Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Blaðsíða 3
®agur-Œmtmn
Miðvikudagur 6. nóvember 1996 -15
ATVINNULÍFIÐ í LANDINU
íslensk framleiðsla er í sókn
✓
Islensk framleiðsla er í sókn og rúm-
lega 9 af hverjum 10 telja íslenskar
vörur vera sambærilegar eða jafnvel
betri að gæðum. Þá hefur þeim einnig
fækkað sem telja innlenda vöru vera
dýrari en sú sem kemur erlendis frá,
þótt ríflega meirihluti sé reyndar enn
þeirrar skoðunar. Um þriðjungur að-
spurðra vísar til þess átaksins íslenskt -
já takk þegar spurt er um ástæðu já-
kvæðara viðhorfs til íslenskrar fram-
leiðslu í seinni tíð, miðað við hvað áður
var.
Landsbyggðarfólk er
jákvæðara
Þetta eru mðurstöðiu- skoðanakönnunar
sem Samtök iðnaðarins létu gera
snemma á síðasta ári um viðhorf 1.200
íslendinga til íslenskrar iðnframleiðslu. í
95% tilvika þótti íslensk vara álíka að
gæðum. 63% aðspurða voru hins vegar
þeirrar skoðunar að verðið væri lakara.
Landsbyggðarfólk er almennt hliðhollara
innlendri framleiðslu, en það fólk sem
innan borgarmúranna býr.
Átakið íslenskt - já takk hófst sl. 21.
október sl. og var sett á Flúðum. Áhersl-
um átaksins er beint að ákveðnum
landshlutum á hverjum tíma og frá 4.
nóvember til 10. nóvember er sjónum
sérstaklega beint
að Vesturlandi og
VestQörðum. Frá
11. til 17. nóvem-
ber er sjónum beint
að höfuðborgar-
svæðinu og Austur-
landi og frá 18. til
24. sama mánaðar
segja karlar og
konur já takk við
framleiðslu fyrir-
tækja á Suðurnesj-
um.
Að skapa andrúmsloft...
Átakið íslenskt já takk er samstarfsverk-
efni Samtaka iðnaðarins og hinna svo-
nefndu aðila vinnumarkaðarins. í frétt
frá þessum aðilum segir að árangur
átaksins sé góður - en fyrst var farið
af stað með það árið 1993 og í raun
sé það enn í fullum gangi. „Fram-
kvæmd átaksins er ...fyrst og fremst ætl-
að að skapa and-
rúmsloft eða um-
hverfl til að selja og
kynna íslenska
vöru og þjónustu.
Það er gert með
framleiðslu og
dreifingu auglýs-
inga og kynning-
arefnis og
verður það
einnig gert í ár,“
segir í áðurnefndri
frétt. -sbs.
Rúmlega 90% íslendinga telja
íslenskar vörur vera
sambærilegar eða jafnvel
betri að gæðum og fleiri
hallast á þá skoðun að verðið
sé sambærilegt, þótt rúmlega
meirihluti sé enn þeirrar
skoðunar að innlenda
framleiðslan sé dýrari.
Innflutningur á
ís hefur lítil áhrif
„Því miður hefur erlendur bjór heldur verið í sókn á kostnað innlendrar framleiðslu," segir
Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri. Víking hf. Mynd: as
í slenskt léttöl er í sókn
Nei, ég get ekld sagt að við ísfram-
leiðendur höfum orðið þess stór-
lega varir að nú sé heimilt að
flytja inn ís til landsins. Sá möguleilci
opnaðist á síðasta ári þegar GATT samn-
ingurinn tók gildi - og nú má hver sem
er flytja inn ís. í þeim hópi erum við
meðal annara, og flytjum inn fjórtán teg-
undir frá Bretlandi," sagði Valdimar
Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss
hf. í Hveragerði.
í sumarblíðunni...
Auk Kjöríss flytja Mjólkursamsalan,
Heildverslun Gunnars Kvaran og Slátur-
félag Suðurlands ís til landsins. „Nei, ég
hef ekki orðið þess var að neinar telj-
andi breytingar hafi orðið á ísmarkaðn-
um eftir að innflutningur var heimilaður.
Þetta rokkar að vísu alltaf eitthvað til og
frá og salan fylgir sólinni. í sumarblíð-
unni rokselst ísinn,“ segir Valdimar Haf-
steinnson.
Kjörís hf. er meðal þátttakenda í
átakinu íslenskt - já takk og hefur sam-
hliða því efnt til ýmiskonar kynningar og
tilboðskjara á framleiðslu sinni. „Ég held
að þátttaka fyrirtækja í íslenskt - já takk
hafi vissulega viðskiptalegt gildi - en
ekki síður félagslegt gildi fyrir okkur,
sem fyrirtæki annarra á meðal. Um gildi
þessa fyrir söluna skal ég ekki segja.
