Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Page 2
14- Miðvikudagur 20. nóvember 1996 Jlagur-®mrám
„Ekkert val um að vera heima“
Flest fólk á mínum aldri
starfar utan heimilis. í
þeim efnum er í rauninni
ekkert val. Nauðsjmlegt er fyrir
ungt fólk að vinna úti þegar það
er að kaupa íbúð eða koma
undir sig fótunum með öðrum
hætti,“ segir Lilja Valdimars-
dóttir á Akureyri. Hún starfar
hálfan daginn á leikskólanum
Krógabóli, sem er á jarðhæð
Glerárkirkju. Fyrir hádegi, á
meðan dóttirin Valdís Lilja,
þriggja ára, er á leikskóla er
Lilja heima og les námsbæk-
urnar. Hún er í ijarnámi leik-
skólakennara í Fósturskóla ís-
lands og er á öðru námsári af
fjórum.
Lilja og Valgeir Magnússon,
maður hennar, hafa komið sér
vel fyrir í nýrri íbúð í fjölbýlis-
húsi við Helgamagrastræti.
íbúðarkaupin hafa vissulega
tekið í budduna og mánaðarleg
útgjöld vegna þeirra eru um 45
þús. kr. á mánuði. „Við teljum
okkur standa ágætlega pen-
ingalega, bæði laun Valgeirs
fyrir kennsluna í Síðuskóla og
mín fyrir störf hálfan daginn á
Krógabóli. Þá tek ég 75% náms-
lán, sem eru um 30 þús. kr. á
mánuði," segir Lilja.
Eitthvað minna en
fulla vinnu...
„Staðan er sannast sagna sú
að maður verður að vinna utan
„Nauðsynlegt er fyrir
ungt fólk að vinna úti
þegar það er að
kaupa íbúð eða koma
undir sig fótunum
með öðrum hætti,“
segir Lilja Valdimars-
dóttir á Akureyri.
heimilis. Dæmið gengur ekki
upp öðruvísi.
„Mér finnst mikilvægt fyrir
hvern sem er að afla sér ein-
hverrar menntunar, til að
tryggja stöðu sína og lífsviður-
væri, enda þótt margir komist í
ágæta vinnu án þess að hafa
neina menntun. En sé fólk í lág-
launavinnu getur hreinlega
borgað sig að vera heima, að
teknu tilliti til ýmissa þátta -
s.s. dvalar tveggja barna allan
daginn á leikskóla, sem kostar
um 30 þús. kr. Annað sjónar-
mið er að margt fólk sækir
vinnu út fyrir heimilið hrein-
lega af félagslegri þörf, enda
þótt slíkt borgi sig tæpast pen-
ingalega. Á meðan foreldrar
eru í vinnu dveljast börnin til
dæmis í leikskóla með jafnöldr-
um sínum, sem er þeim hollt.
Þannig geta sjónarmið og þarfir
beggja farið saman,“ segir Lilja.
Ég held að allir foreldar vilji
gefa börnum sínum meiri tíma
en víða er raunin. Ef fólk er í
vinnu frá kl. 8 á morgnana og
fram til kl. 6 á daginn er ekki
mikill tími allögu. En einsog ég
segi eiga margir foreldrar ekk-
ert val um að vinna eða vinna
ekki utan heimilis." -sbs.
Lilja Valdimarsdóttir og Valgeir Magnússon með dóttur sína, Lilju Valdísi.
Mynd: GS
Menntun getur
úrelst á 5 árum
Guðmundur Kristjánsson og Hólmfríður Jónsdóttir með börn sín tvö, þau
KrÍStján Og SonjU. Mynd:JHF.
„100% karla vinnur úti“
Hraðinn í þessu sem við vinnum við
úreldir menntun á 5-10 árum.
Það eru tíu ár síðan ég kláraði há-
skólann hér. Ég settist aldrei við PC
Anna María og Finnur
vinna bæði úti og eiga 3
börn: Árna 6 ára, Ebbu
4ra ára og Oliver 1 s árs.
tölvu, hún var ekki til. Á síðasta ári var
okkur sýnt inm herbergi með einkatölv-
um. En á 10 árum er komið Internet
o.s.frv.," sagði Finnur Árnason, sölu- og
markaðsstjóri, um möguleika fólks til að
komast í almennilegt starf eftir að hafa
tekið sér 5-10 ára frí frá vinnumarkaðn-
um til að sinna börnum og búi. Kona
sem hefði skellt sér í barneignir beint
eftir nám væri vart gjaldgeng á mark-
aðnum eftir ákveðinn tíma.
