Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 5
Jkgur-mtrám Fimmtudagur 31. október 1996 - 5 F R E T T I R Greiðsluerfiðleikar Blönduosbær íbúðareigendur síst í vanda Almennir íbúðareigendur eru aðeins 35% þeirra sem leitað hafa til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Einungis 20% vanskila eru hjá Húsnœðisstofnun. Mikill meirihluti þeirra sem leitað hafa aðstoð- ar Ráðgjafarstofu um fj ármál heimilanna búa í leigu- húsnæði (36%), félagslegum eignaríbúðum (23%) eða á „hótel mömmu“. í ljósi þess að umræður um greiðsluvanda fólks virðast langoftast snúast um lán frá Húsnæðislánastofn- un og önnur íbúða- lán sýnist athyglis- vert, að einungis um þriðjungur fólks í greiðslu- vanda tilheyrir þeim stóra meiri- hluta landsmanna sem eignast hefur íbúð á almennum markaði. Hlutfallslega virðist greiðslu- vandi því mörgurn sinnum al- gengari hjá leigjendum og eig- endum félagslegra íbúða - sem einmitt hafa verið ætlaðar til að losa fólk úr slíkum vanda. Ráðgjafarstofan hefur greint stöðuna hjá 317 af þeim (400) sem fengið hafa fullnaðaraf- Vanskil eignalauss fólks í leigu- húsnœði eða á „hótel mömmu“ eru að jafnaði um Jjórðungi lœgri heldur en íbúðareigenda og heildarskuldir tvöfalt hœrrl greiðslu hjá þenni. Alls skuldar þessi hópur 2.100 milljónir, eða 6,6 milljónir að meðaltali, hvar af hátt í fjórðungurinn eru van- skilaskuldir (1,5 millj. að með- altali). Vanskil eignalauss fólks í leiguhúsnæði eða á „hótel mömmu“ eru að jafnaði um fjórðungi lægri heldur en íbúð- areigenda og heildarskuldir tvöfalt hærri. En þegar verð- mæti íbúðanna er dregið frá skuldunum kemur í ljós að þeir eignalausu eru töluvert lengra undir núlhnu (3,1-3,5 m.kr.) heldur en íbúðareigendurnir (2,5 m.kr.). Rúmlega 40% heildarskuld- anna er við Ilúsnæðisstofnun, en hins vegar aðeins um 17% vanskilanna (t.d. litlu lægra hlutfall heldur en skattar og meðlög sem sami hópur á í van- skilum). Hæstu vanskilin er hins vegar að finna í bönkum og sparisjóðum (oftast með ábyrgð „ömmu gömlu“ eða vina og vandamanna). Hvalfjörður Botninn lagaður Það er verið að undirbúa brúarsmíði en svo fer út- boðið af stað núna í byrj- un nóvember,“ sagði Auðunn Hálfdánarson tæknifræðingur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi í samtali við Dag-Tímann í gær, en framkvæmdir eru hafnar við vegabætur í botni Hvalfjarðar. Til stendur að stytta veginn, færa hann af núverandi vegar- stæði og niður á eyrarnar á Botnsárósum. Um leið er tekinn afar slæmur kafli af hringvegin- um en á þessum kafla eru sam- felldar blindhæðir, blindbeygjur og einbreiðar brýr á Botnsá og Brunná með timburgólfi sem verða flughálar í bleytu. Einn viðmælanda Dags-Tímans hafði á orði að þessar lagfæringar væru heldur seint á ferðinni þar sem stutt verði í opnun Hval- fjarðarganga þegar vegarkafl- inn verður tekinn í notkun. Vegagerðin mun sjálf sjá um smíði nýrrar brúar á Botnsá en boðin verður út lagning vegar og gerð stálplöturæsis á Brunná sem er norðan Botnsár. Fram- kvæmdir við það heíjast í kring um áramót. „Það stendur til að klára þetta fyrir umferðina næsta sumar, 1. júh' eða svo,“ segir Auðunn. „I>að verður að bíða eftir að brúin tengist til að hægt sé að byggja við hana sunnan við því ánni verður veitt fram hjá brúnni með landi við Hlaðhamarinn og við höfum ör- yggissvæði fyrir norðan ef það kemur mikið hlaup, því það þrengir það mikið að henni.