Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Qupperneq 8
8 - Þriðjudagur 26. nóvember 1996 jDíXgur-©mtrat PJOÐMAL ^agur-Œtmtmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./l'safoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Átök um auðlmdina I fyrsta lagi Átök á þingi Framsóknarflokksins um stefnu í sjávar- útvegsmálum er heilbrigðisvottur. Ræða formanns Framsóknarflokksins var í öllum grunntóni ólík ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins við svipað tækifæri fyrir nokkrum vikum. Halldór Ásgrímsson opnaði á umræð- ur um endurskoðun sjávarútvegsstefnu og viðurkenndi ágalla á núverandi kerfi. Flokksþingið tók við sér. Ekki svo að tímamótaályktanir hafi verið samþykktar - síð- ur en svo. En undiraldan á Hótel Sögu leyndi sér ekki, sú undiralda sem er hvarvetna í þjóðfélaginu og öllum stjórnmálaflokkum hollast að viðurkenna. Framsóknarflokkurinn gerði líka annað sem með af- gerandi hætti gerir flokksþing hans ólíkt Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Jafnréttismálin fengu ítarlega umíjöllun og lauk henni með áætlun um að koma á til- tölulega jafnri skiptingu kynjanna í ábyrgðarstöður. Kynjakvóti er sérlega viðkvæmt og vandasamt mál. Verði Framsóknarflokkurinn áfram í ríkisstjórn eftir næstu kosningar verður að fjölga konum í ráðherra- embættum án tillits til frammistöðu þeirra karla sem nú gegna þeim embættum. Og hvað með framboðslist- ana fyrir næstu sveitarstjórnar- og Alþingiskosningar? Og hvað með flokksþing framtíðarinnar? Ef jafnréttis- áætlun Framsóknarflokksins gengur upp verða margir að kyngja særðu karlmannsstolti. Mun það gerast? í þriðja lagi Það á auðvitað ekki að vera sérstakt umræðuefni að endurskoðun sjávarútvegsmála sé komin á dagskrá annars stjórnarflokkanna. Einkum vegna þess að hver túlkar það sem fram fór með sínu hagsmunanefi. En samt...er þetta smáskref í rótta átt. Því fagnaði að minnsta kosti einn fundarmanna um helgina sem . sagði: Hvernig getum við réttlætt það að svokallaðir útgerðarmenn selji ókeypis aflaheimildir sínar ár eftir ár og spili bara golf? Sp ÍTLÓ Hefur staða Framsóknarflokksins breyst eftir flokksþingið? Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokks Flokkurinn virðist ein- dreginn miðjuflokkur með afdráttarlausari hætti en oft áður. Hann er opinn fyrir umræðum um ýmis mál svo sem fiskveiða- stjórnun og veiðileyfagjald sem Sjálfstæðisflokkurinn hreyfir ekki. Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf stað- ið þétt að baki foringja sín- um og þar hefur engin breyting orðið. Einnig má nefna að það hefur áhrif á stefnumótun flokksins að hann hefur haslað sér völl í ríkari mæli en áður í þétt- býli. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka Það er ekki hægt að svara því fyrr en mað- ur sér hvernig þeir fylgja eftir samþykktum Ðokksþingsins. Það er já- kvætt að flokkurinn opni fyrir veiðileyfagjald en ég bfð líka eftir að sjá hvort afgerandi samþykkt flokks- ins um Lánasjóð íslenskra námsmanna og samtíma- greiðslur nái fram að ganga. Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður (G) Nei. Ég tel að þetta flokksþing hafi ekki afgerandi áhrif á stöðu flokksins. Gríðarlegur ágreiningur í sjávarútvegs- málum kom berlega í ljós og niðurstaðan varð að það er haldið fast við kvótakerf- ið eins og það hefur verið framkvæmt. Mér flnnst það - sem og annað á þinginu - ekki benda til að Fram- sóknarflokkurinn sé í sókn. / Mér sýnist sem Fram- sóknarflokkurinn hafl eftir að Halldór Ásgrímsson tók við stjórn- inni skilgreint sig í ríkari mæli sem miðjuflokkur eins og þeir starfa í Evrópu. Ég tel að frá því að Sjálfstæðis- flokkurinn var stofnaður með samruna íhaldsflokks- ins og Frjálslynda flokksins hafl ekki verið hér á landi slíkur miðjuflokkur fyrr en núna. Þetta er að vissi leyti til góðs, í Evrópu hefur þetta þýtt öðruvx'si áherslur en hjá sósíalistum til vinstri og íhaldsmönnum til hægri. Si S5 m£M Unnur og Jökull „Elsku Unnur mín, til hamingju með afmælið. Viltu giftast mér? Þinn Jökull." - Jökull öryggisvörður notaði ljósaskilti Kringlunnar til að krækja sér í Unni sem förunaut. Mogginn segir frá þessu nútfma bónorði. Menn verða að vera frumlegir í dag ætli þeir að krækja í góða konu. Snorri og Búbba „Rétt eins og Snorri forðum þá fjalla ég um kóngafólk. Svona miðað við breytta tíma, væri Snorri sjálfur líklega bara ánægður með það að fá eina blaðsíðu til umráða í hverri viku í þessu ágæta fjölskyldu- blaði.