Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 6
6 - Fimmtudagur 31. október 1996 iOtupxr-Œímmrt F R E T TASKYRING msvif Jóns Ólafsson- ar, starfandi stjórn- arformanns Stöðvar 2 með meiru, í íslensku viðskiptalííi og vitund- ariðnaði, eru enn og aftur komin til um- ræðu og verið umdeild sem fyrr. Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, lýsti áhyggjum sínum af því að Jón Ólafsson væri orðinn svo valda- mikill að stjórnmála- menn veigruðu sér við að gagnrýna hann af ótta við að komast ekki að í Qölmiðlum þar sem hann hefði ítök. Þetta eru þung orð frá formanni stjórn- málaflokks, en í samtali við Dag-Tím- ann heldur Margrét fast við fyrri full- yrðingar, þó að hún vilji ekki nefna ein- stök dæmi þeim til stuðnings. „Ég er hlynnt ákveðinni samkeppni á fjöl- miðlamarkaðnum," segir Margrét. „En hað er hins vegar stórt vandamál A** þegar lögmál frelsisins snúast upp í andhverfu sína með þeim hætti að óeðlilega mikil völd safnast á hendur eins að- ila í krafti íjármagns. Þetta vanda- mál er nú persónugert í Jóni Ólafssyni.“ Margrét segist vilja sjá Alþingi setja lög sem stemmi stigu við valdasöfnun fárra, fjár- sterkra einstaklinga í íjöl- miðlaheiminum. „Löggjafarvaldið þarf fyrst og fremst að huga að tvennu, samþjöpp- un valds í fjölmiðla- heiminum og eignar- haldi á ljós- Hildur Helga Sigurðardóttir skrifar svn vakamiðlunum,“ segir Margrét. Elín Hirst fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 lýsti því yfir opinber- lega að Jón Ólafsson hafi reynt að hafa bein áhrif á ritstjórn- arstefnu hennar með- an hún var fréttastjóri Stöðvar 2. En hver eru helstu fyrirtæki og við- skiptatengsl Jóns Ólafssonar í íslensk- um fjölmiðlaheimi? Hvort sem menn eru sáttir eða ósátt- ir við Jón Ólafsson, þá er varla annar einstaklingur á íslandi í dag með jafn víðfeðm ítök í fjölmiðlun og vitundar- iðnaði. Það er hins vegar ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að einn maður vinni sig upp í þá stöðu sem Jón Ólafsson hefur gert. Ljósvakamiðlar íslenska útvarpsfélagið var í fyrra, samkvæmt Samkeppnisstofnun, þriðja tekjuhæsta fjölmiðlafyrir- tæki landsins, á eftir Ríkis- útvarpinu og Morgunblað- inu. íslenska Útvarpsfélagið rekur Sjónvarpsstöðina Stöð 2, útvarpsstöðina Bylgjuna, Fjölvarp (sem rekur endurvarp á gervi- hnattarásum) og Sjónvarpsmarkaðinn. Þá hefur félagið leyfi til útsendinga á útvarpsstöðinni Stjörnunni, þó að hún starfl ekki sem stendur. Sjónvarpsstöðin Sýn er í eigu sömu aðila og Stöð 2. Þær eru aðskildar að nafninu til en eru í beinu samstarfi í keppninni við Stöð 3. Sýn og Stöð 2 hafa leyfi til að sjónvarpa á hinum mikilvægu VHF-rásum sem ná til allra neytenda sem hafa venjuleg sjónvarpsloftnet. Stöð 3 sem freist- ar þess að veita Stöð 2 og Sýn sam- Koma völd og áhrif Jóns Ólafssonar til kasta Alþingis? Formaður Alþýðubandalagsins boðar þingmál um samþjöppun valds ífjölmiðlaheiminum keppni, hefur ekki aðgang að þessum mikilvægu rásum. Hlutur Jóns í fjölmiðlasamsteypunni er stór. Útherji er fyrirtæki þeirra sem fara nú með meirihlutavald í íslenska Útvarpsfélaginu. Jón Ólafsson er stærsti hluthaftnn í Útherja, þar sem hann á 30.6%, en þar á eftir kemur Sigm-jón Sighvatsson með 27% hlutafjáreign, síðan Haraldur Haraldsson í Andra hf, með 14,8%, Jóhann J. Ólafsson, 12,3% og nokkrir smærri hluthafar, þ.á.m. Sig- urður G. Guðjónsson, fyrrum stjórnar- formaður fyrirtækisins. Útherji fékk til liðs við sig bandaríska Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandaiagsins „En það er hins vegar stórt vandamál þegar lögmál frelsisins snúast upp í andhverfu sína. Þetta vandamál er nú persónu- gert í Jóni ÓlafssynL “ fj árfestingafyrirtækið Chase Investment Ltd., dótturfyrirtæki hins heimsþekkta Chase Manhattan banka, til að stofna eignarhaldsfélagið Fjölmiðlun. En það fyrirtæki er nú móðurfélag íslenska Útvarpsfélagsins. Eignarhlutur Útherja í Fjölmiðlun er 80%, Chase In- vestment eiga 20%. Prentmiðlar íslenska útvarpsfélagið á 35% hlut í Frjálsri fjölmiðlun og þar situr Jón Ól- Dagur í ríki Jóns Þó að margt sé misjafnt um Jón Ólafs- son skrafað, þá verður honum varla kennt um að hafa fundið upp fjölmiðlana. Á hinn bóginn kemur hann svo víða við í þeim heimi, að það er næsta ógjörningur fyrir eitt einasta mannsbarn á íslandi að lifa heilan dag án þess að komast í snertingu við fjöl- eða marg- miðlun Jóns Ólafssonar í einhverju formi. Til þess að svo megi verða þurfa menn annað hvort að heita Gísh á Uppsölum, eða vera neðar moldu, nema hvort tveggja sé. Talsverðar líkur eru á því að dagblöðin, sem detta inn um bréfa- Iúguna um morgun og miðjan dag tengist Jóni, alveg eins og tímaritin á tannlæknastofunni. Út- varpsstöðin, sem hlustað er á í bílnum á leið í vinnuna - og hljómar kannski þar allan daginn - gæti vel gert það hka, að ekki sé talað um þrjá af hverjum ljórum geisladiskum, sem ná eyrum fólks við öll hugsanleg tækifæri. Eftir vinnu er síðan hægt að skreppa í bíóið hans Jóns, eða leigja sér spólu frá Jóni, meðan krakkarnir leika sér að því nýjasta úr tölvuleiktækjabúðinni hans Jóns. Kannski eru krakkarnir orðnir unglingar, komnir í hljómsveit og farnir að taka upp efni á geisladisk - sem Jón gefur út, dreifir og selur í búðunum sínum - í upptökuverinu hans Jóns. Ef heppnin er með þá verður diskurinn mikið spil- aður á útvarpsrásunum hans Jóns. Ef fjölskyldan er kvöldsvæf fer hún kannski í rúmið fljótlega eft- ir fréttir á sjónvarpsstöðinni hans Jóns. En ef um nátthrafna er að ræða geta þeir hangið uppi fram undir næsta morgun yfir öllum fjölvarpsrásunum hans Jóns. - Það er því varla ofsögum sagt að sólin gangi seint til viðar í stórveldi fjölmiðlakóngsins Jóns Ólafssonar.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.