Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Blaðsíða 3
jEtagur-ÍEmTtmt Þriðjudagur 26. nóvember 1996 - 3 Verslun wmmwmmsmmsmm Húnavatnssýsla Stuðjól í sölu raftækja Sjónvarps- og hljóm- flutningstæki allt að 20-35 þús. kr. ódýrari hjá Raftækjaverslun íslands vegna samn- ings við evrópska verslunarkeðju. Einkaréttur á vöru- merkjum sagður vera liðin tíð. GeysÚegt annríki hefur verið hjá Raftækjaversl- un íslands að Skútuvogi í sölu á heimsþekktum sjón- varps- og hljómflutningstækjum sem eru allt að 20-35 þús. kr. ódýrari en í hefðbundnum sér- verslunum. Þorkell Stefánsson framkvæmdastjóri verslunar- innar segir að þetta sé ávöxtur af. samningi fyrirtækisins við evrópska raftækjaverslunar- keðju. Hann býst fastlega við því að samkeppnisaðilar muni bregðast við þessu á einhvern hátt og því viðbúið að framund- an séu stuðjól í raftækjasölu. Svo mikill hefur atgangur- inn verið að starfsfólk verslun- arinnar hefur varla haft undan við að þjónusta ánægða við- skiptavini og eru ýmsar vöru- tegundir farnar að ganga til þurrðar. Innan tíðar mun versl- unin bjóða uppá þvottavélar, þurrkara, ísskápa, uppþvotta- vélar og önnur stærri heimils- tæki á mim lægra verði en land- inn hefur átt að venjast. En síð- ast en ekki síst getur áhugafólk um tölvur átt von á glaðningi áður en langt um líður þegar það getur keypt þessi nýmóðin- stæki á hagstæðu verði. Þessi viðskipti hafa farið mjög fyrir brjóstið á umboðs- mönnum raftækja sem telja sig hafa einkaleyfi á síniun vöru- merkjum. í fyrstuimi voru sum- ir þeirra með hótanir í garð Raftækjaverslunarinnar og m.a. að senda fuUtrúa sýslumanns í verslunina. Þorkell segir að þetta hafi aðeins verið í nösun- um á einstaka manni vegna þess að ekkert ólöglegt sé við þennan innflutning. Hann segir að sá tími sé liðinn að einhver geti eignað sér ákveðin vöru- merki og við því verða menn að bregðast ef þeir vilja ekki verða undir í-samkeppninni. -grh Þorkell Stefánsson framkvæmdastjóri Raftækjaverslunar íslands, segir að framundan sé mjög lífiegt í sölu raftækja. 12 ára alvar- lega slasaður 12 ára drengur úr Víðidal liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkiu- eftir umferðarslys í fyrrakvöld. Vaktlæknir á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur sagði í gærkvöldi að ástand drengsins væri stöðugt en hann slasaðist aðallega á höfði og útlimum. Slysið varð við Víðidalsárbrú í V-Húnavatnssýslu um klukkan 19.00 í fyrrakvöld. Drengurinn og félagi hans voru nýstignir út úr rútu og u.þ.b. að nálgast far- angur sinn þegar fólksbíll kom úr gagnstæðri átt og varð annar drengjanna fyrir henni. Kölluð var til þyrla Landhelgisgæsl- unnar sem lenti á Hvamms- tanga og flaug síðan með drenginn á Sjúkrahús Reykja- víkur. BÞ Fiskiþing Vill skólabát Fiskiþing krafðist þess að viðkomandi stjórnvald tryggði að unglingar í grunnskólum landsins fái lágmarksfræðslu um undirstöðuatvinnuveg þjóð- arinnar, sjávarútveg. Bent er á nauðsyn þess að reka skólabát í tengslum við kennsluna. GG Útför Finns Eydal Mikið fjölmenni var í Akureyrarkirkju í gær þegar útför Finns Eydal tónlistarmanns fór fram. Margt tónlistarfólk söng og lék. Smugan Síðasta skip úr Smugu Síðasta skip úr Smugunni kemur til heimahafnar í kvöld eftir vertíð sem veldur vonbrigðum. í ár er afli íslend- inga liðlega 24 þúsund tonn, sem er rúmlega 10 þúsund tonna minni afli en í fyrra. Þjóð- hagsstofnun gerði ráð fyrir 35 þúsund tonna þorskafla utan lögsögu á þessu ári. Togarinn Eyborg EA-59 kemur til Hríseyj- ar í kvöld, en togarinn er síðasta íslenska skipið sem kemur úr Smugunni í Barentshafi. Aflinn var mjög tregur eins og hjá öðr- um togurum á þessum slóðum. Tvö síðustu skipin í Smugunni voru norðlensk, en Siglir SI frá Siglufirði er nýkominn. Það að skipin séu frá Norðurlandi kem- ur ekki á óvart, norðlenskir út- gerðarmenn hafa verið dugleg- astir að sækja á þessi mið und- anfarin ár að frumkvæði Jó- hanns A. Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. Eyborg EA-59 fór í Smuguna 19. október sl. og hefur úthald- ið því staðið í 38 daga. Vegna töluverðrar lengingar á skipinu fyrr á árinu þarf útgerðin að skila úreldingu á móti sem er um 570 rúmmetrar til þess að skipið öðlist veiðileyfi í íslensku lögsögunni. Skipið á allnokkurn kvóta þar, en fer ekki á aðrar úthafsveiðar. GG Vestfirðir Undirskriftasöfnun vegna vegalagningar Stefnt að því að allir íbúar kjördæmisins 17 ára og eldri, skrifi undir áskorun um rannsókn á heilsárs- vegi milli Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar. s hugamenn um samgöngumál á Vestfjörðum hafa beitt sér fyrir undir- skriftasöfnun meðal íbúa kjördæmisins þar sem skorað er á þingmenn þess að beita sér fyrir endurskoðun vegaáætl- unar sem fyrirhuguð er í vetur. Undirskriftasöfnun á að ljúka fyrir jól og er stefnt að því að aUir íbú- ar sem hafa bflpróf skrifi undir áskorunina en samkvæmt upp- lýsingum Hagstofu íslands eru það 6. 297 manns. Heildaríbúa- tala Vestfjarðakjördæmis er 9.015 manns, eða 3,4% þjóðar- innar. Lögð er áhersla á að veitt verði fé til að rannsaka þá val- kosti sem fyrir hendi eru, m.a. að tengja saman norður- og suðurhluta Vestfjarða með heilsársvegi milli Dýrafjaröar og Vatnsfjarðar á Barðaströnd, eða 70 km leið. Margar þings- ályktunartillögur hafa verið fluttar um málið en engin þeirra verið útrædd, og á síð- ustu þremur áratugum hafa þrjár ráðherraskipaðar samgöngunefndir gert tillögur um rannsókn á áðurnefndu vegastæði, en án árangurs. í dag er það talið eitt mesta hagsmunamál byggðanna á simnan- og norðanverðum Vestfjörðum að tengja þær sam- an með varaniegum vegi. Hallgrímur Sveinsson, á Hrafnseyri við Arnarfjörð, er einn forvígismanna undir- skriftasöfnunarinnar. „Þessi vegur mun sameina norður- og suðurhluta Vestfjarða og þann- ig slegnar tvær flugur í einu höggi. Annars vegar gætu menn tekið bflaferjuna Baldur í Vatnsfirði og þannig tryggt rekstrargrundvöll skips- ins, og hins vegar að aka suður Barðastrandasýslu með frekari lagfæringu vegar þar. í fyrra skoruðu 800 manns á þingmenn að skoða þann möguleika, en það fólk bjó aðallega á ísafirði og næsta ná- grenni,“ sagði Hallgrímur Sveinsson. Hallgrímur segir að það hafi verið málinu til fram- dráttar að forseti íslands skyldi minnast á bágborðið vegaástand í kjördæminu þegar hann var þar í opinberri heim- sókn fyrr í haust. Það hafi Bisk- up íslands einnig gert þegar hann vísiteraði Vestfirði fyrr á árinu. GG Hallgrímur Sveinsson Hrafnseyrí „Þessi vegur mun sameina norður- og suðurhluta Vestjjarða. “ Rimahvcrfi Umíjöllun fjölmiðla íbúunurn áhyggjueftii I upplýsingum frá Ómari mgu Smára Armannssyni aðstoð- aryfirlögreglustjóra í Reykjavík kemur fram að uniíjöllun sumra íjölmiðla af „ástandi“ mála í Rimahverfi hafi orðið íbúunum veriflegt áhyggjuefni. „Endurteknar og stundum óraunhæfar frásagnir hafa beint kastljósinu að hverfinu. Dæmi eru um að „frétt“ hafi verið komið á framfæri við fjöl- miðil sem söluvöru," segir Ómar Smári. Hann segir íbúana almennt tilbúna að taka þátt í uppbyggingu umliverfisins til góðs. BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.