Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Qupperneq 3
Jkgur-®mmm MiðvikudaXjur 23. október 1996 - 3 Alþýðuflokkur „Öllu er markaður staður og stund“ Við eigum að velja okkur formann núna til að leiða okkur gegnum mikið umbrotaskeið og kosningar. Jón Baldvin Hannibalsson vitnaði í hina helgu bók þegar hann tilkynnti um brottför sína úr íslenskum stjórnmálum og kvaðst sáttur við að hætta. Hann tilkynnti í gærdag að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem for- maður Alþýðuflokksins á flokksþinginu í næsta mánuði. Þingmennsku mun Jón Baldvin gegna „um hríð“. Jón neitar staðfastlega að tignarstöður bíði hans, hvorki hér á landi né erlendis. Jón segir að nú sé ekki hægt að tala lengur um „ljón í veginum" fyrir öflugri sam- einingu jafnaðar- manna, þegar „stóru egóin“ sem svo hafa ver- ið kölluð í leiðara Dags-Tímans, hann sjálfur og núverandi for- seti landsins, eru farnir úr pól- itík eða á förum. Formaðurinn bendir á Sighvat Björgvinsson sem verðugan arftaka sinn og rétta manninn til að leiða jafn- aðarmenn allra flokka saman. En hann hefur vissar áhyggjur og útilokar ekki að til uppgjörs kunni að koma, enda alþekkt fyrirbæri í Alþýðuflokknum. Sighvatur er maður Jóns „Ég dreg enga dul á það að meirihluti þeirra sem við mig hafa rætt hafa lýst þeirri skoðun sinni að það yrði farsæl- ast fyrir flokkinn ef Sighvatur Björgvinsson gæfi kost á því að bjóða sig fram til formanns. Ég er sammála því mati og hef hvatt Sighvat til þess. Ástæðan fyrir því er sú að ég tel hann að öllum öðrum ólöstuðum öflug- asta talsmann þeirra sjónar- miða nútíma jafnaðarstefnu sem Alþýðuflokkurinn hefur verið boðberi fyrir á mínum formannsferli," sagði Jón Bald- vin í gær. Skipað á básana Jón Baldvin kvaðst að sjálf- sögðu ekki ráða því hvernig for- ystusveitin yrði skipuð, því réði flokksþing. Hann lét þó í ljósi væntingar; kvaðst hafa rætt við samstarfsmenn sína og teldi að flokknum væri fyrir bestu að formaður hins nýja og saméin- aða þingflokks jafnaðarmanna, Rannveig Guðmundsdóttir, gegndi því starfi áfram og Guð- mundur Árni Stefánsson sem varaformaður. Þá sagði Jón að það mundi styrkja forystusveit- ina ef Össur Skarphéðinsson gæfi kost á sér sem formaður framkvæmdastjórnar flokksins, - en Guðmundur Oddsson hefur lýst yfir að hann gefi ekki leng- ur kost á sér í starfið. Jón Baldvin sagði að hann mundi sitja áfram sem þing- maður um hríð, en vildi ekki til- greina hversu lengi. Hann mun þó væntanlega sitja út þetta þing, og ef til vill út kjörtímabil- ið, en því lýkur vorið 1999. Stór skref fram á við „Við eigum að velja'okkur for- mann núna til að leiða okkur gegnum mikið umbrotaskeið og kosningar. Ég geri mér vissu- lega vonir um það að okkur beri gæfa til að nýta þetta tíma- bil í stjórnarand- stöðu til að endur- skipuleggja okkur og stíga stórt skref fram á við til að láta drauminn um stóran sameinaðan jafnaðarmannaflokk rætast,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í gær. Hann taldi ekki útilokað að Alþýðuflokkurinn ætti fyrir höndum að fá 20% kjörfylgi við næstu kosningar ef mál skipuð- ust vel innan flokksins. Eftir mikið afhroð Alþýðu- flokksins í síðustu alþingiskosn- ingum hugleiddi Jón að segja af sér formennsku í flokknum. Þá hafði Alþýðuflokkurinn klofnað enn einn ganginn. Við nánari íhugun hafi hann talið að sér bæri skylda til að reyna að rétta hlut flokksins og þann skaða sem hann hafði orðið fyrir. Sverð og skjöldur launafólks Taldi Jón að vel hefði tekist til um björgunaraðgerðir í Alþýðu- flokknum. Nefndi hann þar til sameinaðan þingflokk með Þjóðvaka og öflugt fylgi í skoð- anakönnunum að undanförnu. „Þegar