Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 11
Jlrtgur-®mmm Fimmtudagur 31. október 1996 -11 Framtíðarbíll eða Hugarburður Mercedes Benz F-200 Im- agination eða „hugar- buröur" í lauslegri þýð- ingu vakti mikla athygli á bíla- sýningunni í París. Markmiðið sem haft var að leiðarljósi við vinnuna sem liggur að baki þessa bfls var: Nýjung í hönn- un. Útkoman er sannarlega framúrstefnuleg og ekki síður glæsileg. í F-200 Hugarburði er ekkert stýri og engin fótstig. Honum er að öllu leyti stýrt með stjórnstöng „joystick" sem er á svipuðum stað og gírstöng- in í venjulegum bflum. Stjórn- tæki bflsins eru rafræn eða það sem kallað er á ensku „drive by wire“. Stjórntölva bflsins ber saman fyrirmæli bflstjórans við þær forsendur sem eru forrit- aðar í hana til að tryggja öryggi bfls og farþega, jafnvel við erf- iðustu aðstæður. Að minnsta kosti fullyrða framleiðendurnir það. Myndavélar koma í stað baksýnisspegla og getur öku- maðurinn fylgst með því sem er að gerast fyrir aftan bflinn á skjám í „stjórnklefanum", eins BÍLAR Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar og framleiðendurnir kjósa að kalla bflstjórasætið og umhverfi þess. í mælaborðinu eru einnig skjáir sem sýna allt þetta venju- lega en þeir birtast hægra meg- in eða vinstra megin, allt eftir því hvoru megin bflstjórinn sit- ur hverju sinni. Auk þess er hægt að skoða myndbönd eða horfa á sjónvarp, tölva er í bfln- um og leiðsögukerfi. Allt þetta er til að veita ökumanninum upplýsingar og til afþreyingar fyrir farþegana. Dyrnar á bflnum eru ekki síður nýstárlegar en flest annað við hann. Verkfræðingar Benz verksmiðjanna hönnuðu hurðir sem snúast um öxul í neðra Framtíðarbfll Mercedes Benz. F-200 Hugarburður er nýr framtíðarbfll sem Mercedes Benz kynnti á bíiasýningunni í París. Eins og sjá má vakti bíllinn mikla athygli, enda glæsilegur farkostur. Nissan Primera super Touring consept car. Bíllinn er 975 kfló, 4 strokkar, 16 ventlar, 1.998 rúmsentímetrar. Hest- öflin eru 340 við 8.400 snúninga. Hröðunin frá 0 í 100 tekur 4,3 sekúndur og hámarkshraðinn er 260 kílómetrar. Hvenær ætli Ingvar Helgason fari að flytja þennan inn? Mynd: ohr framhorninu. Þegar þær eru opnaðar ýtast þær út úr dyra- falsinu og snúast lóðrétt upp í 30 gráðu horn við að ýtt er á hnapp. Kostirnir eru m.a. þeir að dyraopið er um 15 senti- metrum stærra en ef dyrnar opnuðust á hefðbundinn hátt þannig að auðveldara er að ganga um bflinn og bfllinn þarf auk þess augljóslega mun minna pláss á bflastæðum. Utanfrá eru dyrnar opnaðar með segulmögnuðu korti sem ökumaðurinn hefur einfaldlega í vasanum. Þegar hann nálgast bflinn skynjar rafeindakerfi bflsins kortið og ef um rétta kortið er að ræða opnast dyrn- ar sjálfkrafa. Fjöðrunin byggir á svokölluðu ABC kerfi, en hún aðlagar sig aðstæðum hverju sinni og tekur mið af hleðslu bílsins, yfirborði vegar og jafn- vel veðri. Hér er fátt eitt talið af öllu því sem þessum bfl er til lista lagt og er ekki ofmælt að kalla hann kjörgrip. Verðið á bflnum kom hins vegar ekki fram, en gera má ráð fyrir að gripurinn sé ekki gefinn. Sporðdrekinn er mun verklegra þríhjól en íslenskar barnafjölskyldur eiga að venjast. Framhlutinn er bfll en afturhlutinn BMW mótorhjól með 1.100 rúmsentímetra vél. Mynd: ohr Verklegt þríhjól Hressilegur farkostur sem kallast Scorpio eða sporðdreki var einn af ijölmörgum sérkennilegum far- kostum á Bflasýningunni í París. Framhlutinn er bfll en afturhlutinn BMW mótorhjól, farartæki á þremur hjólum. Það mætti e.t.v. kalla það þríhjól, þó hjá barnaíjölskyldu hafi það hugtak allt aðra og rólegri ímynd. Verðið er um 150.000 frankar eða tæpar tvær milljón- ir króna. Þríhjólið á myndinni er búið 1.100 rúmsentímetra BMW vél, 4 strokka, 16 ventla. Ilestöfiin eru á bilinu 100 til 125 og þyngdin 395 kfló. Það tekur far- artækið 4,5 sekúndur að kom- ast í 100 km. hraða úr kyrr- stöðu og hámarkshraðinn er rúmir 200 kflómetrar á klukku- stund, en blaðamaður Dags- Tímans hefur nú ekki hugrekki til að kanna sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar. Hægt er að kaupa þrflijólið samsett eða ósamsett, með eða án vélar, hafi einhver áhuga á því hér.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.