Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 11
^Dagur-ÍEmrám Fimmtudagur 17. október 1996 -11 B / L A R Heimsviðburðiir í bílaheiminum Bflasýningin í París stóð yf- ir nú í október og Dagur- Tíminn lét sig að sjálf- sögðu ekki vanta á staðinn. Alltaf ferskur og flakkandi, til- búinn að þjóna lesendum sínum enda lifir Dagur-Tíminn fyrir þá, ekki öfugt. Bílasýningin í París eða „Mondial de L’Automobile“ er sannarlega stórviðburður í bfla- heiminum, raunar væri réttara að kalla sýninguna heimsvið- burð í bflaheiminum. Sýningin er haldin annað hvert ár, þegar ártalið er heil tala. Sýningar- svæðið nær yfir nokkra ferkfló- metra og er langt frá því að einn dagur dugi til að fara yfir það allt eins og blaðamaður Dags-Tx'mans komst að raun um. Um það bil 1.000 fyrirtæki frá 34 þjóðlöndum sýna þar framleiðsluvörur sínar og skipta sýningargripirnir mörg- um þúsundum. Eðli málsins samkvæmt eru bflarnir fyrir- ferðamestir á sýrúngunni, en annars konar farartæki og sýn- ingargripir sem á einhvern hátt tengjast bflum skipta líka þús- undum. Segja má að Frakkland sé fæðingarstaður bflsins og er saga þessarar bflasýningar rak- in allt aftur til ársins 1898 en þá voru sýndir bflar frá 232 framleiðendum og höfðu allir bflarnir staðist þá prófraun að aka frá París til Versala og til baka aftur. Síðan þá hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og þyk- ir slíkt ferðalag h'til prófraun í dag. Pað er augljóst af sýning- unni að rafmagnsbflar eru í mikilli uppsveiflu og ijölmargar tegundir komnar á markað. Virðist vera töluvert líf í þessum geira bflaiðnaðarins í Frakk- landi. Aðallega eru þetta litlir bílar, en mjög fjölbreyttir. Sömuleiðis voru smábflar alls konar mjög áberandi, knúnir hefðbundnu eldsneyti. Það vakti athygli gestsins að þrátt fyrir alþjóðlegt yfirbragð sýningarinnar var oft á tíðum ekki mögulegt að fá bækhnga Séð yfir lítið brot af sýningarsvæðinu á bílasýningunni í París, Mondial de L’Automobile. Mynd: ohr Framúrstefnubílarnir voru ekki mjög áberandi á sýningunni en hér er einn frá Chrysler. Mynd: ohr hjá einstökum framleiðendum á öðru tungumáli en frönsku. Pað gat svo sem verið nógu slæmt, en hitt var öllu verra að ótrú- lega oft töluðu þeir sem voru að kynna framleiðsluvörur sínar ekkert annað tungumál en frönsku. Enska, þýska eða skandínavíska - hvað þá ís- lenska - hafði lítið að segja, en fleiri tungumál hafði blaðamað- ur Dags-Tímans hreinlega ekki á reiðum höndum. Þetta er e.t.v. dæmigert fyrir þjóðernis- kennd Frakka og gæti verið að stórum hluta skýringin á því hvers vegna Frakkar hafa átt jafn erfitt uppdráttar í alþjóða- viðskiptum og raun ber vitni. Pað er nógu eríitt að selja framleiðsluvörur í alþjóðasam- kepprn nútímans, hvað þá ef seljandinn er ófær um að kynna mögulegum kaupendum sölu- vörurnar vegna tungumálavan- kunnáttu. Sannarlega víti til að varast fyrir íslendinga. Hér verður gerð svolítil grein fyrir broti af því sem gaf að líta á Bílasýningunni í París. Um- íjöllunin er eðli málsins sam- kvæmt hvergi nærri tæmandi, en lesendur mega búast við að af og til verði íjallað um sýning- una í Degi-Tímanum á næst- unni. Internetáhugamenn geta nálgast heimasíðu sýningarinn- ar á veffanginu (urlinu): [http ://www.mondialdelautomo- bile.tm.fr]. -ohr BÍLL VIKUNNAR Öskubuska risin úr öskustónni Vafalítið var nýr bfll frá Skóda bfll Bflasýningar- innar í París, Skóda Okt- avía. Sannarlega mikil breyting frá gamla góða Skóda ljóta, eins og sagði í vísukorninu. Nú er tæpast hægt að yrkja lengur um Skóda ljóta eftir að Skódi Oktavía er kominn til sög- unnar, nema þá helst öfug- mælavísur, því Skódi Oktavía er hinn snotrasti bíll sem í útliti á fátt annað sameiginlegt með eldri gerðum en merkið og minnir t.d. miklu frekar á Alfa- Romeo en Skóda. Þó má rejmd- ar greina örlítinn ættarsvip á þessum í Húnavatnssýslunum, þ.e.a.s. ef Blönduóslögreglan