Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 5
|Dagur-®íxtróm Fimmtudagur 17. október 1996 - 5' Orkumál - Verslun Hækkar eldavélataxtinn ef álrafmagnið lækkar? Búðum í þétt- býli mun fækka um helming yy Getur þurft sérstakar ráð stafanir til að vernda smá- notendur gegn því að byrð- ar sem stómotendur létta af sér með samkeppni verði lagðar á þá. (( Orkunefnd iðnaðar- ráðherra leggur til aðskilnað á vinnslu, flutningi, dreifingu og sölu á rafmagni. Til að skapa forsendur til samkeppni í viðskiptum með raforku er heppileg- ast að endurskipuleggja raf- orkubúskapinn á núverandi grunni með markaðssjónarmið að leiðarljósi í vinnslu og sölu raforku, að mati nefndar þeirrar sem iðnaðarráðherra skipaði í apríl s.l. til að undir- búa endurskoðun orkulaganna. í því sambandi er m.a. gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Vinnsla raf- magns, flutning- ur þess, dreifing og sala verði að- skilin. Sjálfstætt fyr- irtæki, Landsnet, sjái um megin- flutningskerfi raforku. Fyrir- tækinu verði fal- in ábyrgð á rekstri kerfisins, áætlunargerð, álagsstýringu og gæðum rafork- unnar. Vinnsla raforku verði gefin frjáls í áföngum og til að stuðla að virkri samkeppni telur nefndin mikilvægt að raforkan verði flutt um Landsnetið. Kaup og sala raforku verði sömuleiðis frjáis á grundvelb al- mennra skilyrða og að einka- leyil rafveitna til raforkusölu á tilteknum svæðum verði afnum- in. f frjálsri raforkusölu felst að dreifiveitum verður gert skylt að flytja orku fyrir sjálfstæða orku- kaupmenn samkvæmt gjaldskrá sem hyglir ekki samkeppnissviði dreifiveitna. Að smám saman muni myndast markaður fyrir raforku telur nefndin næsta víst, þótt slíkt gerist ekki á einni nóttu. Samkeppnin mundi væntanlega koma fyrst og fremst stærri fyrirtækjum til góða til að byrja með. Sam- keppni í sölu til smárra notenda Kaupmannasamtökin Öryrkjar Tékkamisferli ennþá alvarlegt vandamál 252 íbúðir fyrir lottópeninga Frá því byrjað var að spila í lottóinu árið 1987 hefur Hússjóður Öryrkjabanda- lagsins keypt eða byggt alls 252 íbúðir og greitt upp eldri skuld- ur sjóðsins. í síðasta tbl. fréttablaðs Ör- yrkjabandalagsins kemur einnig fram að þessar íbúðir eru í öllum landshlutum en þó flestar á höfuðborgarsvæðinu. Alls búa í þessum íbúðum um 800 manns með hinar ýmsu fatlanir, en þroskaheftir eru þar íjölmennastir og því næst geð- fatlaðir. -grh Kaupmenn vilja ekki lengur sitja uppi með tékka- áhættuna. Framvísun debetkorts með mynd verður innan skamms skilyrði fyrir inn- lausn allra tékka í verslunum, þ.e.a.s. ef Kaupmannasamtökin fá banka og sparisjóði til að fallast á kröfur sínar í þessu efni. „Tékkamisferli er enn al- varlegt vandamál enda þótt tékkaviðskipti hafi minnkað eft- ir upptöku debetkorta," segir í Fréttapósti Kaupmannasamtak- anna. „Versluninn vill ekki lengur taka á sig áhættu vegna mót öku tékka og telur að sú ábyrgð hljóii að hvfla á herðum banka og sparisjóða, sem af- henda viðskiptavinum sínum tékka.“ Það valdi hins vegar erfið- leikum að tékkareikningseig- endur hafi ekki afiir debetkort með mynd undir höndum. Að frumkvæði Félags sérvörukaup- manna hafa Kaupmannasam- tök íslands þess vegna beint því til sambanda sparisjóða og við- skiptabankanna að sem fyrst, og ekki síðar en 1. mars 1997, verði framvísun debetkorta með mynd skilyrði fyrir inn- lausn allra tékka. fyrirtæki til sölu Til sölu er bifreiðaumboð og þjónustufyrirtæki í fullum rekstri, ásamt vel staðsettu og góðu hús- næði. Stærð húsnæðisins er samtals um 320 fm. Upplýsingar gefur Fasteignasalan