Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 25. október 1996 (®agxnr-'2Iímtmt FRÉTTIR Það virðist ekkert lát á vangaveltum manna um framtíð Jóns Baldvins. Sú kenning að hann stefni á sendiherrastöðu í Washing- ton virðist eiga ótrúlega víð- tækan hljómgrunn og bæði í utanríkisráðuneytinu og í utanríkisþjónustunni kraumar þessi kenning á göngum og í fundarherbergjum og er talin sérlega trúleg.... Talsvert uppistand varð í sláturhúsinu á Hellu í fyrradag, þegar fyrirmenni komu þangað vegna átaksins íslenskt já takk! Heimsókn fyrirmenna hófst á Flúðum og hélt áfram á Hvolsvelli og var skoðað þar. Síðan barst leik- urinn til Hellu. Prentuð dag- skrá heimsóknarinnar lá fyrir og þar blöstu við vandræðin þegar í sláturhúsið kom: í dagskrá gestanna stóð nefni- lega: Forsetinn kvaddur! Radíusbræður eru ekki beinlínis efstir á vin- sældalistanum á Akranesi eftir „gamanmál" þeirra um víðfræga fótboltasparkara bæjarins. En þeir hafa áður klikkað á Skaganum. í vor komu þeir fram í gagnfræða- skólanum með klukkutíma „sjó“. í pottinum er sagt að það hafi verið sextíu minútur af klámi og öfuguggahætti. Gaggónemendum stökk ekki bros á vör, segir sagan. Ann- að hvort er: Skagamenn hafa ekki húmor, - eða að Radíus- bræður eru ekki fyndnir. Heilbrigðismál Augnheilsa íslendinga kom verulega á óvart Mynd: BG Alþjóðleg augnrann- sókn sem meðal annars fór fram á Landakoti virðist sýna gott eftirlit með augnheilsu á íslandi etta sýnir að við erum með afar gott eftirlit með þessum hlutum," sagði Friðbert Jónasson yfirlæknir á Augndeild Landskots í gær. Hann stýrði umfangsmikilli augnrannsókn á íslendingum, 50 ára og eldri, í síðasta mán- uði. Einkum beinist rannsóknin að skýmyndun á augasteini og gláku. Við verkið voru notuð tæki sem japönsk yfirvöld lán- uðu, auk þess að Qármagna rannsóknina að mestu leyti. Friðbert sagði að verið væri að vinna lír gögnum, hér á landi og í Japan, og yrði gert næstu tvo mánuðina í það minnsta. Hann sagði að mæting hefði verið góð og úrtakið gott. Alls fengu 1.500 Reykvíkingar, karlar og konur, boð um að fá nákvæma augnskoðun vegna rannsóknarinnar. Friðbert segir að ótrúlega margir hafi þegist boðið. „Það virtist tiltölulega b'tið um alvarlega sjúkdóma sem er fyrst og fremst ábending um gott eftirlit og gott heilbrigðis- kerfi hvað varðar augnlækning- ar. Japanir tóku eftir því að það var mjög lítið um að við værum að finna hluti sem ekki var vit- að um, gláku og ský á augum. Varla nokkur maður sem tók þátt í rannsókninni hafði gláku sem ekki var áður vitað um,“ sagði Friðbert Jónasson. Framundan er að bera sam- an ástand augnsjúkdóma víða um heim. Útijólublá geislun hefur víða aukist vegna þynn- ingar ósónlagsins sem hefur slæm áhrif á skýmyndun á augasteini. Þessi breyting í náttúrunni hefur leitt til sífellt fjölgandi aðgerða við að nema brott augastein og koma gervi- augasteini fyrir í staðinn. Ský- myndun á augum er talin vera ástæðan fyrir helmingi blindu- tilfella, einkum hjá fólki yfir sextugu. Aðgerðum þessum ijölgar í sífellu og er svo komið að hún er helmingur allra augnaðgerða á íslandi og al- gengasta aðgerð á öldruðum á Vesturlöndum í dag. „Geislunin virðist tiltölulega lítil á íslandi miðað við til dæm- is Ástralíu, þar sem rannsóknin fór líka fram. Núna berum við saman hver raunveruleg áhrif útijólublárrar geislunar hefur á skýmyndunina. Við erum ekki síst að þessu til að reyna að átta okkur á því hvaða forvörn- um megi koma við. Þá þyrfti ef til vill ekki að fjölga aðgerðum eins og núna er allt útlit fyrir, þegar hópur aldraðra stækkar til muna,“ sagði Friðbert Jónas- son. -JBP Austurland Útvegsmenn vilja færri áramót Talsverð óþægindi, óhagræði og rugl samfara því að vera með fiskveiðiáramót- in um mánaðarmótin ágúst/september að mati austfirskra út- gerðarmanna Fundur í Útvegsmannafélagi Austfjarða, haldinn á Fá- skrúðsfirði 22. október 1996, beindi þeim tilmælum til stjórnar LÍÚ, að hún mælti með því við sjávarútvegsráðherra að lögum um stjórn fiskveiða yrði breytt á þann veg að fiskveiðiárið verði frá 1. janúar til 31. desember ár hvert í stað 1. september til 31. ágúst eins