Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 6
Sverrir Guðmundsson Sverrir Guðmundsson, fv. að- stoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, andaðist á Landspít- alanum að kvöldi 14. október síð- astliðins. Með honum er genginn einn mætasti maður landsins í umferðarmálum. Sverrir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1914. Hann hóf störf við lögregluna í Reykjavík 1941 á umbrotatímum. Hann var skipað- ur varðstjóri í lögreglunni 1952 og varð þá brautryðjandi í vega- eftirliti lögreglunnar. Sverrir stóð að stofnun umferðardeildar lög- reglunnar í Reykjavik árið 1960 og var þá skipaður aðalvarðstjóri. Tók deildin til starfa í gamla Skátaheimilinu við Snorrabraut það ár og starfar enn. Árið 1966 flutti umferðardeildin með sinn mannskap, bifhjól og vegalög- reglubifreiðar í hina nýju lög- reglustöð við Hverfisgötu. Þá var Sverrir skipaður aðstoðaryfirlög- regluþjónn yfir umferðarmálum lögreglunnar í Reykjavík, sem hann gegndi þar tii hann lét af störfum á eftirlaunum árið 1984. Þegar ég undirritaður gekk til liðs við lögregluna í Reykjavík ár- ið 1968, hófst ferillinn með setu á skólabekk í Lögregluskóla ríkis- ins. Þar kynntist ég Sverri fyrst, en hann var þar kennari. Þessi broshýri og skemmtilegi maður heillaði mig og enn frekar hin unga lögregludeild hans, þar sem menn voru á tækjum í umferð á íslandi sem var í mótun og risa- stórt verkefni framundan. Vorið 1969 hóf ég starf hjá umferðarlögreglunni í Reykjavík og var settur á gamalt BMW-lög- reglubifhjól. Ég sætti mig ágæt- lega við þetta, þó hjólið væri lítið og lélegt og vekti ekki almenna hrifningu meðal borgarbúa, því ég hafði sóð myndir af Sverri á allskyns skellinöðrum í þágu lög- reglunnar, en fallegasta myndin af honum var á Harley Davidson lögreglubifhjóli. Vonandi fær sú mynd góðan sess í lögreglusafn- inu í Árbæ. Sverrir Guðmundsson taldi í mig kjark og ég fékk til umráða nýtt og stórt lögreglubifhjól, svo- kallað drottningarhjól. Árin liðu, starfið var erfitt í ört vaxandi umferð, en samstarfsmennirnir voru skemmtilegir og starfssamir. Þeir eldri sögðu mér það, að við stofnun umferðardeildarinnar hefði verið óþarfi að fletta upp í bifreiðaskrá vegna bílnúmera, því Sverrir hefði munað öll núm- er, eigendur, tegundir og árgerðir allra bíla í Reykjavík. Hann hafði áður unnið lögreglustörf í tengsl- um við Bifreiðaeftirlitið og hafði stálminni. Næstu yfirmenn Sverris voru þeir Óskar Ólason yfirlögreglu- þjónn og Sigurjón Sigurðsson lög- reglustjóri. í miðjum hópi ungra og harð- duglegra lögreglumanna á bif- hjólum og vegalögreglubifreiðum skynjaði ég alvöru lífsins, en Sverrir var tengiliður okkar við yfirstjórn lögreglunnar, sem lét okkur ávallt finna hve hlutverk okkar var mikilvægt í þágu þjóð- félagsins og við unnum sam- kvæmt því. Þessi káti og skemmtilegi brautryðjandi í umferðarmálum á íslandi sýndi á sér ýmsar hliðar í sinni lögreglustjórn. Hann hafði á sínum snærum öll leyfi fyrir framkvæmdum á eða í gatnakerfi höfuðborgarinnar og gaf grænt ljós eða rautt