Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Qupperneq 9
®;igur-Œímtmt ÞJÓÐMÁL Þriðjudagur 22. október 1996 - 9 Til varnar vorri kirkju Ragnar Fjalar Lárusson skrifar S g keypti dagblaðið Dag- Tímann í fyrsta skipti s.l. föstudag. Blaðið lítur vel út og margt er þar athyglisvert að finna. Ég held, að það hafi verið handleiðsla að ég keypti þetta biað, því að við hina stuttu grein ritstjórans, Stefáns Jóns Hafsteins, sem hann nefn- ir Kirkjan, hefi ég ýmislegt að athuga. í fyrsta lagi: Hvað merkir orðið kirkja? Er það presta- stéttin ein eða allur sá söfnuður sem tilheyrir kristinni kirkju og þá Þjóðkirkju fslands, þessi 92% landsmanna? Orðið ldrkja er komið úr grísku og merkir nánast: eign Drottins. Ég kann því ekki vel þegar orðið kirkja er notað um prestastéttina eina, fleira fólk er eign Drottins en hún ein. Prestar hafa ekki skellt skuldinni á neinn, eins og ritstjóri segir, vegna deilna þeirra í milli, en hafa aðeins látið í það skína að fjölmiðlar hafi blásið út þær deilur, sem upp hafa komið, og þannig gert þær meiri og magnaðri en þær raunar voru. Það er nú einu sinni svo, að fjölmiðlamenn, rit- stjórar og aðrir slíkir stýra gjarnan orðum sínum, ef tilefni gefst, eftir þessum málshætti: „Fýsir eyra illt að heyra“, og er þeim sjálfsagt vorkunn í því efni, því að þeir þurfa að selja vöru sína eins og svo margir aðrir. í öðru lagi segir ritstjórinn: „Kirkjan á ekki að kveinka sér undan gagnrýni.“ Ég er sam- mála því. „Hún er stofnun undir verndarvæng ríkisins og fær mikla peninga frá skattborgur- um.“ Mikið hefir verið stagast á þessu að undanförnu! Hið opin- bera hefir tekið að sér að inn- heimta sóknargjöld og kirkju- garðsgjöld, og þegar 92% þjóð- arinnar eiga í hlut, hlýtur það að vera veruleg upphæð. Þessi upphæð er ekki greidd af rík- inu, heldur innheimt af því, og er því alls ekki framlag ríkis- sjóðs til Þjóðkirkjunnar, en að vísu koma þar inn aðrar greiðslur: laun sóknarpresta og fleira, sem telja má að séu greiðslur og vextir af þeim eignum kirkjunnar sem runnu til ríkisins á sínum tíma. Ritstjórinn talar um að kirkj- an hafi beðið um friðhelgi í nafni Guðs. Ég veit ekki hvað við er átt með þessum orðum, Nú er það vitað mál að hin svokallaða „Siðmennt“ vinnur leynt og Ijóst gegn kristinni trú og víst gegn öllum trúarbrögðum og er þannig heiðið Jyrirbœri en ég veit að Kristur sagði: „Ætlið ekki að ég sé kominn til að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð.“ (Matt. 10:34). Kristin kirkja get- ur aldrei samið frið við spilling- una, heiðindóminn, vantrúna. Ef hún gerði það, væri hún ekki hlutverki sínú' trú. Ritstjórinn segir: „Það er ósæmilegt að ráðast gegn sam- tökum um borgaralega „ferm- ingu“ (gæsalappir mínar) fyrir það að kynna starfsemi sína. Trúfrelsi ríkir.“ Ég veit ekki til þess að kirkjunnar menn hafi ráðist gegn þessum samtökum, sem nefna sig „Siðmennt". Ég skrifaði að vísu grein í Morgun- blaðið fyrir nokkrum árum þar sem ég kvartaði undan því, að þessir Siðmenntarmenn væru ekki siðaðri en svo, að þeir hefðu stolið orðinu ferming, um ungdómsfræðslu sína, en það orð hefir tun margra alda skeið verið nafn á kristilegri og kirkjulegri athöfn; þegar ferm- ingarbarnið staðfestir skírn sína og þann sáttmála sem henni heyrir til. Orðið