Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Side 4

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Side 4
4 - Miðvikudagur 23. október 1996 jDagnr-CEtnnim Frímerki Stærsta frímerkja- sýning hér til þessa Frímerkjasöfn víða að úr heiminum komu í kassavís til Kjarvalsstaða í gær- morgun. Mörg fágæt og verð- mæt söfn verða til sýnis á Nordiu 96, stærstu frímerkja- sýningu, sem haldin er hér á landi og verður opnuð á föstu- daginn. Á myndinni eru frá vinstri: Sverrir Einarsson, Sig- urður R. Pétursson, formaður sýningarstjórnar, Jón Zalewski og Sigfús Gunnarsson. Vinnumarkaðurinn Um 5 þúsund ný störf urðu til árið 1995 39 Um 2.000 ný stöif urðu til árið 1995 hjá þeim fyrirtœkjum sem könnun Ftjálsrar verslunar náði til, sem spanna um 40% vinnu- markaðarins. Án þessara 2.000 starfa hefðu atvinnulausir verið um 30% fleiri ífyrra. Könnunin bendir jafnframt til að alls haji hátt í 5 þúsund ný störf orðið til á árinu. CC Uppsveifla 1995 er stað- fest í könnun Frjálsrar verslunar meðal hátt í 600 fyrírtækja í fyrra. Velta 100 stærstu fyrirtækja ós nær 4% umfram almennar verðlagshækkanir, þúsundir nýrra starfa urðu til, fleirí fyrírtæki græddu en meðal- laun hækkuðu samt hóflega. Um 410 fyrirtæki gáfu Frjálsri verslun upp íjölda starfsmanna bæði 1994 og 1995. Aðeins fimmtungur þeirrra, 20% höfðu fækkað fólki og hjá fjórða hverju voru starfsmenn jafn margir. Meira en helmingurinn, 55% íjölgaði starfsmönnum um sem svarar hátt í 2.000 ársverk milli þess- ara ára, sem er næstum fjór- falt meiri ijölgun en árið áður. Án þessara nýju starfa hefði atvinnuleysi verið 6,5% en ekki 5,0%. Hafi breytingar hjá öðrum fyrir- tækjum í land- inu verið sam- svarandi þýðir það Qölgun starfa um allt að 5 þúsund á árinu. Meðallaun um tæplega 52 þúsund starfs- manna eða árs- verka í rúmlega 540 fyrirtækjum voru um 1.820 þús.kr. á síðasta ári. Meðal- mánaðarlaun voru því 152 þús.kr. og höfðu hækkað um 6 þús. kr., 4% frá árinu áður. Velta 100 stærstu fyrirtækja var 395 milljarðar í fyrra, sem er 5,6% hækkun milli ára. Hjá 60 þeim þeirra sem upplýstu um hagnað nam hann liðlega 13 milljörðum, um 1 milljarði meira en árið áður og um 4,5% af veltu. Um helmingur allra fyrirtækja var rekinn með hagnaði í fyrra, sem er mun hærra hlutfall en árið áður og þykir vísbending um að hagn- aður hafi orðið almennari en áður. Langsamlega mesta gróðaf- yfirtæki, og 8. stærsta fyrirtæk- ið á íslandi, er undanskilið í framangreindum tölum. ÁTVR skilaði hátt í 6 milljarða kr. hagnaði, af sinni 10 milljarða veltu á árinu. Veltan var óbreytt frá árinu áður, en hagnaðurinn minnkaði um 620 milljónir í fyrra. Næst á gróða- listanum koma ísal með 1,3 milljarða, Póstur og sími með 1,1 milljarð og Eimskip með 920 milljónir kr. Landsvirkjun var hins vegar lengst neðan við rauða strikið, með um 630 milljóna tap á sinni 7,7 milljarða veltu. Og tapið var litlu minna hjá Við- lagatryggingu íslands, af að- eins 850 milljóna veltu. Eyjafjörður Alþýðuflokkur Kratar gerast bændavin- samlegir Drög að ályktunum um landbúnaðarmál fyrir flokksþingið verður afar vinsam- leg bændastéttinni. Alþýðuflokksmenn vinna þessa dagana hörðum höndum að undirbúningi flokksþingsins í Reykjavík í byrj- un næsta mánaðar. í málefna- vinnu hóps sem fer með land- búnaðar- og neytendamál kemur fram mikill skilningur og velvilji í garð bændastéttarinnar. Állt orðalag er til muna mildara en fyrrum. „Eðllleg samkeppni þar sem einstaklingsframtakið fær að njóta sín er best til þess fallin að efla íslenskan landbúnað sem at- vinnugrein,“ segir í drögum að ályktun flokksþingsins, sem Degi-Tfmanum hefur áskotnast. Kratar segjast vera