Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 8
8 - Fimmtudagur 31. október 1996 ^Dagur-Œmrám PJÓÐMÁL JDagur-^tmmrt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndai Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Samkeppni um launafólk í fyrsta lagi Ein er sú vara á markaðnum sem ekki hefur mátt ríkja verðsamkeppni um. Atvinnurekendur í land- inu hafa komið sér saman um það verð sem þeir vilja bjóða í þessa vöru - vinnuaflið í landinu. í sumum samkeppnisgreinum væri þetta samráð ólöglegt. En af því að frjáls samkeppni á að gilda um allt annað en vinnu fólksins þá hefur nú borist enn eitt tilboðið frá Vinnuveitendasambandinu: Fyrir vinnu fólks eru þeir tilbúnir að greiða 3,5-4% ofan á það sem nú tíðkast næstu 2 ár. í öðru lagi Þetta mun mörgu launafólki þykja snautlegt tilboð. Og það er það líka og btlu breytir þótt Seðlabank- inn leggi blessun sína yfir. En VSI opnar á þann möguleika að semja utan við þennan ramma í ein- stökum atvinnugreinum og fyrirtækjum. Það er fagnaðarefni að nú skuli VSÍ vera tilbúið að fara út fyrir veggi Karphússins. En er VSÍ tilbúið að láta af þeirri miðstýringu sem það hefur hingað til tíðkað? Hvernig ætlar VSÍ að tryggja að almenn laun hækki ekki meira en 4% á landsvísu nema með tilskipunum úr Garðastræti? í þriðja lagi Erum við að tala um raunverulegt tilboð um breytta samningshætti eða breytt heimibsfang á því hvar Þórarinn V. ákveður fyrir hönd allra fyrir- tækja um hvað megi semja? Bara til að spara hon- um sporin? Það er gott og blessað að nú skub fyr- irtækjum ætlað að semja við launafólk um hlut- debd í því sem aukin framleiðni, breytt vinnutil- högun og kostnaðarlækkanir gefa af sér. En hvað með þá sem nú þegar geta borgað betur? Er VSÍ tilbúið að horfast í augu við niðurstöðu frjálsrar samkeppni um vinnuafl? V, Stefán Jón Hafstein. ______________________J SpuHnutg, dxtg^ittó Er rétt að nota „Pósts og síma leiðina“ við breytingu ríkisbanka í hlutafélög? Guðni Ágústsson alþingismaður Nei, ég er andvígur þeirri leið og tel yfir- frakka óásættanleg- an þar sem ríkisbankarnir eru sitt hvort fyrirtækið. Menn fara ekki með vel rekin fyrirtæki eins og glæfrastofnanir, bankaráð- in verða að bera ábyrgðina ásamt bankastjórn og við- skiptaráðherra. Öllum spurningum um fyrirhug- aða hlutaijárvæðingu er enn ósvarað. Þar er rikis- stjórnin því miður dularfull eins og andatrúin. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður S Eg var á móti því að hlutafélagavæða Póst og síma, það hefði verið réttara að gera P&S að sjálfstæðu fyrirtæki í eigu rikisins. Varðandi bankana þá hef ég verið á móti því að gera þá að hlutafélagi, enda tel ég það fyrsta skrefið til einkavæð- ingar. Það kæmi þó til álita að almannavæða banka- kerfið. Þ.e.a.s. að lands- menn ættu allir hlutabréf í ríkisbankanum. ♦ ♦ Ef breyting bankanna í hlutafélag leiðir til hagræðingar og fag- legri bankaviðskipta ætti að gera það á sem lýðræðis- legastan hátt í sem mestri sátt við starfsfólk bank- anna og þjóðina sem á þá. Sú aðferð sem notuð var við háeffun Pósts og síma, að hafa eitt hlutabréf í um- sjá eins ráðherra sem ræð- ur öllu, er mjög ólýðræðis- leg og ekki til fyrirmyndar. Guömundur Ámi Stefánsson alþingismaður Miðað við þann vandræðagang sem skapaðist við hlutafélagsvæðingu Pósts og síma þykir mér ekki á vísan að róa í því efni. Þar vantaði klárlega setningu markmiða og ýmislegt var óljóst við útfærsluna. Ef menn ætla ekki að vanda betur til hlutanna núna þá líst mér ekki á blikuna. 1 1 5 Davíð í afdalinn „Á sama tíma og forsætisráð- herra flytur Sjálfstæðisflokkinn með einni ræðu frá frjálslyndi yfir í fortíðarhyggju, frá víðsýni óðalsins yfir í afdabnn, eru merldlegir hlutir að gerast ann- ars staðar á landsbréfi stjórn- málanna." - Leiðarahöfundur Alþýðublaðsins í gær. Menntun borgar sig „Langtíma atvinnuleysi kemur harðast niður á þeim sem minnsta menntun hafa.“ - Gunnar Páll Pálsson í VR-blaðinu, Einkadœmi Jóns „Jón Ólafsson er einn af hlut- höfum íslenska útvarpsfélags- ins. Hann er að vísu stór hlut- hafi en að tala um að þetta sé eitthvað einkadæmi hans er rangt.