Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 8
8 - Fimmtudagur 17. október 1996 Ælagur-©mntn PJÓÐMÁL JDagur- Itmmw Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Flafstein Aöstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Lof sé landlækni í fyrsta lagi Loksins loksins - ofnotuð orð við ýmis tækifæri - en nú má. Vímuefnavandinn er ekki vímuefna- vandi heldur samfélagsvandi. Pess vegna er for- varnarkjaftæðið ekki annað en það: kjaftæði til að friða samvisku ráðlausra og dáðlausra. f viðtali við Dag-Tímann segir landlæknir: „Menn virðast sam- mála um, og éta það hver eftir öðrum, að höfuðat- riðið sé að kenna unglingum að segja nei“. Fræðsla fræðsla: ALLIR vita að tóbak drepur en þriðji hver maður reykir. Fræðsla fræðsla: ALLIR vita að drykkjuvenjur landsmanna eru hættulegar en ekki minnkar drykkjan. Fræðsla fræðsla: Hvar er sá unglingur sem ekki veit að amfetamín í æð er lífshættulegt og hass gerir menn ruglaða? Samt... Fólk misbýður sjálfu sér þegar því er misboðið. Þeir sem ánetjast fíkniefnum gera það ekki vegna fíkniefnanna heldur vegna félagslegra aðstæðna í samspili við bágan persónulegan hag. Sem sagt: Fíkniefnavandinn er ekki einangrað vandamál heldur vandmál samfélágsins. Þar fór í verra. Það er svo dýrt og erfitt að bregðast við því. Einfaldara að byggja hæli og æpa „forvarnir". í þriðja lagi Alltaf verða einstaklingar sem munu leita á náðir vímu til að flýja vandamál. En staðreyndin er að þeim fjölgar og fleirum er hætt þegar fara saman áhættuþættir eins og lág laun, langur vinnutími eða alls enginn, lítil menntun og fjöskyldulíf í rúst. Hvað kemur þá í ljós? Þvert á ríkjandi hugmynda- fræði síðari ára sannast að félagslegt velferðar- kerfi þarf að vera gott! Það borgar sig fyrir alla að þeir aumustu hafi það gott. Stefán Jón Hafstein. \_______________________________________________________) Sp 9. n rfj Uló Er það rétt stefna hjá menntamálaráðherra að listaviðburðir séu kostaðir í auknum mæli af fyrirtækjum? Runólfur Birgir Leifsson framkvœmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands Þessi styrkir hafa kom- ið sér vel og gert okk- ur kleift að halda uppi fjölbreyttari starfsemi en ella. Við höfum reynt að fá stærri styrktaraðila m.a. í samvinnu við markaðsráð- gjafa en það hefur borið takmarkaðan árangur. Ég tel því að fyrirtæki geti aldrei komið inn í rekstur listfyritækja nema að tak- mörkuðu leyti. Guðbergur Bergsson rithöfundur Nei, það held ég ekki. Það er vegna þess að ríkið er yfirleitt miklu hlutlausara en fyrir- tæki og ég held að höfund- um finnist vera meira nið- urlægjandi að fara til fyrir- tækja en leita til ríkisins. Ástæðan er að ríkið er meira óhlutbundið og abst- rakt en fyrirtæki tengjast yfirleitt forstjórum. Lista- menn eru yfirleitt sínir eigin forstjórar og þeir kunna illa við að leita náðar annarra forstjóra sem eru yfir þeim. ♦ Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður (D) og formaöur menntamálanefndar Já. Ráðherra leggur áherslu á að það sé vert að skoða þessi mái frekar og veita þá frekari skattaívilnanir. Hann bendir á að það gæti e.t.v. orðið til þess að meiri fjármunir færu í menningarlífið sem mögulega yki enn frekar metnað og grósku í listalíf- inu. Svavar Gestsson alþingismaður (G) og fyrrverandi menntamálaráðherra Ja, þetta er gömul til- laga frá mér og ég er að sjálfsögðu ánægður með að Björn skuli taka hana upp. Ég vil þó ekki að hún verði til þess að draga úr framlögum ríkisins held- ur til að auka framlög fyrir- tækja vegna skattafríðinda. Þetta gafst mjög vel í Ástral- íu þar sem menn tóku upp svona frádrætti vegna kvik- myndanna og þar varð bylt- ing í kvikmyndagerð á skömmum tíma. 1 1 5 Wfl UWí^ Stjórnar Davíð líka umrœðunum á Krataþinginu? „Ég held að Davíð sé í raun búinn að leggja línurnar um hvað við jafnaðarmenn munum ræða á ílokksþingi Alþýðuflokksins. Það liggur í augum uppi að allt það sem hann bannaði umræður um á sínu þingi verður þungamiðjan í umræðum á flokksþingi Alþýðu- flokksins," - sagði Tryggvi Harðarson í Alþýðublaðinu. Bara 0,1% eflir af krónunni „Hérlendis hefur verðlag þúsund- faldast á sjö áratugum, gróft reikn- að, miðað við verðlag í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem þýðir að ís- lensk króna hefur rýrnað um 99,9% að verðgildi samanborið við hinar Norðurlandakrónurnar," - sagði Kolbeinn Kolbeins í „Uppskrift að óðaverðbólgu“ í DV Góðir reddarar.... „íslendingar eru útsjónarsamir og úthaldsgóðir. Sem dæmi um þetta get ég nefnt íslenska bflstjóra í fyrrum Júgóslavíu. Þegar kollegar þeirra héldu kyrru fyrir í biluðum bflum á fjallvegum, þá liti íslend- ingarnir svo á að vandamálin væru til að leysa þau og það gerðu þeir.