ferming er komið af latneska orðinu confirmatio sem merkir stað- festing, og í íslensku máli merk- ir það eingöngu staðfesting á skírninni. Nú er það vitað mál að hin svokallaða „Siðmennt” vinnur leynt og ljóst gegn krist- inni trú og víst gegn öllum trú- arbrögðum og er þannig heiðið fyrirbæri, en fær sig þó til að nota kirkjulegt hugtak sem agn til ágóða og býður upp á „borg- aralega fermingu“, en slíkt orðalag er algert bull. Þarna finnst mér fara úlfar í sauðar- gæru, eins og frelsarinn talar Mér finnst ósœmilega talað til foreldra og annarra upp- alenda, sem sent hafa bömin sín til fermingar og eru nú að senda þau til fermingarundirbúnings. um. Mér dettur annars ekki í hug að finna að því þótt þessi „Siðmenntarflokkur“ bjóði upp á einhverja ungdómsfræðslu. Það er þeirra mál, en að skreyta sig með fjöðrum kirkj- unnar er að sjálfsögðu óþol- andi. Síðan kemur þessi setning hjá ritstjóranum, sem mér finnst vera mjög ósmekkleg og betur ósögð. „Fermingum kirkj- unnar fylgir fáránlegt æði kringum gæði sem mölur og ryð fá grandað. Fermingarfylleríið er bara eins og hvert annað úti- hátíðarfyllerí, þjóðarskömm og óvani.“ Mér finnst hér ósæmi- lega talað til foreldra og ann- arra uppalenda, sem sent hafa börnin sín til fermingar og eru nú að senda þau til fermingar- undirbúnings, og raunar ólík- legt að ritstjórinn geti staðið við þessi orð. Að vísu ber á óhófi í þessum efnum, það skal játað, en að þjónar kirkjunnar standi á einhvern hátt fyrir því er al- rangt. Þannig að þessi ljóta samKking um fylleríið er töluð til íslenskra foreldra og ís- lenskra heimila, en ekki til þeirra sem stjórna málum kirkjunnar. Ég efast um að for- eldrar íslenskra ferming- arbarna kunni ritstjóranum nokkrar þakkir fyrir slík skrif. í þriðja lagi: „Kirkjan hefir ekkert leyfi til að taka gagnrýni á sig sem árás á guð.“ Eg minn- ist þess ekki að nokkur kirkj- unnar þjónn hafi talið gagnrýni á hina ófullkomnu, jarðnesku kirkju vera guðlast eða árás á almættið, enda væri slíkt alger- lega óeðlilegt. Ég veit því ekki við hvað ritstjórinn á. Og í þess- ari grein minnist hann á þing- manninn sem sagði sig úr Þjóð- kirkjunni í beinni útsendingu, og telur að þingmaðurinn eða - konan hafi haft rétt til þess. Það kann vel að vera. En um þetta vil ég segja: Það er alltaf best að hugsa fyrst og ígrunda vel og tala svo og láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur. Ég var sjálfur í þessum þætti, eins og ritstjórinn veit, og kenndi sér- lega í brjósti um þingmanninn eftir þessa fljótfærnislegu yfir- lýsingu. Ég held að ég hafi nú svarað flestu af kirkjuspjalli ritstjór- ans. Að lokum vil ég þakka Stef- áni Jóni Hafstein marga ágæta þætti í útvarpi og sjónvarpi og mér fannst gott að taka þátt í sjónvarpsþáttum undir stjórn hans. Ég óska honum farsældar í ritstjórnarstarfinu, og þótt ég sé ekki sammála honum í þess- um kirkjuþætti og verði að segja honum til, þá hygg ég að hann eigi eftir að gera góða hluti sem ritstjóri og óska ég honum til hamingju með það starf. Höfundur er prófastur í Reykjavíkurprófastsdœmi vestra. Möðruvellír Menntun til hátíðarbrigða? Vilhjálmur H. Vilhjálmsson form. Stúdentaráös skrifar gestaleiðarann í dag * hátíðarræðum ber það oft við að menn fara stórum orðum um gildi menntun- ar, hlut hennar í hagvexti og nauðsyn þess að ísland byggi velmenntuð þjóð. Skemmst er að minnast stefnuræðu for- sætisráðherra á Alþingi, en þar sagði hann að menntun væri helsta forsenda framfara og velmegunar þjóðarinnar. í sama streng tók menntamála- ráðherra á menntaþingi í Há- skólabíói og vísaði í rannsókn- ir sem sýna að 20% hagvaxtar á tímabilinu 1971-1992 megi rekja til mannauðs eða m.