Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 26. nóvember 1996
....
F R É T T I R
íDitgitr-'Œ’hiröm
Stærðfræðitímar víðast
40-100% fleiri en hér
4.2
Fjöldi klukkustunda á ári variö til kennslu einstakra námsgreina
(9 ára nemendur) 1994/95. Samanburður viÖ önnur lönd
Ísland
Norcgur
Danmórk
Finnland
Grikkland
Austurríki
Sviþjóð »»
Belgia frönskumæk
Spánn
Ingland * Wales
Nerður irland
Luxcmbörg
Þýskaland ^
Italta
0 100 200 300 400 S00 éOO 700 800 900 1000
Fjöldl klukkuitunda á árl
1) Meit af sveigjanlega tímanum w netðður í iilensku> ög stterðfræðlkennslu. Mlðað er við 9 mánaða ikóla. 160 kennslu^ ©g pröfdaga á árl,
2) Tölurnar eru áætlaðar.
3) Tölurnar elga víð 4. ár grunniköla, 10 ára nemendur.
4) Í kýskalandi er mtimunandi eftír sambandilöndum hvermg skiptingu kennslutima er háttað milli greina. Tðlurnar eru byggðar á meðaltall.
Netmildir; Pre*s«höel and Primáry Idutatien in the lurepean Unien. 1994.
Pre»iihööl and Primary Kdueauen !n the lurepean Unien t the Snuatien in Austria, Imtand and Sweden and m the ITTA/IIA Ceuntrtes. 1999.
@ Móðurmál
Q Staerðfraði
■ List* og verkgrelnsr
□ iþróttlr
Trúarbragðafræðsla
/Siðfræði
Q Samíélags* og
náttúrufræði
H Erlend tungumál
□ Svelgjanlegur
námstími
Fremstir
gæðanna vegna
... miðstöð heimilanna
íslenskir grunnskóla-
krakkar fá einna flesta
tíma í fþróttum og
handmennt, en
stærðfræðitímar eru
40% til 100% fleiri í
Evrópulöndum.
Slök stærðfræðikunnátta
barna á íslandi og við Mið-
jarðarhaf ætti kannski ekki
að koma þeim mjög á óvart sem
skoða kennslustundafjölda í
ýmsum Evrópulöndum eins og
hann er t.d. sýndur í nýrri Töl-
fræðihandbók menntamála-
ráðuneytisins. A.m.k. ijögur
fyrstu ár grunnskólans fá börn
á íslandi færri kennslustundir í
stærðfræði heldur en í öllum
samanburðarlöndunum nema
Grikklandi. Stærðfræðistundir
eru hérna 64 á fyrsta skólaári
og 85 í 9 ára bekk. Níu ára
krakkar í Grikklandi og á Spáni
eru á svipuðu róli. Jafnaldrar
þeirra á Norðurlöndunum og
víðar fá í kringum 40% íleiri
kennslustundir í stærðfræði
(114- 120 stundir), krakkar í
Belgíu, Lúxemborg og Englandi
um tvöfalt fleiri (152-179
stundir) og þýskir um 140%
fleiri. Gera má ráð fyrir að ung-
ir Þjóðverjar hafi lært meiri
stærðfræði í lok 7 ára bekkjar
eins og íslendingar þegar þeir
byrja í 10 ára bekk.
Raunar eru list- og verk-
greinar ásamt íþróttum einu
námsgreinarnar þar sem ís-
lenskir krakkar fá álíka margar
og jafnvel fleiri kennslustundir
en börn flestum öðrum Evrópu-
löndum. Hér fer ríflega þriðj-
ungur allra kennslustunda í
þessar hand- og fótmenntir. Svo
hátt hlutfall finnst aðeins í einu
landi öðru, en í mörgum hinna
er það allt að helmingi lægra.
Að móðurmálið fái meiri
áherslu en víðast annars staðar,
eins og oft er haldið fram, virð-
ist mjög ofsagt. Aðeins í Lúxem-
borg fá 9 ára börn færri móður-
málstíma en á íslandi. Og þegar
kemur að samfélags- og nátt-
úrufræðum eru litlar ýkjur að
kennslustundir séu langfæstar í
íslenskum skólum. Finnskir
krakkar, spænskir og danskir fá
a.m.k. þriðjungi fleiri stundir og
í mörgum Evrópulanda eru
kennslustundir í þessum grein-
um þrisvar sinnum fleiri en hér.
Tímar í trúarbragða/siðfræði
eru alls staðar 50-300% fleiri
en hér, nema hjá Svíum, sem
kenna ekki þessar greinar. í
flestum öðrum Evrópulöndum,
öðrum en þeim enskumælandi,
fá 9 ára krakkar líka margar
kennslustundir í erlendum
tungumálum.
Tryggingamál
Húsatryggingar
að koma „heim“
Við erum ekki búnir að
kaupa Húsatryggingar
enn sem komið er. En það
er rétt, Sjóvá-Almennar voru
hæstbjóðendur með 135 milljón-
ir,“ sagði Ólafur B. Thors, for-
stjóri Sjóvár-Almennra hf. í gær-
dag. Talið er öruggt að fyrirtæk-
ið eignist Húsatryggingar
Reykjavíkur, sem Reykjavíkur-
borg hefur lengi rekið.
Olafur sagði að nú væri til-
boð fyrirtækisins tii skoðunar í
borgarkerfinu, það væru mörg
formsatriði sem gæta þyrfti að.
Húsatryggingar Reykjavíkur
höfðu á löngu árabili einokun-
araðstöðu varðandi bruna-
tryggingar á fasteignum höfuð-
borgarbúa. Áður fyrr voru
þessar tryggingar fyrst á könnu
Sjóvátryggingafélags fslands hf.
og síðar Almennra trygginga hf.
Söguleg rök eru því í málinu,
húsatryggingar eru að koma
heim aftur, ef svo má segja.
Vátryggingafélag íslands var
meðal þeirra sem bauð í Húsa-
tryggingar en boð þeirra var
mun lægra en hjá Sjóvá-Al-
mennum. Verði af viðskiptum
Reykjavíkurborgar og Sjóvár-
Almennra, munu stærðarhlut-
föll stóru tryggingafélaganna
ekki raskast svo heitið geti, en
VÍS keypti nýlega starfsemi
Skandia eins og kunnugt er.
-JBP