“ - Guðjón Magnússon fyrrum form. Rauða krossins í Mbl. Upplýsingar að gera út af við fólk „Á meðal skuggahliða upplýsinga- flæðisins má nefna tímasóun, að ákvarðanataka dregst á landinn, spenna eykst og sumir röktu veik- indi til of mikils upplýsingastreym- is.“ - Haft eftir Dawid Lervis sálfræðingi í Morgunblaðinu. Litlir fiskar soðnir Hreint er það aðdáunarvert hve vel Sjálfstæðisflokkurinn lætur að stjórn. Hann er eins og risastór sinfóníuhljómsveit, sem fylgist vel með stjórnanda sínum og hlýðir skipunum hans eftir bestu getu. Slái einhver falsk- an tón, er hann yfirgnæfður af þeim mikla styrk sem súpergrúppan og rótar- arnir Ijá stjórnanda sínum. Hljómkviðan, sem gefið var heitið 32. landsfundur, var svo vel samin að flutn- ingurinn í Laugardalshöllinni var nær hnökralaus, þótt ekki væri þar allt af setningi slegið, fremur en meðal hirð- manna Goðmundar á Glæsivöllum, sæll- ar minningar. Uppfærslu landsfundar var frestað um ár vegna þess að for- maðurinn átti eitthvað erfitt með að ákveða hvort hann vildi sitja í nyrðri eða syðri skrifstofunni í gamla Múrnum við Lækjartorg. Þegar svo var sýnt að annar myndi njóta hæginda í norður- stofunni, var forsetakontórinn íluttur suður á Sóleyjargötu, en Davíð formað- ur lagði undir sig norðurenda Múrsins og er nú einráður í hinu forna tugthúsi. Frábær stjórnandi Hann er einnig einræðisherra í flokki sínum og fer stjórnin þar síst verr úr hendi en landsstjórnin og einræðið í borgarstjórninni, þegar réttur maður og réttur flokkur réðu þar för. Davíð Odds- son er vafalaust hæfileikaríkasti stjórn- andi okkar tíma og lætur fáum eða eng- um mönnum betur að fara með vald. Að stjórna ríki er eins og að sjóða litla fiska, sagði kínversk- ur spekingur. Þetta þykja mikii vísdóms- orð, þótt enginn geti útskýrt í hverju snilldin felst. En só litið til Davíðs formanns, liggur spekin ljós fyrir. Þegar óróa gætir í liði hans, stingur hann smáíiskunum í pottinn og velgir undir þeim og allt fellur í ljúfa löð í ríkjum formannsins. Og smáfiskarnir vitna hver af öðrum að það hafi aldrei verið meiningin að rugga bátnum eða vera með uppsteit í landsfundarbandinu sem skemmti í höllinni um helgina. Svona kunna formennirnir í Kína og á íslandi vel að stjórna ríkjum sínum. Kátt í höllinni Mikið var rætt og ritað um landsfundinn áður en hann var haldinn og miklar væntingar bundnar við prógrammið, sem samið var í femínískum anda. Kvótakerfið og viðkvæm utanríkismál- efni áttu að breyta ásýnd Sjálfstæðis- flokksins með áður óþekktum andlits- lyftingum. Fjölmiðlar birtu fréttir í ofvæni af tímamótunum og skildu ekki þá og skilja ekki enn að það skeði ekkert annað en það að snerpt var undir nokkrum smá- fiskum, sem hóldu að leyfilegt væri að hleypa sér í stuð og sprikla dálítið eftir eigin nótum. Sjálfstæðisflokkurinn er stjórnlynd samtök sem vilja sterkan foringja og íhaldssama stýringu, en stefnan er óljós. Formaður sem hvorki getur haldið flokki né ríkisstjórn saman er óhæfur, eins og sannaðist á Þorsteini, sem missti bæði flokk og ríki úr höndum sér. Hann lærði aldrei að sjóða litla fiska. Menn geta hugsað og sagt hvað þeim sýnist um Davíð og Sjálfstæðisflokkinn, en það er jafnvíst að hvorugur getur án hins verið og að stjórnin á annars sund- urleitum flokki er snilldarleg. Landsfundurinn markar þau einu spor að staðfesta að íhaldið er íhald og að foringjadýrkunin er komin á það stig að jafnvel framsóknarmenn geta farið að sjá ofsjónum yfir velgengni andstæð- inga sinna á því sviði. Og Davíð Oddsson er verðugur for- ingi sem á sér enga andstæðinga í liðs- safnaði sínum, af þvi að hann kann að sjóða litla fiska eins og formennirnir í Kína. Galakonsertinum í höllinni lauk með „grand finale“, þegar formaðurinn var blessaður með sovéskri kosningu og vegferðin heldur áfram í gömlu, góðu hjólförunum, á meðan fréttaskýrendur og pólitískir spámenn velta fyrir sér um hvað allt „sjóið“ snérist. En eins og ann- að ævintýri endaði þetta með glöðum söng: „Og þá var kátt i höllinni, höllinni, höllinni...." OÓ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.