Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 4
4 - Fimmtudagur 17. október 1996 ÍOítgur-Œuramt F R É T T I R Flæmingjagrunn Flugleidir Guðbjörg ÍS með 1.6001. frá því í mars Guðbjörg ÍS; Hefur getað veítt á dýpra vatni, eða allt að 380 föðmum, í norðvesturlwrni Flœmingagrunns. Aflabrögð frystitogar- ans Guðbjargar ÍS-46 frá ísafirði á Flæm- ingjagrunni hafa verið mjög góð frá því að veiðar hófust þar vestra í marsmánuði, eða fyrir hartnær 7 mánuðuðum síðan. Aflinn á þessum tíma er orðinn um 1.600 tonn og aflaverðmæti um 305 milljónir króna, sem ætti að vera gott innlegg þegar og ef kemur að úthlutun á kvóta á þessu hafsvæði. Togarinn hefur vegna stærðar getað fiskað á dýpra vatni, eða niður á 380 faðma norðvestur í Flæmingja- grunni þar sem engir höfðu áð- ur reynt fyrir sér og þannig komist að nokkru hjá veiðum á skelveikri rækju, þ.e. rækju sem er að fara úr skelinni, sem á sér stað árlega. Meðalverð í ágúst var 214 kr/kg sem er hæsta meðalverð sem fengist hefur um allangan tíma, en meðalverð skipsins hefur mest farið niður í 200 kr/kg. Á sama tíma voru mörg önnur íslensk skip að fá 120 - 130 kr/kg vegna þess að stór hluti aflans var smárækja. Nú fengist e.t.v. ekki nema 50 kr/kg fyrir smárækjuna. Besta verðið fæst fyrir rækju veidda á vetr- armánuðunum en þá eru einnig veður oft válynd á þessum slóð- um og þessar veiðar ekki á færi nema stærstu og best útbúnu skipanna. Guðbjörg ÍS hefur landað að jafnaði mánaðarlega í Argencia á Nýfundnlandi og aflaverð- mæti að jafnaði um 50 milljónir króna, mest tæpar 60 milljónir króna, en meðalstærðin er 190 - 200 kr/kg á iðnaðarrækjunni. Hún hefur farið til vinnsfu víða, m.a. til Strýtu hf. á Akureyri, Frosta hf. á Súðavík og tveir farmar til Noregs en ekki varð framhald á því vegna þess að norski markaðurinn mettaðist vegna framboðs af hráefni frá Rússum og verðið hríðféll. Tog- arinn landar þar í dag um 200 tonnum og aflaverðmæti 36 milljónir króna eftir 30 daga og er það lakasta sem fengist hef- ur í úthaldinu. Guðbjörg ÍS verður a.m.k. einn túr enn á Flæmingjagrunni, kemur þá heim. íslenskum togurum á Flæm- ingjagrunni hefur fækkað mjög að undanförnu, þar eru 10 - 12 skip nú. GG Ný þota verður keypt að ári Flugleiðir hyggjast kaupa tvær nýjar Boeing 757-200 þot- ur á næstu árum og verður sú fyrri afhent í nóvember á næsta ári. Fyrstu átta mán- uði ársins hagnaðist félagið um rúman hálfan miljarð króna. Astjórnarfundi Flugleiða í gær var einnig samþykkt að stefna skuli að því að selja og leigja aftur af kaupend- um eina af eldri Boeing 757 þotum fyrirtækisins á þessu ári. Með þessu leysir félagið til sín töluverða „dulda eign“ í flugvél- inni, eins og það er orðað í frétt frá félaginu. En markaðsverð Boeing 757-200 flugvéla er töluvert hærra en bókfært verð en verðmæti nýrra véla af þess- ari tegund er um 3,5 miljarðar króna. Samkvæmt reikningsskilum fyrir fyrstu átta mánuði ársins var hagnaður af reglulegri starfsemi um 502 miljónir króna á móti 579 miljónum króna á sama tíma í fyrra. Mis- munurinn er sagður stafa af hækkun eldisneytisverðs. Heild- arniðurstaða rekstrarreiknings sýnir hagnað uppá 539 miljónir króna á móti 951 miljón króna á sama tíma í fyrra. Fyrir utan hækkun eldsneytisverðs stafar þessi munur m.a. af því að nú var ekki til að dreifa söluhagn- aði af flugvél eins og í fyrra. -grh Hafnarfjörður Gjaldþrota miðbær Um leið og heimildin til