eftir atvikum. Sverrir gætti hagsmuna borgar- búa í hvívetna og reyndi um leið að liðka til fyrir verktökum, sem oft gengu lengra en þeim var stætt og fengu þá bágt fyrir. Okkur lögreglumennina sendi hann út og suður til ýmissa verka og krafðist skilyrðislausrar hlýðni og stundvísi. Eitt skipti er okkur undirmönnum hans minnisstætt, er einhver misskilningur varð á mætingu bifhjólalögreglumanns á Kringlumýrarbraut við Hamra- hlíð. Lögreglumaðurinn mætti ekki á staðinn, en Sverrir hitti hann síðar um kvöldið inni á lög- reglustöð. Hann ávarpaði lög- reglumanninn með þessum orð- um: „Þakka þér fyrir að koma ekki.“ Áminning yfirmannsins var endanleg og náði rækilega til okkar starfsmanna hans, sem gleymum þessu aldrei. Þessi at- hugasemd Sverris Guðmundsson- ar lýsir betur en margt annað hve hispurslaus hann var og hjartahlýr, því næsta dag hló hann með okkur að þessu klúðri gærdagsins. Sverrir stundaði sund og golf, hafði einnig gaman af að elda mat. Ferðaðist töluvert erlendis með konu sinni og þá oft til Kan- aríeyja, en þangað sótti hann hita, gott veður, golf og góða vini. Ég hitti þennan vin minn einmitt fyrir skömmu inni á ferðaskrif- stofu, þar sem hann lagði drög að ferð í góða veðrið á Kanaríeyjum. Næst þegar ég heyrði af honum, var hann lagður af stað í lengri ferð. Ég sendi eiginkonu Sverris, Þórdísi Hjaltalín Jónsdóttur, dótt- ur hans Sjöfn, barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum sam- úðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbœ. Sigrún Áskelsdóttir Sigrún Áskelsdóttir fæddist 2>. júlí 1914 í Bandagerði ’ ið Akureyri. Hún lést á heimili sínu, Víðilundi 20 á Ak- urej.i, 6. október síðastliðinn. For.'ldrar hennar voru Sigríður Jó’jsdóttir, fædd 29. október 1883, dáin 31. ágúst 1956, og Áikell Sigurðsson, fæddur 14. ebrúar 1886, dáinn 25. desem- oer 1968. Þau bjuggu í Banda- gcrði, en fluttust síðar til Akur- eyrar. Þau eignuðust fimm börn og var Sigrún elst þeirra. Syst- kini hennar: Jón, fæddur 31. október 1915, dáinn 30. nóvem- ber 1984. Sigurður, fæddur 28. febrúar 1918, dáinn 28. júní 1955. Ásgerður, fædd 15. janúar 1923, búsett í Svíþjóð. Unnur, fædd 23. júlí 1927, býr í Skálpa- gerði, Eyjafirði. Sigrún giftist 20. maí 1939 Þorsteini Austmar Sigurðssyni, fæddum 28. ágúst 1917, dánum 28. júb' 1984. Þau eignuðust þijú börn: Áslaug María, fædd 5. ágúst 1939, gift Birni Ólsen, þau eignuðust fjögur börn. Eb'as, fæddur 16. ágúst 1952, kvæntur Sigurbjörgu Kristjánsdóttur, þau eiga fimm börn. Sigurður Áskell, fæddur 21. nóvember 1953, í sambúð með Sigríði Ólafsdóttur og á hún þijú börn. Barnabarna- börn Sigrúnar eru fjögur. