Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 5
IDcigur-'CEtmitm Laugardagur 26. október 1996 - V SÖGUR O G SAGNIR Jón Pálsson starfaði við verslun og kennslu á Eyrarbakka framan af ævi, en flutti til Reykjavíkur upp úr aldamótum og var lengi banka- gjaldkeri. Hann var mikilvirkur og vandaður fræðimaður. voru brúkaðir til nauðsynlegri þarfa en peningasláttu. oó). Eyrarbakkaverslun hafði mikið umleikis og voru „erfiðis- mennirnir" oftast á annað hundrað. Á vorum dögum mundi það kallað að verslunin skapaði mörg atvinnutækifæri. Kjörin áþekk fyrir sunnan og vestan Annar sagnaþulur, sem einnig stundaði verslunarstörf um aldamótin, tíundar einnig kjör stéttar sinnar. Það er Oscar Clausen, sem réðst ungur mað- ur til Sæmundar Halldórssonar í Stykkishólmi árið 1902, eða síðasta árið sem Jón Pálsson starfaði við verslunarstörf á Eyrarbakka. Kjörin virðast áþekk og þótt einhver áramunur sé á þeim tíma sem þeir lýsa, ber að gæta þess að verðlag og kaupgjald var stöðugt á þessum túnum og er samanburðurinn því fyllilega raunhæfur. Oscar Clausen segh svo frá í endurminningum sínum frá fyrstu árunum í Stykkishólmi: Þá skal vikið að því hversu hátt kaup ég hafði fyrstu árin sem ég vann við verslunina. Ég var ráðinn upp á 50 krónur á mánuði eða 600 krónur á ári, en af þeirri upphæð borgaði ég 400 krónur fyrir fæði, húsnæði og þjónustu. Átti ég þá efth 200 krónur af árskaupinu. Þessi upphæð átti að duga mér fyrir fatnaði og öllum hinum smærri útgjöldum. Þetta sýnast í fljótu bragði ekki vera neitt glæsileg kjör, en þegar betur er athugað var þetta ekki slakt. Góður al- fatnaður kostaði þá ekki nema 40 krónur og skórnir 8 krónur. Allt verðlag var eftir þessu, enda voru þetta almenn launa- kjör þeirra pilta, sem þá byrj- Eyrarbakki var höfuðverslunar- staður Suðurlands um aldir. Á öld- inni sem leið var vegur Bakkans mikill og verslunin fjörleg. Nokkrir kaupmenn höndluðu þar, en Le- foliiverslun var langstærst. Þar vann Jón Pálsson, sem segir frá kjörum sínum í meðfylgjandi grein. Verslunin fór fram með þeim hætti að bændur og útgerðarmenn lögðu sína framleiðslu inn og tóku út innflutta vöru í staðinn. Kaup- mönnum var illa við að láta pen- inga af hendi fyrir innleggið, en tóku gjarnan við þeim sem greiðslu fyrir selda vöru. Á mynd- inni eru sunnlenskir bændur að koma með klyfjaðar lestir af bú- vörum til að leggja inn hjá Lefolii. uðu verslunarstörf. Það hefði líka verið hús- bónda mínum fjarri skapi að greiða mér lægra en öðrum á sama reki, svo annt sem honum var um mig frá fyrsta degi sem ég kom í þjónustu hans. Kaupið hækkaði svo efth fjögur ár, og ég held að þegar ég var búinn að vinna þarna í átta ár, hafi kaupið verið orðið 900 krónur á ári, og þó kaupið væri nú ekki hærra en þetta, var ég ánægður með það og mér leið vel í þess- ari vist. 25 aura kaffi Unga fólkið þurfti að slá sér út í þá daga ekki síður en seinna og segir Oscar að flestir ungir verslunarmenn hafi átt reiðhesta og hafi hann eignast sinn fyrsta hest 18 ára gamall. Á sunnudögum var riðið út: Kaffi fengum við keypt á Saur- um og kostaði 25 aura bollinn, en brauð höfðum við með okk- ur í töskunum fyrh aftan hnakkana okkar. Þessir 25 aur- ar voru einu útgjöldin um helg- arnar allt sumarið og vorum við ungu piltarnir ánægðir með þetta, og eins var um stúlkurn- ar sem við að vísu borguðum fyrir og alltaf voru með okkur. Vinnutíminn langur og strangur Vinnutíminn var nokkuð mis- jafn eftir árstíðum. Eins og fram kemur var vinnudagurinn 10 túnar hjá erfiðismönnum í Eyrarbakkaverslun. Um