“ -ohr Eyjafjörður Tökum það sem hendi er næst Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður. segir að Eyfirð- ingar eigi að beina kröftum sínum að uppbyggingu matvœlaiðnaðar þar sem álver sé ekki í sjónmáll Válgerður Sverrisdóttir, al- þingismaður, vill ekki taka að fullu undir orð Finns Ingólfssonar iðnaðarráð- herra um að stóriðja á Eyja- fjarðarsvæðinu fari ekki saman við matvælaframleiðslu þar. Þessi orð lét ráðherrann falla á fundi um iðnaðar- og atvinnu- mál sem Samtök iðnaðarins héldu á Akureyri í fyrradag. „Ég vil ekkert fullyrða um réttmæti þeirra orða Finns að stóriðja á Eyjafjarðarsvæðinu fari ekki saman við öfluga mat- vælaframleiðslu. Eyjaljörður er víðfeðmt svæði og möguleikar þess margir. Hinsvegar tel ég að á þessu stigi máls eigum við Eyfirðingar að beina kröftum okkar fremur að framleiðslu matvæla, en hefðbundinni orkufrekri stóriðju. Bygging næsta álvers hér á landi er Col- Valgerður Sverrisdóttir. umbia, sem þegar hefur ákveð- ið að setja sig niður í Hvalfirði," sagði Valgerður. Hún sagðist ekki sjá fyrir sér að á næstu árum yrði farið í ál- versframkvæmdir við Ejjafjörð. „Eðlilegra er því að taka það sem hendi er næst, það er mat- vælaframleiðsla. Þar hefur nú þegar verið unnið mikið undir- búningsstarf, m.a. við að kynna kosti svæðisins í þessum efnum fyrir erlendum fjárfestum," sagði þingmaðurinn. -sbs Framkvæmdir eru hafnar við langþráða lagfæringu á veginum í botni Hvalfjarðar. Mynd: ohr Bæjarmála- punktar • Bæjarstjórn kom saman til fund- ar 15. október sl. til að ræða stöðu og framtíðarhorfur Blönduóss. Á fundinum voru lögð fram gögn um fólksfjöldaþróun, aldursskiptingu, ársverk og atvinnuskiptingu á Blönduósi. Pétur Arnar Pétursson, forseti bæjarstjórnar, taldi að efna- hagslegt öryggi, góð samfélagsleg þjónusta, tómstundaiðkanir og átt- hagatengsl réðu öðru fremur um búsetu fólks. Fram kom áhugi á því að kanna viðhorf bæjarbúa til þessara mála og með hvaða hætti brottfluttir Blönduósingar sjái nú bæinn og hvað þyrfti að breytast til þess að þeir gætu hugsað sér að flytja aftur til Blönduóss. Bæjar- fulltrúunum Skúla Þórðarsyni og Ilerði Ríkharðssyni var falið að forma ýmis mál er hafa verið reif- uð og koma með tillögur um áframhaldið. • Æskulýðs- og íþróttanefnd Blönduósbæjar fj allaði nýlega um skýrslu vegna vinabæjarferðar til Horsens á Jótlandi og fulltrúar sendir á aukafund í janúarmánuði. Áhugi var á því að Blönduósbær sæi sér fært að halda ungmenna- mótið 1997 með sóma. • Húsnæðisnefnd Blönduóss barst bréf frá Agnari Braga Guðmunds- syni, þar sem hann óskar eftir að setja viftu í baðherbergi og tengja eldhúsviftu út úr gafli og breyta baðofni. Pað var samþykkt, enda á ábyrgð eiganda, þar sem þetta er utan staðla Húsnæðisstofnunar ríkisins. Fóðurverksmiðjan Laxá hf. Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Fóðurverksmiðjan Laxá hf. Nafnverð hlutabréfanna: Kr. 20.000.000,- í A-flokki. Sölutímabil: 30. október 1996 til 31. desember 1996. Forkaupsréttindi: Frá 30. október 1996 til 19. nóvember 1996. Sölugengi: Útboðsgengi til forkaupsréttarhafa er 1,85. Gengi hlutabréfanna verður 2,05 við upphaf almennrar sölu, en getur breyst í takt við markaðsaðstæður. Söluaðilar: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. og útibú íslandsbanka um allt land. Skráning: Ekki er gert ráð fyrir skráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi íslands að svo stöddu. Umsjónaraðili útboðsins: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Útboðslýsing liggur frammi hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf. á Akureyri og í Reykjavík. VÍB VERÐBREFAMARKAÐURISLANDSBANKA HF. Strandgötu 14 • 600 Akureyri • Sími 461 2000 • Myndsendir 462 4087 Kirkjusandi • 155 Reykjavík • Sími 560 8900 • Myndsendir 560 8921

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.