Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 9
jDagur-(EmThm PJÓÐMÁL Fimmtudagur 17. október 1996 - 9 Hvemig biskup þurfum við? jffe Dr. HJalti ^ * Hugason Klcktor í guðfrædi skrifar Aprestastefnu í sumar gaf biskup íslands vísbend- ingu um hvenær vænta megi að hann láti af embætti. Ljóst er að skiptra skoðana gætir um tímasetningu hans í þessu efni. Ekki er síður rætt um hvort þessi yfirlýsing hafi verið tímabær miðað við þann langa aðdraganda sem starfs- lokin hafa. Um hvorugt þessara atriða verður rætt hér. Það sem mestu skiptir er sú staðreynd að biskupaskipti hafa verið boðuð nokkru fyrr en Iög ann- ars gera ráð fyrir. Hvernig bregst kirkjan við? Sú staða sem upp er komin kallar á viðbrögð innan kirkj- unnar. Kunna þau að verða með ýmsum hætti og beinast bæði í jákvæða og neikvæða átt. Skaðlegust verða viðbrögðin ef þau koma fram í ótímabærri og íangdreginni kosningabaráttu þar sem einstaklingar eða fylk- ingar takast á um embættið og þau völd - ímynduð eða raun- veruleg - sem því fylgja. Flokkadrættir af því tagi eru það sem íslenska þjóðkirkjan þarf síst á að halda í kjölfar at- burða sem gengið hafa yfir. Já- kvæðara 'yrði ef kirkjufólk not- aði tækifærið til að efna til markvissrar umræðu um eðli, hlutverk og möguleika biskups- embættisins. Þá umræðu má til dæmis hefja með spurningunni: Hvernig biskup þurfum við? Biskupsembættið hefur ekki verið skilgreint í eitt skipti fyrir öll í evangelísk-lútherskri embætt- isguðfræði kemur fram að emb- ætti kirkjunnar, þar á meðal biskupsembættið, séu stofnuð til að kenna fagnaðarerindið og úthluta sakramentunum. í játn- ingunni er einnig lögð áhersla á að vald eða hlutverk biskups felist í því að prédika fagnaðar- erindið, leysa og binda syndina og þjóna að sakramentunum. Embættisskilningur lúthersku kirkjunnar er því skýr hvað biskupsembættið áhrærir. Allir sem til þekkja vita þó að hrein og klár guðfræði ræður ekki alltaf ferðinni í lífi og starfi kirkjunnar. Má segja að guð- fræðin gegni því hlutverki að stilla upp markmiðum og hug- sjónum sem keppa má að. Starfshættir kirkjunnar mótast ekki síður af mun jarðlægari þáttum en guðfræðinni. Munar þar ekki síst um hefðir og venj- ur sem mótast hafa í aldanna rás, þær væntingar sem hver kynslóð ber í brjósti, þau við- fangsefni sem við er að glíma hverju sinni og þá útfærslu- möguleika sem bjóðast á hverjum tíma. „Skaðlegust verða viðbrögðin ef þau koma fram í ótímabœrri og langdreginni kosningabaráttu þar sem einstaklingar eða fylkingar takast á um embættið og þau völd - ímynduð eða raunveruleg - sem þvífylgja. “ Nokkrar biskupa- „týpur“ I aldanna rás hafa margar út- gáfur af evangelísk-lútherskum biskupum litið dagsins ljós og standa þær okkur allar til boða í framtíðinni. Skal hér getið fá- einna. Eftirhtsmaðurinn: í einvalds- rxkjum 17. og 18. aldar urðu biskupar víðs vegar milliliðir milli ríkisvaldsins annars vegar en prófasta og presta hins veg- ar. í kirkju sem vill vera tiltölu- lega frjáls gagnvart ríkisvaldinu á eftirlitsbiskupinn vart heima. Kirkjufurstinn: Hér á landi markar siðbreytingin um margt furðu lítil spor í þróun biskups- embættisins. Má segja að í höndum margra biskupa jafn- vel allt fram á þessa öld hafi embættið haldið öllum megin- dráttum miðaldahefðarinnar. Af þessum sökum hafa margir „Heiti ég á kirkju- fólk í landinu, lœrða menn og leika, að verja kom- andi vetri í agaða umrœðu um bisk- upsembœttið. “ biskupar beitt embætti sínu sem raunverulegri valdastöðu í kirkj- unni, komið fram sem kirkjufurstar sem deila og drottna og eru næsta nálægir og sýnilegir á öllum sviðum