ö.o. til menntunar. Ekki létu ráðherrarnir sitja við orðin tóm, heldur fylgdu málinu eftir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Árangur- inn lét ekki á sér standa. Því nú er þetta ekki lengur ein- hver prívatskoðun ráðherr- anna, heldur opinber stefna stærsta stjórnmálaflokks á ís- landi, en á landsfundinum var samþykkt tímamótaályktun um skóla og fræðslumál. í ályktuninni segir m.a.: „Sökum örrar tækniþróun- ar mun aukin menntun verða lykill að hagsæld og bættri samkeppnisstöðu í framtíð- inni. Því leggur landsfundur Sjálfstæðisflokksins áherslu á að forgangsraðað verði í þágu menntunar, rannsókna og vís- inda við skiptingu ríkisút- gjalda." „Merkur áfangi hefur náðst með setningu nýrra fram- haldsskólalaga og telur fund- urinn brýnt að fylgja þeim eft- ir með stóraukinni áherslu á iðn- og starfsnám, ...“ „Tryggja skal að alhr eigi kost á menntun við sitt hæfi óháð búsetu og efnahag. Skerpa ber markmið Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, endurskoða reglur um greiðslubyrði lánþega og taka upp styrki samhliða námslán- um sem hvata og viðurkenn- ingu fyrir sérstaklega efnilega nemendur." Nú væri hægt að dvelja lengi við upptalningu á því, sem í fljótu bragði virðist stangast á við þennan hlýhug landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins í garð menntunar. En á sl. árum hafa íslendingar sparað sér tfi tjóns í menntamálum. Það verður hins vegar látið ógert, en minnt á: Niður- skurðinn til Háskóla íslands sem hófst 1991. Breytingarn- ar á lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna 1992 og niðurskurðinn til framhalds- skólanna sem er að finna í fjárlagatillögum fyrir árið 1997. Sagt er að batnandi mönn- um sé best að lifa og vonandi á það orðatiltæki einnig við um stjórnmálaflokka. Ljóst er af ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins að ekki þarf að breyta viðhorfum flokksins til menntamála — hann þekkir gildi menntunar. Það er nú samt einu sinni svo að erfitt getur reynst að fá það viðurkennt í verki sem menn forgangsraða í orði, þegar þeir segjast vilja hlut menntunar sem mestan og bestan, svo vitnað sé tU orða menntamálaráðherra á menntaþingi. Nú er lag. Með víðtækt um- boð frá landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í farteskinu og ótví- ræða stuðningsyfirlýsingu for- sætisráðherra í bakhendinni hlýtur menntamálaráðherra að hefjast strax handa við að bæta þau spjöU sem unnin hafa verið á menntakerfinu undanfarin ár. Af mörgu er að taka, en forgangsverkefnin ættu að vera að: Breyta lögun- um um Lánasjóð íslenskra námsmanna, hætta við niður- skiuðinn tU framhaldsskól- anna og auka íjárframlög tU Háskóla íslands. Að endingu vil ég gefa menntamálaráðherra eftirfar- andi heilræði: Sóknarfærið tíl að forgangsraða í þágu menntunar er tU staðar. Nýttu það.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.