vinnu- tíma verslunarmanna segh Jón Pálsson: Um lestirnar byrjaði afgreiðslan kl. 6 að morgni og var henni haldið áfram slita- laust til kl. 9 að kvöldi. (Vor og haust komu bændur og fóru með klyfjaðar lestir af vöru, innlegg og úttekt, og var sá há- annatími í versluninni kallaður um lestirnar. oó). Verslunar- þjónarnir skiptust þá um að fara heim til máltíða eftir því sem fyrirfram var ákveðið um hvern þeirra, fyrri flokkurinn kl. 9 til árdegisverðar og kl. 3 til miðdegisverðar, en hinn kl. 10 og kl. 4. Var þá blásið í lúð- ur svo hátt og snjallt, að allir innanbúðar og utan máttu vita hvað tímanum leið og gátu farið heim til máltíða eða hætt vinn- unni að kvöldinu til. Ein klukkustund var ætluð til hverr- ar máltíðar. Oscar Clausen stundaði lengstum verslunarstörf, en þegar árin færð- ust yfir gerðist hann umsvifamikill rithöfundur og liggur eftir hann fjöldi bóka um margvísleg efni. Líf og fjör í kulda og trekki Um vinnutímann hjá Sæ- mundi Halldórssyni í Stykkis- hólmi segir Oscar Clausen: Vinnutíminn við slíkar versl- anir var langur á þeim árum. Að sumrinu áttum við að vera komnir í búðina kl. 7 að morgni og vorum þar að jafnaði við vinnu sama sem óslitið til kl. 8 að kvöldi og stundum til kl. 11, þegar svo vildi til að afgreiða þurfti skip eða sjófarendur. Því var fylgt eftir að við kæmum stundvíslega og fundið að ef út af var brugðið. Húsbóndi okkar átti það til að vera kominn á fætur á undan öllum öðrum og taka á móti okkur þegar við komum í vinnuna, og þá kom það fyrir að hann stóð með úrið í hendinni og lét okkur vita hversu margar mínútur klukk- an væri gengin í átta, slíkt mætti ekki koma fyrir aftur. Það var öldungis víst að við vor- um stundvísir næstu dagana. Að vetrinum áttum við að koma á skrifstofuna kl. 8 til 8.30 og taka þá til við reikn- ingaskriftir og sitja við til jafn- lengdar að kvöldinu, og var þetta leiðinlegasta verkið sem ég vann við verslunina. Ég hefði heldur viljað vera í búðinni, þó að hún væri óupphituð og köld, því þar var alltaf h'f og íjör, þó að h'tið væri verslað suma dag- ana, þegar norðangarðar voru og hríðar. Þá fóru mjög fáir í kauptúninu út fyrir dyr, en þó skrapp „setuliðið" alltaf niður í Sæmundarbúð, en það voru karlmenn á öllum aldri, sem stóðu í búðinni til þess að rabba og sækja þangað nýjustu fréttir úr kauptúninu og síðan, eftir að síminn kom, nýjustu fréttir utan úr heiminum. (OÓ tók saman) Stykkishólmur var öflugasti versl- unarstaður á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð um aldamótin. Þangað réðst Oscar Clausen árið 1902 og gerðist búðarþjónn í verslun Sæ- mundar Halldórssonar. í meðfylgjandi grein eru rakin þau launakjör sem hann hafði þar, og sýnast þau hafa verið áþekk þeim sem tíðkuðust í Eyrarbakkaversl- un. Sæmundarverslun var í húsinu lengst til vinstri á myndinni. Fyrir miðri mynd er Norska húsið, sem atkvæðamaðurinn Árni Thorlacius kaupmaður reisti. Var það fyrsta tvílyfta timburhúsið á ísiandi. Nokkur húsanna sem þarna sjást standa enn. Innanbúðarmaðurinn Oscar Clausen situr á tröppum Sæmundarverslunar á fyrstu árunum sem hann vann þar. Hann situr næst myndasmiðnum. í miðjunni situr Guðmundur Guðmundsson, heildsali i Reykjavík. í dyrunum stendur Gunnar S. Halldórsson, sonur kaupmannsins, og drengurinn með húfuna er Oddgeir Jóhannsson, sem síðar varð deildarstjóri hjá Garðari Gíslasyni. Fjórði maðurinn, sem styður sig við húsvegginn, er Guðmundur Jónsson frá Purkey. . /•. , ^ fl > nn| ajBjinn m H, 1 < m

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.