Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 8
VIII - Laugardagur 26. október 1996 ISLENDINGAÞÆTTIR DaguÆinmm Andlát Anton Ringelberg, Álfheimum 72, lést á öldrun- ardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur föstudaginn 18. október. Ásbjörn Magnússon lést í Landspítalanum þann 18. október. Dagný Magnúsdóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, til heimilis að Dalalandi 3, Reykjavík, lést á heimili sínu 18. október. Dorcas-Anne Kristjánsson lést á heimili sínu í Winnipeg, Kanada, 21. október. Erla Elínborg Sigurðardóttir, Frostaskjóli 51, Reykjavík, lést í Landspítalanum 18. október. Erling Ragnarsson. Raufarhöfn, lést á heimili sínu 16. október. Geir Gíslason, Bauganesi 42, Skerjaflrði, andaðist í Landspítalanum að- faranótt 20. október. Guðbjörg A. Ólafsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 15. októ- ber. Guðmundur K. Stefánsson frá Hóli, Stöðvarflrði, Espi- gerði 4, lést á krabbameins- deild Landspítalans mánudag- inn 21. október. Guðríður Sigurðardóttir frá ísafirði, til heimilis að Ár- skógum 6, Reykjavfk, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. október. Hannibal Þ. Guðmundsson andaðist á hjúkrunarheimil- inu Eir þann 21. október. Harpa Steinarsdóttir, Birkihlíð 7, Sauðárkróki, lést af slysförum 19. október. Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen, Skeljatanga 7, Reykjavík, lést þann 8. október. Báfför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Katrín Dagmar Einarsdóttir, Rauðagerði 22, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 18. október. Logi Snædal Jónsson skipstjóri, Boðaslóð 16, Vest- mannaeyjum, varð bráð- kvaddur þriðjudaginn 15. október. Orri Möller Einarsson lést á gjörgæsludeild Land- spítalans að kvöldi 17. októ- ber. Ólafur Tómasson viðskiptafræðingur, Sigluvogi 16, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu- daginn 11. október. Jarðarför- in hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólína Sigríður Björnsdóttir lést á Sjúkrahúsi Sigluljarðar hinn 21. október. Salóme Veturliðadóttir, Köldukinn 5, Hafnarflrði, and- aðist á St. Jósefsspítala, Hafn- aríirði, 17. október. Sigurður Jóhannesson rafvirkjameistari, Norðurási 2, lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur 21. október. Sigurjón Stefánsson, Hólmagrund 12, Sauðárkróki, lést á dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, 18. október. Svanhildur Margrét Jónsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi 21. október. 90 ára Kristín Sigvaldadóttir Brot Lóukvak og léttfœtt lömb á grundum kalla hug minn heim á hljóðum stundum hvíslar hjartað: geym þann hreina söknuð Komið er kvöld um jjöll og kyrrðin vöknuð. (Snorri Hjartarson) Kristín Sigvaldadóttir varð níu- tíu ára gömul þann 25. októ- ber. Við höfum komið til henn- ar þar sem hún situr hvíthærð og smávaxin og undrast þá ævi sem hún lifði. Við sem erum afkomendur hennar þeysumst um í Ijósaskiptum nútímans, stundum ráðvillt, stund- um náum við áttum. En viðmið okk- ar við nútíð og fortíð er sterkum böndum tengt þessari konu sem hef- ur alltaf verið til í okkar veröld og hefur vísað okkur leið að þeim stað þaðan sem við erum komin. Kristín er fædd á Gilsbakka í Öx- arfirði árið 1906, sjöunda í röð tólf systkina. Þá var vond tíð, ekki matur. „Hún leið svo mikið hungur, mamma, þegar hún gekk með mig,“ sagði langamma einu sinni, „hún sagði að henni hefði ekki einu sinni dottið í hug að hún gengi með lifandi barn.