Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Page 1
f
LUR
VnMtm & oUm jflUuiX.
•S 557 9555
q p
C\
|Dctgur-®tmtmt
LÍFIÐ í LANDINU
Fimmtudagur 24. október 1996 - 79. og 80. árgangur - 203. tölublað
LUR
PiMtm i <dU* jfúnú.
•s 557 9555
ROMANTISKT SALTKJOT
Eiríkur Sæland, eigandi
Eyjablóma, er farinn að
selja saltkjöt í blóma-
verslun sinni. Hann segir þetta
vera svar við samkeppni KÁ
sem selur blóm í stórmarkaðs-
verslunum sínum tveimur í
Eyjum. Fyrir skömmu fór hann
einnig að selja grænmeti í
verslun sinni.
„Saltkjöt getur verið róman-
tískt og það er hægt að setja
margt annað í potta en potta-
blóm. Mér finnst ekkert sið-
ferði vera orðið í verslun-
arrekstrinum í dag. KÁ er
komið inn á mitt svið og eitt-
hvað varð ég að gera,“ segir
Eiríkur.
Hann hefur verið beðinn af
ýmsum aðilum að hætta við
saltkjötssöluna en það er eins
og að skvetta vatni á gæs. Ei-
ríkur bara eflist.
„Þetta er spurning fyrir mig
að lifa eða lognast út af. Ég
býst við því að grænmetissala
mín sé komin til að vera en ég
sé til með saltkjötið. Ég kaupi
grænmetið frá garðyrkjubænd-
um en ekki af milliliðum. Varan
er fersk og splunkuný og gott
verð á henni enda létu við-
brögðin ekki á sér standa,"
segir Eiríkur sem seldi kartöfl-
urnar á 60 kr. kg sem þykir
mjög gott verð.
En er ekki eðlileg þróun að
stórmarkaðsverslanir selji
blóm eins og hvað annað?
„Það er svo sem lítið hægt að
segja við því nema að mér
finnst óeðlilegt að verslunarrisi
sem veltir íjórum milljörðum á
ári sé að vasast inn á svona
sérvöru eins og við, þessi litlu
fyrirtæki í þessum bæ sem
höngum á horriminni, erum að
bjóða upp á. Ég vil minna á að
það eru ekki bara blómabúð-
irnar sem eru í hættu hér í Eyj-
um. Það eru einnig aðrar sér-
vöruverslanir og má þar m.a.
nefna Bókabúðina en KÁ var
með bókasölu á nokkrum titlum
um síðustu jól og lokuðu svo
fyrir söluna eftir jól. Það erfitt
að reka sérvöruverslun með
svona vinnubrögð hangandi yf-
ir sér. Ég hef rætt þetta við for-
ráðamenn KÁ á Selfossi án
þess að fá nokkur viðbrögð. KÁ
er stjórnað frá Selfossi og mér
finnst athyglisvert hversu lítil
umræða er um það hér í bæn-
um að KÁ á Selfossi, sem er
með um 70% af matvörumark-
aðinum í Eyjum, hirðir alla
veltuna og gróðann á Selfoss.
Ekkert verður eftir í Eyjum,“
sagði Eiríkur.
ÍSLENSKT JÁTAKKÁ FLÚÐUM
Forsetafrúin skoðar Límtré á Flúðum.
fyrir gesti og verksmiðju Flúða-
sveppa þar sem boðið var upp á
morgunverð.
Sveitarstjórnarmenn á Suð-
urlandi ásamt þingmönnum
kjördæmisins og frammámönn-
um í atvinnulífi á Suðurlandi
voru einnig viðstaddir. Síðan
var farið í heimsóknir í fyrir-
tæki á Hvolsvelli, Hellu, Selfossi
og Hveragerði og framleiðsla
þeirra skoðuð. -hþ.
Atakið íslenskt já takk var
sett að Flúðum x' gær,
miðvikudag. Forseti ís-
lands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, og frú Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir voru viðstödd
þegar Finnur Ingólfsson iðnað-
arráðherra setti átakið.
í máli iðnaðarráðherra kom
meðal annars fram að nauðsyn-
legt væri að hlúa vel að íslensk-
um iðnaði, þar sem hvert starf í
greininni hefur margfeldisáhrif
í þjóðfélaginu. Gestir skoðuðu
trésmiðju Límtrés á Flúðum þar
sem barnakór Flúðaskóla söng
Forsetahjónin í heimsókn hjá Flúðasveppum.
HVAÐÁ
FJALLIÐ
AÐ
HEITA?
Við minnum á samkeppni
okkar um heiti á nýja
eldíjallið í Vatnajökli.
Þegar eru byrjaðar að streyma
inn hugmyndir. Við tökum á
móti tillögum fram til hádegis á
mánudag, og birtum tillögur
ásamt þeirri sem við teljum
besta í þriðjudagsblaðinu í
næstu viku. Verið með! Einn
þeirra sem kemur með bestu
tillöguna vinnur útsýnisferð
fyrir 2 yfir nýja eldfj allið með
Flugtaki! Sendið tillögur til
Dags-Tímans, Strandgötu 31,
600 Ak, eða Brautarholti 1, 101
Reyk., símbréfsnúmer er 462
7639 og netfangið er rit-
stjori@dagur.is fyrir nethausa!