Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Blaðsíða 9
íDagur-tíIímmn
Þriðjudagur 26. nóvember 1996 - 9
ÞJÓÐMÁL
Menntun og skólakerfi
Sigurður
Steinþórsson
prófessor við HÍ
skrifar
Svo lítill virðist
gangurinn í náminu
vera á aldursskeið-
inu 13-16 ára, að
enginn mundi taka
eftir því þótt hann
beinlínis sleppti einu
eða tveimur árum.
ákveðna starfsreynslu, og þar
hafa íslendingar gefið sjálfum
sér 2ja ára „neikvæða forgjöf1.
Kennaramenntun
Ein af skyldum Háskóla íslands
er að mennta kennara fyrir
framhaldsskólastigið. Þetta hef-
ur hann ekki rækt nógu vel,
einkum í þeim greinum sem síst
skyldi, stærðfræði, eðlis- og
efnafræði. Samkvæmt núver-
andi kerfi þarf tilvonandi fram-
haldsskólakennari að hafa að
baki a.m.k. 60 einingar í aðal-
grein, t.d. stærðfræði, og 30
einingar í uppeldis- og kennslu-
fræði, alls 4ra ára nám með
120 einingum. Hið mesta sem
Kennaraháskólinn býður tilvon-
andi reikningskennurum eru 9
einingar í stærðfræði auk 6 ein-
inga í „stærðfræðitengdri
kennslufræði“.
Fyrir nokkrum árum gerði
nefnd á vegum raunvísinda-
deildar tillögu um sérstaka
braut fyrir tilvonandi raun-
greinakennara, sem lokið gæti
með 4ra ára raungreinakenn-
araprófi (B.S.Ed.) - t.d. 30 ein-
ingar í hverri hinna þriggja
greina stærðfræði, eðlisfræði og
efnafræði, auk 30 eininga í
upp-og-kenn. Hugmyndin var
sú, að opna leið fyrir nemendur
sem vildu gerast menntaskóla-
kennarar, en ekki hefðu vilja
eða getu til að troða þá þröngu
og þyrnum stráðu braut sem
BS-próf í raungreinunum þrem-
ur nú er (og einkum miðast við
undirbúning undir akademísk-
an starfsferil). En hugmyndinni
var 'hafnað, og hverjir gerðu
það? Kennarasamtökin sjálf,
sem ekki vildu „lækka
standardinn" hjá stéttinni.
Staðreyndin er auðvitað sú -
og auðvelt að staðfesta með
dæmum - að mjög margir kenn-
arar eru að fást við kennslu
sem þeir ráða ekki við, nefni-
lega kenna efni sem þeir kunna
hvorki né skilja. Hér kemur til
skortur á nægilega menntuðu
fólki, sem verður til þess að
skólastjórar neyðast til að fylgja
boðskap máltækis sem segir að
betra sé illt að gera en ekki
neitt - að láta kennara, sem ekki
einu sinni skilur prósentureikn-
ing kenna algebru, o.s.frv. Og
kannski það sé rétt, en niður-
staðan verður sýndarárangur:
stærðfræði var kennd, þótt eng-
ir aðrir en sæmilégir nemendur
lærðu neitt né skildu.
Hvað skal til bragðs
taka?
Vafalaust er það rétt, sem bent
hefur verið á, að með einni
stjórnvaldsaðgerð - þreföldun
kennaralauna - gæti hið
hörmulega ástand íslenskra
kennslumála lagast af sjálfu sér
á einum eða tveimur áratugum.
En um slíka aðgerð ríkir ekkert
samkomulag í þjóðfélaginu: for-
eldrar vilja að vísu í orði
kveðnu bestu kennara og bestu
menntun fyrir afkvæmi sín, en
þeir vilja engu til kosta. Og ekki
aðrir þjóðfélagsþegnar heldur. í
sumum löndum, sem taka
menntun alvar-
lega, eru kennarar
stétt sem nýtur
mikillar virðingar
og góðra launa. Á
íslandi er mann-
gildi núorðið metið
eftir tekjum og
íburðarmiklum
lifnaðarháttiun,
svo ekki er von að kennarar séu
mikils metnir, hvorki af foreldr-
um né nemendum. Þeir eru
„lúserar“ á nútíma-íslensku.
Sennilega trúa fáir á gildi
menntunar, þegar upp er stað-
ið, þótt þeir glamri um það á
tyllidögum. Kannanir hafa sýnt
liver staða íslendinga er miðað
við aðrar Evrópuþjóðir. En það
er ekkert gert í því - a.m.k. ekk-
ert sem máli skiptir. Og er von
á öðru? Þegar Guð vildi kóróna
sköpunarverkið, datt honum
ekkert hetra í hug en að skapa
manninn í sinni eigin mynd. Og
hvers vegna skyldu íslenskir
ráðamenn vera frjórri í hug-
myndum sínum en sjálfur Al-
faðirinn?