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja tengda- móður mína og þakka samfylgd- ina. Ég er ekki búin að vera í fjölskyldunni lengi, en tæp 5 ár eru síðan ég hitti Sigrúnu fyrst. Við Siggi komum norður í byrjun desember og erindið var að hitta fjölskylduna og ekki síst móður- ina Sigrúnu. Þá var slegið upp veislu eins og Sigrúnu var lagið. Ég undraðist orkuna og dugnað- inn hjá henni, en það veitti henni greinilega mikla ánægju að vera veitandi og gestrisni hennar var ómæld. Enga manneskju hef ég hitt jákvæðari um mína daga. Hún átti líka mjög auðvelt með að gera létt grín að sjálfri sér og hafði frekar áhyggjur af afkom- endunum heldur en eigin líðan. Við Siggi vorum leyst út með matargjöfum, en þannig kveðju- gjöfum gaukaði hún alltaf að okkur síðan. Sigrún og Þorsteinn bjuggu í 32 ár að Hvannavöllum 2 á Ak- ureyri. Árið 1990 flutti Sigrún í blokkina að Víðilundi 20. Það sagði hún sjálf að hefði verið mikið gæfuspor. Við sáum það líka íjölskyldan hve vel henni leið þar. Þar eiga ibúarnir gott samfélag. Vil ég nota tækifærið og þakka Ingileif, Sigríði Valdimars, Huldu, Steingerði og Guðlaugi fyrir alla þeirra um- hyggju í garð Sigrúnar. Börnum mínum tók hún strax sem aðilum í eigin fjölskvldu, spurði um þau og gerði ekki mun á Kristínu Laufeyju og sín- um eigin barnabörnum. Ferm- ingarmynd hennar er á stofu- veggnum eins og hinna. Kristín Laufey átti aðeins eina ömmu á lífi, svo nýja amman Sigrún var kærkomin viðbót fyrir hana, en henni þótti mjög vænt um Sig- rúnu og sendir henni hór með þakkir sínar. Ég vil að lokum endurtaka þakkir til allra þeirra sem sýndu Sigrúnu umhyggju og ræktar- semi. Ilún sagðist sjálf ekkert skilja í hve allir væru góðir við sig, en ég veit að hún hafði einnig mikið að gefa og var vinur vina sinna. Nú legg ég augun aftur. Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yjir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Ég votta fjölskyldunni samúð og þakka Sigrúnu samfylgdina í þessu lífi. Sigríður ÓlafscLóttir. Ingólfur Hannesson Nokkur minningar- og kveðjuorð um Ingólf Hann- esson, Stykkishólmi, sem lést á heimili sínu 4. október 1996. Hann verður lagður til hinstu hvílu í dag frá Stykkishólmskirkju. Það er að koma haust eftir mildan vetur, gróðursælt og hlýtt sumar, fyrstu haustvindar setja grátt í hæstu fjallatinda og minna á hvað f vændum er, gróður fólnar. Þó er fagur dagur þann 4. október. Ingólfur ákveður að fara í smá ferðalag, sest upp í gljáfægðan bfl- inn sinn og býður vini sínum Ár- sæli frá Lágafelli með sér, til skemmtunar báðum. Hann heldur sem leið Uggur út Helgafellssveit, Eyrarsveit og Grundaríjörð. Þetta eru þær byggðir sem Ingólfi þótti kærast að líta yfir allt frá barn- æsku. Þetta var síðasta yfirlitsferð Ingólfs á æskustöðvarnar, því skömmu eftir að hann kom heim til sín var hann allur, fókk hægt andlát. Kannski hefur frændi fund- ið á sér hvað í vændum var þenn- an fallega haustdag. Ingólfur var fæddur í Stykkis- hólmi 1. desember 1920. Foreldr- ar hans voru Jónína Nikulásar- dóttir Þorsteinssonar og Ilannes Gíslason frá Vatnabúðum. Hann var eitt af níu Vatnabúðasystkin- um, sem voru börn Katrínar Helgadóttur og Gísla Guðmunds- sonar útvegsbónda á Vatnabúðum, en fluttust síðan í ellinni á Bakka. Ingólfur taldi sig alltaf Vatnabúða- mann, enda var frændfólkið margt í Eyrarsveit og mun hann aldrei hafa talið sig sannan Hólmara. Hann átti tvo bræður: Ragnar, sem sfðast var bóndi á Hraunhálsi, og Harald, sem var bflstjóri og átti heima í Reykjavík, en ólst upp hjá Petrínu móðursystur sinni. Þeir eru báðir látnir. 