ég horfi fram í tímann er ég sannfærður um það að okkur mun takast á þessu kjörtímabili að styrkja mjög stöðu jafnaðar- manna. Það er praktísk nauð- syn. Það er krafa fólks í landinu að eignast slíkan flokk, því oft var þörf en nú er nhuðsyn að slíkur flokkur verði til, sem er sverð og skjöldur vinnandi fólks í þessu landi,“ sagði Jón Bald- vin. Jón Baldvin sagði það af því góða að sjálfstæðismenn skil- greindu Alþýðuflokkinn sem andstæðing í öllum málum sem einhverju skipta í stjórnmálum í dag. Jón kvað þetta auka enn bjartsýni sína á framtíðina. -JBP Hugleiddi að segja af sér formennsku eftir síðustu kosningar. Engar tignarstöður bíða segirJón Baldvin. Húsavík Átök og klofningur á Húsavík Meirihluti Framsóknar og Alþýðubandalags og óháðra tvíklofnaði á miklum hitafundi bœjarstjórnar Húsavíkur í gœrkvöldi. Samt sem áður ætla flokkarnir að halda áfram meirihlutasamstarfi í bœjarstjórn. Völdin eru sæt“ varð ein- um Húsvíkingi að orði í lok bæjarstjórnarfundar í gærkvöldi. Meirihluti Fram- sóknar og Alþýðubandalags tví- klofnaði. Ósátt var um hvort ætti að sameina Höfða hf. og Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Þeg- ar það mál hafði náð fram að ganga klofnaði meirihluti enn og aftur um hvort selja ætti hlut af eign bæjarins í hinu samein- aða fyrirtæki. Hitafundur var í bæjarstjórn Húsavíkur þegar þessi mál voru rædd og var Kristján Ásgeirs- son bæjarfulltrúi Álþýðubanda- lagsins mjög harðorður í garð samstarfsmanna í bæjarstjórn. Hann ásakaði Framsóknar- menn um að ganga erinda stórra hluthafa eins og ESSO, Trygg- ingar hf., ÍS og KÞ, en ekki almennra bæjar- búa. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn samþykktu á fundin- um að sameina Fisk- iðjusamlagið og Höfða hf. í eitt hlutafélag. Með því eignaðist bærinn meiri- hluta í hinu nýja félagi, en strax eftir þessa samþykkt var ákveð- ið að selja hluta af eign bæjar- ins til hins nýja félags. Enn tóku Sjálfstæðismenn og Framsókn- armenn höndum saman gegn Alþýðubandalaginu. Þeir seldu nýja félaginu hlutabréf Fram- kvæmdalánasjóðs Húsavíkur, eign að nafnvirði 55 milljónir á genginu 1.95. Þar með missti Framkvæmdalánasjóður Húsa- víkurbæjar meirihluta í nýja fyrirtækinu, en á enn stóran hlut. Á fundinum komu fram nokkrar mismunandi tillögur um hvernig bæri að standa að málum. Þrátt fyrir þessi átök þar sem þung orð féllu, ætlar meirihluti Framsóknar og Alþýðubanda- lags og óháðra að starfa áfram. í lok fundar sáu bæjarfulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks sig knúna til að vekja máls á því að þeir þyrftu að sitja undir þungum átölum án þess að forseti ■ bæjarstjórnar gripi í taumana. Forseti bæjar- stjórnar er Valgerður Gunnars- dóttir, samflokksmaður Krist- jáns Ásgeirsssonar sem fór hve harðast fram. Fjöldi bæjarbúa fylgdist með fundinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hriktir í stoðum meirihlutans á Húsavík. Mosfellsbær Grænt ljós á Kjalames Bæjarstjóra Mosfellsbæjar og sveitarstjóra Kjalamess hefur verið falið að kanna nánar hvaða atriði það eru sem þessi sveitarfélög geta hugsan- lega haft samvinnu um í sínum rekstri. Jónas Sigurðsson forseti bæj- arstjórnar Mosfellsbæjar segir að þeir hefðu tekið jákvætt í framkomnar hugmyndir sveitar- stjórnar Kjalamess um mögu- lega samvinnu sveitarfélaganna á fundi þessara aðila í gær. Hann segir að fyrsta skrefið í þessu máh sé að ræða og finna út hvaða atriði það eru sem hægt er að hafa samvinnu um, enda sé það mun styttra ferh en það sem mundi fylgja hugmynd- um um hugsanlega sameiningu I þessara sveitarfélaga. -grh

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.