Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Blaðsíða 11
jOagur-©ittmrt Föstudagur 25. október 1996 -11 Golfsagan - lengi lillr í gömlum glæðum * slendingunum, sem léku suðurvöllinn (Sur) á La Manga í SL-ferðinni á dög- unum og sagt var frá hér í Golf- tímanum, varð starsýnt á minn- ingarskjöld sem var við 12. brautina á vellinum. Tólfta brautin er par þrír, 140 metra löng. Skjöldurinn er til minn- ingar um einstætt afrek sem unnið var á brautinni fyrir nokkrum árum. Þýskur öldung- ur för þá holu í höggi á braut- inni. Þáð er út af fyrir sig ekk- ert fréttnæmt við það að ein- hver fari holu í höggi á braut- inni þó gamall sé, svo margir sem leika á vellinum. Það sem var merkilegt við atburðinn er það, að öldungurinn var 99 ára þegar hann vann afrekið. 't- U(. f' Gaddabann ✓ Afjölrnörgum golfvöllum í Evrópu, einkum á Spáni, hafa verið settar reglur sem banna notkun á golfskóm með stálgöddum undir. Flestir kylfingar kannast við þennan útbúnað, enda eru svona skór algengasti skófatnaður þeirra sem golfið stunda. Nú stefnir í það að dagar þessa skófatnaðar séu taldir, þar sem þeim golfvöllum fjölgar stöðugt sem leggja bann við notkun stálgadda. Á Valderama-golfvellinum, þar sem Ryder Cup keppnin fer fram á næsta ári, er nú bannað að fara um á stálgaddaskóm. Einnig hefur bannið náð til La Manga-vallarins, sem margir íslenskir kylfingar þekkja. Is- lendingar jiekkja einnig vel til Maspalomas-golfvallarins á Kanaríeyjum, en þar tók bannið gildi 1. október sl. Það er eins gott fyrir þá kylfinga, sem leggja leið sína til þessara staða, að athuga skófatnað sinn í tíma. Búist er við að þeim völlum íjölgi í Evrópu og Ameríku sem taka upp bann við notkún stál- gadda. Stálgaddar skemma flatir valla, eins og kylfingar vita. Oft hefur verið um það rætt að leyfa kylfingum að laga gadda- förin á flötunum, en það hefur dregist af ótta við að slíkt mundi teíja golfleikinn mjög. Kylfingum til huggunar skal það tekið fram, að þeir geta notað golfskóna sína áfram. Þar sem bannið er í gildi eru stál- gaddarnir skrúfaðir undan og plasttappar settir í staðinn. Segja þeir sem reynt hafa að þeir séu ekki síður stöðugir á þeim útbúnaði en stálgöddun- um. Lee Trevino Lee Trevino er einn vinsæl- asti kylfingur allra tíma. Trevino fæddist í Dallas í Texas 1. desember 1939 af fá- tæku mexíkósku foreldri. Hann naut sáralítillar skólagöngu, en snemma lét hann golfkylfurnar tala fyrir sig. Þegar hann var þrítugur hafði hann meðal ann- ars unnið US Open og þénað hálfa milljón dollara. Vegna lé- legra samninga varð lítið úr þessum peningum fyrir Trevino og runnu þeir að mestu leyti í annarra vasa. Þrátt fyrir frækna sigra á næstu árum hélst Trevino illa á peningunum. Hann meiddist illa þegar hann varð fyrir eldingu á golfvellinum og var frá keppni um tíma. Þegar hann kvæntist í þriðja sinn, 44 ára gamall, sagði hann eiginkonu sinni að sér fyndist hann of gamall til að reyna að „komast á toppinn" á ný. „Golfkylfurnar þínar hafa ekki hugmynd um hvað þú ert gamall," svaraði hún. Hann hélt því ótrauður áfram og vann meðal annars US-PGA mótið og mörg önnur. Lee Trevino er þekktur fyrir hnyttin tilsvör og skondnar at- hugasemdir, hrókur alls fagnað- ar innan vallar og utan. Frægt er tilsvar hans þegar einhver gerði athugasemd við golfsveifluna hans, sem þykir mjög sérstök. Þá svaraði Trevino: „Bankastjóran- um mínum þykir hún ágæt.“ Lee Trevino tekur nú þátt í golfmótum eldri kylíinga, en þau verða æ vinsælli meðal áhuga- fólks um golf. Hins og segir í greininni um Lee Trevino, þykir hann hafa sérstaka golfsveiflu. Þegar einhver setti út á golfsveifluna hans svaraði Trevino: „Bankastjóranum mínum finnst hún ágæt.“ Teikning: R.Lár. Golfari Dagsins Golfari dagsins er eiginkonan sem leikur ekki golf að staðaldri. S'undum er hún kölluð golfekkja. Það kemur fyrir að húti fer út á golfvöll með manninum sínum, oft- ast í góða göngjferð sér til heilsubótar. Það kemur fyrir að hún tekur þátt hjóna- eða parakeppni með manninum og þá púttar hún. Þ; ð eru óskráð lög að maðurinn má ekki gera nokkra athugasemd þó púttin rati ekki í holuna fyrr en eftir nokkur pútt. Það reynist mörgum manninum erfitt að hemja skap sitt þegar hann hefur komið boltanum á flötina í tveim eða þrem höggum, en frúin notar svo þrjú til fimm högg til að pota boltanum í holu. Sem betur fer gerist það æ algengara að konur leiki golf og er það vel. Golfíþróttin er nefnilega einhver besta Qöl- skylduíþrótt sem völ er á. Teikning: R.Lár. Golfreglan Ef þú álítur, eftir að hafa slegið boltann, að hann sé týndur eða útaf, máttu slá annan bolta til vara til að spara tíma. Þú verður að slá varaboltann áður en þú leitar að fyrri boltanum. Þú verður að segja mót- herja þínum fyrirfram hvað þú ætlar að gera. Hér álítur Boggi að boltinn hans sé útaf. Til þess að spara tíma tíar hann annan bolta, varabolta. En þegar Boggi kemur að boltanum kemur í ljós að fyrri boltinn er ekki út- af. Hann verður því að taka seinni boltann upp og leika áfram fyrri boltanum. Boggi fær ekki víti í þessu tilviki. En hann má ekki slá varaboltann, þó svo að fyrri boltinn sé ósláanlegur eða sé í torfæru.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.