Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 9
|Dagur-®únímt Fimmtudagur 31. október 1996 - 9 PJÓÐMÁL Flísin og bjáUdnn enn á ferð aKristín Ástgeirsdóttir alþingismaður skrifar Anýafstöðnu kirkjuþingi voru úrsagnir úr þjóð- kirkjunni til umræðu, þar með talin úrsögn mín. Prófastur Reykj avíkurpr ófasts dæmis vestra vék að sömu efnum í grein hér í blaðinu (22. okt.) á þann hátt að mér finnst rétt að leggja orð í belg, enda eru mál- efni kirkjunnar mér hugleikin þótt heldur séu þau dapurleg um þessar mundir. Mér er að vísu ekki alveg ljóst hvað stend- ur eftir af ummælum biskups því hann kaus að draga til baka sumt af því sem hann sagði við upphaf þingsins. Kirkjuþing er eitt af þeim verkfærum sem kirkjan hefur til að taka á sín- um málum en ég fæ ekki séð að tækifærið hafi verið notað til að hefj a það umbótastarf sem svo mikil þörf er á. Ef kirkjunnar menn ætla að halda áfram á sömu braut eða bara að bíða, veit ég ekki hvar íslensk þjóð- kirkja endar. 1850 úrsagnir Það sem af er þessu ári hafa um 1850 manns sagt sig úr þjóðkirkjunni, sennilega flestir í mótmæiaskyni, en hún hefur ekki áður staðið frammi fyrir slíku. f umræðum á kirkjuþingi var helst svo að skilja að sökin lægi ekki eingöngu hjá kirkj- unni sjálfri heldur „að sinn þátt í þessum úrsögnum ættu líka stjómmálasamtök (?) og ein- stakur þingmaður, sem hefði sagt sig úr kirkjunni nánast í beinni sjórnvarpsútsendingu", svo vitnað sé beint í orð bisk- ups, sem ég held að hann hafi ekki dregið til baka. Afleiðing er orðin að orsök. í stað þess að greina vandann og taka á hon- um er öðrum kennt um, svona rétt eins og sjálf þjóðkirkjan sem varin er í bak og fyrir af stjórnarskrá og fær fé til starf- semi sinnar úr ríkissjóði (sam- kvæmt samningi frá 1907) sæti ofsóknum hkt og píslarvottar fyrri alda. Haldið er uppi „áróðri og óhróðri gegn kirkj- unni“ að sögn biskups þótt heldur sé óljóst hverjir þar eru að verki. í mínum huga er kirkjan einn af þeim landstólpum okkar samfélags sem hefur um aldir haft mikil áhrif á menningu og siðferðishugmyndir þjóðarinn- ar. Ilún hefur sinnt sálgæslu, kennslu og aðstoð við fólk í sorgum og neyð, jafnframt því að þjóna á gleðistundum.Jlvort sem fólk telur sig trúað eða trú- laust snertir starf kirkjunnar nánast hvern einasta mann á einn eða annan hátt og hún er mörgum kær. Kirkjan er þó ekki hafin yfir gagnrýni og þeir sem henni þjóna eru auðvitað ekkert annað en breyskir menn. Prófastar misbuðu Mörgum hefur sviðið sárt að horfa upp á erfitt ástand innan kirkjunnar undanfarin ár og hafa brugðist við með ýmsu móti. Undirritaðri var afar mis- boðið við tilraun prófasta landsins síðastliðinn vetur til að hvítþvo biskupinn, sem þýddi að um leið sakfelldu þeir þær konur sem töldu sig eiga um sárt að binda vegna hegðunar hans. Þar brugðust sálusorgar- arnir, „kerfið", skyldu sinni með því að fara í vörn fyrir yfirvald- ið gegn safnaðarbörnum í við- kvæmum málum sem sennilega verða aldrei til lykta leidd og sekt eða sakleysi aldrei sannað. í mínum huga kom ekkert ann- að til greina en úrsögn úr kirkj- unni, enda fátt sem leikmenn geta gert til að hafa áhrif á kirkjuna. Forsaga Ástandið innan kirkjunnar á sér nokkurra ára sögu. Hver deilan hefur rekið aðra og hef- ur leit að lausnum verið vægast sagt vandræðaleg. Fyrst minn- ist ég erfiðra mála um veitingu prestsembætta t.d. í Hvera- gerði. Hegðun presta og réttur til einkalífs ásamt samspih þeirra þátta við hlutverk prestsins komu við sögu í Sel- tjarnarnesmálinu. Vald og sam- skipti prests, organista, safnað- arnefndar og safnaðar ein- kenndi Langholtsdeiluna. Stjórnarhættir biskupsembætt- isins hafa verið til umræðu í fyrrnefndum málum auk stjórn- sýslukæru guðfræðings og nú síðast vegna fjármála og at- hugasemda Ríkisendurskoðun- ar. Síðast en ekki síst eru svo ásakanir á hendur biskupi um kynferðislega áreitni og jafnvel tilraun til nauðgunar, sem eru auðvitað hrikalega alvarleg mál sem kirkjan hefur því miður reynst ófær um að taka á. í tæplega 2000 ára sögu kristinnar kirkju hafa skipst á skin og skúrir. í tvígang hafa orðið slík átök um hugmyndir og stjórnarhætti að leitt hefur til meiri háttar klofnings, í síð- ara skiptið með þeim afleiðing- um að Evrópa logaði í styrjöld- um í meira en hundrað ár. Frá upphafi hafa hópar hvað eftir annað skilið sig frá móðurkirkj- unum ýmist vegna einstakra kenninga eða til að feta í fót- spor frelsarans með afneitun á veraldlegum gæðum og til að ástunda einfalt líf. Slíkir hópar voru löngum ofsóttir vegna villutrúar sem þótti ógna veldi klerkanna, einkum