Eignakjör, Skipagötu 16, Akureyri, sími 462 6441. rASTít 'íNASALAN .. EIGilA KJOR sé t.d. vart byrjuð í þeim lönd- um sem lengst eru komin í end- urskipulagi raforkukerfisins. „Meðan svo er getur þurft sér- stakar ráðstafanir til að vernda smánotendur gegn því að byrð- ar sem stórnotendur létta af sér með samkeppninni verði lagðar á þá“, segir í skýrslunni. Samfara þessum breytingum telur nefndin óhjákvæmilegt að starfsumhverfl orkufyrirtækj- anna breytist verulega: Jafna yrði starfsskilyrði fyrir- tækjanna. Virk samkeppni í raf- orkuvinnslu leiði m.a. til þess að fjáríéstar geri aidcnar kröfur um arð. Enda hnígi sterk rök að því að einkafjármagn komi inn í raforkugeirann og eignarhald orkuveranna því breytast. í framtíðinni kunni að vera skynsamlegt að afla einkaíjár- magns til að fjármagns ný stór- verkefni. í bréfi sínu til ráð- herra lýsa nefndarmenn sig sammála um meginlínur í fram- tíðarskipan orkumála þótt áherslumunur sé á milli þeirra um útfærsluatriði. Pétur Sveinbjarnarson hjá Þróunarfélagi Reykjavíkur talar um byltingu í verslun á interneti og í sjónvarpi. „Þótt mikil breyting hafi orð- ið á verslunar- og viðskiptahátt- um síðustu einn til tvo áratugi er framundan ekki aðeins breyting, heldur bylting í versl- un,“ segir Pétur Sveinbjarnar- son framkvæmdastjóri Þróun- arfélags Reykjavíkur. Hann segir að með upplýs- ingahraðbrautinni muni versl- un færast í vaxandi mæli á internetið, í sjónvarpið og vöru- lista. Færa megi rök að því að innan 5 til 10 ára verði allt að helmingur núverandi verslana í þéttbýli hættar störfum. f Kvosinni í Reykjavík hefur verslunum fækkað að meðaltali um 5 til 6 á ári um nokkurt árabil og eru nú 67 talsins. í miðborginni allri eru 372 versl- anir, þar af 173 við Laugaveg og Bankastræti, eða réttur helmingur verslana í borginni. -JBP Viðtalstími samgönguráðherra á Akureyri Samgönguráðherra, Halldór Blön- dal, verður með viðtalstíma í Kaup- angi miðvikudaginn 23. október frá kl. 10.00-12.00 og 13.30- 16.30. Skráning í síma 462 3557 fyrir há- degi og 462 1 500, 462 1504 eftir hádegi. Samgönguráðuneytið. HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK STJÓRNSÝSLA Innflúensubólusetning á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykja- vík, Heilsugæslustöðvar Seltjarnarness og sjálfstætt starfandi heimilislækna. Um þessar mundir er að hefjast bólusetning gegn inflúensu á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslu- stöðvarinnar á Seltjarnarnesi og sjálfstætt starfandi heimilis- lækna. Samkvæmt upplýsingum landlæknis er öldruðum, hjarta- og lungnasjúklingum og fólki með skert ónæmiskerfi sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Bólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðvun- um í Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Stöðvarnar eru: Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102, sími 567 1500, Heilsugæslustöð Grafan/ogs, Hverafold 1-3, sími 587 1060, Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, sími 567 0200, Heilsugæslustöðin í Mjódd, Þönglabakka 6, sími 567 0440, Heilsugæslustöðin í Fossvogi, Sjúkrahúsi Reykjav., sími 525 1770, Heilsugæslan Lágmúla 4, sími 568 8550, Heilsugæslustöð Hlíðarsvæðis, Drápuhlíð 14, sími 562 2320, Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, sími 562 5070, Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi, Suðurströnd, sími 561 2070. Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík þessar bólusetningar. 15. október 1996. Heilsugæslan í Reykjavík. Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.