Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Síða 8

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Síða 8
8 - Miðvikudagur 23. október 1996 |Dagur-'OItmtrat PJOÐMAL 33anur-®tmtmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Eldfjallið kulnar I fyrsta lagi Jón Baldvin Hannibalsson kveður pólitíkina á rétt- um tíma - fyrir sinn hatt. Eldurinn er ekki lengur í æðum, staðan í pólitíkinni býður ekki upp á marga spennandi kosti fyrir gamlan ref sem ætlar sér ekki að sitja á sínu óðali mikið lengur hvort sem er. Eins gott að hafa sig á brott. Hér hefur verið dregið í efa að þetta sé pólitískt rétt fyrir þá fram- vindu sem Jón Baldvin gæti hugsað sér á komandi misserum. En þetta er bersýnilega persónuleg ákvörðun: Maðurinn finnur sig ekki knúinn til frekari átaka. Þess vegna er heiðarlegast og best að kveðja. Gamli refurinn fer þó ekki án þess að sýna klæki: Til íefnir eftirmann sinn Sighvat Björgvinsson og ve ur til þess daginn sem Rannveig Guðmundsdótt- ir er í New York og Guðmundur Árni í Köben! ( parfa tillitssemi við tvístígandi Alþýðuflokksmenn í næsta formannskjöri. Það að Össur skuli hafa erið í kallfæri sannar að hann ætlar ekki í fram- boð. í væntanlegum formannsslag verður ekki degist um málefni því Alþýðuflokksfélaga greinir miklu fremur á um menn. En þó verður vart geng- ið eftir öðru harðar við frambjóðendur en afstöð- una til samrunaferlisins fyrir austan sól Davíðs Oddssonar og sunnan mána Halldórs Ásgrímsson- ar. ____ I þriðja lagi í því máli kristallast framtíðarýn næsta formanns Alþýðuflokksins. Ungliðar og sveitarstjórnarmenn víða um land ganga hart eftir samvinnu félags- hyggju- og vinstri manna. í Kópavogi vilja menn læra af Reykjavíkurlistanum og þreifingar eru um sama mál í Reykjanesbæ. Á Alþingi er sundruð og smá stjórnarandstaða. Hvert ætlar næsti formaður Alþýðuílokksins í þessum efnum? Stefán Jón Hafstein Spusiniitg, dxtg^inó Ertu sammála VSÍ um nauðsyn þess að taka upp sérstakan óháðan skattadómstól eða láta Hæstarétt skipa yfirskattanefnd? Lúðvik Bergvinsson alþingismaður Eg tel óeðlilegt að snúa þeirri þróun við sem átt hefur sór stað, að fækka dóm- stólum, þeir voru allt of margir. Á hinn bóginn tek óg undir það að mál sem yfirskattanefnd ijallar um varða vissulega hagsmuni ríkissjóðs og það er að rnörgu leyti óeðiilegt að fjármálaráðherra - gæslu- maður sparibauksins - skipi sitt fólk í yfirskatta- nofnd. Skúli Þórðarson skattrannsóknarstjóri Eg hef ekki séð þess- ar tillögur en eins og ég þekki til starfa yflrskattanefndar veit ég ekki annað en að hún hafi verið óháð í störfum sínum og langt í frá að ég hafl alltaf verið sammála úrskurðum hennar. Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður Mér finnst þessar hugmyndir allrar athygli verðar en bendi þó á að ýmislegt hef- ur verið gert til að taka á skattamálum, t.d. með stofnun embættis skatt- rannsóknarstjóra. Það má eflaust betur gera eins og skattsvik sýna í þjóðfélag- inu og ef menn telja sig fá rangláta meðferð hjá yfir- skattanefnd er það mál sem þarf að skoða. Það þarf að taka sérstaklega á skattsvikum. Sólveig Péturdóttir formaður allsherjarnefndar Mér finnst sjálfsagt að skoða þetta mál en ekki síst þá tillögu VSÍ að aðrir að- ilar en ijármálaráðherra skipi nefndarmenn í yfir- skattanefnd. 5 Sérþjálfuð eyru „Öllu er pakkað inn í stofn- anaorðalag, sérstaklega að- flnnslum og athugasemdum Ríkisendurskoðunar, þannig að sérþjálfuð eyru þarf til að skilja hvað um er að ræða.“ Séra Geir Waage um fjármál kirkj- unnar í Morgunblaðinu í gær. Þjóðkirkja andskotans „Af stólnum kemur mest sannfæringarlaust skvaldur ríkislaunaðs embættismanns, stundum með býsna furðulegu ívafi. Sumir þessara manna virðast vera fólk sem Djöfullinn hafi beinlínis smyglað inn í kirkju Krists. Og ekki kemst ég hjá því að minnast á það, að konur virðast margar sjá í kirkjunni þægilega atvinnu- grein og vettvang fyrir kven- réttindabaráttuna." Dr. Benjamín H.J. Eiríksson, í Alþýðublaðinu í gær. Sjálfs er höndin hollust „Reynslan sýnir líka að best hefur tekist til þegar íþrótta- fólkið hefur haft veg og vanda af skemmtiatriðunum, án utan- aðkomandi