“ Mest var langamma hissa á að hún skyldi lifa. Barn varð hún að heyja baráttu fyrir lífi sínu og sú barátta hélt áfram og var oft hörð. Átta ára var hún sett í vist. Þar lék hún sé ekki augnablik en vann mik- ið. Langamma man enn hvað hún skældi af þreytu og kulda og hvað hana verkjaði í fæturna. Sporin hennar lágu úr einni vist í aðra, hún var lítið heima á Gifsbakka. Einhvers staðar á þessari leið hætti hún að skæla, einhvers staðar fann hún styrk sem hefur orðið okk- ur sífellt undrunarefni. Átján ára réði langamma sig sem ráðskonu á bæinn Svínadal á Norð- urhálendinu skammt vestan Jökuls- árgljúfra. Kona bóndans hafði nokkrum árum áður dáið við fæð- ingu þríbura. Heimilið hafði verið leyst upp. Eftir voru bóndinn og fjög- ur börn. Það fór svo að hún giftist Jóni Pálssyni, elsta syni bóndans. Saman bjuggu þau í Svínadal í ellefu ár og saman áttu þau fimm börn. í Svínadal gerðust ótrúlegar sögur, þar var þurrkað hey, kýr mjólkaðar, búinn til ostur, brauð bakað og tekið á móti útlendingum sem komu á hestum ofan af hálendinu. Lífsbar- áttan var hörð. Átök voru háð við náttúruna en líka við óvæg örlög. Samt er bjart yfir minningum lang- ömmu úr Svínadal og oftast logn og glaða sólskin. Síðar fluttu langamma og Jón í Þórunnarsel í Kelduhverfi en til Reykjavíkur 1963. Jón dó árið 1966. í Reykjavík vann langamma ýmis störf, lengst vann hún sem matráðs- kona á Flókadeild Landsspítalans. Sjötug bar hún út Þjóðviljann og rukkaði, bakaði flatkökur og kleinur sem hún seldi í búðir í Vesturbænum og eldaði mat ofan í frændur sína sem keyrðu vörubíla á milli Húsavík- ur og Reykjavíkur. Henni fannst hún óendanlega rfk vegna þess að hún fékk laun í peningum og fór til Mall- orka að minnsta kosti einu sinni á ári, átti rauðan kjól og svartan hatt og fór á gömlu dansana. Samt er það lífið í Svínadal sem markaði dýpst spor í huga langömmu og þangað hefur hún eflaust oft horfið aftur. Hún talar oft um Svínadal og Jökuls- árgljúfrin. í hugum okkar sem höf- um lært sögurnar hennar eru gljúfr- in, dalurinn og tóftir gamla bæjarins kennileiti í sögu hennar og sögu okk- ar sjálfra. Berglind Hallgrímsdóttir. MINNINGAR Kristján Hrólfsson Kristján Hrólfsson fæddist á Ábæ í Austurdal í Skagafirði 1. mars 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagflrðinga á Sauðár- króki 9. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Valgerður Krist- jánsdóttir frá Ábæ og Hrólfur Þor- steinsson bóndi, frá Skatastöðum í sömu sveit. Þau bjuggu á Ábæ og síðar á Stekkjarflötum í sömu sveit. Kristján átti sex systkini. Elst þeirra var Friðfinna, sem var bú- sett í Reykjavík, en hún andaðist 26. sept. s.l. Hin systkinin eru á líli, en þau eru: Ingibjörg, búsett á Lýt- ingsstöðum í Skagafirði; Jórunn, búsett á Akureyri; Kristbjörg, bú- sett í Þjórsártúni í Rangárvalla- sýslu; Stefán, bóndi á Keldulandi í Skagafirði, og Anna, búsett á Sauð- árkróki. Fóstursystur áttu þau, Jó- hönnu Kristjánsdóttur í Reykjavík, scm nú er látin. Kristján kvæntist 29. mars 1949 eftirlifandi konu sinni Rannveigu Jónu Traustadóttur, f. 1. október 1927 á Atlastöðum í Svarfaðardal, og hófu þau þá búskap á Syðri-Hof- dölum. Þau eignuðust tvö börn: Val- gerði, f. 28.12. 1948, og Trausta, f. 7.1. 1953. Valgerður er verslunar- maður á Sauðárkróki, gift Jónasi Sigurjónssyni. Börn þeirra: Kristján Bjarki, f. 23.11. 1967, og Rannveig Jóna, f. 25.11. 1968. Sambýliskona Kristjáns Bjarka er Gerður Kristný Guðjónsdóttir. Trausti er bóndi á Syðri-Hofdölum, giftur Ingibjörgu Aadnegard. Börn þeirra: Atli Már, f. 21.12. 1973; Trausti Valur, f. 16.7. 1983; Helgi Hrannar, f. 1.5. 1985; ísak Óli, f. 16.10. 1995. Sambýlis- kona Atla Más er Ingibjörg Klara Heigadóttir og eiga þau soninn Friðrik Andra, f. 10.3. 1995. Útför Kristjáns fór fram frá Hofsstaðakirkju laugardaginn 19. október s.I. Vegferðinni er lokið. Þessi sér- staklega góði maður, Kristján móð- urbróðir minn, hefur kvatt þetta jarðsvið. Hann kvaddi það á sinn hógværa og hljóðlega hátt með komu haustsins. Kristján var fæddur á kirkjustaðnum Ábæ í Austurdal og þar liðu bernskuár hans í faðmi fjalladalsins austanvert við Jökulsá austari. Átta ára gamall, vorið 1929, flutti hann með foreldrum sínum, systkinum, fóstursystur og ömm- unni, henni Ingibjörgu frá Svína- vatni, niður að Stekkjarflötum og þar átti hann heima uns hann hóf búskap á Syðri-Hofdölum í Viðvíkur- sveit. í minningum fyrstu ára ævi minnar man ég hann svo glöggt, prúðmennið mikla sem aldrei féll styggðaryrði af vörum. Af honum lærði ég margt þegar ég var h'till og það var svo gott að vera í návist hans. Frændinn góði, sem hafði átt fyrstu bernskuspor sín í túninu á Ábæ, sýndi mér sérstaka