kirkjumál- anna. Stjórnandinn: Miðað við þá starfshætti og samskiptahefðir sem komist hafa á í flestum stofnunum nútímasamfélags má þó segja að kirkjufurstinn sé tímaskekkja eða nátttröll í samtímanum. Stjórnunarhefðir hafa breyst til lýðræðislegri átt- ar, einleikur hefur vikið fyrir samstarfi og hópvinnu. Við hlið kirkjufurstanna hafa því komið fram annars konar forystu- menn: Biskupar sem láta mót- ast af nútímalegum viðhorfiun til stjórnunar. Prédikarinn: Til eru biskupar sem hafa lagt ^áherslu á inn- hverfari hliðar biskupsembætt- isins. Þeir biskupar sem leggja áherslu á boðunarþáttinn byggja þar á hvað lengstri hefð. Guðfræðingurinn: Náskyldur prédikunar-biskupnum er hinn guðfræðilega þenkjandi biskup. Hann lætur sér annt. um faglega og fræðilega forystu í kirkjunni, en setur niðurstöður sínar fram með Qölbreyttara móti en pré- dikarinn. Hugmyndafræðingurinn: Með hugmyndafræðingnum er átt við þann biskup sem kostar kapps um að greina stöðu kirkju sinnar og skilgreina sam- band hennar við síbreytilegt umhverfi. Hann tjáir sig ekki einvörðungu um kirkjulega, guðfræðilegu umræðu, heldur einnig um samfélags- og menn- ingarmál á breiðum grundvelli. Hirðirinn: Þetta á við þann biskup sem leggur rækt við sál- gæsluhlið starfsins, en jafn- framt helgihaldið, tilbeiðsluna og hina andlegu, trúarlegu vídd sem í embættinu felst. Sérhver lesandi getur nefnt fjölmörg önnur dæmi um bisk- ups- „týpu“ sem hann eða hún telur eftirsóknarverða eins og vindar blása í íslenskri kirkju og íslensku samfélagi við lok 20. aldar. En skiptir biskupinn svo miklu máli? Biskupshlutverkið er íjölbreytt bæði í „teoríu“ og „praxís“. Mikilvægt hlýtur að vera að breið umræða fari fram um for- gangsröð löngu áður en tekið er að nefna nöfn á væntanlegum biskupskandídötum. Við meg- um ekki koma okkur hjá því að spyrja og umfram allt svara spurningum um hvort íslenska þjóðkirkjan þurfí á næstu árum og ef til vill áratugum á biskupi að halda sem leggur áherslu á stjórnunar- og skipulagsþátt starfsins, innri uppbyggingu kirkjunnar eða samband kirkj- unnar við fólkið í landinu. Allt þetta er brýnt eins og á stendur í kirkjunni. Svo hljótum við auðvitað að spyrja samvisku- spurningarinnar: En skiptir biskupinn svo miklu máli? Henni má svara bæði með nei- i og já-i. Enginn biskup eða bisk- ups-“týpa“ kemur til með að leysa upp á eigin spýtur þau margháttuðu viðfangsefni sem íslenska þjóðkirkjan mun standa frammi fyr- ir í nánustu fram- tíð. Vonandi kemur heldur enginn biskup til með að reyna shkt. Við þurfum ekki ein- leikara í farar- broddinn. Slíkt skyggir á eðli kirkj- unnar sem samfé- lags. Kirkjan mun einnig lifa með og lifa af misjafna biskupa í framtíðinni sem hing- að til. Á hinn bóginn er ljóst að um leið og íslenska þjóðkirkjan svarar spurningunni „Hvernig biskup þurfum við?“ skilgreinir hún sjálfa sig og lýsir því yfir hvað hún vill gefa fólkinu í landinu í framtíðinni. Af þess- um sökum heiti ég á kirkjufólk í landinu, lærða menn og leika, að verja komandi vetri í agaða umræðu um biskupsembættið, ekki sem einangraða valda- stöðu í kirkjunni, heldur sem tákn fyrir þá stefnu sem við vilj- um marka henni í framtíðinni. Um þá stefnu ríkir að öllum lík- indum meiri sátt en margan grunar, sátt sem okkur mun þó sjást yfir ef aðdragandi bisk- upskjörs hefst með ótímabæru hanaati ef til vill strax í haust. „Á hinn bóginn er Ijóst að um leið og íslenska þjóðkirkjan svarar spurningunni „Hvern- ig biskup þurfum við?“ skil- greinir hún sjálfa sig og lýsir því yfir hvað hún vill gefa fólkinu í landinu í framtíðinni. “

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.