Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Miðvikudagur 6. nóvember 1996
Jlagur-'ÍEmrám
RADDIR FOLKSIXS
eiðis...
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri
Um góðu dýrin og þau vondu
Aðalsteinn
Svanur
Sigfússon
skrifar
Aundanförnum vikum og
mánuðum hafa birst
fréttir og lesendabréf í
þessu blaði og öðrum forvera
þess, Degi, um ýmiss konar dýr,
öil afskaplega vond. Stundum
líka um voða vonda menn, en
ætli ég láti þá ekki afskipta-
lausa að sinni.
Þessi skrif öll hafa riíjaö upp
fyrir mér gamlar vangaveltur
um viðhorf okkar til mismun-
andi dýrategunda, og spurning-
una hvað það sé sem geri sum
dýr verri en önnur. Jafnvel svo
vond að menn vaða eld og
brennistein til að geta með
einhverju móti murkað tóruna
úr óvættinni.
Það blaðaefni sem ég á hér
við er lesendabréf úr Degi frá í
sumar um hettumáva á Akur-
eyri, þar sem þessi tiltölulega
nýi landnemi fær það óþvegið,
fréttir af rottufaraldrinum hin-
um mikla á Akureyri (sem eng-
inn er, að sögn umhverfisstjóra)
og loks tófudrápið fræga í
Svarfaðardal fyrir skemmstu.
Einnig má nefna fyndið bréf
Jóns Hjaltasonar, þar sem hann
leggur út af tveimur síðasttöldu
atriðunum í formi reynslusögu.
Mér dettur ekki í hug að tjá
mig um ágæti mismunandi að-
ferða til að bana dýrum. Hins-
vegar gæti verið gaman að skil-
greina meinta illsku ýmissa
dýra- og fuglategunda. Þegar
hafa verið nefndar til sögunnar
tófur, rottur og hettumávar. Til
að gera hinum fordæmdu jafn
hátt undir höfði má ekki
gleyma nokkrum, sem ekki
hafa verið jafn áberandi í frétt-
um og ijölmiðlum og þau sem
áður eru talin. Þar fer náttúr-
lega minkurinn sjálfur fremstur
í flokki, sá lúmski djöfull, og
mýsnar litlu. í fuglafánunni má
nefna veiðibjöllu og kjóa til
sögu, hrafninn á skilið að fá
sérstaka umfjöllun ásamt með
val og erni. Og þá er allur þessi
urmull af hryggleysingjum ótal-
inn. Best að halda honum, eins
og mannkindinni, utan við
þessa umræðu.
Mér er svosem ljóst að
ástæður fyrir hatri íslendinga á
þessum skepnum eiga rætur að
rekja til þeirra tíma að allir
áttu sér uppruna, eða önnur
bein tengsl við sveitir landsins
og landbúnað. Að þessar skepn-
ur rýrðu á einhvern hátt not
manna af kvikfénaði eða hlunn-
indum. Svo er það líka hitt að
vondu dýrin borða oft góðu dýr-
in, eða spilla fyrir þeim á annan
hátt.
Refir éta litlu sætu lömbin og
leggjast á minnimáttar, svo sem
afvelta fé (eins og krummi).
Minkurinn virðir ekki veiði-
rétt í silungsám eða ræktunar-
starf í æðarvarpi, frekar en
svartbakur og kjói. Enda veit ég
ekki betur en enn sé á hverju
ári varið tugum milljóna króna
af almannafé til útrýmingar á
dýrategundunum mink og ref.
Óbeitin á rottunum er al-
þjóðleg og stafar vafalítið af því
að kjörlendi þeirra er í skólp-
ræsum þar sem þær geta náð
að tímgast í skítnum með
súrrealískum hraða við góð
skilyrði. Það er ekki sætt af
þeim. í stórskemmtilegum nátt-
úrulífsþætti í Sjónvarpinu fyrir
nokkrum vikum fullyrti sjálfur
gúrúinn, David Attenborough,
að friðartáknið, dúfan, væri
miklu skaðvænni smitberi í
borgum heims en rottur nokk-
urntíma. Hann benti ennfremur
á að í útliti væri munurinn á
rottu annarsvegar og hinsvegar
hinum ofursæta og krúttlega
íkorna, sem er ímynd sakleysis
og barnslegra brjóstgæða, ekki
annar en sá að rottan hefur
snoðið skott, íkorninn loðið.
