Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Blaðsíða 10
10 - Fimmtudagur 31. október 1996 ílagitr-'íEtmtmt T T I R KNATTSPYRNA Halmstadt Kristínsson Sænsk blöð greindu frá því í vikunni að Halmstadt sem hafnaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni hefði áhuga á að gera samning við íslenska landsliðsmanninn Rúnar Krist- insson, sem leikið hefur með Örgryte síðustu tvö ár. „Ég las þetta reyndar í blað- inu hérna um daginn að Halmstadt hefði áhuga, en ég hef ekkert heyrt frá þeim, enda skilst mér að félög megi ekki ræða við leikmenn íyrr en 1. nóvember, sem er eftir tvo daga. Ég get skipt um lið innan Svíþjóðar, en ef ég vil fara til annars lands þá eiga þeir rétt á einu ári til viðbótar og geta neitað mér um að fara,“ sagði Rúnar. Örgryte var í fallhættu undir lok tímabilsins en hafa hugsað sér að ráða bót á því fyrir næsta keppnistímabil og meðal annars hafa forráðamenn fé- lagsins skoðað brasih'skan sóknarmann. Knattspymudeild Þórs samdi við Ómar tHþriggja ára Knattspyrnudeild Þórs gékk í gærkvöldi frá þriggja ára samningi við Ómar Torfason, en báðir aðilar geta rift samningnum eftir eitt ár og tvö ár. Ómar þjálfaði og lék með ísfirðingum í sum- ar, en hefur víða komið við. Á myndinni má sjá Peter Jones, formann knattspyrnudeildar Pórs bjóða Ómar velkominn til Akureyrar. > Mynd: GS KNATTSPYRNA • Styrkleikalisti FIFA ísland hrapar niður um Islenska karlalandsliðið hrapar niður um þrettán sæti á styrkleikalista FIFA yfir knattspyrnulandslið sem gefin var út í síðustu viku. ís- lendingar eru í 67. sæti yfir landslið heims, en hafa verið í 54. sæti á síðustú mánuðum. Kína og Slóvenía eru nú næstu nágrannar íslendinga á listan- um. Þrátt fyrir fall niður listann eru tvær Norðurlandaþjóðir neðar á listanum, Finnar eru í 76. sæti og Færeyingar í 136. sæti. Danir eru nú með sjötta besta landslið heims eftir stökk upp um þrjú sæti. Svíar eru í 11. sæti og Norðmenn í því átj- ánda. Brasilía er sem fyrr talið besta knattspyrnulandshð ver- aldar, en Þýskaland, Frakkland, Tékkland og Ítalía skipa næstu sæti. Tíu af tólf efstu sætunum á listanum eru skipuð Evrópu- þjóðum, en hinar tvær eru frá 13sætí Suður-Ameríku. Það eru Brasil- ía og Kólumbía sem er í 8. sæti. Alls eru 185 landslið skráð á listann. Rúmenar, mótherjar íslands í undankeppni HM, eru í 14. sæti listans og Litháen hefur verið á uppleið á listanum og er nú komið í 51. sæti. ■ Nói Björnsson hefur tekið að sér þjálfun 4. deildarliðs Magna í knattspyrnu. Nói þekkir vel til Grenivíkurliðs- ins, en hann þjálfaði liðið um tveggja ára skeið, áður en hann tók við Þórsliðinu. ■ Róbert Sighvatsson fékk góða dóma fyrir síðasta leik sinn með Schuttervald í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, sem var gegn Nettelstedt. í umsögn Hand- ball Woche var Róbert sagð- ur besti leikmaður liðs síns ásamt Svíanum Magnus Anderson, sem skoraði níu mörk. Það dugði ekki til, Nettelstedt gerði út um leik- inn á síðustu tíu mínútum hans og sigraði með sjö marka mun, 29:36. ■ Héðinn Gilsson skoraði fjögur mörk fyrir Freden- beck, sem tapaði fyrir topp- liði deildarinnar, Lemgo, á heimavelli sínum 15:31. Þjálfari Fredenbeck sagði að hð Lemgo hefði ekki verið einu númeri of stórt fyrir nýliðana, heldur tíu númer- um. hb/fe KARFA 1 1 kvöld Úrvalsdeild: Þór-Njarðvík kl. 20 Skallagrímur-ÍA kl. 20 Keflavík-KR kl. 20 UMFT-ÍR kl. 20 Haukar-UBK kl. 20 KARFA • NBA-deildin í Bandaríkjunum Félagaskipti sumarsins Nú er farið að styttast í að NBA-deildin rúlli af stað. Margir