Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 2
II - Laugardagur 26. október 1996
Jlagxtr-'ðKminn
ÍSLENDINGAPÆTTIR
Freyja Jónsdóttir
skrifar
Bakarfið og kornhúsið.
Bankastræti 2
Ofninn í gamla bakaríinu.
Bakhliðin á bakaríinu.
Eitt af elstu húsum
Reykjavíkur er Banka-
stræti 2, þar sem núna
er veitingastaðurinn Lækjar-
brekka. Á þessum slóðum
hafa í gegnum tíðina verið
stunduð lífleg viðskipti. En
lengst af var þarna elsta og
þekktasta bakarí landsmanna,
„Bernhöftsbakarí". íbúðarhús-
ið sjálft og byggingarnar sem
tilheyra því hafa í tímans rás
orðið að lúta ýmsum breyting-
um, en fyrir áræðni og dugnað
fólks í Torfusamtökunum voru
húsin varðveitt og gerð upp.
Ríkissjóður eignaðist húsin
árið 1950 ásamt þeim húsum
sem standa sunnan í Bern-
höftsbrekkunni að Amtmanns-
stíg. Þá var sú hugmynd uppi
að rífa húsin og byggja ráð-
hús.
Þann 25. september 1834
fær RC. Knudtzon útmælda
lóð, 5040 ferálnir, í brekkunni
austan við Lækinn. Lóðin náði
austur að Stuðlakotstúni, suð-
ur að Konungsgarði og norður
að Arnarhólstúni. Meginhluti
lóðarinnar var gamalt þrætu-
land á milli Reykjavíkur og
Arnarhólsbýlisins. En árið
1780 hafði yfírréttur dæmt
Reykjavík landið.
Sama ár og lóðin er mæld
út lætur RC. Knudtzon reisa
þar brauðgerðarhús, móhús
og íbúðarhús. Hann taldi
brauðgerðarhúsið vera hið
fyrsta á íslandi, en sagnir eru
um að nokkru áður hafi verið
lítið bökunarhús á þeim slóð-
um sem Hressingarskálinn var
(nú McDonald’s).
Allt byggingarefni í húsin
flutti Knudtzon inn frá Dan-
mörku, einnig steinana í bök-
unarofninn. Á þessum tíma
voru húsin talin til Ingólfs-
brekku.
Sama ár kom Tönnes Dani-
el Bernhöft bakari og Qöl-
skylda hingað til lands á veg-
um RC. Knudtzon og tók við
rekstri brauðgerðarhússins.
D. Bernhöft var mikill fram-
kvæmdamaður og var rekstur
hans á brauðgerðarhúsinu til
mikils sóma. Hann fékk leyfi
fyrir mótekju austanvert í
Vatnsmýrinni og lagði þangað
veg frá brauðgerðarhúsinu,
svo að hægt væri að flytja mó-
inn þangað á vagni. Hann lét
grafa tvo vatnsbrunna vestan
við húsið. Annar brunnurinn
var notaður fyrir heimilið.
Hinn brunnurinn, sem nefnd-
ur var Bakaríispósturinn, var
notaður fyrir brauðgerðarhús-
ið; sá brunnur var til margra
ára eitt helsta vatnsból í Aust-
urbænum.
Samkvæmt manntali frá ár-
inu 1835 búa í Bakarahúsinu:
Tönnes Daniel Bernhöft, 36
ára, bakari og húsbóndi; M.
Ehzabeth, 36 ára, kona hans,
Vilhelm 6 ára, sonur þeirra,
Katrine 4 ára, dóttir þeirra, W.
Heilmann 26 ára, bakara-
sveinn, Jón Gissurarson 26
ára, „gaardkarl", Guðrún
Jónsdóttir 27 ára, þjónustu-
stúlka, og Carl Ferdinand
„assistent".
D. Bernhöft kaupir eignina
af RC. Knudtzon í ágúst 1845.
Árið 1861 byggir D. Bern-
höft geymsluhús, 17 x 14 álnir,
á lóðinni sem tengdi saman
bökunarhúsið og móhúsa-
lengjuna. í nýja húsinu voru
korngeymsla og ölgerðarkatl-
ar.
íbúðarhúsið var grindarhús
með múrsteini í grindinni.
Klætt með hstasúð á veggjum
og með borðaþaki.
