Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Qupperneq 10
22 - Miðvikudagur 20. nóvember 1996
®agur-'(ÍIúrtmn
RADDIR FOLICSINS
eiðis...
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri
Heilbrigðisstarfs-
fólk sáttara við
mæður?
Helga Dögg
Sverrisdóttir
sjúkraliði skrifar
Iblaðinu Uppeldi er mjög
góð grein eftir Guðmund
Oddsson, „Innrás í mæðra-
veldið". Pað er án efa erfið at-
höfn eða nær því útilokuð. Ég
óska Guðmundi innilega til
hamingju með að hafa náð
þeim árangri. Því miður verður
ekki sagt slíkt hið sama um
marga kynbræður hans. í grein
sinni talar Guðmundur um við-
brögð heilbrigðisstarfsfólks í
hans garð.
Stuttu eftir fæðingu hefjast
heimsóknir hjúkrunarfræðings
sem starfar við ungbarnaeftir-
lit. Hann skoðar hvítvoðunginn
og spyr um heilsu móður. Ég
segi móður, því pabbinn gékk
ekki í gegnum fæðinguna og því
þarf ekki að spyrja að hans
heilsufari. Heimsókn hjúkrun-
arfræðingsins er venjulega
stutt, hefðbundnar spurningar
lagðar fram og svo hverfur
hann af braut. Algengar spurn-
ingar í slíku eftirliti eru: Gengur
ekki vel? Er barnið vært? Ertu
enn með það á brjósti? Fær það
eitthvað með brjóstamjólkinni?
Hvernig líður þér? o.s.frv.
Móðir getur svo svarað þess-
um spurningum eftir geðþótta.
Sem nýbakaðar mæður er okk-
ur óljúft að láta uppi um
ómögulega brjóstagjöf, hræðslu
við að umgangast barnið, okkar
óöryggi o.s.frv. Ungbarnaeftirlit
er framkvæmt að degi til og
fyrstu tvo mánuðina í lífi barns.
Nær allir feður fara á mis við
þessar heimsóknir, þar sem
tímasetning er valin að degi til.
Eflaust eru nokkrir heppnir
feður, sem geta tekið fæðingar-
orlof, sem njóta þessara heim-
sókna.
Heimsóknir af þessu tagi eru
þrjár, ef allt er í lagi. Sjálf á ég
fjögur börn og man ekki eftir að
sérstaklega væri spurt um líðan
pabbans. Hvað þá þátttöku
hans í umönnun á barninu eða
heimilishaldinu yfirleitt. Pabb-
inn gæti hæglega séð um alla
þessa hluti án þess að það komi
fram í heimsóknum hjúkrunar-
fræðingsins.
Ég leyfi mér að efast um að
mikil breyting hafi orðið á
þessu fyrirkomulagi s.l. ár. Á
heilsufarsbók, sem fylgir einu
barna minna, stendur: Mœður
athugið! Þessa heilsufarsbók
þarf að hafa meðferðis. Sem
sagt, ekki ætluð feðrum. En
breytingar eru í nánd á þessum
bókum.
Margt þarf að breytast í
þjóðfélaginu, ef feður eiga að
vera virkari í umönnun og upp-
eldi barns. Ég vil gera lokaorð
Guðmundar að mínum: Uppeldi
er ekkert einkamál kvenna.
r van Airurey*3*
Göngu-
^a^ílauxnferö^auppí
í1?arf
S pgtta er
Suö11 umíerð,
Lð til að auKa un
,g viðstóPu-
Fólksflótti:
Af hveiju?
Þorvaldur
Jóhannsson
skrifar
Forgangsröðun á þörf-
um og í áherslum ein-
staklinga og ijöl-
skyldna hefur mikið verið
að breytast.
Hér áðm- fyrr var það
vinnan og sem allra mest af
henni, yfirvinna og auka-
vinna - allt sem var í boði
var tekið og oft réð búseta
þá hvar slíkt var rikulegast
til staðar. Landsbyggðin
bauð gjarnan upp á þennan
valkost og ekki síst margar
sjávarbyggðir, stórar og
smáar.
Með aðrar áherslur nú
og breyttan tíðaranda, m.a.
vegna styttri vinnutíma ein-
staklinga sem gefur meiri
frítíma, hefur forgangsröð-
un þarfanna verið breytt.
Éinstaklingurinn og ijöl-
skyldan skoða nú vel hvar
fjölbreyttust, mest og best
þjónusta er til staðar, s.s. til
menntunar, til tómstunda-
iðkunar, heilbrigðisþjón-
ustu, samgöngur og ódýr-
astar nauðsynjar eins og
rafmagn, hiti og matvörur.
Niðurstaðan verður oft-
ast sú að þéttbýlið dregur
og smærri sveitarfélög á
landsbyggðinni, þó falleg
séu, geta ekki uppfyllt nú-
tímakröfurnar og fólkið ílyt-
ur burt.