Staðreyndin er auðvitað sú að
mjög margir kennarar eru að
fást við kennslu sem þeir ráða
ekki við, nefnilega kenna efni
sem þeir kunna hvorki né skilja.
Margt bendir til þess að
íslendingar séu meðal
verst menntuðu þjóða á
Vesturlöndum. Menntun er að
vísu illa skilgreint hugtak -
sumir skilja það út frá
skólagöngu og lærdómsgráðum,
aðrir út frá öðrum atriðum sem
kannski mætti kalla almenna
menntun eða jafnvel menningu,
líkt og sagt var um Arthur Ru-
binstein píanista að hann hefði
verið síðasti menntaði Evrópu-
maðurinn: fyrir utan tónlistina
kunni hann öll tungumál
(sennilega þýsku, frönsku, rúss-
nesku, ensku, pólsku,
spænsku), þekkti bókmenntirn-
ar, heimspekina og þær listir
sem máli náðu. Það er hins veg-
ar sama hvernig menntun er
skilgreind - íslendingar eru þar
aftarlega á merinni.
Hið almenna skólakerfi reyn-
ir auðvitað ekki að skapa
menntamenn á borð við Arthur
Rubinstein, þótt segja megi að í
menntaskólunum séu vissir til-
burðir í þá veru. Staðreyndin er
hins vegar sú, að á nánast öll-
um stigum og sviðum skólakerf-
isins blasir við eymdarástand,
hvort sem er í almennu upp-
eldi, bóklegri menntun eða
verklegri þjálfun. Á síðast-
nefnda sviðinu kann ástandið
raunar að vera langverst, en
um það verður ekki fjallað hér.
Litlu börnin
Þegar borið er saman náms-
efni, námskröfur og kunnátta
nemenda á barnaskólastigi,
kemur í ljós að íslensk börn eru
strax innan við 10 ára aldur
a.m.k. 2 árum á eftir erlendum
jafnöldrum sínum í greinum
eins og lestri, skrift og reikn-
ingi. Fransmenn hta á „barna-
heimilin“ sem smábarnaskóla
frá 3ja ára aldri, þar sem farið
er að kenna að draga til stafs
o.fl., og þegar börn íslenskra
náms- ^________
manna
komá
hingað
heim og
fara í
leik-
skóla,
skilja
þau
ekkert í
því að ----------------------
þar sé
ekkert lært, bara leikið sér (og
tónlistarsmekkurinn kannski
þroskaður með gítarslætti).
Þessi tveggja ára munur, sem
verður þegar við upphafið,
helst alla leið gegnum skóla-
kerfið.
Unglingar
Svo lítill virðist gangurinn í
náminu vera á aldursskeiðinu
13-16 ára, að enginn mundi
taka eftir því þótt hann beinlín-
is sleppti einu eða tveimur ár-
um, líkt og í ævintýrinu um
Þyrnirós þar sem allt hélt
áfram óbreytt eftir 100 ár.
Ágætur maður sagði að vísu, að
á þeim aldri séu krakkar svo
órólegir og vitlausir að það þýði
ekkert að hafa þá í skóla, enda
væru þeir betur komnir á sjón-
um eða í einhverjum öðrum
holliun störfum. En úr því verið
er að halda fólkinu í skóla, er
ekki nema sjálfsagt að reyna að
kenna því eitthvað - leti (iðju-
leysi) er nefnilega ein af dauða-
syndimum sjö, og það er u.þ.b.
hið eina sem sæmilegir nem-
endur læra í skólanum á þess-
um aldri.
Stúdentspróf
íslenska kerfið gerir
Staðreyndin er sú, að á nánast
öllum stigum og sviðum skóla-
kerfisins blasir við eymdar-
ástand, hvort sem er í almennu
uppeldi, bóklegri menntun eða
verklegri þjálfun.
ráð fyrir
því að
menn
ljúki
stúd-
ents-
prófi á
20. ald-
ursári, 2
árum á
eftir
öðrum
-.... — þjóðum.
Eng-
lendingar geta lokið doktors-
prófi 24 ára gamlir - 6 ára nám
eftir stúdentspróf - þótt 8-10
ára háskólanám sé algengara
fyrir slíka lærdómsgráðu.
Kannski væri sök sér að ljúka
stúdentsprófi svona seint, ef
menntunin væri þeim mun betri
sem því nemur, en því er örugg-
lega ekki að heilsa. í besta falli
er hún ekki verri, en tveimur
árum of seint. Og nú er svo
komið að þetta skiptir verulegu
máli, því mörg samkeppnisstörf
sem í boði eru, t.d. hja alþjóða-
stofnunum, bjóðast aðeins fólki
innan ákveðins aldurstakmarks,
t.d. 35 ára, en jafnframt með