Svo eru það furðufuglarnir
sem fyrst voru vondir mjög
lengi, en eru það ekki lengur.
Haförninn er nú stórmerki-
legur og sagt frá því í fréttum á
hverju ári hve margir ungar
hafi komist upp. Hann er svona
merkilegur vegna þess að hér
áður fyrr var honum stútað
hvar sem til hans sást. Og tókst
kannski best til þegar mark-
hópur meindýraeyðanna var
annar; þ.e.a.s. þegar eitrað var
fyrir ref. Þegar aðeins örfá
kvikindi voru eftir, tókst með
naumindum að snúa af þessari
óheillabraut og friða össu með
öllu. Og koma upp smá stofni.
Fálkinn er konungsgersemi í
útlöndum og nýtur nú almennr-
ar hylli vegna þess að eggja-
þjófar og smyglarar frá útlönd-
um höfðu hann að féþúfu. Um
leið og íslenski fálkinn var orð-
inn eftirsóttur af ohufurstum
sameinaðist þjóðin um að
vernda og hlúa að þessari perlu
og eggjaþjófar voru réttdræpir
orðnir. Samt er það alltaf ljótt
af fálkanum, eins og smyrli
frænda, að drepa svona margar
rjúpur. Því rjúpur eru nefnilega
sætar og góðar í sér. Og á
bragðið líka, svo við viljum éta
þær sjálf.
Krumminn á skjánum er
meira svona beggja handa járn.
Ég er þó á því að hér áður og
fyrr hafi hann verið meira
vondur en góður. Var mikið
sport að steypa undan honum á
vorin. Hlutverk hans sem vá-
boða hefur þó trúlega alltaf
komið sér vel fyrir greyið. Svo
komu skáldin eitt af öðru og
tóku hrafninn undir sinn vernd-
arvæng, ef svo má segja. Davíð
náttúrlega með Svartar fjaðrir
og seinna Kristján frá Djúpalæk
með Fljúgandi myrkur, svo
dæmi séu nefnd. Þeir auðguðu
gargið í þeim svarta lýrískum
hljómi og bókaþjóðin lét heill-
ast.
Hettumávur er svona vondur
af því að hann borðar ham-
borgara með kokkteilsósu og
salati, en virðir ekki almennar
kurteisisreglur við borðhaldið.
Hann hefur á fáum áratugum
náð að samlagast svo íslensku
þéttbýli að hann er orðinn ansi
áberandi. Það er þessi frábæra
aðlögunarhæfni hettumávsins
sem gerir að verkum að hann
er hataður og fyrirlitinn. Alveg
eins og rottan og húsamúsin,
sem kunna best við sig í mann-
gerðu umhverfi.
Hvert raunverulegt tjón ís-
lendinga er af erkióvininum,
refnum, er ekki ljóst. Það er
hinsvegar gömul hefð að telja
hvert lamb, sem ekki kemur
dilkur af fjalli að hausti, hafa
lent í gráðugu gini skolla.
Heppin erum við að hafa ekki
úlf. Alþingi íslendinga ákvað
fyrir áratugum síðan að þessari
dýrategund skyldi útrýmt. Ekki
hefur það nú tekist, þó að
margt hafi verið til þess reynt.
Sama á við um nýbúann mink.
Við vitum ekki einu sinni fyrir
víst hvort veiðar á þessum
óargadýrum hafi nokkur veru-
leg áhrif á stofnstærðir þeirra.
Eða hver áhrif þeirra eru á
stofna annarra dýrategunda.
Þessvegna er það fyrst og
fremst af tilfinningalegum
ástæðum og beinlínis hatri, sem
þessar skepnur eru aflífaðar
hvar sem til þeirra næst. Með
þeim aðferðum sem tök eru á
hverju sinni. Alveg eins og við-
brögð manna við hugmyndum
um að leyfa veiðar á lóu eða
hrossagauk. Þetta eru sætir og
góðir smáfuglar, sem er ljótt að
drepa. Það beinlínis má ekki.