“ - Magnús Kristjánsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs ÍÚ, í Alþýðublaðinu í gær. Vitnisburður þýðanda „Ég hygg að fáum muni ljósara en mér, að sígbt leikrit verður ekki þýtt í eitt skipti fyrir öll.“ - Helgi Hálfdanarson í Mbl. í gær. Dýrt grœnmeti „Verðið er svo hátt og að auki hafa þessar hækkanir áhrif á vísitölu neysluverðs og hækka skuldir heimilanna sem eru ærnar fyrir.“ - Þuríður Jónsdóttir, lögfræðingur Neyt- endasamtakanna, í Alþýðublaðinu í gær. Hugsjónir Hriflu-Jónasar endurvaktar Sameining jafnaðarmanna tók óvænta stefnu í gær. Jón Baldvin skrifaði tímamótaleiðara í mál- gagn sitt og boðar nú hugsjónir Jónas- ar frá Hriflu: jafnaðarmenn og sam- vinnumenn eiga samleið. Hann biðlar ákaft til Halldórs Ásgrímssonar um bandalag Framsóknar og krata gegn Sjálfstæðisflokki sérhagsmuna og íhalds. Allaballar eiga ekki samleið með þessum gamaldags nýkrötum vegna sérviskulegrar afstöðu til utan- ríkismála. í sjónvarpsviðtab í fyrrakvöld ræddi fráfarandi formaður Alþýðuflokksins um uppstokkun í flokkakerfinu án þess að fara nánar út í þá sálma. En í raun sjá fæstir neina uppstokkun nema í Al- þýðuflokknum. Þar er stokkað upp og ruglað að hefðbundnum hætti. Allt í plati Fram til þessa hefur sameining jafnað- armanna aldrei verið annað en rugl í Alþýðuflokknum. Gömlu sósíabstarnir og síðan allaballarnir hafa ávallt tekið vel í sameiningu vinstri aflanna og notað hana til að hræra upp í Alþýðu- flokknum. Þar hafa verið og eru flokkadrættir og hart deilt um hver sé versti kratinn og besti jafnaðarmaður- inn og hver hefur klofið og hver hefur ekki klofið. Kommarnir og allababarnir hafa einstakt lag á að kynda undir óeirðinni í krataflokknum, en hafa aldrei látið sér til hugar koma að sameinast þeim eða hafa við þá nokkra flokkslega samvinnu. Þetta er seint og um síðir að síast inn í höfuðið á Jóni Baldvini, sem þó er glöggur maður og sæmilega að sér í pólitískri sögu. En það tekur tímann sinn að hrista af sér marx- lenínískt uppeldi. En eitthvað hlýtur að búa undir því að Jón Baldvin sér fyrst ljósið í ís- lenskri jafnaðarstefnu um það bil sem hann er að láta af formennsku í krata- flokknum og dæma sjálfan sig til póbt- ísks áhrifaleysis. Hann skilur við flokkinn í uppnámi, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri í formannsslag þar sem fylk- ingar takast ekki á, heldur eru abir á móti öllum. Inn í þetta ástand kastar hann stóru bombunni, eins og Egill hugðist gera á Alþingi forðum, að dreifa gulbnu og láta þingheim berjast um það honum til skemmtunar. Nýtt afl, nýr foringi „Gamb tíminn er í fjörbrotum," segir krataforinginn í leiðara sínum. En allt eins má hyggja að gamla tímanum, því hin nýja hugsjón Jóns Baldvins bygg- ist á hugmyndum Hriflu-Jónasar, Ólafs Friðrikssonar og fleiri góðra alda- mótamanna. Þeir settu samasemmerki á milb jafnaðar- manna og samvinnumanna. Svo urðu til kommar og forstjórar sem fordjörf- uðu allt saman, og flokkakerfið stirðn- aði eins og nátttröll í dögun. Við það ástand búa kjósendur enn og láta sér vel líka. Undantekningin er þegar Reykvíkingar kusu Ingibjörgu Sólrúnu fyrir borgarstjóra. Það skyldi þó ekki vera fyrirmyndin að þeim sinnaskiptum sem nú eru að verða í hugarheimi Jóns Baldvins? Bandalag frjálslyndra jafnaðar- manna, sem ekki streitast á móti sam- vinnu vestrænna ríkja, þarfnast for- ingja. Og hver er betur til þess fallinn en JBH, sem ekki verður mikið lengur að flækjast með Alþýðuflokkinn sem eins konar fótakefli. Háborgaralegir og frjálslyndir jafn- aðarmenn, sem fylgt hafa krötum, Framsókn og/eða Sjálfstæðisflokki, eru kannski vænlegri uppistaða í stjórn- málaafl, sem getur látið að sér kveða, en þjóðernissinnaðir allaballar, sem viðurkenna enga alþjóðahyggju nema utan Vestur-F.vrópu og Norður-Amer- íku. Engu skal samt spáð um hvort eyði- merkurgöngu illa sameinaðra vinstri- manna er að Ijúka eða hvort allaballar eiga eftir að draga krata á asnaeyrun- um í nokkra áratugi til viðbótar. Svo má búast við að Halldór Ásgrímsson verði nokkuð seinn til svars við hinu óvænta bónorði. OÓ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.