Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Blaðsíða 4
16- Miðvikudagur 6. nóvember 1996 iDagur-SImitmi UmBúðcííauót Augu karlmannsins eru mikilvæg Agnarsdóttir Imynd kvenna í kvikmynd- um, fjölmiðlum og auglýs- ingum var efni fundar sem Kvennalistínn boðaði tíl í Nor- ræna húsinu í upphafi lands- fundar síns. Þetta var opinn fundur og húsið fylltist fljótt, aðallega af konum, enda efnið forvitnilegt. Að skoða og greina kvenímyndina eins og hún birt- ist okkur í þessum fyrirbærum samtímans er orðinn mikilvæg- ur og sjálfsagður hluti af allri umræðu og fræðimennsku í húmamskum fræðum hvar- vetna um hinn vestræna heim. En í okkar yndislega hálfþjóðfé- lagi (sem ekki vill vera neinn eftirbátur og miðar sig helst ekki við minni þjóðfélög en Bandaríkin) eru enn til nokkrar eftirlegukindur, bæði ær og hrútar, sem starfa við fjölmiðla allan ársins hring við að jórtra og melta fréttahey om' okkur. Þær láta sem þessi umræða sé ekki til, hafi aldrei farið fram og ef það örlar á henni, þá á helst að þegja hana í hel af því hún er svo „leiðinleg“. Og þann- ig afgreiða eftirlegukindurnar umræðuna um stöðu kvenna í stjómmálum og þjóðfélaginu al- mennt. Hún er flokkuð sem leiðinleg umræða og þess vegna þykir hún hvorki fréttnæm né athyglisverð. Konum er fórnað fyrir eitthvað sem fréttastjórum finnst mikilvægara og kannski skemmtilegra. Þetta fjallar kannski allt um fórnirnar sem konur þurfa stöðugt að færa til að öðlast ást og viðurkenningu í karlaveld- inu. Það er ekkert skrýtið að þær fái útnefningu til Óskars- verðlauna fyrir fórnfýsi sína í hiutverkum eiginkonunnar, hórunnar og nunnunnar eins og gerðist fyrr á þessu ári. Allar konur þurfa á sínum Óskari að halda - vöðvastæltum, gull- slegnum karlmanni með kross- lagða arma, sem þær eyða síð- an ævinni í að reyna að opna og gera að sínum Kristi. Því konur þurfa ekki bara á Óskari að halda, heldur líka Kristi. Þær verða að trúa á sína ást til að hún veití þeim þá full- nægingu sem þær sækjast eftir. Og í eftirsókn kvenna eftir þess- um Kristi eru þær tilbúnar að leggja ýmislegt á sig, jafnvel fórna lífi sínu eins og sést best í mynd Lars von Trier, Brimbroti, þar sem tengslin milh ástar og trúar eru í brennidepli. Þar fórnar kona sér í bókstaflegri merkingu fyrir trúna á ástina og kraftaverkið gerist í lífi karl- mannsins. Eðli þeirrar fórnar er marg- slungið og táknrænt og hægt að finna endalausa túlkunarfleti. Fórnin felur m.a. í sér uppreisn gegn staðnaðri hugmyndafræði kirkju og karlaveldis, en um leið nálgun við guð, hina einu sönnu tilfinningu sem þarf til að elska og vera góður. Um leið HTaðaóðir.láSgíí^11 '60661' /ZrJZXy //£XJ01FO/?/9UT0F //ÆGT, M/A/S/ ? vaknar spurningin hversu miklu konur eru tilbúnar að fórna til að hljóta ást karl- manna, sem tengist svo aftur kvenímyndinni. Konur eru til fyrir karlmenn- ina sem horfa á þær. Þetta sjá- um við í gegnum linsu kvik- myndavélarinnar, hvort heldur er í stórbrotnum listaverkum kvikmyndanna eða í heimi fjöl- miðla og auglýsinga. John Berger skrifar í nýlegri blaða- grein imi ímynd konunnar í sjónlistum karlaveldisins, að konan sé ekki aðeins skoðuð af karlmanninum - gerandanum sem stendur utan við mynd- verkið - heldur líka af konunni sjálfri, viðfanginu sem skoðar sig með og í gegnum augu karl- mannsins í sjálfri sér. í konunni er sem sagt líka karlmaður með skoðanir á konum. Otlit kvenna er einn stærsti hlutinn