Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Blaðsíða 16
- 1 JlagiírXLtntmn Miðvikudagur 6. nóvember 1996 FAXNÚMER ____ AUGIÝSINGADEILDAR ER 462 2081 Þá er bara eftir að bakka henni síðasta spölinn inn í anddyri safnahússins, þar sem hún verður á meðal margra fgörgripa í sýningarsal Við stýrið er þúsundþjalasmiðurinn Addi á Sandl FIMMTUG OG FÍN í „TAUINU" Fyrir rúmu ári fékk Guð- mar Ragnarsson, betur þekktur sem Addi á Sandi, þá hugmynd að gefa Minjasafninu á Egilsstöðum rúmlega fimmtíu ára gamla dráttarvél, af gerðinni Mc Cormick, sem hann hafði á sínum tíma fengið í Loð- mundarfirði. í framhaldi var ákveðið að hann tæki að sér að gera vélina upp, en Addi er mikill áhugamaður um varðveislu gamalla bíla og búvéla og hefur gert margan illa farinn grip sem nýjan. Honum brást ekki bogalistin nú, frekar en endranær og Addi er ekki alveg viss um árgerðina en telur trúlegt að framleiðsluárið sé 1944. Það verður ekki annað sagt en að hún beri árin vel. Hárauð og stássleg, eins og hún sé nýkomin úr kassanum. Að baki liggja ótal vinnustundir. Varahluti hefur Addi fengið víða að, m.a.frá framleiðslulandinu Ameríku, Og vélin slœr ekki feilpúst, eftir eina eða tvœr tilraunir hjá meist- aranum hrekkur hún í gang. fyrir ekki löngu síðan var dráttarvélinni góðu ekið, fyr- ir eigin vélarafli, inn í safna- húsið á Egilsstöðum. Það eru um þrátíu ár síðan að Addi sótti vélina til Loðmundar- Ijarðar og bjargaði henni þar með frá eyðileggingu. Vélin var upphaflega í eigu Búnað- arfélags Loðmundarfjarðar, keypt árið 1945. Þá var fyrir nokkru byrjaður fólksflótti úr sveitinni. Ætla má að þetta tækniundur hafi verið síðasta von deyjandi samfélags og vakið í brjóstum þeirra sem eftir voru vonir um biómleg- an nútíma landbúnað í grös- ugri og faliegri sveit. En ailt kom fyrir ekki, byggðin lagð- ist af og móarnir sem gera átti að grænum túnum héldu áfram að vera óskaland mó- fugla. Myndir og texti: Arndís Þorvaldsd. 2®® ff í Sjallanum frá 5.-9. Opið frá kl. 13-20 Ath! Opið frá kl. 13-18 laugard. 9. nóv. Miðaverð: Börn kr. 500 - Fullorðnir kr. 600 Lifandi hitabeltisdýr • Risasnákar • Eitursnákar • Eðlur Skjaldbökur • SporSdrekar • Kóngulær o.s. frv. Hitabeltisfiðrildi í hundraðatali • Fjölbreytt safn af óvenjulegum, lifandi dýrum úr öllum heimshornum. Ver/ð velkomin! Upplýsingar gefur Gula línan - sími 562 6262 Sauðárkrókur, félagsheimilið Bifröst, 10., 11. og 12. nóvember • Opið frá kl. 13-21

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.