Fólk er þó að minnsta kosti jákvætt fyrir
þessu - og sé nógu oft hamrað á skilar
þetta árangri. Þá velur fólk frekar ís-
lenska vöru en erlenda," segir Valdimar.
íslenskt og sunnlenskt...
Valdimar segir ennfremur að á Suður-
landi hafi orðið sterk vakning fyrir því á
síðustu árum að velja vörur frá fyrir-
tækjum úr héraðinu. Því megi segja að
Sunnlendingar séu tvöfaldir í roðinu að
þessu leyti, að velja bæði íslenskt og
sunnlenskt.
Fyrirtækið Kjörís hf. er dæmigert ís-
lenskt fjölskyldufyrirtæki. Það var stofn-
að af Hafsteini heitnum Kristinssyni fyrir
rúmlega 30 árum. í dag er Kjörís hf. að
stærstum hluta í eigu Laufeyjar
Valdimarssonar, eftirlifandi eiginkonu
Hafsteins, og ijögurra barna þeirra; Ald-
ísar, Valdimars, Guðrúnar og Sigurbjarg-
ar, sem öll koma að rekstrinum með ein-
um eða öðrum hætti. -sbs.
ví miður hefur erlendur bjór held-
ur verið í sókn á kostnað innlendr-
ar framleiðslu. Þegar bjórinn var
lögleiddur hérlendis árið 1989 var hlut-
ur hennar imi 90% en hefur dregist
saman um nær þriðjung. Er nú kominn
niður í 57%. í framleiðslu léttöls hefur
innlend framleiðsla betri stöðu á mark-
aðnum en sú erlenda - og fer hlutur
hennar frekar vaxandi," segir Baldvin
Valdimarsson, framkvæmdastjóri Víking
hf. á Akureyri.
Sölureglum breytt
í aðeins tveimur verksmiðjum á íslandi
er bjór og léttöl framleitt. Hjá Agli
Skallagrímssyni hf. í Reykjavík og hjá
Víking hf. á Akur-
eyri. Baldvin
Valdimarsson segir
að sölureglur ÁTVR
hafi verið íslenskri
framleiðslu bjórs
óhagstæðar. Þannig
hafi þær, á sama
hátt og erlendir
bj órfr amleiðendur,
haft leyfi til að hafa
í sölu á hverjum
tíma reynslutegund bjórs, sem ef til vill
verður svo inn til almennrar sölu í fyll-
ingu tímans, en ÁTVR tekur svo inn nýj-
ar bjórtegundir til sölu með vissu milli-
bili.
Reglum þessum hefur nú verið verið
breytt. íslensk fyrirtæki geta nú kynnt
sína framleiðslu með auðveldari hætti en
áður - eftir að sölureglum ÁTVR í þess-
um efnum var breytt. „Ef þetta hefði
verið óbreytt hefðum við ekki getað sett
nýja bjórtegundir á markaðinn frá okkur
fyrr en einhvern tímann á næstu öld. En
hlutfall innlends bjórs á markaði hér á
landi, er eitt hið lægsta sem þekkist ef
við berum okkur saman við önnur lönd.
Allsstaðar annarsstaðar þar sem ég
þekki til er hlutfall innlendrar fram-
leiðslu yfir 90%,“ segir Baldvin Valdi-
marsson.
Vanþróaður bjórmarkaður
Að mati Baldvins er íslenskur bjórmark-
aður vanþróaður. Hann segir það vera
súrt í broti fyrir íslenska framleiðendur
að geta ekki auglýst sína framleiðslu í ís-
lenskum íjölmiðl-
mn, á sama tíma og
erlendir framleið-
endur geti án tak-
marka auglýst sína
vöru í erlendum
blöðmn sem flutt
eru hingað til
lands.
„Við getum ekki
komið nauðsynleg-
um upplýsingum til
okkar neytenda nema með allskonar
krókaleiðum," segir Baldvin og nefnir í
því sambandi auglýsingar fyrirtækisins
um ljónin í skóginum. Frekari upplýsing-
ar um þau geta neytendur sótt á Alnetið.
Talsvert margir hafa farið inn á netslóð
Víking og sótt sér þar allar helstu upp-
lýsingar um ljónin ölkæru. -sbs.
„Hef ekki orðið var við neinar teljandi breytingar hafi orðið á ísmarkaðnum eftir að innflutn-
ingur var heimilaður," segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss hf., sem sést
ásamt Aldísi systur sinni.
Forsvarsmenn Víking hf.
gangrýna auglýsingabann á
bjór í íslenskum fjölmiðlum
og segja það koma illa við
innlenda framleiðslu.