í Rómar- dýrðinni sem þoldu ekki gagn- rýni og kunnu því illa að vera minntir á að erfiðara væri fyrir ríkan mann að komast inn í himnaríki en úlfalda í gegnum nálarauga, hvað þá að- elska bæri náungann eins og sjálfan sig. Um , tíma var kaþólska kirkjan svo undirlögð af spill- ingu og valdabrölti að ekki gat leitt til annars en uppreisnar, klofnings og loks endurmats. Andleg kreppa Því rifja ég þetta upp að sú and- lega og veraldlega kreppa sem íslenska þjóðkirkjan á í um þessar mundir á sér bæði hlið- stæður í fortíð og nútíð. Ýmsar kirkjudeildir erlendis, ekki síst kaþólska kirkjan t.d. á írlandi, í Bretlandi og Bandaríkjunum eru illa haldnar vegna mála sem upp hafa komið m.a. vegna barneigna presta, samkyn- hneigðar og kyn- ferðislegrar mis- notkunar á börn- um. Einn írsku biskupanna brást við í fyrra með því að skrifa grein þar sem hann lagði til að kaþólskir prestar fengju að gift- ast og setti þar með kirkjuna á annan endann. Þá hefur íhalds- semi kaþólsku kirkjunnar gagn- vart konum, takmörkunum barneigna, fóstureyðingum og getnaðarvörnum ásamt því að neita konum um prestsvígslu leitt til þess að konur hafa sagt sig úr kirkjunni í svo stórum stíl að áhyggjum veldur. Fyrir kvennaráðstefnuna í Kína sá páfinn ástæðu til að biðja konur afsökunar á afstöðu kirkju hans í ýmsum málefn- um kvenna, en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir enda- laus mótmæli og andóf fulltrúa páfagarðs á Pek- ingráðstefnunni þegar verið var að ganga frá framkvæmdaáætlun sem ætlað er að bæta stöðu kvenna um allan heim. Tíðarandinn og hugarfarið Er samhengi í vandamálum kirkjudeilda erlendis og þess ástands sem hér er við að glíma? Er það tíðarandinn, hugarfarið og örar þjóðfélags- breytingar sem leika kirkjurnar svo grátt? Hafa þær ekki tæki, skilning og kjark til að bregðast við? Oneitanlega er ákveðin samsvörun í því að það mál sem hefur verið íslensku þjóð- kirkjunni þyngst í skauti, snert- ir konur og viðbrögðin sýna ákveðna afstöðu til kvenna. Það ætti að vera kirkjunnar mönn- tim umhugsunarefni. Hugsanlega er orsakanna fyrir ástandinu hér að leita í ólýðræðislegu og stöðnuðu skipulagi kirkjunnar þar sem vald safnaðanna er afar tak- markað, hugsanlega í tregðu við að breyta áherslum og starfsháttum í takt við breyttar þarfir og nýja tíma, hugsanlega núverandi stjórnarhættir, hugs- anlega sá gamli sannleikur að vald spillir og að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Fyrir leikmenn er afar erfitt að átta sig á því út á hvað átökin ganga í raun og veru og þar skulda biskup og prestar ókkur heiðar- lega umræðu og skýringar. I mínum huga er það alveg ljóst að þau snúast ekki eingöngu um einn mann og hans gerðir, heldur hljóta miklu fleiri þættir að hafa þar áhrif svo sem mis- munandi hugmyndir og túlkan- ir á hlutverki kirkjunnar, valdi presta og safnaða, jafnvel mis- munandi guðfræði, stjórnunar- hættir kirkjimnar manna, skortur á leiðum til að taka á vandamálum og eflaust fleira. Allt er í biðstöðu, meðan ástandið Uggur sem mara á kirkjunnar fólki. Slík siðferði- skreppa hefur reyndar slæm áhrif á allt okkar samfélag. Friðarkeðja Á vegum kirkju- málaráðuneytis- ins er verið að vinna að frum- varpi til laga um breytingar á starfsháttum og skipulagi kirkj- unnar. Vonandi verður þar til farvegur sem dugar kirkjunni í framtíðinni til að taka á erfið- um málum, en ég hygg að menn verði að skyggnast lengra og dýpra. Af samtölum mínum við presta sem ég hef hitt á förnum vegi undanfarna mán- uði ræð ég að mörgum þeirra líður afskaplega illa og þeir þrá ekkert heitar en að friður kom- ist á. Því friðarferli hljóta prest- arnir sjálfir að hrinda af stað opið og af einlægni og það held- ur fyrr en síðar. Ég efast ekki um að margir vilja taka í hönd þeirra og mynda með þeim frið- arkeðju. Kannski er byrjunin sú að rifla upp dæmisöguna um flísina og bjálkann í eigin auga, halda svo áfram og minnast þess að það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skul- uð þér og þeim gjöra. Kristín Ástgeirsdóttir. Hugsanlega er orsakanna fyrir ástandinu hér að leita í ólýðrœð- islegu og stöðnuðu skipulagi kirkjunnar þar sem vald safhað- anna er afar takmarkað. í mínum huga er kirkjan einn af þeim landsstólpum okkar sam- félags sem hefur um aldir haft mikil áhrif á menningu og sið- ferðishugmyndir þjóðarinnar. Af samtölum mínum við presta sem ég hef hitt á förnum vegi undanfarna mánuði rœð ég að mörgum þeirra líður afskaplega illa og þeir þrá ekkert heitar en að friður komist á.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.