“ - Hin fræga Búbba Dags-Tímans á laug- ardaginn, þegar hún slúðrar um kdnga- fólk heimsins. Er líf hugsanlegt án sjónvarps? „Er hægt að lifa af án sjón- varps? Hvað gerist þegar fjöl- skyldan getur ekki dregið tím- ann við kassann?" - Dagur-Tfminn spyr þessara góðu spurninga á laugardag og óskar eftir Ijölskyldu, sjálfboðaliðum, til að taka þátt í (þjáningarfullri?) tilraun blaðsins. Hollusta íþróttanna ...sperrileggurinn og sköflung- urinn hafa gróið saman og það gengur vitanlega ekki. Það þarf að skera í þetta og íjarlægja stykkið þarna á milli...,“ - segir Eiður Smári Guðjohnsen, ungi knattspyrnukappinn í Eindhoven, í sam- tali við „læknaritið" DV, sem gjarnan lýsir tíðum uppskurðum íþróttakappa, og það út í hörgul. Hugvitið í askana látið Islenskt hugvit er mikil auðlind. Þangað sækja stjórnmálamenn og aðrir sköpuðir bjartrar framtíðar væntingar sínar og annarra um að loksins fari að rofa til í táradalnum. Ekki er alltaf gott að átta sig á hvað þetta einstæða og þjóðlega hugvit er, en víst er að það íslenska er mun merkilegra en útlent hugvit, enda er treyst á að það verði aðalútflutnings- varan áður en langt um h'ður. Þeir tornæmu og illa menntuðu, sem aldrei hafa botnað í öllu talinu um íslenska hugvitið og gildi þess, fengu skýrt dæmi um þessa útflutningsafurð frá Ráðhúsplássinu í okkar gömlu höf- uðborg og núverandi heiðurshöfuð- borg íslands. Þar flutti þjóðhöfðingi vor fágæta ræðu um útflutning á ís- lensku hugviti. Hann felst í því að dugnaðarstrákar með íslenskt ríkisfang opna pítsusölu í höfuðstað heiðursdrottningar vorrar. Útleggingin var klár: Að íslenskir pítsusalar selja gestum og gangandi ítalskan mat í erlendri stórborg. Utflutningur atorku Hvað svona útflutningur á hugviti kemur íslenska samfélaginu á Fróni við er óútskýrt. Hráefnið í pítsurnar er fráleitt íslenskt og viðkomandi greiða skatta af umsetningunni og tekjum sínum í kassa heiðursdrottningar ís- lands. Spurningin um hvað íslandi kemur við stórfelldur út- flutningur á atgjörvi gildir raunar um mörg önnur svið en pítsusölu. Dugnaðar- menn hasla sér völl við fjarlægar strend- ur og byggja upp at- vinnuvegi fyrir fólk sem við þekkjum varla haus eða sporð á og eru þar með úr sögunni sem íslenskir skattgreið- endur. En hafa samt góðan aðgang að mennta- og heilbrigðiskerfinu við okk- ar gráglettna Dumbshaf. Um allan þennan útflutning á ís- lensku atgjörvi er talað eins og að framtíð þjóðarinnar byggist á því að losna við sem flesta dugnaðarmenn, O framkvæmdasama og úrræðagóða, úr landi. Það þarf mikla stjórnspeki til að sjá hvernig það kemur þjóðarheildinni til góða. Viðskipajöfnuðurinn En það skyldi þó aldrei vera að inn- flutningur á menntun og hugviti sé ekki síður nokkurs virði en útflutning- ur á íslenskri atorku. Dr. Kári Stefánsson gerir sér lítið fyrir og flytur inn mikið er- lent áhættuQármagn í fyrirtæki sem veitir ljölda hámennta- manna atvinnu við hæfi. Hann flytur með sér dýrmæta vísindaþekkingu, sem vonast er til að ávaxtist hér og verði að arðbærum útflutningi. Nokkrir nútímamenn vita að þekk- ingin verður í askana látin, en til að svo verði þarf að afla hennar. Það er ekki gert með orðagjálfri eða fagur- gala um eigið ágæti. Islenska mennta- kerfið er að fá enn eina falleinkunn- ina, þar sem sýnt er svart á hvítu að íslenskir námsmenn eru eftirbátar flestra annarra. Allir eru voða hissa og gapa hver upp í annan, að líklega sé þetta bar- asta öllum að kenna. Áuðvitað að þeim undanskildum sem skapa og skipuleggja menntamálin. Og eðlilega bera þeir enga sök, sem beita öllum sínum kröftum og hugviti til að gera samfélagið barnljandsamlegt og æsku- lýðinn afskiptan í öllum sínum alls- nægtum. Innflutningur á hugviti og menntun er, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki síður mikilsverður en útflutningur á orðaleppnum „íslenskt hugvit". En vel má kalla það góð kaup að fá bandarískt íjármagn og hátæknifyrir- tæki dr. Kára til landsins, en senda Dönum, sem eru alls góðs maklegir, ís- lenskt hugvit í formi pítsubaksturs. En mestu skiptir að viðskiptajöfnuð- urinn sé hagstæður og að Mörlandinn þurfi ekki að þylja fyrir sjálfum sér hið forna vísubrot landnámsmann sins: IJreppek Kaldbak / og læt Akra. OÓ

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.