hefði nokkurn möguleika á því að ná ökumanninum. Mercedes Benz um 1.000 kíló að þyngd, vél V-6, rúm- tak 2.499 rúmsentimetrar, skilar um 450 hestöflum og er hámarks- hraðinn 300 kílómetrar. Hröðunin úr 0 í 100 km. hraða er 3,5 sekúnd- ur en úr 0 í 200 km. hraða 9,5 sek- úndur sem teldist dágott úr 0 í 100 á mörgum aflmeiri fólksbílum. Mynd: ohr aftari helmingi bflsins. Framleiðsla á þessum bfl hófst í síðasta mánuði og er Oktavían framleidd í nýrri verk- smiðju Skóda í Mladá Boleslav. Að sögn forráðamanna Skóda er hún talin nútímalegasta bfla- verksmiðja veraldar en þeir eiga reyndar vart orð til að lýsa dásemdum verksmiðjunnar á öllum sviðum, hvort heldur það snertir tækni- eða umhverfis- mál. Skóda Oktavía er að hluta til hannaður í samstarfi Skóda og Volkswagen. Bfllinn er boðinn með tveimur bensínvélum og díselvél, með eða án túrbínu. Stærri bensínvélin er 1,8 lítra vél, 125 hestöfl en með henni á Oktavían að komast í 100 km hraða úr kyrrstöðu á 10,9 sek- úndum og er hámarkshraðinn sagður 201 km/klst. Meðal- eyðslan 8,6 lítrar á hundraðið. Minni vélin er 1,6 lítra, 75 hest- öfl, sama vél og í Felicia bflnum og á koma Oktavíunni í 100 km hraða úr kyrrstöðu á 14,6 sek- úndum. Hámarkshraðinn er 170 km/klst og eyðslan 7,9 lítr- ar á hundraðið. Öflugri 1,6 lítra vél verður boðin með Oktav- íunni á næsta ári. Sú verður 101 hestafl og skilar Oktavíunni úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 12,4 sekúndum, hámarkshrað- inn verður 187 km/klst og eyðslan sú sama og með hinni 1,6 lítra vélinni, eða 7,9 lítrar á hundraðið. Díselvélin er 1,9 lítra, annars Bíll sýningarinnar, Skódi Oktavía. Með Oktavíu er Skódinn risinn úr öskus- tónni. Bíll sem kemur óneitanlega á óvart. vegar með túrbínu en þá er vél- in 90 hestöfl og tekur 13,9 sek- úndur að komast í 100 km hraða úr kyrrstöðu en há- markshraðinn er 178 km/klst. Eyðslan er 5,2 lítrar á hundrað- ið. Án túrbínu skilar vélin hins- vegar 68 hestöflum en ekkert kemur fram í gögnum frá fram- leiðanda um hröðun og eyðslu. Enginn annar bflaframleið- andi á sýningunni státaði af annarri eins byltingu í útliti eins og Skódi með Oktavíunni. Það er bxiið að hvítþvo austan- tjaldssvipinn algerlega af bfln- um og segja má að Öskubuska hafi nú risið úr öskustónni. Sé þetta sú þróun sem má búast við hjá a-evrópskum bflafram- leiðendum á næstunni mega hirnr fara að vara sig. Skódi Oktavía mun ekki verða fáan- legur hérlendis fyrr en eftir áramót samkvæmt upplýsing- um frá Jöfri hf., sem er um- boðsaðili fyrir Skóda á íslandi. Ekki lá fyrir hvað bíllinn mun kosta hingað kominn. Skódi Oktavía, sér inn í hurðir og hliðar. Myndir: ohr Er þetta bíll eða skellinaðra? Far- artækið er allavega athyglisvert hvort sem það er. Lítið og nett en spurning hvort þetta hentar í októ- berrokunum hér norðan Atlants- hafsála. Mynd: ohr Skellinaðra eða bíll? Eitt af þeim farartækjum sem greip augað á sýn- ingunni var lítill bfll, hálf- gerð blanda af smábfl og skelli- nöðru sem kallast Funtech. Vél- in er 4,5 hestöfl, 50 rúmsenti- metrar og hámarkshraðinn 45 km. Funtech kostar 19.950 franka í Frakklandi eða um 260.000 krónur íslenskar, en eitthvað dýrara yrði tækið lík- lega hingað komið. Á farartæk- inu eru tvö burðarhjól að fram- an og eitt drifhjól að aftan, en auk þess eru nokkurs konar hjálpardekk sitt hvoru megin að aftan sem eiga að tryggja mjög mikinn stöðugleika ef marka má það sem framleiðandinn sagði, en hann fullyrti reyndar að það væri ómögulegt (im- possible) að velta farartækinu. Það er nú ekki selt dýrara en það er keypt. Nóg um það, sæti eru fyrir tvo og er apparatið framleitt í fjórum litun: rauðum, gulum, bláum og ijólubláum. Framleið- andinn hefur heilmikinn hug á að flytja Funtech til íslands og er að leita að innflytjanda á ís- landi ef einhver er áhugasamur um innflutning. -ohr

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.