Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Blaðsíða 4
4 - Priðjudagur 22. október 1996 ®agm-®mrám Átak gegn ofbeldi í sjónvarpi Umboðsmenn barna á Norðurlöndum af stað með aðgerðir gegn ofbeldismynd- um í sjónvarpi. Umboðsmenn barna á Norðurlöndum hafa ákvéðið að hefja sam- starf um aðgerðir sem stuðla að vernd barna fyrir upplýsingum og efni sem skaðað geta velferð þeirra. Þetta er í samræmi við 17. grein Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna þar sem kveð- ið er á um að aðildarríki hans skuiu móta viðeigandi leiðbein- ingarreglur um þetta efni. Að yfirlýsingum um þetta efni standa umboðsmenn barna í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Þórhildur Líndal, sem gegnir því starfi hérlendis. „Við höfum þungar áhyggjur af því hversu ofbeldi í mynd- nriðlum er orðið umfangsmikið. Því miður virðist það vera svo að stjórnmálamenn á norræn- um þjóðþingum líti þetta vandamál ekki nægilega alvar- legum augum. Við álítum að nauðsynlegt sé að setja lög gegn ofbeldisefni í myndmiðl- unum, en aðgerðir í hverju landi fyrir sig duga ekki. Skil- virk samvinna milli landanna er nauðsynleg til að hægt sé að skapa nægilega öílugan þrýsing á þá sem framleiða og senda út ofbeldisefni," segir í yfirlýsingu þessari. x -sbs. Norðurland Bíkarkeppni Nl. eystra Akveðið hefur verið að spila bikarkeppni Norð- urlands í bridge í tvennu lagi, þ.e. bikarkeppni Nl. eystra og vestra. Sigurvegarar spila síðan úrslitaleik eftir áramótin um titilinn Bikarmeistari Norð- urlands. Spiluð verður hrein útslátt- arkeppni, 40 spila leikir (4 10- spila lotur). Spilað er um silf- urstig. Þátttökutilkynningar berist í síðasta lagi kl. 20.00 miðvikudaginn 23. okt. til stjóma bridgefélaganna eða til Lögreglan Suinir öku- menn virðast ekki kunna á stefnuljósin Lögreglan í Kópavogi áminnti á dögunum 20 ökmnenn fyrir að vera með lélegan ljósabúnað á bílum sínum - afskipti voru höfð af 17 til viðbótar sem „annað hvort höfðu ekki nennt að gefa stefnuljós, - eða virtust ekki kunna á búnaðinn," eins og Kópavogslögreglan segir. Lögreglan á suðvesturhorn- inu var með viðbúnað dagana 7. til 11. október vegna ljósa- búnaðar ökutækja og þá kom þetta meðal annars í ljós. í höfuðborginni reyndust um 20% ökutækja meira og minna í ólagi, eða 46 af 233, en yfirleitt nægði að skipta um ljósaperur í þessum bflum. Af 156 öku- mönnum notuðu 102 stefnuljós auk þess sem í ljós kom að 5 þeirra hfóðumekki réttindi til akstm-s. Svipað ástand var í ná- grannabæjum Reykjavíkur, í Keflavflc og í Kópavogi. Hafn- firðingar reyndust mun betur „upplýstir". -JBP Stefáns Vilhjálmssonar hs. 462- 2468. BÞ Hannes Hlífar vann allar skákirnar Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari í skák, tefldi í vikunni íjölteíli í Menntaskólanum á Akur- eyri á 30 borðum og vann allar skákirnar. Með honum í för er Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla íslands, en tilgangurinn með för stórmeistaranna er að kynna skákíþrótt- ina í framhaldskólum landsins og tefla þar ijöltefii. Á myndinni sjást nokkrir andstæðingar stórmeist- arans í íjölteflinu. GG/uyn&.MF Ferðaskrifstofa ísiands hf. Flugleiðir kaupa þriðjungs hlut Flugleiðir hf. hafa keypt þriðjungs hlut í Ferðaskrifstofu ís- lands og vænta báðir aðilar mikils af þeim kaupum. F lugleiðir hf. hafa keypt þriðjungs hlut í Ferða- skrifstofu íslands og hefur verið gengið frá samningum þess efnis. Að sögn Kjartans Lárussonar, framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu íslands og stærsta hluthafans, var mikil- vægt að breyta eignarhaldi með þessu hætti - enda þó rekstur- inn hafi gengið vel síðustu ár. „Fyrirtækið er að hefja nýtt vaxtarskeið með uppbyggingu víða úti um land. Það er mikil- vægt að fá inn ijárhagslega sterkan aðila að því verkefni og ekki síst fyrirtæki sem hefur sterkt sölunet og er í sókn á er- lendum ferðamarkaði. Við væntum okkur mikils af þessu samstarfi og munum leita leiða til að styrkja það enn frekar," segir Kjartan. Ferðaskrifstofa íslands er stærsti hluthafinn í hótelum á Kirkjubæjarklaustri, á Flúðum, Hvolsvelli, Stóru-Tjörnum í Þingeyjarsýslu og nú er í smíð- um hótel á Egilsstöðum, sem skrifstofan á. 25% hlut í. Fleiri verkefni af þessu tagi eru í bí- gerð. Þá sér Ferðaskrifstofa ís- lands einnig inn rekstur og markaðsstarf Eddu-hótelanna og annast margvíslega aðra starfsemi í ferðaþjónustu. Að mati forsvarsmanna Flugleiða falla kaupin á hlut í Ferðaskrifstofu íslands vel að þeirra hagsmunum. „Þetta fell- ur vel að nýrri stefnu Flugleiða, sem meðal annars felur það í sér að nauðsynlegt só að styrkja og stækka einingar í ferðaþjón- ustunni og fyrst og fremst þær sem vel eru reknar og eiga sér góða framtíðarmöguleika," seg- ir Sigurður Heglason forstjóri. -sbs. Sjávarútvegur Grandi stærstur í botnfiski Samherji hf. stærstur allra íslenskra út- gerða miðað við afla- mark fyrirtækjanna, eða 19.103 þorsk- ígildistonn, þar af 26.515 tonn af loðnu og 3.640 tonn af sfid. Samherji hf. er nú stærstur íslenslo-a útgerða miðað við aflamark fyrirtækj- anna. Mælt í þorskígildum nem- ur aflamark skráð á skip Sam- herja hf. 19.103 þorslagildis- tonnum, eða 4,51% af úthlut- uðu aflamarki. Samherji hf. er með einna mestu aflareynslu á úthafskarfa, Smuguveiðum, rækjuveiðum á Flæmingja- grunni og vorgotssfld. Hlutdeild Samherja hf. í botnfiskafla- marki er 11.696 þorskígildis- tonn eða 4,18% af úthlutun botnfiskaflamarks. Grandi hf. í Reykjavík er með næstmest aflamark útgerðar- fyrirtækja, 16.101 þorskígildis- tonn, sem er 3,8% af úthlutuð- um þorskígildum allra afla- markstegunda. Fyrirtækið var efst á listanum á síðasta fisk- veiðiári með 16.373 þorskígild- istonn og 4,43% aflahlutdeild. Grandi hf. er hins vegar með mest aflamark botnfisksteg- unda, eða 16.080 þorskígildis- tonn sem er 5,75% af úthlutun botnfiskaflamarks. Útgerðarfélag Akureyringa hf. á mest þorskaflamark allra útgerða, 5.000 tonn, sem er 4% af þorskaflamarki. ÚA er 3. hæst útgerðarfyrirtækja með 15.757 þorskígildistonn og 3,7% af aflahlutdeild og 15.137 þorskígildistonn í botnfiski sem er 5,41% af heildarúthlutun botnfiskaflamarks og í 2. sæti þar, næst á eftir Granda hf.. Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi er svo í 4. sæti með 14.501 þorskígildistonn og er hlutdeildin 3,4%; Sfldarvinnslan hf. á Neskaupstað með 10.855 þorskígildistonn eða 2,6%, Fisk- iðjan Skagfirðingur hf. með 9.673 þorskígildistonn eða 2,3%; ísfélag Vestmannaeyja hf. með 9.295 þorskígildistonn eða 2,2%; Vinnslustöðin hf. í Vest- mannaeyjum með 8.296 þorsk- ígildistonn eða 2,0%; Hrað- frystihús Eskifjarðar hf. með 7.368 þorskígildistonn eða 1,7% og í 10. sæti Miðnes ehf. í Sand- gerði með 6.738 þorskígildis- tonn eða 1,6% af úthlutuðum þorskígildum allra aflamarks- tegunda. Fimmtán stærstu fyrirtækin eru skráð fyrir 34,7% af heild- araflamarki en alls eru skráðir eigendur að aflamarki 734 tals- ins. GG

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.