umhyggju og bar alltaf birtu inn í heim lítils drengs. Einlægni, hlý orð og ljúf- mannlegt viðmót voru einkenni hans. Ifjá honum lærði ég nöfn blóma og heiti fugla. Hann kenndi mér að skynja sunnanvindinn, þenn- an hlýja blæ sem kemur allt í einu einn morgun að sunnan yfir fjöllin niður í norðlenskan dal og þá vorum við báðir vissir um að vorið væri komið. Svo hafa árin kvatt hvert af öðru og alltaf var jafn notalegt að hitta Kristján. Þessi hlýlega og stillta framkoma hans orsakaði það að mér leið alltaf sérstaklega vel í nær- veru hans. Ilann var fyrirmynd ann- arra með geðprýði, því að það var aldrei vanstilling eða asi, aðeins hlýja, alúð og nærgætni. Og nú spyr ég með ljóðlínum Starra í Garði: Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita, en flnn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka þetta sem eitt sinn var. Ég mun minnast Kristjáns sem eins af bestu mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Um hann á ég margar dýrmætar minningar úr æsku minni. Mér þykir vænt um þessar minningar og óg mun varð- veita þær vel. Ég kveð svo kæran vin með trega og virðingu. Konu Kristjáns, Rannveigu Jónu, og fjölskyldu bið ég blessunar. Hjörtur Guðmundsson. Bjöm Bjömsson Björn Björnsson var fæddur í Pálsgcrði í Fnjóskadal 19. ágúst 1920. Ilann lést á heim- ili sínu 15. október s.l. Foreldrar hans voru Sigurrós Sölvadóttir hús- móðir og Björn Árnason bóksali. Þau eignuðust 5 börn. Björn giftist eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Bald- vinsdóttur, f. 8.10. 1925, 17. nóvem- ber 1945. Þau eignuðust 6 börn: Baldvin, f. 31.7. ’46; Björn, f. 14.7. ’51; Elínu, f. 7.2. ’56; Rúnar Þór, f. 27.10. ’57; Birki, f. 16.10. ’61, og Víði, f. 16.3. ’63. Björn fluttist 11 ára gamall með foreldrum sínum til Hríseyjar og bjó þar alla tíð. Björn verður jarðsunginn frá Hríseyjarkirkju 26. Október kl. 14.00. Tengdafaðir minn, Björn Björns- son, er látinn. Mig langar að minnast hans með fáeinum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir tæpum 30 árum, þegar ég kynntist Baldvini, elsta syni hans. Mér er efst í huga sú velvild sem hann og Guðrún kona hans sýndu mér og Helgu dóttur minni, þá fjögurra ára gamalli, þeg- ar við komum inn í stóru fjölskyld- una þeirra og sú velvild óx með ár- unum. Björn var mikill fjölskyldumaður, hann setti konu sína og börn ofar öllu öðru. Við Baldvin bjuggum um tíma á neðri hæðinni hjá Birni og Guðrúnu og aldrei heyrði ég hann mæla styggðaryrði til barna sinna. Mér er mjög minnisstætt stuttu eftir að ég fluttist til Hríseyjar, þegar ég var að skamma Helgu fyrir eitt- hvað smávægilegt, að þau horfðu á mig og báðu mig þess lengstra orða að skamma hana ekki, heldur að tala við hana. Þessi aðferð reyndist þeim vel, því meira ástríki á milli foreldra og barna er erfitt að finna. Heimili þeirra stóð alltaf allri fjöl- skyldunni opið og voru ófá sumrin sem Helga dvaldi hjá þeim. Björn var alla tíð sjómaður og var með eigin útgerð í fjöldamörg ár. Eftir að hann kom í land stundaði hann ýmis störf sem tengdust sjón- um. Litla trillu átti hann þó alltaf og naut þess að skreppa og ná sér í soð- ið. Óþarfl er að taka það fram að fleiri nutu góðs af. Með fiskinum skyldu vera kartöflur og þá ræktaði hann að sjálfsögðu kartöflur handa allri fjölskyldunni. Næst á eftir fjölskyldunni var stangveiði hans helsta áhugamál. Nýtti hann öll tækifæri sem gáfust til að komast í góða veiðiá og var þá ekki slegið slöku við. Gaman var að sjá þann sérstaka svip sem kom á tengdapabba þegar fiskur tók á hjá honum. Björn las mikið og voru einkum bækur sem tengdust sjómennsku og veiðiskap í mestu uppáhaldi hjá hon- um. Björn tók ekki mikinn þátt í fé- lagsmálum. Ilann var félagi í Lions- hreyfingunni og hreppstjóri Hrísey- inga um alllangt skeið. Ég kveð tengdaföður minn með innilegu þakklæti fyrir áratuga löng kynni. Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsku Guðrún, við Helga vottum þér og fjölskyldu þinni okkar innileg- ustu samúð við fráfall Björns. Sigríður Kristín.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.