Inngangur í húsið var á
miðri framhlið og inngöngu-
skúr við austurhlið. í bruna-
virðingu frá árinu 1874 segir
að íbúðarhúsið sé byggt af
bindingi múruðum úr múr-
steinum með helluþaki á
plægðum borðum. Þá eru í
húsinu ellefu herbergi auk
eldhúss. Bökunarhúsið var
sunnan við íbúðarhúsið. Það
var tvílofta, 20x8 álnir að
grunnfleti og hæð veggja 7
álnir, byggt af bindingi og
klætt með borðum og þakið
með hellum á súð: „f húsinu
er sterkur bakaraofn af góð-
um múr sem tekur hérumbil
'h af húsinu.“ Þá er getið um
geymsluhús, sem er áfast við
austurhlið bökunarhússins,
17x14 álnir, veggjahæð 4'h al-
in, byggt úr ómúruðum bind-
ingi, klætt með borðum og
með hehuþaki á súð. í húsinu
eru tveir múraðir ölgerðar-
katlar með skorsteini og korn-
geymsla. Geymsluhús áfast við
austurenda á húsinu sem hýsti
ölgerðarkatlana var 52’A ahn
á lengd, 9 álnir á breidd og
veggjahæð 33A álnir; það var
byggt úr múrhúðuðum bind-
ingi, klætt borðum og með
borðaþaki.
Brauðsölubúðin var í skúr-
byggingu sunnan við fbúðar-
Útför Daníels Bernhöft.
húsið. í apríl 1885 fær Bern-
höft leyfi fyrir viðbótarbygg-
ingu norðan við íbúðarhúsið,
7Vix7’A álnir, fyrir brauðbúð-
ina, sem hann lét byggja sama
ár. Skúrinn sem brauðbúðin
var í áður var rifinn, en ein-
hvern tíma síðar var byggður
þar annar skúr.
Árið 1871 er íbúðarhúsið
lengt um 6 álnir til suðurs og
1885 var byggt við norður-
hluta þess.
Lítil ræma var tekin af lóð-
inni í október 1897, til breikk-
unar á gangstéttinni með
Bankastræti sem áður hét
Bakarastígur.
1912, þegar Lækjargata var
breikkuð, var tekin ræma af
lóðinni undir götuna og girð-
ing sett í staðinn.
D. Bernhöft var lengi eini
bakarinn í bænum. Árið 1855
voru hjá honum J. Heilmann,
48 ára bakari, og WUhelm Ge-
org, 27 ára bakarasveinn. Eft-
ir lát hans 1886 tók Vilhelm
sonur hans við bakaríinu og
síðan ekkja hans, Johanne
Louise Bertelsen, sem var
dóttir Bertelsens bakara. Son-
ur þeirra var Daniel Edmond
Gotfred, fæddur 1861. Hann
fór ungur að vinna í bakaríinu
og fór til Kaupmannahafnar
árið 1881 til framhaldsnáms í
kökugerð. Hann tók ungur við
Bernhöftsbakaríi sem afi hans
og nafni hafði stofnað.
Árið 1931 flutti hann rekst-
urinn á Bergstaðastræti. Þá
vantaði aðeins þrjú ár til að
Bernhöftsbakarí hefði starfað í
Bakarabrekkunni í eitthundr-
að ár.
Árið 1923 keypti KFUM
eignina til að láta reisa þar
samkomuhús. En af
einhverjum ástæðum varð
ekki af því.
í brunavirðingu frá 1932 er
ríkissjóður skráður eigandi að
eigninni. Þá er íbúðarhús
óbreytt frá virðingu 1918, en
þá var búið að setja bæði
vatns- og skólpleiðslur, bæði í
íbúðarhúsið og hin húsin á
lóðinni.
í maí 1933 er búið að
byggja nýtt verslunarhús við
geymsluhúsið, með dyrum í
milli. Þetta hús er byggt úr
bindingi, klætt utan með borð-
um og vírneti og múrhúðað. í
húsinu er sölubúð með fjórum
sýningargluggum. Þarna var
til margra ára kaupfélag
Reykjavíkur og nágrennis
„KRON“.
Bakað var í brauðgerðar-
húsinu til ársins 1944, en hús-
ið þótti þá óhentugt og þurfti
að fara með deigið upp á efri
hæðina til að láta það hefast. f
einu af þessum húsum var til
margra ára rekið reiðhjóla-
verkstæði.
Þar sem móhúsið var áður
er nú brauðsölubúð og í risi
„Kornhlaðan". íbúðarhúsinu
hefur verið breytt og er lítið
eftir af upphaflegri herbergja-
skipan þess. Þar er nú veit-
ingarekstur í notalegu um-
hverfi.
Heimildir frá I’jóðskjalasafni og
Borgarskjalasafni.