28. janúar 1924 ferst Hannes faðir hans með fiskibát frá Stykk- ishólmi. Það hefur ekki verið margt til ráðakkishólmi. Það hefur ekki verið margt til ráða fyrir fjög- urra ára föðurlausan dreng, en heppnin var oft með honum, því hann fór upp að Skildi til móður- ömmu sinnar Guðrúnar Bjarna- dóttur, ekkju Nikulásar Þorsteins- sonar. Hún var bústýra Þórðar Hjálmarssonar, bónda þar. Ingólf- ur lét þess oft getið að gott hefði verið að alast upp á Skildi, þar var rúmt fyrir vaskan strák að skoða heiminn. Skjöldur er í miðri sveit og sjóndeildarhringurinn stórbrot- inn og fagur, enda sögufræg ör- nefni við hvert fótmál. Á Skildi ólst hann upp til full- orðinsára. Þar lærði hann öll venjuleg sveitastörf og fókk barna- fræðslu í nokkrar vikur, eins og þá var títt. Sá lærdómur dugði honum sem undirstaða að langri ævi. Ingólfur var mikið náttúrubarn alla sína ævi. Hann hafði yndi af ferðalögum og veiðiskap í ám og vötnum. Hann var góður ferðafé- lagi á sjó og landi og áttu undirrit- aður og hann margar ferðir sam- an. Hann mætti ætíð í réttirnar á Skildi, hafði gaman af að skoða búsmala bænda og fallega hesta. Einn fagran sumardag leggur hann á gæðing sinn og hyggst kanna hið ókunna. Hann heldur í Álftafjörð og kemur að Úlfarsfelli. Þar bjuggu heiðurshjónin Guðrún Sigurðardóttir og Jón Benedikts- son með börnum sínum. Þeirra á meðal var María, glæsileg heima- sæta sem dreymdi um ungan prins á glæstum fáki. Um síðir ákvað þetta unga fólk að eitt skyldi yfir bæði ganga. Þau giftu sig og hófu búskap í Stykkishólmi, lengst á Skólastíg 8. Þar áttu þau hjón, ásamt Sigríði systur Maríu, gott heimih þar sem gott viðmót og mikil gestrisni var í heiðri höfð. Þar var ávallt gott að koma. Þau eignuðust eina dóttur, Ing- veldi. Hennar maður er Jens Ósk- arsson og dóttir þeirra Eva Rún, sem var augasteinn afa síns. Ingólfur var vel af guði gerður. Þéttur á veUi og í lund, góðlyndur, kíminn og traustur maður í hví- vetna og vinur vina sinna. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum og talaði kjarnyrt íslenskt mál. Hann vann ýmis störf bæði á sjó og í landi meðan heilsan leyfði, m.a. margar vetrarvertíðir hjá undirrituðum, við jarðrækt og vegavinnu á þungavinnuvélum og einnig vann hann nokkur ár í skipasmíðastöð- inni Skipavík. Hann stóð manna Iengst við kirkjubygginguna í Stykkishólmi, þannig að víða má sjá verk Ingólfs á SnæfeUsnesi. Hann hefur ekki gengið hefll tU skógar síðustu árin. Þau María hafa búið á dvalarheimilinu í Stykkishólmi síðustu árin, við þröngan húsakost en gott atlæti starfsfólks. Þeim fækkar smátt og smátt þeim höfðingjum, sem settu sitt mark á Stykkishólm á Uðnum ára- tugum og er einn af þeim kvaddur í dag. Við hjónin vottum þeim systr- um, Maríu og Sigríði, og öðrum aðstandendum samúð okkar og geymum minningu um góðan dreng. Iijálmar Gunnarsson, Grundarfirði.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.