Menn drepa ekki álftir, þær eru
svo flottar. Hinsvegar höldum
við ketti af öllum hugsanlegum
sortum sem háma í sig skógar-
þresti og auðnutittlinga, bera
þá inn á gólf til okkar, og það er
allt í lagi. Því kisa er svo lekker,
þegar hún malar á folalds-
skinninu framan við arininn
eftir að við gefum henni af-
ganginn af hreindýrasteikinni.
T 7" annast ekki einhver við það að berjast
Í0B við að koma börnunum á lappir á
A V morgnana og koma þeim í tæka tíð í
r skólann með tilheyrandi fyrirheiti um að nú
skuli farið fyrr í rúmið í kvöld.
/r inn í b
oma svo loksins útá bílastæðið og þar
stendur bfllinn á kafi í snjó og nú þarf að
skafa og sópa áður en reynt er að komast
inn í bflinn..það gat nú verið, læsingin frosin,
hvar er sprayið?
að er ekki allt búið þótt inn í bflinn sé
Jnk I 3 komið, ónei, er þetta frostmóða innan á
jl rúðunni? Skafa meira og leggja svo af
/r stað loksins í vinnuna.. en hvað aftur móða ...
skafa meira, nei nú á ég ekki til eitt einasta, það
er snjómuggan úti fyrir sem ekkert sér fyrir núna. Hvenær
verð ég eiginlega komin í vinnuna?
|súTJ:3j;)
y
rj" r n r ít
I r
Gjáin dýpkar og
hyldýpi undir
Síðustu vikurnar hef ég
oftsinnis hrapað aftur á
bak, fengið skell frá orð-
ræðunni í landinu. Hvað er
að gerast, hugsa ég örviln-
uð? Eru öll meinin að
koma í ljós eða hef ég verið
barnalega bjartsýn í of-
vernduðu umhverfi, nema
hvoru tveggja sé. Almanna-
rómur skellir mér! Konur
inn á heimihn, erlendar
konur til íslands í brjósta-
stækkanir, fáklæddar dans-
meyjar að vefja sig utan
um stálsúlur íslenskum
karlmönnum til skemmtun-
ar! Rósa Ingólfs!, hugsa ég
en kemst ekki langt með
því að kenna henni um
óskundann! Og það grát-
broslegasta er kannski að
þegar mér finnst ég vera
að kafna í löngu úreltri
umræðu varðandi karla- og
kvennamál er í sjónvarpinu
sýndur þáttur um kvenna-
baráttu í Skandinavíu, yfir-
borinn af bjartsýni. ís-
lenskar konur voru jú van-
ar að ganga í öll verk á
meðan karlarnir voru um
lengri tíma eða skemmri á
sjó og komu kannski aldrei
aftur! Dugnaðarforkar alla
tíð og metnar að verðleik-
um hjá körlum sínum sem
vissu að þeir gætu treyst á
fraukur sínar!
Tollheimtumenn
og farísear
Og ekki skánar afturhrapið
eða styttist þegar kirkjan
hefur aftur náð heljartaki á
umræðunni um hvað er
rangt og rétt. Hommar og
lesbíur láta hvað eftir ann-
að hafa sig í að ræða kyn-
hneigð sína við kirkjunnar-
menn! Tollheimtumenn og
farísear alls staðar, finnst
manni. Kirkjan er aftur-
haldsafl og hefur alltaf ver-
ið og hverjum er ekki sama
hvað henni finnst? í guð-
anna bænum leyfum þeim
að dúsa með sínar forpok-
uðu skoðanir - og skellum
skolleyrum við! Sérstök
bæn um enga sérstaka bæn
kannski?
Vandamál kvenna
Ég stóð vart upp eftir að
hafa lesið um fréttaflutning
er varðaði drykkjuvanda
prests nokkurs, sem auð-
vitað var kona því annars
hefði ekki verið um vanda-
mál að ræða, hvað þá frétt!
Auðvitað er konan búin að
greina frá því að um rang-
færslur er að ræða og vona
ég að hún slái hvergi af í
ærumeiðingakærunni!!!!
Hvað er eiginlega að
gerast, á Jafnréttisþingi á
Grand Hótel er tekið sér-
staklega fram að flestir
feður séu nú viðstaddir
fæðingu barn síns - húrra!
Eins og það sé ekki löngu
sjálfsagt mál!.
Umsjón
Marín Guðrún
Hrafnsdóttir