og nú er. í samþykkt fundarins segir að reynslan hafi sýnt að engin hag- ræðing eða kostur sé fólgin í því að vera með fiskveiðiárið á skjön við almanaksárið. Hins vegar séu tals- verð óþægindi, óhagræði og rugl samfara því að vera með fiskveiði- árið á þeim tíma sem nú er. Út- gerðarmenn þurfi að „dandalast" með þrjú áramót hverju sinni, þ.e. almenna fiskveiðiárið, fiskveiðiár loðnuskipa sem er 1. júh' til 30. júní og síðan almanaksárið. Mjög skiptar skoðanir voru um tillöguna og segir Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga og formaður Út- vegsmannafélags Austijarða, að þótt á sínum tíma hafi þvi verið haldið á lofti að heppilegast væri að mæta kvótaleysinu að sumar- lagi, þá megi færa sterk rök fyrir því að skynsamlegra sé að mæta kvótaleysinu í svartasta skamm- deginu, þegar veður eru verri og dýrara að sækja fiskinn. Tillagan var borin upp af Emil Thoraren- sen, útgerðarstjóra Ilraðfrystihúss Eskiíjarðar hf. GG FRÉTTAVIÐTALIÐ Vínbúð í Kópavogi boðin út Hildur Petersen forstjóri Hans Petersen hf. Hildur Petersen, forstjóri Hans Petersen hf, er formaður þriggja manna stjórnarÁTVR, sem tók til staifa um síðustu dramót. Smú- sölufyrirtœkið ÁTVR er einstakt, skilar 6 milljarða gróða aflO milljarða sölu. Dagur-Tíminn rœddi við Hildi í gœr. - Nú ert þú áreiðanlega talsmaður einkaframtaksins. Finnst þér ekki nokkuð undarlegt hvemig háttað er smásölu á vöru eins og áfengum drykkjum? „Vissulega er þetta sérkennilegt fyrir- komulag og kemur oft undarlega út. En þetta er nú auðvitað bara það sem við búum við ennþá. Það er ekkert víst að það verði um ókomna framtíð. Hugsan- legt er að taka þetta í einhverjum skref- um eins og við erum reyndar að gera núna í Kópavogi með því að fá prívatað- ila inn í dreifinguna. Ég held nú að það verði þróunin að þetta fari smám saman í einhvern frjálsari farveg." - Er nefndin að Jjalla um það hve- nœr leyfð verður sala á til dœmis bjór og léttvínum í matvörubúðum kaup- manna eða áfengis yfirleitt í sérvöru- búðum kaupmanna? „Við erum að skoða málin frá ýmsum hliðum í stjórninni. En ég held þetta gerist ekki á einni nóttu. Þetta er lang- tímamái." - Hvernig stendur á því? „Ég held þetta sé fyrst og fremst póli- tík. Það er hlutverk alþingismanna að ákveða þetta.“ - Ætli íslendingum sé þá ekki treyst- andifyrir víni? „Það eru greinilega ekki allir sem álíta það. Stjórn ÁTVR gæti út af fyrir sig samþykkt á fundi sínum að leggja þetta allt niður og koma sölunni í frjáls viðskipti. En það mundi ekki ganga, málið yrði að fara gegnum Alþingi og al- mennt er álitið að það gengi ekki svo glatt í gegn.“ - Töluverðar ýfingar eru meðal hagsmunaaðila í Kópavogi vegna vœntanlegrar áfengisútsölu á vegum ÁTVR, og undirskriftarlistar í gangi um allan bœinn. Hvenœr má vœnta ákvörðunar um staðarvalið? „Þetta er reyndar í þeim farvegi núna að Ríkiskaup vinna að útboði. Það má reikna með að því verði lokið fljótlega og jafnvel að verslunin verði opnuð í febrúar eða mars á næsta ári.“ - Þýðir það að Bónus í Smára- hvammi fái ekki vínbúðina. Verslanir á þeim slóðum verða ekki tilbúnar fyrr en síðsumars að manni skilst? „Þetta fer allt eftir því hver býður best, menn verða að standa sig í sam- keppninni." - Ætlar ÁTVR að reka þessa verslun eða verða það einkaaðilar? „Þarna erum við í rauninni að tala um að einkaaðilar taki að sér rekstur- inn, en það þarf auðvitað að uppfylla ýmis skilyrði, sömu innkaupareglur og tölvukerfið það sama. En einstaklingar mundu sjá um reksturinn að öðru leyti." - Skiptir það einhverju máli ef bœj- arbúar í stórum stíl þrýsta á stjórn ÁTVR með söfnun undirskrifta? „í raun og veru ekki, þegar búið er að bjóða verslunina út. Við munum taka besta tilboðinu." - Var verið að taka völd af forstjóra ÁTVR með nefndinni sem fjármálaráð- herra skipaði fyrr á þessu ári? „Nei, alls ekki, forstjórinn vinnur með okkur þremur, mér, Þórarni Sveins- syni krabbameinslækni og Árna Tómas- syni endurskoðanda. Það þótti einfald- lega eðlilegra að hafa stjórn í fyrirtæk- inu frekar en að öll vinnan lenti á íjár- málaráðuneytinu." -JBP

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.