af ímynd þeirra og fyrir það geta þær hlotið takmarka- lausa ást og viðurkenningu, áhrif og völd bæði í hópi kyn- systra og meðal karla. Augu karlmannsins eru mikilvægari en orð kvenna. Kona hlýtur ekki náð ef hún er feit eins og konan í Pepsi-auglýsingunni. Þá er hún bara fyndin og mark- laus. En ef hún færir fórnir og fer í fitubrennslu, þá ... í Volks- wagen Golf auglýsingunni er konan orðin snoðklipptur töff- ari, sem þarf ekki lengur á karlmönnum að halda til að finna sína sönnu ást. Bíllinn fullnægir öllum hennar þörfum, konan fórnar hugsanlegri ást karlmanns fyrir Golfinn. Hann kemur í staðinn fyrir bæði Ósk- ar og Krist. Svona er leikið á okkur allan ársins hring. Óheyrileg leiðindi Garri man eftir því að hafa séð í svæðissjónvörpum er- Iendis að smáfyrirtæki eru með auglýsingar sem stflað- ar eru upp á þennan svo- kallaða „lókaí“ markað. Þetta eru oftast mjög ódýrar auglýsingar þar sem sjálf- umglaðir eigendur lítilla verslana til- kynna með til- gerðarlegri gleði og ótrú- verðugum hressileika hvað þeir bjóði nú upp á frábær tilboð í búðinni sinni. Nær und- antekningalaust eru þetta afspyrnu leiðinlegar auglýs- ingar sem ná því aðeins til- gangi sínum að þær sjást mjög sjaldan þannig að fólk hefur ekki tíma til að láta þær fara verulega í taug- arnar á sér. Þess vegna virka þær. Stílfært að utan íslenskur auglýsingarmark- aður og íslensk auglýsinga- gerð er að mörgu leyti á heimsmælikvarða þó vissu- lega séu sumar auglýsingar stolnar og stflfærðar erlend- is frá. Við því er ekkert að segja, enda fátt nýtt undir sólinni. Hins vegar hefur einhverjum auglýsinga- smiðnum orðið verulega á í messunni þegar hann ákvað að stela og stflfæra þessar svæðissjónvarpsauglýsingar með sjálfumglaða eigandan- um sem segir frá frábæru tilboðunum sem hann býður upp á. Það sem verra er, þá er þessi auglýsing keyrð af slíku offorsi í sjónvarpi og nú í blöðum líka að engu er lflcara en að þetta sé ein af ímyndarauglýsingunum sem eru hugsaðar til að vekja þægileg hughrif. Útkoman verður því skelfileg. Strax fyrsta kvöldið eftir að aug- lýsingin hafði verið sýnd einum 10 eða 15 sinnum var Toyota komin að ælu- mörkunum frægu hjá þjóð- inni. Síðan eftir að auglýs- ingin hefur dunið á áhorf- endum kvöld eftir kvöld, tvisvar til þrisvar í hverjum aug- lýsingatíma er svo komið að ljöldi manns hendist fram úr sófanum og slekkur á sjónvarpinu þegar auglýs- ingin er farin að birtast. Garri hefur haft spurnir af fólki sem er þegar farið að yfirfæra óþol sitt gagnvart þessari óheyrilegu auglýs- ingu yfir á sjónvarpið, þannig að búast má við að áhorf fari hrað minnkandi af hennar völdum. Aðalleikari í lífshættu? Garri getur ekki gert sér í hugarlund hvernig áhrif auglýsingin hefur á sölu varningsins sem verið er að auglýsa, en hitt er þó Ijóst að maðurinn sem í sakleysi sínu var fenginn til að leika sjálfumglaða sölumanninn er ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Hann hlýtur eiginlega að vera í stór- hættu á götum úti því viðbú- ið er að óþolnir sjónvarps- áhorfendur ráðist hálf sturl- aðir á hann við það eitt að sjá hann. Og hvað sem öðru líður þá er það eitt víst að ef auglýsingin hefði verið sýnd í einhverju siðmenntuðu landi eins og t.d. Dan- mörku, hefðu dönsk stjórn- völd ekki talið ,sér fært að tryggja öryggi aðalleikar- ans. Garri. Óheyrifequr afsíáttur i Kolaportim!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.