nauðasamninga dettur niður þá detta inn kröfur og beiðnir um gjaldþrot. Pað mun gerast á næstu dögum,“ sagði Viðar Halldórsson fram- kvæmdastjóri Miðbæjarfram- kvæmda hf. í Hafnarfirði. Fyrir- tækið byggði af stórhug hinn nýja miðbæ bæjarins, en viður- kennir nú uppgjöf. „Þetta er auðvitað sárt, en þetta hefur verið erfltt allt frá „týnda árinu“ hérna í Hafnar- firði. Hluti af vandanum hjá okkur er semsagt pólitíkin," sagði Viðar. -JBP Ferðamenn Irakkar 1‘ruinlegir í vali gististaða Gistinætur útlendinga hér á landi voru um 815.600 eða rúmlega 14% fleiri 1995 en árið áður og fjölgaði því miklu meira en ferðamönnunum sjálfum. Alls voru seldar um 1.270 gistinætur hérlendis á síðasta ári samkvæmt Gistiskýrslum 1995 frá Hagstof- unni. Þar af áttu íslendingar sjálfir um 36% - heldur lægra hlutfall (29%) á hótelum og gistiheimilum, sáta lítið á far- fuglaheimilum, en á bilinu 50- 60% á heimagististöðum, svefn- pokaplássi, tjaldstæðum og há- lendisskálum. Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum íjölgaði um 9% milli 1994 og 1995. Meðalnýt- ing þessara staða er samt, í öll- um mánuðum ársins, mun lak- ari (20-70%) á árunum 1991-95 heldur en næstu fimm árin þar Á undan (26-72%). Ástæðan er gífurleg fjölgun gististaða. T.d. hefur gistiherbergjum fjölgað úr rúmlega 1.300 í tæplega 3.000 á undanförnum áratug, eða um 120%, á gististöðum sem opnir eru allt árið. Þar af varð um 7% ijölgun 1995. Alls gisti fólk rúmlega 840 þúsund nætur á þessum stöðum í fyrra og þar af voru útlendingar rúmlega 70%. Erlendir ferða- menn gistu hér að jafnaði um 4,6 nætur hver á síðasta ári. Gistinóttum útlendinga fjölgaði þá töluvert meira en ferða- mönnunum, þar sem ferða- mönnum sem dvelja að jafnaði lengur fjölgaði milli ára. Tölu- verður árangur virðist líka hafa náðst í lengingu ferðamanna- tímans, þar sem hótelgestir voru 22% fleiri janúar og 16% fleiri í október og nóvember en árið áður. Heimagististaðir, sem öll gisting á einkaheimilum bæði í bæjum og sveitum flokk- ast nú undir, voru 157 á síðasta ári, með samtals 2.170 rúmum. Gistinætur í heimagistingu utan höfuðborgarsvæðisins eru áætl- aðar um 68.000 í fyrra. lllutfall erlendra gesta var tæpur helm- ingur, en mjög misjafnt eftir landssvæðum, frá 65% á Suður- landi en aðeins 15% á Vest- fjörðum. Gistinætur á 30 farfugla- heimilum töldust um 37.800 og fjölgaði um 9% milli ára. Út- lendingar voru 83% allra gest- anna. Gistinætur á tjaldsvæðum og skálum eru áætlaðar rúm- lega 264 þúsund og skiptust Þott hotelgestum hafi fjölgað verulega hefur hótelum og gistiheimilum fjölgað enn hraðar, eða yfir 100% á ára- tug. Með minni gististöðunum töldust í fyrsta sinn í fyrra um 180 herbergi á 15 stöðum sem áður flokkuðust sem sveitagisting. þær nokkuð jafnt á milli útlend- inga og heimamanna. Þar af voru um 15% á hálendi, í skál- um og á tjaldstæðum. Val útlendinga á gististöðum var mjög mismunandi eftir þjóðerni, en þrír af hverjum fjórum þeirra gistu á hótelum og gistiheimilum. Þannig völdu um 90% Norðurlandabúa hótel og gistiheimili og Iang oftast á höfuðborgarsvæðinu og svipað á við um Bandaríkjamenn og Japani. Aðrir Evrópubúar ferð- uðust aftur á móti víðar um landið og nýtu sér fjölbreyttari gistimáta. Til dæmis voru 75% gistinátta Frakka á Iandsbyggð- inni og nærri helmingurinn á annars konar gististöðum en hótelum og gistiheimilum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.