skemmtikrafta... Þegar allt kemur til alls eru íþróttamennirnir bestu skemmtikraftarnir. Ekki síst knattspyrnumennirnir. Steinþór Guðbjartsson, í Mogga í gær, sem var ekki hrifinn af atriði Radíus bræðra á lokahófi KSÍ. Kindarlegur „Hefur alla eiginleika full- orðinnar kindar og horfir til framtíðar“ Þórunn Jónsdóttir í Degi Tímanum í gær um ágæti þess að kalla gsm síma GEMSA. Ofsóttir unglingar Einu sinni tók smávaxinn og grann- holda Reykvíkingur á fimmtugs- aldri sér far með strætisvagni. Þar sem þetta gerðist um mikinn frostavetur í borginni og litli maðurinn var langt frá því að vera neitt fórnarlamb hátískunn- ar, klæddist hann svokallaðri kanaúlpu. Þeim til upplýsingar, sem ekki muna, var aðalsmerki kanaúlpunnar mikilúð- leg gerviloðbrydduð hetta, sem slútti svo langt fram, að ekki var vinnandi vegur að sjá framan í þann sem henni klædd- ist. Það þurfti því að geta sér til um það af baksvipnum og almennum limaburði hver væri á ferð. Ekki hafði umrædd strætóferð staðið lengi þegar vagninn snarhemlaði, vagn- stjórinn strunsaði brúnaþungur aftur í, greip farþegann kanaúlpuklædda hnakkataki og henti honum út. Meðan vagninn brunaði burt í hríð- arkófinu sat aumingja maðurinn sár eft- ir á svellbunka og vældi hástöfum „En ég er ekki krakki". Þeirri staðreynd hafði vagnstjórinn ekki gert sér grein fyrir og þar sem hann hafði veiðileyfi á krakka hafði hann ákveðið að losa sig við þennan, sem sat aftast í vagninum og var minnsti farþeginn þá stundina, áður en hann næði að gera af sér neinn óskunda. Þessi löngu gleymda litia saga riíjað- ist upp fyrir mér eftir bíóferð á dögunum. Ég var ekki í kana- úlpu, (nei, aldrei), en hins vegar í svartri lakkkápu og gúmmí- stígvélum, sem greinilega mátti túlka sem unggæðislegan klæðaburð, a.m.k. aftanfrá. Því þar sem ég stóð á bíógang- inum í mesta sakleysi og virti fyrir mér inn um opnar dyr nýjasta auglýsinga- flóðið á tjaldinu í sal, þar sem sjálf bíó- myndin var ekki byrjuð, kom sjálfur bíó- stjórinn þrammandi þungum skrefum, stjakaði við mér og þrumaði „Heldurðu að þú getir verið bæði úti og inni hér, eða hvað ?“. Þarna gerði Bíóstjórinn sömu mistök og vagnstjórinn forðum og á svipstundu rifjaðist það upp hvað unglingar eiga oft við fullorðinsyandamál að etja. Hvað það er algengt, að fullorðið fólk fái útrás fyrir geðvonsku og luntaskap gagnvart unglingum, sem ekkert hafa til saka unnið annað en það að vera unglingar. Og hvernig eiga unglingar að vera annað en einhvers konar „vandamál" í þjóðfélagi þar sem stór hluti þjóðarinnar er að sliga sig á því að vinna þennan lengsta vinnu- stundaQölda Evrópu- þjóða og annar stór hluti hennar fær enga vinnu, jafnvel þó að vinnufær sé. Það jaðrar við barnaskap að benda á hvað hér væri mikið betra að lifa, ekki síst fyrir börn og unglinga, ef þetta ástand jafnaðist út, þannig að allir gætu haft nokkuð fyrir stafni í mannsæmandi Qölda vinnustunda, á mannsæmandi kaupi. En hvað á svo að gera við ungling- ana? Jú, það á að fylgjast alveg rosalega vel með þeim. Og af því að pabbi og mamma, eða afi og amma, geta ekki gert það, þá ætla stóri bróðir eða stóra systir að gera það. Það eiga að vera myndavélar út um allt, þannig að til unglinganna sjáist hvar sem til þeirra næst og svo á líka að taka úr þeim þvag- prufur í skólum, gegn vilja þeirra ef þurfa þykir. Kannski er það bara voðalega andfé- iagslega sinnað fólk sem svona hugsar - haldið slæmri ofsóknarkennd að auki-. En er allt þetta eftirlit eingöngu af hinu góða í lýðræðisþjóðfélagi ? Þrátt fyrir allt er staðreyndin nefnilega sú að yfirgnæf- andi meirihluti unglinga er elskulegt in- dælisfólk. Ef um skort á almennri kurt- eisi og mannasiðum er að ræða, þá er þar langoftast um að kenna uppeldis- áhrifum fuliorðinna íslendinga, sem varla geta beðið tveir eftir strætisvagni án þess að fara að stympast um það hver eigi að verða fyrstur þegar vagninn nálg- ast. Svo framarlega sem þessir tveir eru ekki mjög smáir vexti og gæta þess að klæðast ekki allt of stórum kanaúlpun, er hins vegar engin hætta á að vagnstjórinn hendi þeim út í hríðarbyl. H.H.S.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.