Finnur og kona hans, Anna María Ur-
bancic, aðstoðarmarkaðsstjóri, eru bæði
viðskiptafræðimenntuð. Finnur vinnur
frá morgni til 7 á kvöldin en Anna María
er í 75% starfí. Þau eru hátekjufólk en
gætu þó ekki lifað eingöngu af launum
hennar. Hins vegar kæmust þau af á
hans launum ef Anna María væri alfarið
heimavinnandi. „Ég er fyrst og fremst úti
á vinnumarkaðnum til að nýta menntun-
ina. En mér finnst 75% vinna vera alveg
hámark.“ Henni finnst alltof h'till tími
vera eftir fyrir börnin ef það dregst fram
yfir fjögur að hún komi heim. „En þó ég
væri heimavinnandi þá hefði ég börnin á
leikskóla hálfan daginn. Þetta er orðið
ákveðið uppeldisatriði að þau séu á leik-
skóla.“
Eftir lögbundin fæðingarorlof tók
Anna María í öll skiptin lengra frí, vann
ýmist heima eða var launalaus. Finnur
hins vegar tók ekkert frí - nema meðan
Anna María lá á fæðingardeildinni. „Um-
hverfið ætlast til þess af stjórnendum,
körlum og konum, að þeir standi vakt-
ina. Auðvitað hefði ég getað hugsað mér
að vera einhvem
tíma heima en
starfsins vegna
þá kemur það
ekki til greina.
Þegar þú ert
kominn í yfir-
mannastöðu þá
labbarðu ekki
bara í burtu,“
sagði Finnur.
í vetur ákváðu
þau að leysa
gæslumálin á
þann veg að ráða
til sín finnska au-
pair stúlku sem
sér um börnin á
daginn, fyrir ut-
an dótturina sem
er á leikskóla all-
an daginn. Þau
eru mjög sátt við
þetta fyrirkomu-
lag enda dóttirin alsæl á leikskólanum
og eldri strákurinn getur leikið sér
heima við á morgnana. Alls fara þannig
um 55.000 kr. á mánuði í barnagæslu og
hefði ekki orðið ódýrara án au-pair
stúlkunnar.
„Ég er kannski svohtið gamaldags í
þessu. Ef Finnur segði við mig: Jæja, nú
skal ég vera heima og þú mátt vera að
vinna til 7, þá er ég ekki viss um að ég
vildi skipta. Börnin eru mér svo mikils
virði. Ég tæki þau fram yfir vinnuna ef
ég þyrfti að velja,“ sagði Anna María að
lokum. LÓA
Nei, mér hefur aldrei dottið í hug að
hafa hlutverkaskipti við Hólmfríði
og vera heima að passa annarra
manna börn. Hinsvegar finnst mér gam-
an að gæta minna eigin barna. En mér
finnst alls ekki fráleitt að sjá konu í
vinnu á bílaverkstæðinu hjá mór. Ef hún
væri vel verklagin og hefði þekkingu og
tilfinningu gagnvart bílvélum fyndist mér
koma vel til greina að ráða hana til
starfa.“
Ágætt að starfa sem
dagmamma
Þetta segir Guðmundur Kristjánsson á
Dalvík, yfirmaður Bflaverkstæðis Dalvík-
ur. Hann er útivinnandi húsfaðir, en
Hólmfríður Jónsdóttir, eiginkona hans,
starfar heima sem dagmamma. Er þann-
ig á sinn hátt útivinnandi - þó vinnan sé
innan veggja heimilisins. „Mér finnst það
koma ágætlega út að starfa sem dag-
mamma. Fyrir fólk í láglaunastörfum
Finnst ekki fráleitt að sjá
konu í vinnu á bílaverk-
stæðinu. Ef hún væri
verklagin og hefði þekk-
ingu og tilfinningu gagn-
vart bílvélum kæmi vel til
greina að ráða hana.
borgar sig varla að vinna úti ef þú ert
með kannski þrjú börn og þarft að greiða
í dagvistargjöld 15 þús. kr. fyrir hvert og
eitt. Þá miða ég við vistun allan daginn,“
segir Hólmfríður.
í aprfl á þessu ári fluttu Guðmundur
og Hólmfríður og börn þeirra, Kristján
sex ára og Sonja Kristín tveggja ára, í
nýtt einbýlishús að Skógarhólum 32 á
Dalvík. „Það er talsvert átak að standa
straum af afborgunum vegna þess. Þær
gætu verið um 50 þús. kr á mánuði og
því hef ég talsvert sótt aukavinnu til að
standa straum af afborgunum. Ég vinn
stundum á kvöldin sem þjónn á Pizza 67
hér á Dalvík, en það er nú aðeins vinna
sem hugsuð er til skemmri tíma. En engu
að síður hef ég samviskubit af því að
vera ekki heima - þótt ég sé kominn
heim flesta daga af bflaverkstæðinu milli
kl. 16 og 17 á daginn," segir Guðmundur.
Klink í kassann
„Líf flests ungs fólks er í svipuðum far-
vegi og hjá okkur. Ég fullyrði að 100%
karlanna vinni úti og allflestar konurn-
ar,“ segir Guðmundur. Hólmfríður tekur í
sama streng. Hún segir að reyndar sé
ekki örgrannt um að hún sæki vinnu út
fyrir heimilið. Hún ræstir á afgreiðslu
Samskipa á Dalvík og í 10 klst. sinnir
hún liðveislu við fatlaða einstaklinga.
Með þessari vinnu hennar og því sem
Guðmundur aðhefst fá þau klink í kass-
ann. -sbs.
Finnur Árnason og Anna María Urbancic. Mynd:Pjetur