Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 3
iDagurÆmmm ÍSLENDINGAPÆTTIR Laugardagur 26. október 1996 - III HAGYRÐINGAR SÖGUR O G SAGNIR Haust Heyrnin lagast, lyftist brá, lundin hressist óðum, er haustsins slydda slekkur á sláttuvélahljóðum. Lausir samningar Ætli velsœld leggi lið leiðtogarnir glœstu, svo eitthvað batni ástandið um áramótin nœstu? Pétur Stefánsson Viðkomufréttir Yfir grundir, grjót og kletta í gamla daga lágu sporin, þegar litla lambið netta lagðprúð kindin ól á vorin. Gott er samt að gleymist þetta, gömul minni burtu skorin. En mér finnst gaman mjög að frétta að Madonna sé loksins borin. Gaman, gaman Margur er í gríni gerður gamanbragur strákum hjá. Óhamingju íslands verður allt að vopni — svei mér þá. Búi UM HVERN ER SPURT? 1. Hann fæddist þegar ráðuneyti Sigurðar Eggerz hélt um stjórn- artauma. Faðir hans var þá þingmaður og þótti með glæsileg- ustu mönnum. Föðurafinn sat einnig á þingi. Voru þeir báðir kenndir við landslag á Austurlandi. Sjálfur sat hann líka á Al- þingi nokkrum sinnum. Par flutti hann frumvarp og fylgdi eftir þar til það varð að lögum. Blaðamenn og aðrir skriffinnar eru honum ávallt þakklátir fyrir þann stjórnmálasigur. 2. Hann stundaði nám á íslandi og í Bandaríkjunum og starfaði löngum að þeirri grein sem menntun hans bauð. Hann stundaði einnig kennslu og sjómennsku. Hann hefur búið til sjávar og sveita og þykir fengur að nærveru hans, enda talinn með skemmtilegustu mönnum. Hann er góður hagyrðingur og svo ástsælt skáld, að kvæði hans og textar eru á hvers manns vör- um. 3. Hann hefur samið fjölda bóka og leikrit hans eru sett á svið heima og heiman. Bróður hans er einnig gefin hin andlega spekin og er hann þekktur og dáður listamaður og einnig kunn- ur fyrir einarðar stjórnmálaskoðanir, þótt afskipti hans af þjóð- málum séu ekki mikil. 'uinuis uinpiuisuo} peui ;p| u;>|J3A>|!3| epæ|6 pe i uecj uu|>pui Biuum e ‘p|e>jsupt Bo jnincjsdjeAjn ‘IIOI/M uop ‘jeseuop Jipoig 'uunijpiA 'rua siíei) pj>po| 6o >pptnpAcj|e uin j'n>)æq jeiæsujÁ ipiués uuen 'íuieu bjj uiieq uio>) uueq pe ji'ya poiq Bjoui pjA ipepiejs Bo uinuní^uepuég ; n>|suueuiepe|q ipjséj seuop je spoB Bjuuje ejpfu epjoqnA|pi jnpuetoN e;pqsBeq |q uinuuoui uimæpíj uinnp ujBpi n[Au njoA 6o soe>j p6p|ndj>js újpjoqjn;e| njOA jnpy ’jpoqe6e| peui eieAijj pjoqjnjoi euiæjuies pe jba sjnB;s |q jpp|S| uúeq uiss pjdjeAuimj -p|Be|epueq -npAcjiv Jepis 6o uu|>|>|0|jejs!|e!sps — npAcjie >|>|0|jjeBujU!éuies J|JA) jBujcj e }es seuop 'jnpeuiBuicj e|n|/\| i uoþ jba J|pej subh 'uu|>|>|0|}S! -pæjsjiefs juAj |6u|c| e jes uiss ‘e|n|/\| ejj jeuossuop eujy Jnuos js uueg 'uueuis|6u|cj|e Bo p|e>|s ‘uoseujy seuop uin jjnds' js peq :jbas Er þjóðsöngur- inn guðlast? Unnur Stefánsdóttir hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um að tekinn verði upp annar þjóðsöngur, sem á að vera auðveldari í flutningi en sá sem nú er brúkaður við öfl tækifæri. Nokkur umræða hefur orðið um þessa tiUögu og er óþarfl að orðlengja meira um hana, en hún hefur enn ekki fengið fuUnaðarafgreiðslu á Al- þingi. En hugmyndin er hvergi nærri ný af náUnni, því oft er kvartað yflr því að þjóðsöngur- inn sé torskilinn og lagið ekki við alþýðu hæfi. f safni tU sögu landnáms Ingólfs, sem út kom 1940, ritar Þorsteinn J. Jó- hannsson langa grein um land- námið og staðarval fyrsta land- námsmannsins. Hann viU auka veg Ingólfs með táknrænum hætti og leggur tU að þjóðsöng- urinn verði helgaður honum. Þorsteinn skrifar: Pað er svo annað mál, og það finnst mér að íslenska þjóðin eigi að halda áfram með, að skoða sögnina um súlurnar, sem rak