íslendingar bíða eflaust spenntir því NBA-körfu- boltinn er eitt vinsælasta sjón- varpsefnið hér sem annarsstað- ar í heiminum. Mikið hefur verið rætt og rit- að um samning Shaquille O’Ne- al sem fór frá Orlando til LA- Lakers nú í sumar en kappinn seldi sjálfan sig fyrir litlar 121.000.000.00 dollara sem samsvarar áttaþúsund eitt- hundrað og sjö milljónum ísl. kr. (Svo kvarta íslensk lið ef þau þurfa að borga Könunum sín- um 2000 dollara). En það hafa fleiri gengið kaupum og sölum en Shaq. Lítum á nokkrar til- færslur manna á milli liða: Kenny Anderson, bakvörður, fer frá Charlotte til Portland fyrir 50 milljónir dollara og er samningur hans til 7 ára, P. J. Brown, framherji New Jersey gerði 7 ára samning við Miami sem varð að reita 36 milljónir úr fjárhirslum sínum, Chris Childs, bakvörður sem einnig lék með New Jersey er farinn til New York og fyrir 6 ára samn- ing við hann þarf New York lið- ið að greiða 24 milljónir. Þá hefur Pat Riley, þjálfari Miami, látið framherjann Chris Gatling fara, en hann getur einnig leik- ið sem miðherji. Chris gerði samning við Dallas fyrir 22 milljónir. Þeir Dallasmenn ætla heldur betur að styrkja lið sitt því þeir hafa einnig fengið til sín bakvörðinn Derek Harper frá New York. Ekki er vitað hve mikið þeir þurftu að borga fyrir kappann en hann mim örugg- lega styrkja lið Dallas, sem hef- ur verið á uppleið frá því fyrir tveimur árum er þeir settu met í Qölda tapaðra leikja í NBA deildinni. í stað Dereks Harper hefur New York gert 7 ára samning Allan Houston, bak- vörð, frá Detroit og sá kostaði þá 56 milljónir. Þá hefur Wash- ington látið frá sér 3 mjög öfl- uga leikmenn, þá Jim Mcllva- ine, miðherja til Seattle,bak- vörðinn Robert Pack til New Jersey og Brent Price, bakvörð til Houston. Til samans kostuðu þessir leikmenn 75 milljónir dollara. í staðinn hefur Wasing- ton fengið til sín framherjann Tracy Murray frá Toronto og borgaði fyrir hann 19 milljónir. Það sem er hvað merkilegast við kaup og sölur leikmanna í NBA er tveggja ára samningur öldungsins Robert Parish við meistara Chicago Bulls. Þar mun hann leika við hlið Michael Jordan sem fær í eigin vasa litl- ar 23 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Ekki er vitað hvað Parish fær í sinn hlut. Parish á lengri feril en nokk- ur annar í NBA, þar með talinn Jabbar. Hann hóf ferilinn hjá Golden State en fór þaðan til Boston þar sem hann lék í fjölda ára og vann þrjá NBA- meistaratitla með þeim. Síðan fór gamli maðurinn til Charlotte þar sem hann hefur leikið síð- ustu 2 árin. Nú er hann sem sagt kominn til meistara Bulls og leysir væntanlega miðherja- Shaquille O’Neal klæðist Lakerstreyju númer 34 í vetur. Chicago sigurstranglegast Lið Chicago Bulls á góða möguleika á því að hampa meistaratitlinum næsta vor, sé miðað við þau hlutföll sem veðbankar gefa. Líkurnar á sigri Michael Jordan og félaga eru 3-2 en Los Angeles Lakers og Seattle Supersonics eru með líkurnar fimm á móti einum. Hlutföllin á bak við enn einn sigur Houston Rockets eru 6-1 og þar á eftir kemur New York Knicks með 10-1. Lið Toronto og Vancouver eru talin eiga minnsta möguleika á meistaratitlinum. Hlutfallið á bak við bæði liðin er 500 gegn einum. vandamál þeirra. Að lokum má geta þess að þar sem NBA liðin eiga ekki leik mennina eft- ir að samn- ingar þeirra renna út fara þessar risa- fúlgur beint í vasa leik- mann anna og ætti það að tryggja að þeir eigi fyrir salti í grautinn í ellinni. gþö

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.