á móti dýru milliliðakerii sem hafi slig- að bændur undanfarna áratugi. Þeir leggja áherslu á úrræði sem efla framfaravilja og frumkvæði bænda sem virðast hafa óbifandi traust á. Áframhaldandi lækkun ríkisútgjalda til landbúnaðar- mála muni stuðla að þessum markmiðum og undirbúa ís- lenskan landbúnað undir alþjóð- lega samkeppni sem muni auk- ast á komandi árum. Þá vilja jafnaðarmenn leggja niður kvótakerfi í sauðijárrækt. Jafnaðarmenn telja brýnt að sátt ríki milli neytenda annars vegar og bænda hins vegar. Ileimildir blaðsins segja að jafnvel í Bændahöllinni, sem fengið hefur að skoða hugmyndir krata, ríki fögnuður. Jafnvel sé taláð um að þar sé talað um þessa ályktim krata sem hina vinsamlegustu sem til þessa hafi sést hjá stjórnmálaflokkun- um. -JBP Nýtt meðferðarheimili stofnað Bragi Guðbrandsson forstjóri bamaverndarstoi „Höfum verið að byggja upp þjónust á Norðurlandi og þannig nýtt þá fag- þjónustu sem fyrir er á AkureyrL “ Meðferðarheimili fyrir vímuefnaneytendur á aldrinum 13 til 16 ára sem eiga við mikið neyslu- vandamál að stríða, mun hefja starfsemi í Eyjafirði innan nokk- urra vikna. Barnaverndarstofa, sem tók við rekstri Unglinga- heimilis ríkisins og yfirtók stjórnsýslu barnarverndarmála auk eftirlits með barnaverndar- málum, rekur Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga í Grafar- vogi í Reykjavík sem heitir Stuðlar, en hún er hugsuð sem greiningarstöð. Þar er vandi unglinganna skilgreindur og reynt að átta sig því hvaða með- ferð henti viðkomandi unglingi best. Meðferðin þar getur tekið frá einum upp í fjóra mánuði og niðurstaða hennar getur verið sú að meðferðin á Stuðlum sé fullnægjandi og viðkomandi geti hafið nám eða starf á nýjan leik. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að oft- ar en ekki sé niðurstaðan sú að viðkomandi unglingur þurfi að langtímameðferð að halda og þá koma allmörg heimili til greina. Tvö þeirra eru í Skagafirði nærri Steinstaðaskóla, að Bakkaflöt og Laugamýri, en það síðarnefnda er nokkurs konar útibú frá Bakkaflöt, og þar eru samtals 8 unglingar. Að Árbót í Aðaldal eru 6 unglingar, Geld- ingalækur að Rangárvöllum, sem er fyrir yngstu skjólstæð- ingana eða allt að 12 ára aldri, Sólheimar 17 í Reykjavík, sem er eftirmeðferðarheimili, en elsta heimilið er að Torfastöðum í Biskupstungum, sem starfrækt hefur verið síðan 1982. Ekki er óalgengt að börn sem lokið hafa meðferð að Torfastöðum dvelji um hríð að Sólheimum 17. „Ástæðan fyrir því að við horfum nú til Eyja- Qarðar er sú að við höfum verið að byggja upp þjónustu á Norð- urlandi og á Akureyri er þegar einn starfs- maðrn-, Ingþór Bjarna- son sálfraiðingur, sem þegar þjónustar heim- ilin í Skagafirði og í Aðaldal og þannig nýt- um við þá fagþjónustu sem fyrir er. Á Akur- eyri er einnig margvísleg þjón- usta sem svona heimili þarfnast því það er ekki gott að það sé í of mikilli ijarlægð frá þéttbýli. Á Akureyri eru einnig AA-fundir, sem ég geri ráð fyrir að þessi unglingar sæki,“ sagði Bragi Guðbrandsson. Unglingar sem við félagsleg- an vanda eiga tengdum vínu- efnaneyslu þurfa mun lengri meðferð en fullorðnir og því er talið skynsamlegt að það sé sem iíkast venjulegu heimili. Hús- næði það sem leitað er að í Eyjafirði er ætlað fyrir 5 til 6 unglinga auk starfsmanns, sem venjulega eru hjón, ýmist með börn eða barnalaus. Ileimilið verður einkarekið, samið um rekstrarijárupphæð. Nokkur hús standa til boða sem hafa verið skoðuð en ákvörðunar er að vænta í næsta mánuði. Um- sóknarfrestur rann út fyrir tveimur vikum síðan og sóttu fimm aðilar, þ. á m. fern hjón um starfið. GG

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.