til Reykjavíkur sunnan úr hafi og áttu að hafa fundist eftir þrjú ár, sem helgisögn og halda henni uppi með þjóðlegum blæ, sem best yrði gjört með því að koma henni inn í almennan þjóð- söng, sem tekinn vœri upp við hlið þess þjóðsöngs, sem nú er. Ég ætla ekki að kasta neinni rýrð á þjóðsöng þann, sem við nú höfum, hvorki á texta né lag. En það er ekki hœgt að neita því, að textinn er ekki vel til þess fallinn, að hann sé hafður við hvaða tœkifœri sem er eða undir öllum kringumstœðum, eins og verður oft með þjóðsöngva. Enda mun ekki hafa verið til þess œtl- ast af höfundinum, að hann yrði gerður að þjóðsöng, þegar hann orti hann. En hin einstöku tíma- mót, sem þá voru, gefa auðvitað slíku skáldi sem hann var tilefni til lofsöngs. En háfleygur lof- söngur sem almennur þjóðsöng- ur getur stundum nálgast það, sem kallað er að leggja nafn guðs við hégóma. Það munu fleiri vera á þess- ari skoðun en ég. Hins vegar finnst mér, að það œtti að geta farið vel á því, að þjóðsöngvarn- ir vœru tveir, og þá œtti að vera hœgt að nota á víxl, eftir því sem hentast þætti og eftir aðstœðum. Þessi annar þjóðsöngur, sem sjálfsagt er að verði upptekinn, á að vera helgaður tign landsins og göfgi og trú hins fyrsta land- námsmanns. Það vill líka svo vel til, að hvorttveggja er nú þegar til, bœði texti og lag, og hvorttveggja prýðilegt og vel til þjóðsöngs fallið og ort af öðru aðalskáldi, sem uppi var á þjóð- hátíðinni 1874, til minningar um Ingólf Arnarson: Gnoð úr hafi skrautleg skreið, skein á jökuljjöllin heið, Ingólfur þá eygðifyrst ísland morgungeislum kysst. Matthías Jochumsson. Öndvegisstólpum stafnifrá steypti hann fram í kaldan sjá; hetjan prúð í helgum móð horfði lengi og þögul stóð. Kvæði það, sem hér er lagt tU að gert verði að þjóðsöng, er eft- ir Steingrím Thorsteinsson og Steingrímur Thorsteinsson. í tiiefni þjóðhátíðar 1874 ortu skáldin mögnuð ættjarðarljóð og mærðu ættjörðina og frelsið. Nema Bólu-Hjálmar, sem orti um sín kjör og þeirrar þjóðar sem hann tilheyrði, leiguiiða og fátæk- linga. Á teikningunni er Grímur Thomsen að flytja Kristjáni IX ávarp á Þingvöllum og þakkar fyrir nýju stjórnarskrána, sem færði Al- þingi löggjafarvald. var ort eins og fram kemur í til- efni Þjóðhátíðarinnar 1874, en þá ortu höfuðskáldin eldheit ætt- jarðarljóð. En lagið, sem sungið hefur verið við kvæðið, er eftir A.P. Berggren. Ó, guð vors lands, eftir Matt- hías Jochumsson, var einnig frumflutt í tilefni þjóðhátíðar, en í Dómkirkjunni í Reykjavík. Höf- undur lagsins er Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þess má geta að Steingrímur orti einnig Öxar við ána í tUefni Þingvallafundar, en sá var hald- inn 1885 er Þjóðlið íslendinga var stofnað. Lagið við þá herhvöt er eftir Helga snikkara og tón- skáld Helgason. Það kvæði og lag hefur verið nefnt sem þjóðsöng- ur tU daglegs brúks, en Guðvors- landsinn tU spari. Eldgamla ísafold, eftir Bjarna Thorarensen, þykir sumum koma tU greina sem þjóðsöngur, en sá galli er á, að lagið er lof- söngur tU bresku konungsfamU- íunnar, sem ekki þykir ríða feit- um hestum á siðferðissvelfinu um þessar mundir. í fyrrnefndri þingsályktunar- tiUögu er stungið upp á að efnt verði til samkeppni um nýjan þjóðsöng, ljóð og lag. Vel má það vel takast. En minna má á, að þegar haldin var þjóðhátíð 1974 var efnt til samkeppni um hátíð- arbrag. Um 70 kvæði bárust og var ekkert talið birtingarhæft. Tómasi Guðmundssyni var þá falið að gerast verktaki og leysti hann málið af kunnáttu og smekkvísi. En nú er Tómas lát- inn. OÓ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.