleiðis að hafa
verið alkóhólisti um árabil og
drukkið þá 2 kampavínsflösk-
ur og 3 rauðvínsflöskur á dag.
„En þetta er löngu hðin tíð“,
segir hún. Bókin endar sama
ár og hún kveður kvikmynd-
irnar 1973, þannig að dýra-
verndunarskeiðið í ævi hennar
er efni í nýja bók.
„Sannleikann og ekkert nema sannleikann", segir Birgitte Bardot hafa
verið mottóið við samningu ævisögunnar.
Ctótcvdjftð
Teitur Þorkelsson
skrifar
Að ná
ástum
jóðtrú allra landa hefur
að geyma ýmis ráð fyrir
ástfangið fólk sem vill ná
ástum annarrar manneskju. í
Afríku hafa frumstæðir þjóð-
flokkar tröllatrú á fflssæði.
Menn eiga að leita uppi ffla í
kynmökum og hræða karlfílinn
rétt áður en liann fær sáðlát,
svo það sprautist eitthvað ann-
að en á sinn stað. Síðan á mað-
ur að ná sæðinu og koma því á
líkama eða föt þeirrar heittelsk-
uðu eða þess heittelskaða og ná
þannig ástum.
Þessi aðferð er víst ekki al-
veg hættulaus og af skiljanleg-
um ástæðum hefur hún ekki
verið notuð hérna á landinu
bláa. En menn hafa ekki dáið
ráðalausir fyrir því. Samkvæmt
íslenskri þjóðtrú er ein áhrifa-
ríkasta aðferð karlmanns til að
ná ástum stúlku að koma sæði
sínu í mat hennar, enda hafa
menn lengi haft trú á mætti
þess. Stúlkur áttu hins vegar að
koma tíðablóði sínu ofan í karl-
mann í mat eða með
einhverjum öðrum hætti. Þann-
ig segir til dæmis frá því að
stúlka nokkur hafi bakað brauð
og hnoðað blóðinu í deigið. Hún
gaf það síðan manni, en hann
gaf hundi það í misgripum.
Hundurinn tolldi víst hvergi eft-
ir það nema hjá konunni.
Hversu margir fara eftir
þjóðtrúnni á íslandi í dag veit
ég ekki en næst þegar ykkur er
boðið í mat gæti borgað sig að
hugsa sig tvisvar um.
Bardot mun enn halda sínu mjóa mitti og stinnu rasskinnum en andlitið
ber vissulega orðið merki um öll hennar 62 æviár.
Akureyringar -
Eyfir&ingar
- Frd 1. október verða sorphaugarnir d
Glerdrdal opnir sem hér segir:
Alla virka daga kl. 8.00 til 18.00.
Laugardaga kl. 10.00 til 16.00.
Utan ofangreinds tíma er
öll sorplosun þar
stranglega hönnuð.
SORPEYÐING
EYJAFJARÐAR BS
70 dra
22. septemder 1996
Ættirigar og vinir vítt og Sreitt.
Öíí jnð sem gáfuð mér gieði og Cjós
gamaCíi ítonu á merkisdegi
ykkur eg þakka híýju og hrós
hamingjan prýði ykkar vegi.
Samferðamenn á sömu hraut
sjdið nú hvemig ttminn æðir.
Megið þið ganga í gíeði og þraut
götuna þar sem íjósið fCœðir.
Ingibjörcfj QnúpufeíCi