Núverandi þensla í þétt-
býlinu á SV-horni landsins
með framkvæmdum s.s. ál-
ver, virkjanir og Hvalfjarð-
argöng, svo eitthvað sé
nefnt, ýtir enn frekar undir
þessa þróun í dag. Til að
mæta þessu eiga sveitarfé-
lögin á landsbyggðinni eitt
svar. Þau verða að snúa
bökum saman, efla sam-
starf sín á milli, stækka og
um leið styrkja sveitarfélög-
in og kalla sameiginlega
fram þau úrræði sem þarf
til að svara þörfum einstakl-
inga og fjölskyldna í nútíma
íslandi.
Höfundur er bæjarstjóri á Seyðis-
firði.
IV/faður á Akureyri hefur um nokkurt skeið
lVlfengið mánaðarlega sendan gíróseðil upp á
þúsund krónur frá sjónvarpsstöðinni Ómega.
^ Viðkomandi hefur ekki hugmynd um hvernig
nafn hans komst á lista hjá sjónvarpsstöðinni. Það fárán-
lega er að Ómega næst alls ekkert á Akureyri og því ansi
frekjulegt að troða gíróseðlum sem þessum upp á fólk mán-
uð eftir mánuð. Maður kemst nú í vont skap fyrir minna.
Meira um leiðinlegan póst. Keðjubréf geta
v
IVlverið sérstaklega hvimleið. Látum þau
vera sem biðja fólk um að senda tyggjópakka
' eða póstkort. Hamingjubréfin svokölluðu eru
hinsvegar óþolandi. Að hóta fólki skelfilegum óhöppum ef
það slítur keðjuna er ekkert annað en ófyrirleitni og sið-
leysi.
Lengimá
manninn reyna
Það hlaut að koma að því.
Allt virðist stefna í það að
annar hver íslendingur
verði innan tíðar lentur í því
að þurfa að skrifa pistla í
dagblöð - eða einhverja aðra
íjölmiðla ef því er að skipta.
Það er varla hægt að opna
dagblöð án þess að rekast á
þessi lika rosalega gáfulegu
pistlaskrif á nánast hverri
síðu. Nú hefur þessari kvöð
verið dembt á undirritaðan,
sem aldrei hefði látið sér til
hugar koma að ansa slíku
kvabbi ef hann væri ekki
ótíndur launaþræll á Degi-
Tímanum. En úr því sem
komið er verður vart undan
þessari skyldu vikist.
„Smátt og stórt“ er dálk-
urinn þar sem blaðamenn á
Degi-Tímanum fá að láta
ljós sitt skína, geta vaðið úr
einu í annað, gælt við spek-
inginn í sjálfum sér og skoð-
að heiminn undir sínu prívat
og persónulega ljósi - hversu
annarleg sem sú birta ann-
ars kann að vera sem þeir
kjósa að bregða á hlutina.
Og vissulega má segja að
það sé ómetanlegt tækifæri
að fá að komast að á þess-
um vettvangi. Hver veit
nema einhverjum lukkuleg-
um pistlahöfundi takist að
koma af stað ofurlítilli bylt-
ingu með bullinu úr sér,
jafnvel breyta heiminum til
frambúðar. Það er aldrei að
vita. Aldrei að vita.
Þolinmæðm þrautir
vinnur allar
Fyrir rólyndispersónur eins
og undirritaðan jafnast það
reyndar hálfpartinn á við
sjálfsmorð að láta hafa sig
út í annað eins. En flestu er
hægt að taka með góðum
skammti af jafnaðargeði ef
viljinn er fyrir hendi, enda
stóísku einkennin orðin svo
rækilega flækt í sálarflakið
að fátt eitt getur sett þar
strik í reikninginn. Þannig
að nú er fátt annað að gera
en að bretta upp ermarnar
og skella sér af fullum krafti
í bullframleiðsluna. ímynda
sér jafnvel að einhveijum
detti í hug að lesa vaðalinn.
Sem betur fer er plássið
reyndar farið að styttast
loks þegar meiningin var að
fara að segja eitthvað. Og
gott að geta trúað því að sú
verði oftar en ekki raunin í
framtíðarraunum undirrit-
aðs sem pistlahöfundar.
A.m.k. er ekki verra ef hægt
er að skilja við lesendur
þannig að þeir haldi að eitt-
hvað sé eftir ósagt. Eitthvað
sem pistlaskrifara lá á
hjarta en kom ekki að -
vegna plássleysis. Þetta eru
svo óendanlega stuttir pistl-
ar, miðað við allt það sem
hægt væri að segja ef plássið
væri til. Það er bókstaflega
engin leið að koma stóru
málunum að, jafnvel þótt
yfirskriftin sé bæði „smátt
og stórt“, eins og í þessu til-
viki. Þannig að andlausir og
allt að því skoðanalausir
skrifarar eru bara í nokkuð
góðum málum og geta þess
vegna fflað sig vel í bullinu,
þrátt fyrir allt.
Umsjón:
Guðsteinn Bjarnason.